Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 24
24 MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1968 -*■ óhugnanlegur, en þegar hún loksins talaði, sagði hún lágt: — Ég skal reyna aftir föng- um að vera góð við hana, Jeff. Ég vorkenni henni ekki síður en þú. Hann svaraði, dálítið stuttara lega: — Ég held ekki, að Pam sé þurfandi fyrir neina samúð af okkar hendi. — Nei, vitanlega flýtti hún sér að svara. — en samúðin er nú samt alltaf heldur til bóta. Afur gengu þau stundarkorn, þegjandi. Honum fór að detta í hug, að hann hefði verið óþarf- lega snöggur uppá lagið við hana En honum hafði gramizt það, að hún s kyldi vera að vorkenna Pam. — Ég vissi, að þú mundir kunna vel við hana. — Já, vitanlega kann ég ágæt lega við hana, Jeff, sagði hún og gerði sér upp hlýju. — Ég kunni strax vel við hana þegar ég sá hana. Heidurðu, að hún vilji eiga mig fyrir vinkonu? — Vitanlega vill hún það. sagði hann. Og svo bætti hann við, innilega: — Og þú getur verið góður vinur Phyllis. Hún brosti ofurlítið, en það var varla hægt að kalla það bros. — Það er mér mikilvægt að geta kallað þig vin minn, Jeff, þó ekki sé meira. Það er þýð- ingarmikið fyrir mig. Það getur létt undir með mér á komandi mánuðum. Hún andvarpaði. — Ég er hrædd um að þeir verði mér erfiðir. Brosið var nú horf- ið og andlitið á henni í hvíldar stellingu, fannst honum, og þá var það afskaplega sorgmætt. Hann vorkenndi henni innilega, svo mjög.að hann langaði að láta það í ljós á einhvern hátt. Hann greip hendur hennar. — Þú getur alltaf reitt þig á mig. — Það vona ég líka, Jeff. Svo bætti hún við: — Viltu ekki . . .. viltu ekki kyssa mig, Jeff 21 -------------- t Hann komst í vandræði. Hann hafði enn aldrei kysst hana en fyrst hún fór fram á það. . .og fyrst hún taldi hann bezta vin- inn sinn. . .væri það þá ekki ónotalegt að neita henni um það? Á næsta andartaki hafði hún tyllt sér á tá og lagt hendurnar um háls honum og kysst hann ár varirnar. — Ó, Jeff, Jeff, hvíslaði hún, Það var mikill ákafi í röddinni. En andartaki seinna hafði hún aftur fengið vald yfir sjálfri sér. —Þetta var bara vegna þess, hvað við erum góðir vinir, sagði hún. 10. kafii. Næsta morgun innritaði Pyll is sig í nuddið hjá Pam Hún hafði nú vænzt þess, að Pam nuddaði hana, og vonaði að geta veitt upp úr henni einhverjar upplýsingar, sem henni gæti kom ið að gagni. En Pam hafði litla löngun til að umgangast hana og bað Betty að baka hana að sér. Betty samþykkti það, en um kvöldið þegar þær voru að hátta, sagði hún: — Þessi Bevankvenmaður get- ur klórað, en það liggur bara ekki um of í augum uppi. Þar í liggur hættan. Pam leit hvasst á hana. — Hvað áttu við með hættu? Hún lét kremdolluna, sem hún hafði verið að nota aftur á borðið. — Ja, ef þú ert ástfangin af Jeff Maitland, þá skaltu bara hafa auga með henni. sagði Betty Pam vann venjulega á morgn- nana, en næsta dag varð hún þess vör, að tvær konur, sem hún átti að nudda, voru sjóveik ar, svo að hún var laus eina klukkustund. Og veðrið var svo indælt, að hún ákvað að fara upp á þilfar. Hún var þar á gangi, er hún gekk fyrir horn og sá þá Phyll- is Bevan í legustól, innan um hóp annarra farþega. Stólarnir þeirra sneru frá henni og í sól- ina, svo að enginn þeirra sá Pam koma. Hún tók eftir því, að Jeff var ekki þarna í hópnum. Þegar hún kom nær, heyrði hún að Phyllis nefndi hana á nafn. Ó- sjálfrátt stanzaði hún og hlust- aði. — Nú, hún Pamela Harding! sagði hún. — Nei, auðvitað er hann Jeff Maitland ekkert skot- inn í henni. Það væri líka alveg óhugsandi. Hann er bara að reyna að sýna henni nærgætni, af því að hann vorkennir henni svo. Hann sagði mér það sjálfur í gærkvöldi. Þið skiljið, að fé- lagi hans um kaffiekruna, sveik hana, og giftist systur Jeffs. Og þegar Jeff komst að þessu hérna um borð. þá reyndi hann að gera sitt bezta til að bæta úr þessu fyrir hana. Hún andvarpaði — Veslings stúlkan. Ég er hrædd- ust um, að þessi hjartagæzka hans eigi eftir að hlaupa með hann í gönur. — Þér er þó ekki alvara að hann sé að hafa af fyrir henni, bara vegna þess, að hann vor- kenni henni? sagði ein í hópn- um, í tortryggnistón. — Jú, ég fullvis3a þig um, að þannig er það, sagði Phyllis með ákafa. — Jeff sagði mér, að Akureyringar — yogo Séra Þór Þóroddsson, fiæðari, frá Kaliforníu, flytur erindi að Bjargi kl. 20,30, fimmtudaginn 8. ágúst: „Leyndardómur hins lífgefandi lögmáls“ og kynnir hið tíbezka Yogakerfi Mentalphysics. Kennsla næstu daga á eftir. — Sími 12115. TIL LEIGU góð og þægileg 90 ferm. 3ja herb. íbúð að Hátúni 4, frá 15. þ.m. — Gardínur í stofu og teppi fylgja. Sérhiti, mánaðarleiga kr. 7.500,00, sem greiðist 3ja hvern mánuð. — Allt sameiginlegt innifalið i mánaðargreiðslu. Nánari uppl. í síma 82225 milli kl. 19—22. Húsnueður • Óhreinindi og blettir, tvo sem fitublettir, eggja- blettir og blóSblettir, hverla á augabragSi, ef notaS er HENK-O-MAT í forþvottinn eSa til að leggja í bleyti. SiSan er þvegiS á venju- legan hátt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALSVARA FRÁ SstfehlJ}itterl »b-bi&teí' jKtivgegen EnMwni ' bS,'' hann hefði ekki einu sinni tekið ■eftir henni, hefði ekki systir hans verið búin að fleka frá henni kærastann. Pam vildi ekki bíða efir meiru Hún sneri snögggt við og gekk niður stigann. Hún skalf af reiði. Hvernig dirfðist Phyllis að segja þetta? Hvernig dirfðist hún að auðmýkja hana framan í öllu þessu fólki! Hvernig dirfðist hún að segja opinberlega, að Jeff væri bara að vorkenna henni, að hann hefði bara verið að sýna henni nærgætni til að bæta fyrir systur sína, sem hafði tekið Hugh frá henni? Og til að bíta höfuðið af allri skömminni hafði hún haft þetta eftir Jeff sjálfum! Það var lygi . . lygi. . . lygi! En . . var það nú annars lygi? Phyllis nauðþekkti Jeff, og hafði þekkt hann lengi Jeff hafði sjálfur sagt, að Phyllis væri í hópi beztu vina sinna... Gæti hann hugsanlega hafa sagt eitthvað í þessa átt við hana? Og igæti þetta verið eina ástæðan til nærgætni hans. . . .Þetta sem Phyllis slagði? Hún gat ekki þolað að hugsa um þetta. Hún sneri sér til beggja hliða í víxl, líkust dýri í gldru, án þess að vita hvert snúa skyldi. Hún gekk eins og blind- andi gegn um salinn, án þess að sjá neinn, sem þar var inni. Hún fór niður í káetuna sína og fleygði sér þar á rúmið og reyndi að hugsa. En hún fann að hún gat ekki hugsað. Hún heyrði bara aftur og aftur þessi orð Phyllis: „Jeff er bara að vera með henni, af því að hann vorkennir henni. Hann sagði mér það sjálfur í gærkvöldi. En þetta gat ekki verið satt. Hún fann nú, að hún mundi engan frið hafa fyrr en hún vissi, hvort þetta væri satt. Hún varð að komast að því. Það var sama, hversu þungt henni mundi falla það, eða hvað af henni yrði á eftir. Það skipti engiu máli þótt hún gæfi Phyllis með því vopn í hönd til þess að auð- mýkja hana enn meir en orðið var — Hún varð að komast að því. Kannski var hún ekki með öll um mjalla á þessari stundu. Er 7. ÁGÚST. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Vertu ekki of ákaíur, reyndu að vinna reglubundið, og breyttu um stofnu með kvöldinu, og þá helzt i vina hópi Nautið 20. april — 20. maí. Þú getur búizt við töfum í dag. Hlutimir eig það til að hverfa, sem uppnumdir væru. Kvöldið er sérlega vel til þess fallið að leiða í ljós hverskyns misfeHur. Tvíburamir 21. maí — 20. júní. Fólíkið í kringum þig reynir að standa þér á sporði, en haltu þig utan við hverskyns deilumál, því að þú ert of örgeðja. Vertu íhaidsamur í fjár-r.álum. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Reyndu að athuga, hvort þér opnast ekki nýjar leiðir í innlheimtu. Haltu I við þig í fjírmálum, og sinntu hugðarefnum með kvöldinu Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Láttu aðra um stjórnvölinn í dag, svona rétt til þess að fá tæki færi til þess að átta þig á hliutunum. Þér verður töluvert ágengt. færi til þess að ácta þig á hlutunum. Þér verður töluvert ágengt. Meyjan 23. ágúst — 22. sept. Þér kemur það vel, að vera nókvæmur í vali. Vertu fylginn þér, það er mikið Ihúfi. Farðu snemma til hvílu I kvöld, á rnorgun verð ur annasamur dagur. Vogin 23. sept. — 22. okt. Ef þú getur sniðgengið smátafir í dag, þá færðu mikinn styrk, vinir þínir og eðlisávísun, hjálpast að við að láta þig verða ofan á í viðskiptum. Sporðdrekinn 23. okt. — 21. nóv. Það borgar sig að taka auðveldustu leiðina út úr kröggunum. Þér verður mi’kið úr verki, ef þér lánazt að llta fram hjá smá- göllum annarra. Njóttu kvöldsins í glaðværum hópi, en vertu gætinn. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Agætisdagur til að vfkka sj óndeildarhringinn, þótt eitthvað kunni að íara framlhjá þér af smámunumum. Leitaðu eðlilegrar rásar atburðanna, reyndu að komast að samkomulagi, og gakktu frá samningunum á morgun. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Þér kann að virðast nauðsynlegt að ganga frá kaupsamningum i dag. Reyndu að hugsa málin dáiítið vandlegar, og fyrir alla muni, flýttu þér ekki. Vatnsberinn 20. jan. — 18. febr. Sinntu þínum viðskiptum, og leggðu efckert á þig í öðrum mál um. Skapsmunir þínir eru mjög vakandi, reyndu að hlýða á góða tómlist eða lesa eitthvað í kvöld. Fiskamir 19. febr. — 20. marz. Vertu umfram allt orðvar 1 dag, þvi að vinir þínir eru sérlega viðkvæmir i dag, og gefðu öðrum tækifæri til að njóta sin lika. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.