Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.08.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 196« 13 er kjörorð landbúnaðarsýningarinnar, sem hetst n.k. föstudag UNDIKBTJNINGUR að landbún- aðarsýningunni, sem hefst n.k. föstudag, er nú á lokastigi. Um Skagfirzki goðhesturinn virtist kunna vel við sig i nýju skemm- unni. 100 manns störfuðu í gær að undirbúningi sýningarinnar, og að sögn forráðamanna hennar má búast við að mun fleiri starfi þar í dag, þar sem öllum undir- búningi á að vera lokið um há- degi á fimmtudag. Lokið er að mestu byggingu gripaskemmana og stálgrinda- hússins, og í fyrradag komu fyrstu skepnurnar í húsin. Voru það þrír stóðhestar úr Skaga- firði. Einnig var í gær verið að leggja síðustu hönd á byggingu gróðurhúss, sem Sölufélag garð- yrkjumanna byggir. Fyrir framan íþróttahöllina hefur verið útbúinn mjög falleg- ur skrúðgarður á vegum Garð- yrkjufélags Íslands, er ætlunin að sá garður standi áfram. Einn- ig Verður á svæðinu annar skrúð garður á vegum skrúðgarða- verktaka. Inni í höllinni voru sýnendur að starfa við stúkur sinar, en al's munu um 60 fyrirtæki, stofnamr og félög sýna á landbúnaðar- sýningunni. Ein-n af starfsmönnum sýning- arinnar, Hjalti Zóphaníasson, gekk í gær um svæðið með frétta mönnum og skýrði tillhögun þess og skipulag. Á milli rþróttahallarinnar og gripaskemmanna er dómhring- ur og hlaupabraut, þar sem hross verða sýnd, og einnig á að gefa börnum tækifæri til að bregða sér á hestbak. Þ-ar verða einnig búr með lifandi tófum og íslenzkum hundum, en hreindýr- ið sem sýna átti kemur hins vegar ekki. í annarri skemmunni verður sýnt sauðfé, í stáJgrindahúsinu verða sýndir alifuglar og í hinni skemmunni verða sýndir naut- gripir og hestar. Við íþróttahöllina eru einnig sýndir tilraunareitir og þar hef- ur Skógrækt ríkisins og Skóg- ræktarfélag íslands um 1000 fer- metra svæði og sýna þar margar triátegundir m.a. lerki frá Hall- ormstað. í kjallara fþróttaha]larin.nar er staðsett svoköHuð „hlunninda- og þróunardeild“, og var þar bú- ið að koma fyrir uppstoppuðum dýrum m.a. tófum og yrðlingum. Þá hefur verið gefin út sýn- ingarskrá, 264 blaðsíðna bók, þar sem hægt er að finna allar upp- lýsingar um sýningarsvæðið og stúkurnar. Sýningarstjórn landbúnaðar- sýningarinnar skipa, Sveinn Tryggvason, formaður; Agnar Tryggvason, Halldór Pálsson, Kristinn Helgason og Pétur Gunnarsso'n. Koinið með trén að Laugardals .öltinni í gær. Heii opnoð lækningosiolu í Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 11684. Viðtöl eftir umtali. Guðmundur Bjarnason, læknir. Sórgrein: Barnaskurðlækningar, alm. skurðlækningar. Harry Eddom kvíðir yfirheyrslum — Vill gleyma sjóslysunum við ísland YFIRHEYRSLUR í slysamálun- um við ísland í vefcur, er þrír Hulltogarar fóruist við ísland og Harry Eddom einn komst af m-unu hefj'ast 9. október, að því er brezka blaðið Fishing News segir. Yfirheyrslurnar munu fara fram í ráðhúsi Hullbogar. Samkvæmt því sem blaðið segir er mikið bollalagt um r'ann sókn slysanna og >um rannsókn þeirra. Harry Eddom barst frétt- in um það hvenær yfirheyrsl- uirnar yrðu, er hann Var staddur í heimili sínu í Cottinham, East Yorkshire. Hann sagði þá: — Ég vissi að að þessu kæmi, en þar sem þett'a er allt liðið hef ég reynt að gleyma — þótt ég viti að ég geti það ekki. Ég hef kviðið yfirheyrslum, því að þær gera mér þ'að eitt að ég verð að rifjia allt saman upp. Eitt er víst að ég gleðst, þegar þeim er lokið. Stórgjofir til Barnaspítola- sjóðs Hringsins VILHJÁLMUR ólafsson, Borgar holtsbraut 39, Kópavogi, sem lézt 26. maí síðastl., mælti svo fyrir í erfðaskrá sinni að pen- ingar þeir, sem eftir kynnu að verða að honum látnum í dánar- búi h'ans, skyldiu renna til Barna spítlasjóðs Hringsins. Fjárhæð þessi nemur alls tæpum 200 þús- und krónum. Halldóra Einarsdóttir Thorodd sen, frá Vatnsdal í Rauðasands- hreppi, sem síðast bjó að Lind- argötu 2SA í Reykjavík, og lézt hinn 31. marz 1967, án'afnaði Barnaspítalasjóði Hringsins fcr. 45.000.00 eftir sinn dag. A og S. gáfu Ba'rnaspítalasjóð Hringsins kr. 25.000.00. Til BamaspítalasjóðsÍTis með kveðju frá N.N. kr. 1.000.00. — Samtals nerna gjafir þessar tæp- um kr. 271 þúsund. Við viljum votta ættingjum hinna látnu svo og öllu venzla- fólki gefendanna, þakklæti vort og virðingiu. Stjóm Kvenfél. HringBÍns. Harry Eddom. Framli. af bls. 16 maður, sem einnig eru báðir gift ir og búsettir hér í Reykjavík. Þeir sem þekkja þessi fjögur systkin vita, að Guðbjöng og Michael áttu sönnu barnaláni að fagna. Heimili Guðbjargar og Mic- haels að Háaleitisbraut 4g, var bæ'ði fallegt og aðlaðandi vegna smekks og hlýju húsráðenda. Þar voru börn og barnabörn þeirra daglegir gestir. Nú finna litlu barnabörnin ekki lengur afa sinn, sem þau dá'ðu manna mest, en þótt lífsstraumur Michaels hafi fallið að ósi við eilífðarhöf, þá geymir eiginkona, böm og aðrir ástvinir minninguna um gðan dreng, og óska honum góðr ar heimkomu í sitt þriðja föður- land. 7. ágúst 1968, Stefán Jónsson. Camlar, íslenzkar bœkur teknar tram í gœr. Hafnarstvæti 9. SnffbjörnHónssottóCah.f THI ENGUSH 800KSH0P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.