Morgunblaðið - 15.08.1968, Side 24

Morgunblaðið - 15.08.1968, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1968 Það er ekkert heppilegur staður fjrrir unga stúlku að vera þar lengi eina síns liðs. Hún var farin út, áður en Pam fékk svigrúm til að spyrja hana, hvað hún ætti við með þessu. Þennan dag var Pam leyft að fara upp á þilfar, og það hittist svo á, að þann dag voru hátíða- höld. Jeff bar hana upp og kom benni þægilega fyrir í legustól, með teppi um fæturna og stór- an súkkulaðikassa við hlið sér, en nýjustu tímaritin á hnjánum. Allir voru svo góðir við hana. Fólk kom og settist hjá henni og spurði hana, hvernig henni liði. Það er gott til þess að vita, hvað fólk getur verið almennilegt við þann, sem orðið hefur fyrir einhverju áfalli, og það fólk, sem mundi varla lita í áttina til manns, undir venjulegum kring umstæðum. Brátt var Pam komin á stjá aft ur, en vitanlega gat hún hvorki dansað né tekið þátt í íþróttun- um á þilfarinu. Hún var vön að liggja í stólnum sínum og horfa á Jeff taka þátt í þeim. Hann var afburða íþróttamaður, svo að enginn annar þarna jafnað- ist neitt við hann. Stundum, þeg ar Pam var að horfa á hann, fann hún, að hjartsláttur henn ar færðist í aukana, og einhvers konar köfnunartilfinning greip hana. Hann var svo yndislegur við hana í hvívetna. Og svo lag legur, með andlitið brúnað af hita beltissólinni. Nú var tæp vika þangað til þau ætfcu að koma til Rio. Og hvað yrði þá. Pam leið hálfilla af þessum áhyggjum sínum. Yrði hún að fara beint heim til Eng- lands, eða mundi Jeff segja eitt- hvað, sem gæti komið í veg fyr- ir, að hún þyrfti að fara? Stund um, þegar hann brosti til henn- ar, svo blíðlega og um leið hálf- glettnislega, eins og hann var vanur, fannst henni sem hann kynni að segja þetta. Og þá hoppaði hjartað í henni. En annars var hún hálfveik af spenn ingi og eftirvæntingu. Stundum fannst henni hann mundu segja eitthvað, áður en þau kæmu til Rio ... En þá gerðist nokkuð. Hræðilegt og sorglegt. Það er einkennilegt, hvernig óvæntir at burðir geta breytt öllu. 12. kafli. Jeff barði að dyrum hjá henni eldsnemma einn morguninn. — Komdu upp á þilfar, Pam! sagði hann og honum var mikið niðri fyrir. — Ég þarf að tala við þig. Hana grunaði strax af málrómi hans, að eitthvað væri að. Og hún vissi það fyrir víst, þegar hún kom upp og sá framan í hann. Hann stóð úti við riðið, andlitið náfölt og tekið og hann hleypti brúnum að skeyti, sem hann hélt á í hendinni. — Þetta er hræðilegt, Pam! Hræðilegt! — Og hvað er á seiði, Jeff? spurði hún. — Það er maðurinn hennar Phyllis, hann Bevan. — Hann er búinn að skjóta sig. Pam hörfaði skref til baka og horfði á hann. — Skjóta sig? át hún eftir. Hann kinkaði kolli, skuggaleg ur á svipinn. — Já, það er vfat ekki um að villast, er ég hrædd- ur um. Hann hefur skotið sig. Það hefur verið símað til mín og ég beðinn um að tilkynna Phyll- is þetta. Hann renndi fingrunum gegn um þykka hárið og sagði í hálfum hljóðum: — Það verður heldur hvimleitt erindi, finnst þér ekki? Hún kinkaði kolli þegjandi. — Ég skil ekki, hversvegna hann hefur tekið uppá þessu, 28 --------------- i hélt hann áfram með sama á- hyggjufulla rómnum. — Hann var forríkur, svo að ekki geta það hafa verið fjárhagsáhyggj- ur. Vitanlega gæti hann hafa ver ið einmana, en hinsvegar vissi hann, að Phyllis var á leiðinni og yrði komin eftir fáa daga. Enn svaraði Pam engu. — Phyllis tekur sér þetta af- skaplega nærri, hélt hann áfram. — Mér skildist nú einhvern- veginn, sagði Pam, — að þeim kæmi ekkert sérlega vel saman. Hann hrökk við. Hann reidd ist henni næstum fyrir þessa at hugasemd. — Ja ... já, kannski hefur það nú verið, en þó var það ekkert alvartegt. Ég vorkenni henni af- skaplega, f lýtti hann sér að segja. — Ég veit ekki, hvernig ég á að færa henni þessar frétt- ir. — Hún þarf náttúrulega að fá að vita ... hvernig hann dó? spurði hún dræmt. * _________ ■■ FANNEVITT FBA FONN Sendið okkur stykkjaþvottinn í dagsins önn, því sú saga er sönn, að allt fer fannhvítt frá FÖNN. SÆKJUM — SENDUM. Langholtsvegi 113. — Sími 8-22-20. Fífu nuglýsir útsölu Meðal annars mikið úrval af peysum — úlpum — terylene-bux- um og molskinnbuxum. Einnig úrval af ungbarnafatnaði. — Minnst 20% afsláttur. Verzlunin Fífn Laugavegi 99, (inng. frá Snorrabraut) Ný skósending frn Ítnlíu, Spnni og Þýzknlnndi Sólveig Hnfnnrstræti Hann kinkaði kolii vandræða- lega. — Hún hlýtur að frétta það fyrr eða seinna, og kannski er henni bezt að ljúka því af, öllu í einu. Ef ég segi henni það ekki núna, getur hún fengið taugaáfall, þegar hún fréttir það í Rio. Það var þögn. Pam vissi ekki, hvað hún gæti sagt. Henni hafði verið illa við Phyllis Bevan. Og það var fullerfitt, jafnvel nú að vorkenna henni. Hún vor- kenndi miklu meira manninum hennar, sem hafði skotið sig. Hvaða ástæðu hafði hann? Og það hlaut að hafa verið góð og gild ástæða! — Þú ætlar að vera góð við hana, er það ekki? sagði hann allt í 'einu. Djúpa röddin var næstum biðjandi. Hún á marga kunningja hérna um borð, veit ég, en stundum dettur mér í hug, að hún eigi enga sanna vini. Að minnsta kosti ekki meðal kven- þjóðarinnar. Það er eins og þær kunni ekki við hana. Ekki veit ég hversvegna. Hann rak upp ofurlítinn hlátur og bætti svo við: — Kannski eru þær bara afbrýðisamar. — Já, ætli það sé ekki, sagði hún og brosti í laumi. Vafalaust var þetta skýringin, sem hún hafði gefið Jeff á óvin sældum sínum hjá kvenþjóðinni en Pam fannst, að væri hún karl- maður mundi hún vera tortrygg in gagnvart konu, sem segði, að aðrar konur væru óvinveittar af því að þær væru afbrýðisamar. — Ég skal vera almennileg við hana, ef hún vill leyfa mér það, sagði hún. Hann greip báðar hendur henn ar. — Þú ert ágæt Pam. Svo bætti hann við, hugsi: — Stund u-m hefur mér dottið í hug, að þú sért ekkert sérlega hrifin af henni Phyllis, en nú, þegar hún á bágt, þá veit ég, að þú verður góð við hana. — Ég ætla að reyna það, sagði hún og á þeirri stundu var henni alvara að reyna það. En samt vissi hún, að það yrði ekki auð- velt. Hún sá ekki Jeff aftur þenn- an morgun. Hún bjóst við, að hann væri hjá Phyllis að segja henni tíðindin. Hún var eins og fest uppá þráð á meðan. Þetta kom nú ekki mikið henni við, en einhvernveginn fannst henni samt það gera það. Hún þóttist viss um að dauði eiginmanns Phyll- is gæti haft mikil áhrif á henn- ar eigið líf. Það var einkennilegt en þetta lá nú samt á henni eins og mara. Hún reyndi að lesa, en gat það ekki. Undir eins og hún var byrjuð á einhverri sögu, fleygði hún tímaritinu frá sér og opnaði annað. Hún reyndi að tala við fólk, en fann samt alltaf á meðan, að hún var utan við sig. Það var komið rétt að hádegi þegar Jeff kom aftur upp á þil- far. Hann leit hræðilega út. And litið var fölt undir sólbrunan- um, og tekið. Hann kom og sett- ist við hliðina á henni, og sagði lágt og með miklum erfiðismun- um. — Jæja. Ég er búinn að segja henni það. Og ég er hræddur um, að hún hafi tekið það mjög nærri sér. Það er alveg voða- legt að sjá hana — og hvaða konu sem væri — falla svona saman. Ég vissi ekkert, hvað ég átti til bragðs að taka. Var al- veg ósjálfbjarga. Og svo bætti hann við, hugsi: — Henni hlýt ur að hafa þótt miklu vænna um hann en ég hafði haldið. Mér hef ur skjátlazt í áliti mínu á henni. — Er hún orðin hressari núma? spurði hún. Hann hristi höfuðið, spennti greipar og leit á hana. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. — um kauphækkun, haltu áfram þessum vinnubrögðum. Nautið, 20. apríl — 20. maí. — Allir ósammála í dag, og ein- mitt þess vegna væri gaman að safna samam mislitum hóp, og bera saman bækur Tvíburrnir, 21. maí — 20. júní. — Fylgstu með straumnum 1 dag, njóttu þeirrar gleði, sem það kann að fela í sér. Gættu hófs, þótt þú njótir lífsins. Krabbinn, 21. jú.ní — 22. júlí. — Vinir þínir vilja gera við- skipti við þig, þú skalt nota tækifærið og hagnast, um leið og fumdum ykkar ber saman. Lijónið, 23. júlí — 22. ágúst. — Nú fer erfiðið að borga sig, ef þú hefur iagt nóg á þig og gengið vel til verks. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. — í dag áttu von á hreyfingu og breytingum, sem vert er að gefa gaum að. Vogin, 23. sept. — 22. okt. — Rýndu ofan í kjölinm, og gættu tungu þinnar. Mikið veltur á því, hvaða röð þú vinnur verk þín í. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. — Vertu í dag, þar sem þörfin er mest, og lestu eitthvað i kvöld. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. — Reyndu að komast að betra samkómulagi, ef þú ert óánægður með fyrirkomulag hlutanna. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. — Hvíldu þig í dag, það er það skársta, sem þú getur gert. Reyndu að taka þátt í félagslífinu. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. — Reyndu að blanda geði við vini þína og kunningja, og taka lífinu dálítið létt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.