Morgunblaðið - 15.08.1968, Síða 18

Morgunblaðið - 15.08.1968, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 19-68 t Móðir okkar og tengdamóðir, Emilía Einarsdóttir Grettisgötu 72, andaðíst 14. ágúst. Börn og tengdabörn. t Elsku móðir okkar, Guðrún Havstein, lézt í Landsspítalanum að- faranótt 14. ágúst. Synir hinnar látnn. t Litli sonur minn, Arnar Þórsson, andaðist að heimili sínu þriðju daginn 6. þ.m. Jarðarförin hefur farið fram. Þakka au’ð- sýnda samúð og vinarhug. Guðrún Högnadóttir Hátúni 29. t Móðir okkar, Ágústa ólafsdóttir, andaðist að heimili sínu í Borgarnesi 11. þ.m. Jarðar- farin ákveðin laugardaginn 17. þ.m. og hefst með kveðju- athöfn frá Borgameskirkju kl. 13.30. Jarðsett verður að ökrum sama dag kl. 16. Böm hinnar látnu. t Útför tengdamóður minnar, Ingibjargar Kristjánsdóttur Elliheimilinn Grund, áður Pósthússtræti 15, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 16. þ.m. kl. 10.30. Klara Jónasdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, Hilaríus Haraldsson frá Hesteyri, Bræðraborgarstíg 24a, Rvík, verður jarðsunginn frá Nes- kirkju, föstudaginn 16. þ.m. kl. 13.30. Elisabet Albertsdóttir, Hans Hilaríusson, Sigurjón Hilaríusson. t Maðurinn minn og faðir minn, Jón Hojgaard Magnússon frá Garðhúsum, Höfnum, verður jarðsunginn frá Kefla víkurkirkju laugardaginn 17. ágúst kl. 4 siðdegis. Kristín Arnfinnsdóttir, Þórður Jónsson. Þorsteinn Guðlaugs- son spmaður, minning ÞRIÐJUDAGINN 13. ágúst s.l. var gerð frá Fríkirkjurmi hér í borg útför Þorsteins Guðlaúgs- sonar. Ég var búinn að þekkja hann og umgangast meira og minna allar götur frá árinu 1922. Öllum firmst oss það svip- legt þegar vinir kvéðja, ekki sízt ef fyrirvarinn er jafn stutt- ur og hér var. Það kom þó fleifa upp í buga mér þemnan sól- bjarta dag en söknuðurinn einn, er hann var borinn til moldar, er ég renndi augunum yfir hinn æskubjarta hóp afkomenda hans, er var samankominn til að fylgja honum síðasta spölinn. Þorsteinn vár kominn á níræðis- aldur og hafði lifað langa, ham- ingjuríka og starfsama ævi. Að vísu hafðí lífsbaráttan oft verið hörð og tvisýn og byrðamar þúngar. En slíkt var almennt f3«rirbrigði fyrr á árum, ekki Útför, Óskars Þorvarðarsonar frá Eystri-Tungu, í Landeyjum, er lézt í Borgarspítalanum 7. ágúst, ferf ram frá Akureyjar kirkju, laugardaginn 17. þ.m., kl. 14. Minningarathöfn verð- ur í Fossvogskapellu kl. 10 árdegis sama dag. — Fyrir hönd bræðra hans, fóstur- systra og annarra vanda- manna. Sigrún ísaksdóttir. Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, Guðbjargar Bjarnadóttur Höfðaborg 1. Fyrir hönd ættingja og vina. Ingólfur Sigurðsson. Innilegustu þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns og föður okkar, Magnúsar Jónssonar bifreiðastjóra, Nökkvavogi 56. Fanney Guðbjörg Guðmannsdóttir og börn. Við þökkum öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð við and lát, Jóns Leifs tónskáldS. Bandalagi íslenzkra lista- manna, sem annaðist útför Jóns Leifs, og öðrum, er heiðr uðu minningu hans sem lista- manns, færum vi'ð sérstakar þakkir. Þorbjörg Leifs, Leifr Leifs, Snót Leifs. sízt á bammörgum heimilum. En hann stóð ekki einn í barátt- unni, því við hlið hans stóð hans frábæra eiginkona, Ástríður Oddsdóttir, þar til hún féll frá fyrir sjö árum. Ég átti þess kosí að kynnast þeim hjón- um mjög náið, því Ástríður heitin var móðursystir konunnar minnar, sem hafðí verið hjá henni um tíma er hún var á bamsaldri og bar æ síðan til hennar dótturþel. Svo sterk voru þau tryggðabönd, að um áratugi leið helzt ekki svo heill dagur að þær hittust ekki að máli. — Þegar litið er yfir æviferil Þor- steins heitins nú við leiðarlok, má öllum vera það Ijóst, að hér var maður að kveðja okkur sem eftir stóðum, sem hafði verið gæfumaður í lífinu, fyrst og fremst vegna þess hvemig hann var gerður. FyrrÖiluta ævi sinnar var Þorsteinn um áratugi á íslenzk- um botnvörpuskipum, lengst á skipum Alliance-félagsins og bátsmaður um mörg ár hjá Guð- mundi Markússyni Skipstjóra. Eins og kunnugt er fylgir slíku starfi mikið mannaforræði, þó breytingar yrðu miklar við setn ingu vökulaganna er upp voru teknar tvær vaktir í stað einnar áður. Þegar talið berst að mönn- um, sem eiga að stjórna vinnu á botnvörpuskipum, heyrir mað- ur oft setningu eins og þessa: „Þetta er prýðismaður, en ég þekki hann nú ekki nema til hálfs, því ég hefi aldrei verið með honum til sjós“. — Það er mikfU sannleikur fólginn í þessum orðum, því viðmót manna, sem hér eiga hlut að máli, hlýtur að vera með tvenn- um ihætti. Það er ólíkur maður, maðurinn sem á að skipa mörg- um mönnum fyrir verkum á dekki, vaka yfir þvi að en,ginn fari sér að voða eða verði fyrir slysum £ veiðiferð eða siglingu, eða maðurinn, sem er áhyggju- laus í landi meðal fjölskyldu og vina. Og á sjómannamáli má segja, að ekki komi til mála nein „elsku mamma“, ef ekki er brugðið skjótt við og skipunum hlýtt á þeim vettvangi, fljótt og hiklaust. — Þorsteinm var geð- ríkur maður og laus við tæpi- tuiigumál. Hínsvegar átti hann til mikla hlýju í fari stnu, sem kona hans og börn 'höfðu auð- vitað mest af að segja. Ég get ekki stjjtlt mig um að segja frá einu atriði um samskipti hans við börn. í næsta nágrenni við heimili Þorsteins ólst upp ætt- ingi konu hans, sem nú er lát- jnn. Skömmu fyrir andlát hans hittumst við á förnum vegi. Innilegar þakkir til allra er sýndu mér samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins mins, Jóns Agnars Eyjólfssonar bifreiðastjóra. Júlíana Jónsdóttir. Beztu þakkir og kveðjur til allra er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför, Þorvaldar Tómasar Jónssonar í Hjarðarholtl. Laufey Kristjánsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Jón Þór Jónasson, Kristín Þorvaldsdóttir, Ólafur Ólafsson. Meðal þess sem bar á góma hjá okkur var heimili Þorsteins, en kona hans var þá nýlátin. „Ég átti engan pabba að leita til“, sagði hann. „En þegar Þorsteinn Guðlaugsson var að koma úr siglingum, færði hann mér það sama og sínum eigin drengjum. Það var ekki fyrr en ég var orð inn fullorðinn maður, að mér varð það Ijóst hversu mikið sól- skin hann hafði borið inn í bernskuár mín“. — Sjómanns- ferli sínum lauk Þorsteinn með sóma og þótti hvarvetna góður félagi, og í verk hans þurfti eng inn að ganga. Hann hafði verið samfleytt í tuttugu ár með Guð- mundi Markússyni skipstjóra og verið bátsmaður hjá honum. Byggi ég umsögn mína af sjó- mennsku Þorsteins á umsögn hans. — Þorsteinn var félags- hyggjumaður alla ævi, sem treysti meira á fjöldans frama en fárra auð og völd. Þorsteinn Guðlaugsson var fæddur hér í Reykjavík 30. marz 1886. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðlaugur Þorsteinsson ættaður úr Áinessýslu og Mar- grét Guðmundsdóttir ættuð af Vatnsleysuströnd. Á 4. ári missti Þorsteinn foður sinn, Flutti móðir hans þá með böm sín aust ur í Árnessýslu, og þar ólst hann upp fram undir tvítugsaldur. Þá fluttist faann til Reykjavíkur oig gerðist sjómaður, fyrst á skút- u-m en síðan á togurum, þar til hann hætti sjómennsku á stríðs- árunum síðari og tók að vinna við netagerð í landi. — Þorsteinn kvæntist 21. febrúaT 1908 Ástríði Oddsdóttur úr Reykjavik. Af systkinum hans er nú ein systir á lífi, Guðríður, búsett á Stokks- eyri, en látin er Jónasína, sem var gift og búsett hér í Reykja- vík meðan ævi entist. — Síð- ustu árin var hann vistmaður á Hrafnistú, dvalarfheimili aldlraða sjómanna. Þar undi hann vel hag sínum og fann þar að auki starf við sitt hæfi. Um leið og við hjónin kveðj- um Þorstein Guðlaugsson og þökkum honum fyrir ævilaniga vimáttu, sendum við bömum hans héT heima og eTlendis sam úðarkveðjur. Samvistarfólki hans á Hrafnistu þökkum við gott sambýli, en einkum og sér- staklega þökkum við frú Re- bekku Bjarnadóttir fyrir alla hennar ástúð og hlýlhug í hans garð, sem við munum lengi minnast. Blessun fylgi bömum hans og niðjum, en friður honum sjálf- um. Guðm. Pétursson. svar um if9R EFTIR BILLY GRAHAM Ég er svolítið ruglaður í ríminu. Presturinn okkar sagði, að „góð verk“, væru alveg óviðkomandi hjálpræði okkar. Samt les ég í Biblíunni orð Jesú: „þannig lýsi ljós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem er í himnunum“ (Matt. 5,16). Hvernig á að skilja þetta? Ef til vill átti presturinn yðar við, að við frelsumst ekki af „góðum verkum“. Hann er áreiðanlega ekki þeirrar skoðunar, að „góð verk“ séu ekki þóknanlegri Guði. Hér þurfum við að greina á milli tilbeiðslu og góðra verka. Tilbeiðslan felur í sér ástundun trúarlífs- ins og snýr að Guði, ekki að mönnunum. Við biðjumst t.d. ekki fyrir til þess að verða séðir af mönnum. Við biðjum til þess að eiga samfélag við Guð. Guðrækilegar athafnir eins og bænagjörð, lestur Biblíunnar og „af- neitun“ vissra hluta eru ekki þau „góðverk“, sem Jesús talar um í þeim orðum, sem þér tilgreinið. Þær snúa nefnilega allar að Guði, ef svo má að orði komast, og eru ekki ætlaðar mönnunum til vitnisburðar. Góðu verkin, sem Jesús talar um, eru dyggðir, sprottnar af i kristnum kærleika, sem við auðsýnum öðrum, og öll kristileg hegðun og breytni í afstöðu okkar til með- bræðranna. Margir eru auðsveipnir gagnvart Guði, en skortir vinsemd, nærgætni, kærleika o. s. frv. Góð verk eru vitnisburður okkar fyrir heiminum og eru í augum Guðs eins nauðsynleg og ástundun trúarlífsins- Trú og verk geta í rauninni ekki verið til hvort án annars, í bókstaflegri merkingu, og Ritningin fræðir okkur mjög rækilega um hvort tyeggja. Bálför eiginmanns míns, Sigfúsar Halldórs frá Höfnum fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. ágúst kl. 3 e. h. — Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna, Þorbjörg Halldórs frá Höfnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.