Morgunblaðið - 15.08.1968, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1968
19
1 un -niýsnar draga að sér álika mikla athygli barnanna
og' ungamir, en þær er að finna í sýningarstúku Tilrauna-
stöðvar háskólans í meinafræði.
Nýiega var hafin á Ólafsvöllum á Skeiðum starfsemi til að hreinrækta íslenzka hundinn,
og em það þau hjónin Sigríður Pétursdóttir og Kjartan Georgsson, sem sjá um ræktun
hans. Á iandbúnaðarsýningunni eru þrír íslenzkir hundar frá Ólafsvöllum, Píla, Snotra og
Kolur, og ennfremur Skotta, eign Sveins Kjarvals, og Kátur, eign Magnúsar Guðmundsson-
ar.
Svipmyndir
frá
Landbúnaðar-
sýningunni
Landbúnaðarsýningin er
nú einn helzti viðburðurinn í
borgarlífinu, enda er hún æði
umsvifamikil og fer vart
framhjá nokkrum manni. —
Jafnt ungir sem gamlir hafa
streymt á sýnánguna undan-
farna daga og sótt þangað
bæði fróðleik og skemmtun.
Mestur hluti sýningargesta er
héðan úr borginni, eins og
eðlilegt er, en þó hafa stórir
hópar komið úr ýmsum sýsl-
um landsins til að skoða það,
sem fyrir augu ber. En e.t.v.
eru það yngstu borgararnir.
sem mesta ánægju hafa af
þessari sýningu, því að þarna
geta þau séð yfir 300 dýr og
fugla, og forstöðumenn sýn-
ingarinnar auglýsa: —- Komið
með börnin í eina dýragarð-
inn á íslandi. Nokkur fyrir-
tæki hafa einnig dýr í þjón-
ustu sinni til að auglýsa sýn-
ingarbása sína, og er þar
jafnan mikið af ungu fólki.
Við bregðum hér upp nokkr-
um svipmyndum frá sýning-
unni, bæði innan- og utan-
húss.
f fordyri sýningarhallarinnar hefur Veiðimálastofnunin sýn-
ingarker með lifandi 14 punda laxi í, og hefur hann verið
ræktaður í laxeldistöðinni í Kollafirði. Vorið 1966 var lax-
inn, sem er hrygna, aðeins 13 cm. gönguseiði, en þegar
hann kom upp í kistuna í Kollafirði eftir tveggja ára veru
í sjó. liafði hann náð þessari stærð.
Bændaskólarnir á Hólum og Hvanneyri og Garðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi, hafa sam-
eiginlega sýningarstúku á sýningunni, og er Jiún mjög snyrti -ig í frágangi öllum.
Á þessu svæði sýnir fiskiræktarstöðin Laxalón lax- og silungaseiði. Skúli Páisscn, forstjóri
stöðvarinnar, hóf ræktun á regnbogasilungi árið 1950, en sneri sér síðan að ræktun lax- og
silungaseiða, og getur nú árlega Iátið af hendi 150—200 þús'ind sjógönguseiði.
« j r * f (