Morgunblaðið - 15.08.1968, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1968
Rætt við Dag Strömback og Séamus óc. Ó. Duilearga
m þjóðfræði og forna hluti þennan hátt, að hann sagði:
„Þetta eru einhverjir mestu
sérfræðingar í þjóðsögum,'
sem nú eru uppi“, sagði Ein-
ar Ólafur, þegar hann kynnti
mig fyrir þeim Degi Ström-
back og Séamus Ó. Duilearga.
Dagur er prófessor í Uppsöl-
um, veitir þar forstöðu þjóð-
fræðastofnuninni og kennir
við háskólanni; hann hefur
staðið að mikilli göfnun þess
ara fræða, og svo er hann
gríðarlega magnaður í öllu
sem heitir teoría og ekki síð-
ur í notkun gamalla heim-
ilda. Séamus er það kannski
líka, en einkum og sér í lagi
var hann, áður en hann fór
að sökkva sér ofan í laxveið-
a-r, einhver mesti þjóðsagna-
safnari í heimi, og ihann kom
á fót þjóðfræðastofnuninni í
Dyflinni. Þeir eru komnir
'hingað í boði Handritastofn-
arinnar til þess að skoða hana
og gefa okkur skýrsilu um
hana og hvernig þeim finnist
hún eigi að vera“.
„Það voru nú eiginlega
Svíar, sem komu mér af
stað“, sagði Séamus. ■ „Carl
Wilhelm von Sydow, sem var
Svíi, kom til írlands, og það
var hans stóri kostur, að
hann skildi ensku mjög tak-
markað. Við hittumst. Hann
kunni írsku og hann sagðist
vilja kenna mér sænsku. Við
urðum mestu mátar.
Þegar hann var að fara, fór
hann til rektors og sagði við
hann um leið og hann kom
inn á skrifstofuna: „DuiLe-
arge must come to Sweden".
Rektor var svo undrandi þeg
ar hann var ávarpaður á
þennan hátt, að hann sagði:
„Já“. Var það eitt af fáum
skiptum, sem hann hafði sagt
já á ævi sinni, — viðkvæðið
'hjá honum var, — „það get-
ur verið“.
Og ég fór til Svíþjóðar.
Þar fann ég írland. Ég
skildi þar, hvar sága íra er
geymd. Þegar ég kom frá
Svíþjóð, og hafði séð öll stóru
Einar Ólafur Sveinsson og Dag Strömback.
þjóðfræðasöfnin þar, kom ég
til Englands og fór þaðan
með skipi til írlands. Það var
morgunn og ég stóð á þilj-
um og sá, hvernig hæðir ír-
lands risu úr sæ. Ég fann þá,
að hin óskrifaða saiga Írla>n4s
lá að baki þessum hæðum,
hjá þögulu fólki, það hafði
aldrei verið spurt. Þá ákvað
ég að láta ekkert aftra mér
frá því að fá þessa sögu rit-
aða.
Þið sjáið, að það voru Sví-
arnir, sem komu mér af stað“,
bætti Séamus við, og svo hélt
hann áfram:
„Stuttu eftir heimkomuna
fór ég á fund de Valera, og
ræddi við hann um þetta mál.
De Valera tók mér mjög vel,
og fór sitrax að segja mér
þjóðsögur, sem haran hafði
heyrt í bernsku, og ég hlýddi
á, því að menn hlusta alltaf
á það, sem hann segir.
Þannig leið kvöldið. Það
var verið að ræða fjárlögin,
en de Valera tók ek'ki á móti
neinum, ékki einu sinni fjár-
málaráðlherranrum, því að
hann var að segja mér þjóð-
sögur.
Það var kort fyrir aftan de
Vatera á veggnum. Kort af
frlandi. Ég horfði á það og
mér fannst eins og það væri
fullt af andlitum, fólki, sém
Séaumus O. Duilearga
vissi sögu íra, en þagði, það
hafði aldrei verið spurt.
Ég sagði de Valera þetta og
bætti við: Þú ert maðurinn
sem getur bjargað 'þessu, þú
getur látið skrifa þessar sög-
ur, sem þú varst að segja
mér. Fólkið sjálft getur ekki
skrifað og við þurfum að
senda menn til að skrifa eftir
því. De Valera kvað já við,
og þjóðfræðastofnunin vax
sett á laggirnar" .
Séamus hallaði sé raftur í
stólinn og fékk sér sígarettu.
Éig spurði Dag, hvernig
honum litist á Handritastofn-
ina.
„Við skoðuðum 'hana í
Framhald á bls. 21
i
Skrifsfofustúlka
óskast hálfan daginn, eftir hádegi, til léttra skrif-
stofustarfa. Vélritun þó skilyi-ði. Umsókn með upp-
lýsingum um starfsreynslu og kaupkröfu sendist Mbl.
fyrir laugardag, merkt: „Eftir hádegi — 8074“.
Miðstöðvarketill
12—15 ferm. óskast keyptur. Upplýsingar í síma 83294
eftir kl. 7 á kvöldin.
Ojpé',
landbúnaðarsýningin 68
HÚSIUÆÐUR
Sími 14226
Til sölu raðhús við Látraröst á Seltjarnarnesi. Húsið
er endahús og stendur á sjávarlóð. Mikið og víðsýnt
útsýni.
FASTEIGNA- OG SKIPASALA
Kristjáns Eiríkssonar hrl.,
Laugavegi 27, sími 14226.
PAIMILL
Stærð 255 x 19 cm.
Eik, gullálmur, askur,
og oregon pine.
Glœsileg vara.
Verð mjög hagstœtt.
LEIÐIN LIGGUR TIL H.
HANNES ÞORSTEINSSON
heildverzlun, Hallveigarstíg 10 — Sími: 2-44-55.
»
k
Farið með börnin á sýninguna áður en
mesta aðsóknin hefst — Opnum kl. 10 f.h.
*
Odýr og góður matur á staðnum
meðal annars nýja skyrið
Sýnikcnnsla í matreiðslu alla daga kl. 14 — 17 — 20.
Sjáið fyrst og fáið svo að bragða!
HESTALEIGA FYRIR
BÖRIM! ÓDÝRT!
FRÁ KL. 13 DAGLEGA