Morgunblaðið - 07.09.1968, Blaðsíða 1
24 SÍÐliR
194. tbl. 55. árg. LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Júgóslavar ákaft
gagnrýndir í Kreml
Rúmenar beygja sig og munu rœða um
,,gagnkvœman vináttusamning"
Moskva, Belgrad og Búkarest,
6. sept. — NTB—AP —
SOVÉSK blöð réðust harkalegar
að Júgóslavíu í dag en dæmi
eru áður til frá því að sam-
komulag landanna batnaði fyrir
sex árum. Rauða stjarnan, blað
sovézka landvarnaráðuneytisins,
réðist með offorsi á endurskoð-
unarsinna í Júgóslavíu og klofn
ingsfylkinguna í Kína, og voru
bæði löndin síðan sökuð um að
hafa notfært sér ástandið í Tékkó
slóvakíu til þess að aðstoða Vest
urveldin.
Frá Rúmeníu bárust þær frétt
ir í dag að Rúmenar hefðu beygt
sig fyrir kröfum Sovétmanna um
viðræður um endurnýjun „gagn
kvæms vináttu- og aðstoðarsátt-
mála“. Sáttmáli þessi var gerð-
ur milli Sovétríkjanna og Rúm-
eníu til 20 ára 1948, en hann
rann formlega út í febrúar sl.
Tító Júgóslóavíuforseti endurtók
enn einu sinni í dag þá skoðun
sína, að hemámsliðið í Tékkó-
slóvakíu ætti að kveðja þaðar,
hið bráðasta.
Frá Belgrad fréttist í daig að
júgóslavnesk yfirvöld væru stað
ráðin í því að landið hljóti ekki
sömu örlög og Tékkóslóvakía og
í því skyni sé nú unnið að því
að veita herþjálfun ungu fólki
af báðum kynjum jafnframt því,
sem landið treystir nú varnir
sínar gegn hugsanlegri árás.
í grein þeirri, sem málgagn
Sovéthersins, Rauða stjarnan,
birti í dag, og fyrr er vitnað til,
er því haldið fram að bandarísk
v-þýzk og break blöð leggi nú
sérstaka áherzlu á að sverta So'v
étríkin og Rauða herinn, sem nú
hjálpi tékknesku þjóðinni í bar-
áttu hennar við andbyltinguna.
Framhald á bls. 23
Rdssar gerast óþolinmdð-
ir - Kutznetsov til Prag
För hans talin boða harkalegri að-
gerðir — Rússum þykir seint ganga
„breytingin til fyrra horfs"
Prag og Moskva 6. sept.
NTB-AP.
• Vasily Kuznetsov, fyrsti að-
stoðarutanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna kom í dag flugleiðis til
Prag til viðræðna við Ludvik
Svoboda, forseta, og aðra tékk-
neska leiðtoga. Tók Svoboda á
móti Kutznetsov síðdegis í dag
og í opinberri tilkynningu um
viðræður þeirra var sagt að þeir
hefðu ræðst við af „hreinskilni“
um samskipti landa sinna. Á máli
kommúnista þýðir þetta, að þeir
Þessi mynd var tekin af stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna á fundi í Félagsheimili
Heimdallar í gær, við að undirbúa aukaþing ungra Sjálfstæðis manna í septemberlok. Frá
vinstri Halldór Blöndal, Ólafur B. Thors, formaður Heimdallar, Gunnar Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri samhandsins, Birgir ísl. Gunnarsson, formaður SUS, Jón E. Ragnarsson, ann-
ar af varaformönnum sambandsins, Ellert B, Schram, Sigurður Hafstein, Ragnar Kjartans-
son og Björgúlfur Guðmundss on, varaformaður Heimdallar.
Samband ungra Sjálfstœðismanna boðar fil aukaþings um:
hafi ekki verið á eitt sáttir.
• Af því, sem sagt hefur verið
í Moskvu í dag er ljóst orðið að
Sovétmenn gerast nú æ óþolin-
móðari gagnvart tékkneskum
leiðtogum vegna aðgerða þeirra
í þá átt að koma ástandinu í
landinu í sitt „fyrra horf“, og
má lesa milli línanna í sovézkum
blöðum og tékkneskum, að nokk
uð er sá skilningur mismunandi
sem lagður er í orðin „fyrra
horf“. Svo sem kunnugt er á
breytingin tii „fyrra horfs“ að
vera frumskilyrði þess að her-
námsliðið verði á brott úr Tékkó
slóvakíu.
Vasily Kutznetsov er fyrsti
háttsetti, sovézki embættismað-
urinn, sem komið hefur til Tékkó
; slóvakíu frá því að landið var
hemumið 21. ágúst sl. Er af
mörgum talið að för hans til
Prag sé undanfari harkalegri að
gerða gegn hinum frjálslyndari
leiðtogum tékkneska kommún-
istaflokksins.
í dag var greint frá því í Vín-
arborg að Jiri Hajek, utanríkis-
ráðherra Tékkóslóvakíu, sem
| sætt hefur harðri gagnrýni í
I Moskvu undanfama daga, hafi
komið flugleiðis frá Sviss í dag,
og hafi þegar haldið í bifreið
áleiðis til Bratislava. Búizt er
við að hann komi til Prag um
miðján dag á morgun, laugardag.
Framhald á bls. 23
Ný viöhorf í íslenzkum stjórnmálum
Þjóðmálaverkefiii næstu áratugi
— Stjórnmálaflokkar og starfsh ættir þeirra
STJÓRN Sambands ungra
Sjálfstæðismanna hefur á-
kveðið að boða til aukaþings
ungra Sjálfstæðismanna dag-
ana 27.—29. september, þar
sem f jallað verður um ný við
horf í íslenzkum stjórnmál-
um. Ákvörðun um þetta var
tekin af stjóm sambandsins
fyrir skömmu en næsta reglu
legt þing samtakanna verður
ekki haldið fyrr en haustið
1969.
Á þinginu verður fjallað um
tvo stóra málaflokka í ljósi
nýrra viðhorfa í íslenzkum stjóm
málum, annars vegar þjóðmála-
verkefni næstu ára og áratuga
og hins vegar verður fjallað um
stjórnmálaflokkana, störf þeirra
og starfshætti.
Á næstu vikum mun sambands
stjórnin og þeir aðilar innan
samtaka ungra Sjálfstæðismanna
sem hún kveður til vinnu að
undirbúningi aukaþingsins og er
gert ráð fyrir að erindrekar sam-
bandsstjómarinnar heimsæki fé-
lög ungra Sjálfstæðismanna út
um land og kynni fyrir þeirn
hið fyrirhugaða aukaþing og
verkefni þess.
Á morgun mun Mbl. birta við-
tal við Birgi fsleif Gunnarsson,
formann Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna þar sem hann skýr
ir nánar frá tildrögum þess, að
boðað er til aukaþings og verk-
efnum þess, en þetta mun vera í
fyrsta skipti sem ungir Sjálf-
stæðismenn hvaðanæva af land-
inu eru boðaðir til þings utan
hinna reglulegu þinga sambands-
ins.
Þetta er ekki mynd af yfir- 1
| borði tunglsins, heldur loft-
L mynd af þorpinu Kakhk í
1 norðurhluta fran — eða öllu
I heldur því, sem eftir er af
jþvi eftir jarðskjálftana miklu.
j í þorpinu bjuggu um 7,000
ímanns. Upptök jarðskjálftans
7eru talin hafa verið rétt hjá
) Kakhk.
Frdvísun synjuð
í múli Roy
Memphis, Tennessee 6. sept. AP.
Preston Battle, dómari synjaði í
dag beiðni verjenda James Earl
Ray, ákærðs morðingja dr. Martin
Luther Kirug’s um að morðákær-
unni yrði vísað frá. Lögfræðing-
ar Ray’s héldu því fram, að vísa
ætti ákærunni frá á þeim igrund-
velli að útilokað væri að óvil-
höll réttarhöld gætu farið fram
í máli Ray’s vegna hinna víð-
tæku blaðaskrifa um það.
ti , , ,
Handtökur
í Israel
Tel Aviv, 6. sept.
NTB-AP.
• í dag kom hvað eftir annað
til vopnaviðskipta ísraelsmanna
og Jórdana yfir ána Jórdan.
Urðu þau hörðust í Beisan-daln
um, suður af Galileu-vatni, og
særðust þar fjórir ísraelskir her-
menn. Ekki er vitað um meiðsl
á Aröbum.
• Þá segir í fréttum frá Tel
Aviv, að fjórir forystumenn Ar-
aba hafi verið reknir frá ísrael,
sakaðir um að hafa staðið fyrir
áróðursstarfsemi Araba í Jerú-
salem og Tel Aviv. Einn þessara
manna er Kamal Dajani, fyrrum
utanríkisráðherra Jórdaníu. Enn
fremur er haldið áfram hand-
tökum manna, sem grunaðir eru
um aðild að skemmdarstarfsemi
Araba, en síðasta verk þeirra var
að koma fyrir sprengju í járn-
brautarstöðinni í Tel Aviv. Varð
sprengingin á mesta annatíman-
um og biðu þrír ísraelsmenn bana
en 59 særðust, margir mikið.
Fjórir Arabar voru handteknir
í dag og hafa þá samtals verið
teknir átján menn, sem taldir
eru starfa með skemmdarverka-
mönnum. I>eir hafa gert margar
sprengjuárásir í Jerúsalem að
undanförnu og orðið samtals níu
Framhald á bls. 23