Morgunblaðið - 15.08.1968, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1968
Hey lil sölu
Getum útvegað verulegt magn af töðu.
Verð kr. 3,50 hvert kg. vélbundið á teig.
Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli.
Rafvirki óskast
í Landsspítalanum er laus staða rafvirkja frá 1. okt.
nk. Laun samkvæmt úrskurði Kjaradóms.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf sendist skrifstofu ríkisspítalanna, Klappar-
stíg 29, Reykjavík fyrir 1. sept. nk.
Reykjavík, 13. ágúst 1968.
Skrifstofa ríkisspitalanna.
NÝTT - NÝTT
Það þarf ekki lengur að
fínpússa eða mála loft
og veggi ef þér notið
Somvyl.
Litaver
Grensásvegi 22—24.
Somvyl veggklæðning.
Somvyl þekur ójöfnur.
Somvyl er auðvelt að þvo.
Somvyl gerir herbergið
hlýlegt.
Somvyl er hita- og hljóð-
einangrandi.
Það er hagkvæmt
að nota SomvyL
Á lager hjá okkur
í mörgum litum.
Klæbning hf.
Laugavegi 164.
Rósa og Sigurpáll.
Áttrœð:
Rósa Jónsdóttir
HÚN fæddist 15. ágúst 1888 í Eyj
um í Breiðdal, S-Múl. Foreldrar
hennar voru hjónin Anna Eiríks
dóttir og Jón Bjaænason bóndi í
Eyjum. Rósa ólst upp á heimili
foreldra sinna ásamt bróður sín-
um, Sigurði, fram undir tvítugs
aldur, en þá fluttist hún með
fjölskyldu sinni að Ósi í sömu
sveit.
Rósa varð þess aðnjótandi að
alast upp á mikiu myndarheim-
ili, þar sem gestrisni og glað-
vaerð prýddu heimilið, og sá
heimilisbragur hefur ætíð sett
svip sinn á hennar heimili. Til
Reykjavíkur lá leið Rósu er hún
var um tvítugt og lærði ‘hún fata
saum hjá Andrési Andréssyni
klæðskera.
Árið 1914 trúlofaðist Rósa Em-
il Guðmundssyni frá Felli í
Breiðdal. Þau eignuðust eina dótt
ur, Huldu, sem gift er Bimi
Bjarnasyni bónda í Birkihlíð,
Skriðdal. Ekki urðu samvistir
Rósu og Emils langar, því 'hann
andaðist úr berklum árið 1915.
Rósa giftist Sigurpáli Þorsteins-
syni frá Flögu í Breiðdal, 18. júlí
1918. Áttu þau því gullbrúð-
kaupsafmæli fyrir tæpum mán-
uði.
Þau hjónin hófu búskap sama
ár á Ósi í sambýli við Sigurð
bróður Rósu og konu hans, Jó-
hönnu Sigurðardóttur. Á Ósi
bjuggu þau næstu 19 árin eða til
ársins 1937 er þau fluttust að
Hóli í Breiðdal.
Þeim hjónum varð fjögurra
barna auðið, Önnu, Bergs, Guð-
bjargar og Nönnu, sem öll eru
búsett hér í Rvík. Auk þeirra
fimm sys'tkinanna ólu þau upp
tvö dótturbörn sín, þau Jón
Guðlaug og Sigrúnu. Þó heimili
þeirra hjóna væri stórt og gesta-
koma tíð, hafði Rósa ætíð tíma
til að hjálpa samferðarfólki sínu
í erfiðleikum þess. Hún þykir
sérstaklega nærgætin og hlý við
sjúklinga og sængurkoniUT og
hún á mörg ljósubörn. Rósa var
um margra ára skeið í stjóm
Einingarinnar, en það var liknar
félag, sem var starfandi í Breið-
dal um margra ára skeið. Árið
1954 fluttust þau til Reykjavíkur
þar sem þau búa nú á Nesveg 63,
ásamt Bergi syni þeirra og konu
hans, Rósu Reimarsdóttur. Á
því heimili ríkir sérstakur sam-
hugur og einlægni og sonarsyn-
irnir þrír ásamt hinum bama-
börnunum sem eru alls þrjátíu
og barnabamabömum sem eru
fimmtán, em öll sólargeislar
ömmu og afa.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að alast upp á Hóli fyrstu
ár ævi minnar og eftir að ég
fluttist þaðan með foreldrum
mínum og bróður, var hugurinn
samt alltaf heima á Hóli hjá afa
og ömmu.
Amma mín, ég og fjölskylda
mín sendum þér okkar innileg-
ustu hamingjuóskir með afmæl-
daginn og við vonum að við meg
um njóta þín sem lengst. Undir
þessi orð min veit ég að allir
niðjar þínir, tengdaböm, fóstur-
börn, fóstursystur og vinir vilja
taka.
Páll R. Magnússon.
♦
r ^ k A r ALHLIÐA LYITUI’JÓNUSTA UPPSETNIIUGAR - EFTIRLIT OTISLYFTUR sf. Grjótagötu 7 sími 2-4250^
Ghbus/
LÁGMÚLI 5, SIMI 11555
Komið og sjáið hina fullkomnu
Fella SLÁTTUÞYRLU
á Landbúnaðarsýningunni i Laugardal
STÓRIJTSALA í
Góðtemplarahúsinu
| 30-60% AFSLÁTTUR |
TER YLEN EKÁPUR DRAGTIR PEYSUR PILS TÁNINGAKJÓLAR KVÖLDKJÓLAR JERSEYKJÓLAR
ULLARKÁPUR SÍÐBUXUR BLÚSSUR TELPNAKJÓLAR SUMARKJÓLAR CKRIMPLENEKJÓLAR
VERÐLISTIIMIM