Morgunblaðið - 15.08.1968, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 196«
27
Fulltrúar deiluaðila í Nígeríu á samningafundinum í Addis Abeba, Anthony Enahoro, full-
trúi stjórnarinnar í Lagos og prófessor Eni Njoke, fulltrúi Biafra. Myndin var tekin á mánud.
Hjartaflutningur í Japan
Hjartaþegi til starfa í Houston
Sapporo, Japain, 14. ágúst.
AP-NTB.
FYRSTI hjartaflutningurinn,
sem gerður er í Japan fór fram
við sjúkrahús í Sapporo og virð-
ist hafa tekizt að óskum að þvi
er fréttir herma. Sjúklingurinn,
18 ára gamall pUtur, Miyazaki,
kom tU fullrar meðvitundar
skömmu eftir aðgerðina og er
líðan hans mjög eftir atvikum.
Miyazaki, sem þjáðst hefur af
hjartaisjúkdómi síðan hann var
10 ára gamall, fékk hjarta úr 21
árs gömlum manni er drukknaði
við baðströnd í gær. Þetta er þrí-
tugasti hjartaflutningurinn í
heiminum.
í Houston í Texas fór John
Ferrto til vinnu í gær og sag.ði
að sér hefði aldrei liðið betur.
Ferrto fékk nýtt hjarta 22. maí
sl. Hann starfar sem sölumaður
selur gamla bíla. Ferrto sagði
við fréttamenn að áður en hann
Æékk nýja hjartað hefði hann
efkki getað gengið tvö skref án
þess að hvíla sig. Ferrto er ann-
ar hjartaþeginn frá St. Luke
sjúkráhúsinu, sem hverfur aft-
ur til vinnu sinnar. Everett C.
Thomias, sem fékk nýtt hjarta
3. maí sl. hóf vinnu sem fjár-
málaráðunautur við banka í
Houston 2. ágúst sl.
Kaunda bannar annan helzta
stjórnarandstööuflokk Zambiu
Lusaka, Zambíu, 14. áigúst
— NTB —
• Kenneth Kaunda, forseti
Zambíu, skýrði frá því í dag,
að hann hefði ákveðið að banna
starfsemi annars helzta stjórn-
arandstöðuflokks landsins, Sam-
einingarflokksins, á þeirri for-
sendu, að hann væri ógnun við
frið og viðhald laga og réttar í
landinu. Jafnframt bárust um
það fregnir, að lögregla Iands-
ins hefði handtekið leiðtoga
flokksins, Nalumino Mundia, en
hann átti áður sæti í ríkisstjórn
— og tvo forystumenn aðra.
Voru þeir fluttir á ótilgreindan
stað.
Haft er eftir góðum heimild-
um, að stjómin hafi gripið til
þessara ráðstafana eftir að tveir
fulltrúar stjóm.arflokksms, Sam
einaða þjóðlega sjálfstæðis-
fHokksins, biðu bana, er þeir
ásamt nokkrum flokksmöninum
öðrum urðu fyrir árás 40—50
manna, sem taldir voru á snær-
Þriggja ára
barn fyrir bíl
ÞRIGGJA ára drtengur var flutt-
ur á Slyisavarðlstofuna eftir að
hann varð fyrir bíl í gær. Bíll-
ínn var að bakka út úr stæði í
Gnoðarvogi og ökumaður varð
ekki var við barnið fyrr en slys-
ið varð. Ekki er vitað um heiðsli
dnengsinsL
► ----------• --------
Litlu sjónvorps-
tæki stolið
LITLU sjónvappstæiki að verð-
mæti 10.000 krómtr var stolið úr
verzluminni Vélar og viðtæki að
Laugarvegi 147 í fyrradag um
fimmleytið. Tækið, sem er af
Standard-gerð er hið mimwsta á
markaðnum og ena aðleins 4 slík
í notkun.
Sjónarvottar sáu lítinn dreng
6 að gizka 10 til 12 ára fara inn
um Sameiniingarflokksins.
Stjórnarflokksmeininimir voru
að koma frá jarðarför eins
starfsma'n,na flokksins, sem
myrtur var um síðustu helgi.
Mundia var fyrr á árinu sak-
aður um að hafa brotið ge,gn
lögum landsins um leymdiar-
skýrslur, en han var látirnn laus
gegn tryggingu.
Samemingarflokkurinn var
stofmaður árið 1966. Áður hafði
Mundia verið félags- og verka-
lýðsmálaráðherra Zambíu. Eini
stjórnara.ndstöðuflokkuriinn, sem
nú starfar í Zambíu, er Afríski
þ j óðar f lokkurinn.
Kaunda, forseti, sagði í til-
kynningu sinni, að ihann hefði
um langt skeið femgið í hendur
skýrslur, þar sem greint væri
frá þátttöku forystumanna Sam
einingarflokksins í ýmsum að-
gerðum, sem fælu í sér beina
ógnun við frið og öryggi lands-
ins. Skoraði hann á alla þá, sem
orðið hefðu fyrir árásum af
í verzlunina á umræddum tíma
og koma út aftur og virtist þeim
hann bera eitthvað undir skyrtu
sini. Litlu síðar kom harnn aftur
— Mkleg.ast til þess að sækja
straumbreyti, svo að unnt sé að
hafla tækið í bifreið.
Þeir sem vita af slíku tæki í
umferð — eða hafa séð dreng-
hnokka með það undir höndum
eru vinsamlegast beðnir að hafa
samband við ranmsóknarlögregl-
uma í síma 21107.
Lokosenna
d ensku
Nýútkomið hefti af banda-
ríska tímaritimu „The Guest“
helgar norrænum bókmenntum
verulegan hluta ritsims. Birt er
þýðing þeirra W. H. Auden og
Poul Taylor á Lokasennu, ljóð
eftir Nínu Björku Árnadóttur og
kaflar úr verkum Strindbergs og
Gunnars Ekelöf.
hálfu Samiemingiarflokksmanna
að vísa málum sínum ti£L yfir-
valdanna ella myndi þjóðlíf
Zambíu fara í ringulreið, en það
hefði einmitt verið helzta mark-
mið Sameiningarflokksins, sagði
Kaunda, forseti.
—NIÐURSUÐUVERK-
SMIÐJUR
Franihald af bls. 28
Fiskiðjunni Arctic h.f. á Akra-
nesi.
Sagði hann að þessar verk-
smiðjur framleiddu vörur til út-
flutnings að verðmæti 70—80
millj. kr., en með samræmdum
aðgerðum og góðum sambönd-
um á erlendum mörkuðiun
mundu þær án mikillar breyt-
inga geta framleitt fyrir um 200
millj. kr. á ári. Hinga’ð til hefði
hver einstök verksmiðja selt og
annazt útflutning framleiðslunn-
ar sjálf, en á þeim grundvelli
væri þeim fjárhagslega ofviða
hverri einstakri að reka nokkurt
raunhæft sölustarf, en þróun
þessa iðnaðar yrði að byggja á
útflutningi. Vöntun á skipulagðri
sölustarfsemi hefði skapað al-
menna erfiðleika í iðnaðinum,
varðandi framleiðslu hans, um-
bú'ða- og hráefnaöflun og fleira.
Björgvin sagði ennfremur:
„Fyrir rúmu ári var stofnað til
sambands við Alþjóðalánastofn-
unina hjá Alþjóðabankanum í
Washington með milligöngu Vil-
hjálms Þórs, bankastjóra og hefur
hann síðan fylgt málinu eftir.
Voru kannaðir möguleikar á því
hvort IFC vildi gerast þátttak-
andi með hlutafjárframlagi og
lánum í nýjum samtökum ís-
lenzkra niðursuðuverksmiðja til
þess að freista þess að koma iðn-
aðinum á nýjan grundvöll. Enn-
fremur var haft sftmrá'ð við sjáv
arútvegs- og viðskiptamálaráðu-
neytið og Efnahagsstofnunina.“
„IFC lýsti áhuga á málinu og
hingað kom í gær N. Paterson
ar ásamt aðstoðarmanni sínum,
Israel mun ekki
semja við Alsírstjórn
— um afhendingu þotunnar
Tel Aviv, Algeirsiborg, París
14. ágúst — AP-NTB
ÍSRAELSSTJÓRN mun ekki
gera neina samninga við Alsír-
stjórn til þéss að fá aftur Boeing
707 farþegaþotuna, en reyna all-
ar hugsanlegar diplómatískar
leiðir til að knýja Alsírstjórn
til að sleppa úr haldi þotunni,
áhöfn hennar og nokkrum far-
þegum, sem enn eru í Algeirs-
borg, að þvi er áreiðanlegar
stjórnarheimildir í Tel Aviv
herma. Heimildimar segja, að
hvaða kröfur sem Alsírstjórn
kunni að setja fram, smáar eða
stórar, séu fjárkúgun og slíkt
geti ísraelsstjóm aldrei sætt sig
við.
Fl'Ugmenin sýhlenzku omstu-
þotnanna, sem lentu fyrir mis-
tök á ísraelsku landsvæði í
fyrradag, eru í haldi sem stríðs
fangar í ísrael. ísraelsk yfirvöld
segja, að þar sem Sýrland telji
sig enn vera í styrjöld við fsra-
el hljóti að vera farið með sýr-
lenzka hermenn sem stríðsfanga
í fsrael. Eftir því sem bezt er
vitað eru engir aðrir sýrlenzkii
hermenn í haldi í landinu, þar
sem ísraelsmenn hafa látið alla
fanga úr sex daga stríðinu lausa.
Franska flu.gmannas.amibandið
skýrði frá því í dag, að flu'g-
m'en.n þess myndiu ekki stjóma
flugvélum á leið til Alsír frá og
með mánudeginum nk. Ákvörð-
un frönsku flugmannanna er í
samræmi við tilkynningu al-
þjóða flugmannasambandsiins,
að flugmenn samtaka er til al-
þjóðasambandsins teljast, fljúgi
ekki til Alsír fyrr en ísraelsku
flugmennirnir og þotan hafi
snúið heim til ísrael. Talsmaður
flugfélagsins Air Algeria sagði
að Alsírstjórn hefði enn ekki
lokið rannsókn í sambandi við
flugvélarránið og gæti því enn
ekki sleppt flugmönnunum úr
haldi.
Abba Eban, utanTÍ'kisráðherra
fsraels, sagði í dag, að ákvörðun
flugmannasamtakanna væri eðli
leg og í fullu sambandi við
grundvallarreglur þessara sam-
taka.
Æskulýðsmót við
Vestmannsvatn
UM næstu helgi, dagana 17. og
18. ágúst verður hið árlega æsku
lýðsmót á vegum Æ.S.K. í Hóla-
stifti við Vestmannsvatn í Aðal-
dal. — Þátttakendur eru ungling
ar af Norðurlandi og prestar og
ennfremur sá flokkur elztu sum
arbúðabamanna, sem nú dvelja
að Vestmannsvatni.
Tjaldað verður við vatnið og
þurfa þátttakendur að koma með
nauðsynlegian útbúnað annan en
mat, þar sem borðað ver'ður sam
eiginlega í skálanum, —• kostnað
arverð er kr. 225,00, á mann, og
m.a. til frekari viðræðna um
málið.“
„En ein af forsendum þess að
samstarf takist og árangur náist
er, að fram fari ýtarleg markaðs
könnun ásamt ýmsum öðrum at-
hugunum. Slíkt kostar mikið fé
og naúðsyn er sérfræðilegrar að-
stoðar. Að höfðu samráði við við
skiptamálaráðuneytið og fyrir
milligöngu utanríkisráðherra var
haft samband við Iðnþróunarráð
Sameinuðu þjóðanna (UNITO),
sem aðsetur hefur í Vínarborg,
með þeim árangri, a'ð stofmmin
hefur boðizt til þess að veita að-
stoð, sem yrði ekki greidd nema
að litlu leyti. Er gert ráð fyrir
að framleiðslusérfræðingur
UNITO starfi á vegum samtak-
anna í 6 mánuði og markaðssér-
fræðingur í 1 ár.“
Að lokum sagði Björgvin a'ð
gagnslítið yrði að stofna fjár-
vana sölusamtök. Flestir væru
sammála um að oft hefði verið
þörf á verulegum aðgerðum fyr-
ir skipulagt sölustarf erlendis
fyrir íslenzkan niðursuðuiðnað,
en nú væri það nauðsyn. Sam-
ræmdar a’ðgerðir þessara verk-
smiðja í framleiðslu og sölustarfi
gætu skapað ný viðhorf í þessari
útflutningsgrein og reynt mundi
að stefna að því að íslenzki nið-
ursuðuiðnaðurinn fengi ítök í
dreifingarkerfi erlendis þannig
að verksmiðjurnar sem hlut eiga
að máli gætu gert framleiðslu-
áætlanir lengra fram í tímann
en hægt hefur verið til þessa og
afkastageta þeirra nýttist a'ð
fullu. Ótæmandi möguleikar
væru til framleiðslu niðursuðu-
vöru hér, meira öryggi á erlend-
um markaði skapaði möguleika
til að nýta þá betur en gert hefði
verið.
eiga mótsgestir að sjá sér fyrir
fari til og frá Vestmannsvatni.
Mótið verður sett kl. 6 á laug-
ardaginn, og eiga þá allir að
hafa reist tjöld sín og komið sér
fyrir á sumarbúðasvæðinu. Um
kvöldið verður kviödvaka, varð
eldur og flugeldasýning. — Fyr-
ir hádegi á sunnudag fara fram
íþróttir og biblíulestur, og eru
þátttakendur beðnir um að koma
méð Nýja-Eestamentið og sálma-
bók. — Mótinu lýkur í Grenj-
aðarstaðakirkju með guðsþjón-
ustu. — Mótsstjórar verða séra
Sigurður Guðmundssdn prófast-
ur og Gylfi Jónsson sumarbúða-
stjóri. — Unglingamir eru beðn-
ir um að tilkynna prestum sín-
um þátttöku eigi síðar en á
fimmtudagskvöld. Munið að
vera útbúin með skjólgóð föt og
fjölmennið á mótfð.
Aðalfundur Æ.S.K. í Hólastifti
verður haldinn í Ólafsfirði dag-
ana 7. og 8. september. — Um-
ræðuefni fundarins verður þátt-
taka æskunnar í starfi kirkjunn
ar. —
(Fréttatilkynning frá Æ.S.K.
í Hólastifti.)
i — ♦ ♦ ♦
Heysknpui
í Kjósinni
Valdastöðum, 13. ágúst.
Sláttur hófst með seinna
móti, allt að 3 vikum séinna en
nokkur undanfarin ár. Þá voru
tún ekki fullsprottin, en hey
þurrkur sæmilegur, svo þeir sem
fyrstir hófu slátt náð-u nokkru
af túmum. Þegar frá leið kom
votviðrakafli svo að hey hrökt-
ust nokkuð, en þá spratt svo
ört, að gras fór að fúna í rótina.
Nú er búinn að vera ágætur
þurrkur í þrjá daga, og hefur
tekizt að þurrka mikið af heyi
og sumir hafa n/áð inn töluverðu
af heyi. Útlitið er nú allt annað
en var fyrir fáum dögum. Þess
eru dæmi úr sveitinni að nokkr-
ir bændur eru við það að Ijúka
að fullu fyrri slætti á túnium sín-
um og þegar byrjaðir engjaslátt.
Nokkur hluti heyfengsinis er
verkað sem vot’hey. Er allgott
útliit um seinni slátt á þeim bæji-
um sem fyrstir hófu slátt.
— St. G.