Morgunblaðið - 15.08.1968, Síða 17

Morgunblaðið - 15.08.1968, Síða 17
MORGUNBLAÐEÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1908 17 - A KOLKUG RUNNI Framh. af bls. 12 enn aama ördeyðan hérna fyrir vestan og svei mér þá maður veit varla, hvernig þessi áttatíu tonn hafa verið skröpuð upp. Eitthvað finnst mér karlinn vera farinn að leggja ískyggilega mik ið eyrun að samtölum karlanna á togbátunum fyrir norðan. Senni- lega er hann farinn að hugsa til hreyfimgs. Tvö og stundum þrjú viðtalsbil. Oft hlustar maður á samtöl í tækjunum, þegar karlarnir eru að tala við kerlingarnar sínar í landi, og getur samtalið gjarn- an verið eitthvað á þessa leið: — Sael elskan. — Ha! — Ég sagði bara sæl elskan. — Já sæll. Hvar eruð þið? — Við erum hérna fyrir vest- an. Hvernig hafið þið það? — Sæmilegt, annars er hann Jói litli með hálsbólgu. — Haa. — Ég sagði að hann Jói væri með bálsbólgu. — Er nann slæmur litla grey- ið? — Nei, með dálítinn hita. Heyrðu, ég ætla með bílinn í viðgerð á morgun. — Geturðu ekki beðið með það þangað til ég kem í land? Ætli við verðum ekki inni um miðja næstu viku. — Já, en það er ómögulegt að bíða eftir því. Það er tilgangs- laust að eiga bíl og geta svo aldrei ncxtað hann. — En þ'etta er svoddan fjár- ans okur á þessum bílaverkstæð um, þegar maður svo getur gert það sjálfur. Er hún Lilla ekki frísk? •— Á ég þá að afpanta á bíla- verkstæðinu? — Nei, ætli það. Ég var að spyrja eftir henni Lillu. — Hún Lilla, hún hefur það ágætt. Segirðu ekkert í fréttum? — Nei, hvað heldurðu að sé að frétta? Og svona er lopinn teygður upp í tvö og stundum þrjú við- talsbil. Engir œpandi öskurapar Maður hefur stundum h'eyrt því fleygt að togaraskipstjórar séu æpandi öskurapar, sem engu þyrma með hávaða og látum með an þeir eru í hólnum. Þessu vil ég mótmæla sem alröngu. Það er varla að maður heyri, þegar Sverrir hallar sér út um gluggann og læðir út úr sér: hif opp, eða slaka niður. Þar er ekki aldeilis hávaðanum fyrir aðfara. Á dekkinu liggur lagl'egt lúðu lok og við Sverrir skipstjóri í hólnum. — í fyrra fyrir páskana seld- um við hundrað og tuttugu kílóa lúðu ó áttatíu og átta sterlings pund út í Englandi. Það var bærilegt verð, maður. Rúmar ní táu krónur fyrir kílóið. Við vor- um þá með dálítinn slatta af flat fiski og ýsu auk þorsksins og fengum alveg glimrandi verð. Það þarf ekki að vera nema lítið af góðfiski til að lyfta söl- unni heilmikið, segir Sverrir. Við spjöllum um tækin í brúnni og Sverrir segir: — Þeir væru ald'eilis alveg handalausir bátaskipstjórarnir, ef þeir hefðu ekki meira af tækj- um hjá sér en við. Hérna er bara dýptarmælir og fisksjá eins og þú sérð. Annars finnst mér lóranstöð- in eitthvert mesta töfratækið hér um borð, og Reynir loft- skeytamaður hefur gert ítrekað- ar tilraunir til að kenna mér á það en án Verulegs árangurs, því ég er ekki mikið upp á vélar og mótora. Þó hefur honum tekizt að útskýra nokkuð fyrir mér Starfsemi stöðvarinnar, og hann segir að dekkastöðvar séu tals- vert nákvæmari og telur skaða af, að slí'kum stöðvum skuli ekki hafa verið komið upp hér á landi. — Okkur vantar líka „víeidd- seff“ stöð hér um borð, segir Sverrir. — Hvað er það? spyr ég. — Litlar stuttbylgjustöðvar, eða einskonar rabblabbtæki fyr ir skipstjóra. Þeir hafa þetta á brezku togurunum og flestum sunnan togurunum. Þe3sar stöðv ar eru að vísu stuttdrægar, draga ekki nema ó að gizka fimm tíu mílur en nást ekki á venju- leg tækL Það er þægilegt að hafa þessi tæki þegar fiskað er á svipuðum slóðum og geta þá skipstjórarnir spjallað og borið sig saman eftir hvert kast. — Hvað þýðir þetta „vísidd- seff“. — Það þýðir „very high fre- quency", segir Reynir. Kem ekki með öngulinn í rass- inum. Nú er föstudagsmorgunn og við á ieið fyrir Hornið á Kolka- grunn eða Tunguna, þar sem við vorum áður en við kipptum vestur fyrir. Veður hefur batnað og það er notal'eg öryggistilfinning í því að sjá aftur land. Jóhann vitavörður í Látra- vík er að panta próvíant úr Reykjavík og það er sko ekkert smáræði, sennilega fyrir allan veturinn. Út af Húnaflóa er talsvert af íshroða, sem er á leið frá landi undan suðvestan andvaranum vonandi i síðasta sinn á sumr- inu. Hér eru enn margir togbátar og virðast vera að fá hann. Þeir eru hingað komnir alla l'eið sunn an úr Keflavík, því ég sé Lóm KE 101 hérna rétt á stjórn- borða, og þar eru a'llir karlarn- ir í aðgerð. Það kemur fljótt á daginn að hér er aflavon, því undir eins í öðru kastinu fáum við rúmlega 3 poka. (Ca. 2 tonn í pOka). Þó liðið sé á veiðiferðina, þá er ekki útilokað, að heiðri min- um verði bjargað hér á Tung- unni og strákarnir eru kátir í að- gerðinni og senda okkur skeyti upp í hólinn. — Er Boggi blaðamaður að fá hann? Aflinn hélzt áfram góður fram á laugardag og við SVerrir spjöll um um fótbolta. Sverrir er eins og margðir skipstjórar mikill á'hugamaður um fótbolta og á morgun eiga þeir Valur og Ak- ureyringar að leiða saman hesta sína á Akureyri. — Vonandi tekst strákunum okkar að vinna, segir Sverrir og á þá auðvitað við Akureyring- ana. Annars hefur knattspyrnan ekki farið framhjá okkur í túrn um, því við höfum hlustað ó lýs ingar af tveim landsleikjum við Norðmenn og Færeyinga. Ekki fannst okkur Sverri mikil á- stæða til að hrópa húrra fyrir úrslitunum í þeim leikjum. Lærasteik og sykurbrenndar kartöflur á borðum og þó bara hvundagur. Hann er ekki einleik inn lúksusinnþér um borð. Hér á Tungunni veiðist nær eingöngu þorskur, og hyggnu mefinirnir um borð hirða smá- fiskinn og annað hvort salta hann niðrí tunnu eða spyrða hann og hengja upp. Ég vona að einhver víki að mér spyrðu- bandi, þegar ég fer frá borði, því fátt veit ég betra en sjó- hanginn bútung. Þegar líða tekur á laugardag- inn er nokkurn veginn útséð um það, að ég slepp við að koma með öngulinn í rassinum, og er þá miklu bjargað. Ég hafði nær gleymt að geta þess, að hér um borð er verzl- un. Að vísu er varningurinn fá- brotinn: sígarettur, reyktóbak, eldspýtur og vinnuvettlingar. Öll úttekt er út í reikning og svo gerð upp að lokinni veiðiferð. Talsvert hagræði er að þessu, og kemur það í hlut skipstjóra að vera eins konar verzlunarstjórL Annars er vert að vekja at- hygli á því að hlífðarföt eru orð- in æði dýr og kosta stakkur og stígvél ekki mikið undir tveimur þúsundum. Með gæsahúð niðrí vél. Þó ótrúlegt sé þá hef ég ekki enn komið í vélina og þó er veiðiferðinni að ljúka. Ég hef ekki farið dult með það, að ég er ekki mikið upp á vélar og nánast tiltekið logandi smeykur við að koma í vélarrúm á skip- um eða bátum, bæði hræddur við draslið og að auki fæ ég allt- af hálfgerða innilokunarkennd þegar komið er niður. En ég lét -mig samt hafa það að skreppa niður á fírplássið og líta á farganið. Fyrst er að geta þess, að allt þarna niðri er log- andi fínt, glansandi og pússað. Vélin er eitthvað um eitt þús- und hestöfl og þrjú eldop og að sjálfsögðu kynt með olíu, svo kyndararnir ofreyna sig ekkert á kolamokstri. Á efri hæð vélarúmsins stjórn borðsmegin eru tvær ljósavél- ar báðar af sömu stærð. Vélstjórinn sýnir mér einhver hjól og tæki, sem hann segir að eigi að snúa og snerta til að hægja og bæta við ferðina eða taka aftur á bak og hann segir, að véiin snúist 84 snúninga, ja sennilega á mínútu, meðan togað er en hæjít sé að pína hana upp í 116 snúninga og þá gangi skip- ið 13 mílur. Aftast í vélarúminu niðri er lítils háttar verkstæði þar sem hægt er að framkvæma minni háttar bilanir, en þó er þar eng- inn rennibekkur eins og ég hef séð í sumum togurunum. Það fer hálfgerður hrollur um mig og ég finn til gæsahúðar, þegar ég horfi á vélarbullurnar ganga upp og niður, og ég verð feginn, þegar ég kem aftur upp. M.E.N. Komið sunnudagskvöld og veiðiferðinni að Ijúka. Loft- skeytamaðurinn sendir síðasta skeytið út til hinna togaranna og það er bara þrír bókstafir M.E.N. sem þýðir: mætir ekki næst. Alls staðar eru fötur og dulur á lofti, allt á að hreinsa og snur- fusa. Tveir eru í brúnni og pússa kopar. Frívaktin stendur í biðröð fyrir framan baðklefann. Nokkrir á dekkinu og aftur á keis að ganga frá fiski til að taka með heim. Svo koma 'þéir hver af öðrum úr baðinu greidd- ir, snurfusaðir, nýrakaðir og lyktandi aí sápu og hreinlæti og strikið er eitthvað nálægt suð- austri. Við sitjum við borðið í mess- anum og sögurnar fljúga um loft- ið: — Mikið helvíti var það gott hjá strákunum á einum togaran- um hér um árið. Þeir voru ekki nema nýkomnir að landi og rétt búnir að taka úr sér hrollinn og þá teknir fastir og stungið í steininn og þar þurftu þeir að dúsa þangað til skipið fór út næsta dag. í sjómannaþætti nokkrum vikum seinna fékk svo yfirlögregluþjónninn á Akureyri, því þetta var á Akureyri, sent lagið „Draumur fangans" frá skipshöfninni á þessum sama tog ara. — Já og hún var líka fjári góð kerlingin á Sigló. Það var á einum togaranum náungi, sem gekk með kraftade'Ilu, þegar hann fann á sér og þeir á Siglufirði. Þegar náunginn náði ekki í ann að réðist hann á öskutunnur, fleygði þeim um koll og gerði alls konar spekálur, og auðvit- að vöknuðu allir í næstu húsum. í sjómannaþætti nokkru síðar fékk karl lag og kveðju frá kerlingu einni sem hafði vakn- að við öskutunnuhávaðann og lagið var: „Hraustir menn“. — Og ég var með einum stýrsa, sem var líka dálitið mik- ill fyrir sér með víni. Við í Grimsby að landa og stýrsi vel í því, og þá lét hann sig hafa það að kasta fullum tepotti út um brúargluggann, sem svo hafn- aði í hausnum á einum Tjall- anum í lestinni. Auðvitað m'eidd ist karlgreyið í lestinni og allir uppúr í einni röð: Löndunar- stopp og í brezku blöðunum dag inn eftir voru risafyrirsagnir þar sem sagt var frá „The Fly- ing Teapot" um borð í togaran- um. Og sögurnar héldu áfram og þeir sátu þarna fínir og pússað- ir í kring um borðið og komið fram yfir miðnættL Hellt upp á kaffi og rigning- arteppi girðir fyrir mynni Skaga fjarðar. f brúnni reynir Jói að halda strikinu, og Sigurður stýri maður segir að aflinn sé rúm eitthundrað og sextíu tonn. Lak- ara gat það verið. Nokkrir ætla í frí eftir þenn an túr og spjalla um þjóðhátíð- ina í Vestmannaeyjum. Kalli kyndari er kominn í hvíta skyrtu með fínt um hálsinn, og tveir af hásetunum segjast ætla að fá sér bílaleigubíl og fara i Mývatnssveit í landlegunni. Létt yfir mannskapnum og tilhlökkun í andlitunum. Tími togaranna kemur aftur. Við erum komnir inn á Eyja- fjörð og ég enn á stjái. Hlý sunnan gjóla og bíll á leið fyrir Ólafsfjarðarmúlann. Ég hlabka til að koma að landi eins og smá krakki, get ekki sofið, eyjan og Svarfaðardalur framundan. Ljúfu ferðalagi er að ljúka og enn h'ef _ ég sannfærzt um það, sem ég hef alltaf vitað, að ung- ann úr íslenzku mannlífi er að finna á sjónum. Þessir ánægju- legu og tápmiklu drengir háfa staðfest þá trú mína, að enn eru íslenzkir sjómenn í fremstu röð starfsbræðra sinna og vissulega eiga þeir meir en skilið að fá ný og betri skip til að flytja meiri og betur nýttan afla á land, og ég finn, að ég stend í mikilli þakkarskuld við þessa pilta og ég vil ekki láta hjá líða að nota tækifærið og segja: Takk fyrir góðan og skemmtilegan túr. f lok þessa greinarkorns læt ég fljóta með nokkur orð töluð af fyrrverandi togaraskipstjóra fyr ir nokkrum árum: „Þegar við gengum um Reykja víkur- og ,‘Hafna,rfjarðargötur eftir stríð og virtum vandlega fyrir okkur það, sem fyrir augu bar, þá voru þau fá mann- virkin, sem ekki mátti að ein- hverju leyti segja að hafi kom- ið beina leið úr trollpokunum. Ég veit ekki, hvar við stæð'um í dag, ef enginn hefði togarinn komið hingað til landsins, og ég segi fyrir mig, að ég fyllist rétt- látri reiði og gremju, þegar illa gefnir landkrabbar og jafnvel sjómenn eru að læða þeim and- styggilega áróðri að þjóðinni, að hlutverki togaranna sé lokið fyr ir íslendinga. Það kalla ég hrein landráð. Tími togaranna kemur aftur, vertu viss. Hatfotáarkuriir INISII LTI BÍLSKLRS SVALA HURÐIR ýhhi- & tttikuriir PjljjiggjjlgPjM H. D. VILHJÁLM55DN RANARGÖtU 12. SÍMI 19669 Húsnneður * Óhreinindi og blettir, svo sem fitublettir, eggja- blettir og blóðblettir, hverfa á augabragði, ef notaS er HENK-O-MAT í forþvottinn eða til að leggja í bleyti. Síðan er þvegið á venju- legan hátt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALS VARA FRÁ EnNornl Fe,t ' *<»kao- ®°B*n-, M.lch-. EiáolK U*w. <» Sc»^iarksten ak^^-b'ologis^, Segen Fle^Le!]'^ Aðgrerð að ljúka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.