Morgunblaðið - 07.09.1968, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 196«
11
LISTSÝIMIIMGAR
Hafsteinn Austmann
Eftir væntanlegt niðurrif Lista
mannaskálans við Kirkjustræti
verða Unuhús við Veghúsastíg
og Bogasalurinn helzta athvarf
myndlistarmanna þar til nýi skál
inn við Miklatún verður tekinn
í notkun — auk nokkurra smærri
sýningarsala, sem opnaðir hafa
verið undanfarið eða eru í þann
vegin að opna. Sl. föstudag opn-
aði Hafsteinn Austmann sýningu
á 36 málverkum í Unuhúsi, flest
um nýjum, hið elsta fullgert
1966. Hafsteinn, sem er velþekkt
ur í röðum atvinnumálara, hef-
ur haldið sýningar nokkuð reglu
lega frá því hann kom fyrst
fram fyrir ca. 12 árum. Hann er
ekki málari stökkbreytinga og
óstýrilátra umsvifa heldur hægr
ar markvissrar þróunar og henn
ar sér greindlega gæta á hverri
nýrri sýningu hans. Það er jafn
an þekkilegur svipur yfir mynd
um Hafsteins, þau hafa góð
áhrif á áhorfendur við fyrsitu
sýn, en hafa á stundum ekki
gripið nægilega stertk til lang-
frama, svo var einnig að sjá sem
hann væri að afmarka sér of
þröngan bás á tímabili, hefði
þrengt sér út í horn í list sinni
eins og það er skilgreint meðal
listamanna, en í þá gryfju falla
raunar flestir á einhverju tíma-
bili 'listar sinnar. Síðasta sýn-
ing Hafsteins, sem einnig var
haldin á þessum gtað, bar vott
um nokkrar breytingar, myndir
hans voru þó enn, sumar hverj-
ar, full grunnfærðar í lit, þ.e.a.s.
litirnir sannfærðu ekki til lang-
frama Þótt leyfanna af áður-
nefndu gæti enn í einni og einni
mynd á þessari sýningu hans þá
er það varla umtalsvert því að
sýningin í heild er að mínum
dómi mun fremri hinum fyrri,
sem ég hefi átt kost á að sjá.
Þessi sýning er mjög gott dæmi
um áhrifamátt litarins frá hendi
málara, sem leitar að tjaningar-
formi með aðstoð litasambanda
frekar en að fóma litnum fyrir
tjáninguna. Þær hughræringar
sem litir þeir framkalla, er hann
notar hverju sinni, verða hon-
um aflgjafi til útrásar. Sterkir
litir krefja í þessu tilviki öfl-
ugri burðargrinda formanna. í
nýjustu myndum Hafsteins eru
litirnir nú dýpri og upprunalegri,
hið þokukenda hefir vikið fyrir
einfaldri og tærari útfærslu. Lit
irnir eru oft færri en áður og
þó verður útkoman ríkari og
nefni ég sem dæmi myndirnar
nr. 9, 15, 16, 17, 23 og 35. — Þær
eru allar mettaðar í lit og sann-
færandi byggingu. Nr 9 leitar
þétt á, þrátt^ fyrir einfaldleika
og látleysi. Áhrifamáttur litar-
ins er mikill ef rétt er farið með
hann og það eru ekki sterkustu
litirnir, sem endilega skilja eftir
varanlegustu áhrifin, heldur sér
kennileg litasambönd, og litir
upprunaleika og innlifunar. Haf-
steinn grípur stundum til þess
aS nota ýmiskonar línuspiil, sem
burðargrind fyrir og yfir lita-
formin og tekst það að mínum
dómi vel í myndunum nr. 2, 7,
og 17, en í öðrum tilvikum geta
þau veikt velheppnaða og sterka
litabyggingu, sem ég sá ekki bet
ur en að stæði alveg fyrir sínu.
Á þessari sýningu ber mun meira
á myndum er ég álít að vinni á
við nánari kynni en á fyrri sýn-
ingum Hafsteins og ekki ólík-
legt að hún boði enn róttækari
þróun listar hans í náinni fram-
tíð. Hafsteinn Austmann kemur
sterkari málari frá þessari sýn-
ingu og í sýningaflóði líðandi
stundar fer þeim fækkandi, sem
þjóna málverkinu sem slíku, en
þessi sýning er þó ein þeirra og
því ættu sem flestir er iáta sig
myndlist várða, leggja leið sína
í Unuhús þessa dagana.
Sveinn Björnsson
HLIðSKJÁLF nefnist nýr sýn
ingarsalur sem opnaður var ný-
lega á Laugavegi 31 á efstu hæð
með sýningu á verkum eftir
Svein. Björnsson úr Hafnarfirði.
Húsnæðið er lítið en mjög vina
legt og í anda hliðstæðra sýn-
ingarsala erlendis, en þeir eru
margir og njóta sumir þeirra mik
ils á'lits. Innileiki salarins held-
ur vel í við hinar hrjúfu og
óstýrilátu æfintýramyndir Sveins
sem njóta sín þarna mun betur
en annarsstaðar þar, sem ég hefi
séð þær. Mér virðast tvær and-
stæður togast á í myndum Sveins
— annarsvegar hin hrjúfa en yf
irvegaða litameðferð, en hinsveg
ar óstýrilát skapgerð listamanns
ins, sem kemur fram í líttyfir-
veguðum hugdettum, sem honum
er gj-arnt að skreyta myndir sín
ar með, en sem tengjast ekki
öðrum eðlisþáttum málverksins
og nefni ég, til áréttingar þeirri
skoðun minni, rauða hálfmánan í
mynd nr. 23, og einnig smáfiska
eða fugla, etr hann teiknar inin í
annars stórgert form, en sem
virka utaná fletinum. Sveinn
þarf að beizla frumkraft sinn
betur og hann ætti að geta það
með nægum vilja sé miðað við
framför hans á undanförnum ár-
um — og án 'þess að tapa nein-
um af eðlisþáttum sínum. Við
þurfum ekki annað en virða fyr
ir okkur myndirnar nr.. 7
„Blómakarfa", nr. 4 Blá kona
og gul sól og nr 12 Prestur og
bók — til að sjá að Sveinn get-
ur sameinað hið besta í list
sinni. (Nöfnin fann ég upp til
útskýringar þar sem nafnalisti
var enginn) Einnig sýnir hann
góð tilþrif í ýmsum örðum mynd
um, en svo koma áðurnefnd fyr-
irbæri í spilið og minnka veru
lega áhrifamátt heildarinnar.
Teikningu i myndum hans er
einnig nokkuð ábótavant, en með
dugnaði og framsækni ætti
Sveinn einnig að geta bætt við
sig í því efni. E.t.v. væri betra
að flýta sér hægt En fróðlegt
verður að fylgjast með Sveini
Björnssyni á næstu árum og
glímu hans við að þroska ævin-
týraheim sinn—
Bragi Ásgeirsson
Leiðréttingar
f myndlistarsyrpu mína 31,
ág. hafa slæðst leiðar prentvill-
ur, sem ég vil hér með leiðrétta.
í inngangi var rætt um skóla,
sem menn hefðu jafnvel litið inn
í. — Hér átti að standa „Jafm-
vel aðeins litið inn í“ í þætti
mínum um sýningu Steingríms
Sigurðssonar stóð: einkum voru
hinar stærri myndir sannfær-
andi“, í stað ósannfærandi". Þá
vantaði línu í þátt um Jón Jóns-
son og skyld lína sett inn í
í staðinn — rétt er setningin
þannig „Auðsæ er sú nautn og
ánægja sem Jón hefir af því að
fást við viðfangsefnin“. Þá stóð:
nota húsgögn í stað „móta hús-
gögn“ í þætti um sýningu arki-
tekta. — Þetta eru velviljaðir
'lesendur beðnir að athuga.
Verkomenn éskost strox
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 38999 í dag f. h.
eða mánudag.
AKRANES
Til söliu er við Breiðargötu á Akranesi f iskverkunarhús,
þar sem aðstaða er til söltunar, þurrkunar, reykingar
og frystingar á fiski. Fiskþurrkunartækin, reykklefar
og frystitæki, er allt nýlegt. Hagstætt verð, og mjög
góðir greiðsluskilmálar ef samið er strax. Vörubifreið
getur fylgt með í kaupunum.
Upplýsingar gefur Hermann G. Jónsson hdl., Vestur-
götu 113, Akranesi. Sími 1890.
Skrifstofustúlka óskast
á lögfræðiskrifstofu. Umsóknir sendist á afgreiðslu
Morgunblaðsins merktar: „2324“.
íbúð til sölu milliliðalnust
Vil selja vandaða 5 herb. íbúð í Hlíðunum. íbúðin er
laus nú þegar.
Upplýsingar í síma 84375 laugardag og sunnudag frá
kl. 2—6.
Chevrolet árgerð '55
Höfum til sölu eina Chevrolet fólksbifreið smíðaár 1955
í góðu standi. Bifreiðin verður til sýnis á bifreiðaverk-
stæði okkar, Sólvallagötu 79 næstu daga.
Bifreiðastöð Steindórs s.f.
Sími 11588.
AUGLÝSING
Athygli innflytjenda, er höfðu afhent tollskjö.1 til toll-
meðferðar fyrir 3. september 1968, er vakin á því, að
hinn 9. september 1968 er síðasti dagur, sem unnt er
að afgreiða vörur án greiðslu innflutningsgjalds sam-
kvæmt lögum nr. 68/1968.
Fjármólaráðuneytið 5. sept. 1968.
Höaberg-3|eímökrmgla
VESTUR-ÍSLENZKT VIKUBLAÐ
Gerist áskrifendur að þessu merka Vestur-fslenzka
tímariti. — Áskriftagjald kr. 450 á ári.
SÖLUSKRIFSTOFA ÞJÓÐSÖGU
Laugavegi 31 — Sími 17779.
BlÁÐBÍÍRÐARFOLK
A
í eftirtalin hverfi:
LYNGHAGI
NESVEGUR
ÆGISSÍÐA
Talið v/ð afgreiðsluna i sima 10100
ODYRIR NIDURSODNIR ÁVEXTIR
1/1 ds. ananas 35.00 og 39.75. — 1/1 ds. ferskjur 41.70. — 1/1 ds. bl. ávextir 55.70.
1/1 ds. perur 47.30. — % ds. jarðarber 32.55. -r Vz ds. ananas 22.75. — Vz ds. bl. ávextir 34.75.
Vn ds. perur 29.75. — Vi ds. ferskjur 29.75. — Vi ds. aprikósur 24.95.
Mikið úrval af ódýru kexi, sultum og marmeðalaði.
Opið ollo doga til hl. 8 síðdegis — Einnig laugardago og sunnudaga.
Verzlunin opin (ekki söluop) kl. 8.30—20 s.d.
Söluturninn opinn frá kl. 20—23.30
Verzlunin Herjólfur
Skipholti 70 — Sími 31275.