Morgunblaðið - 07.09.1968, Page 20

Morgunblaðið - 07.09.1968, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBBR 1968 á nafn í bréfunum sínum. En ég skil þetta bara ekki, Pam. Hvern ig víkur því við, a'ð þú skulir vera komin hingað og sért hjá henni Kay? Til hvers komstu hingað? Hún hló aftur. — Ég skal segja þér það bráðum, en þetta er allt í lagi og þú þarft engar áhyggj ur að hafa Við Kay erum beztu vinir. Og mér finnst hún alveg diásamleg! Röddin í henni var svo einlæg, að hann fór að brosa lika og sagði : — í>ar hefurðu á réttu að standa hún er dásamleg! Ég .... ég held ekki, að ég hafi gert mér það fyllilega ljóst, fyrr en ég var farinn I þessa verzlunar ferð til Argentínu. Ég ætlaði að verða eina tvo mánuði, en hélt það ekki út. Það er sannleikur- inn, Pam. Ég varð svo fjandans einmana og tók það svo snögg- lega í mig að fara heim. Ég ætl- aði að koma henni á óvart. — Hún verður fegin að sjá þig, Hugh. Ég held, að hún hafi lika verið einmana. Það varð þögn. Hann virtist vera að velta fyrir sér einhverri spurningu, sem hann vildi ekki t—^—i—1—i——r koma með, en neyddist samt til þess. — Pam, sagði hann og röddin var hás. — Ég kom fram við þig eins og bölvaður fantur. Ertu mér ennþá gröm? Pam hristi höfuðið. — Nei, ekki lengur, Hugh. Ég er búin að jafna mig af því, — svo að þú skalt engar áhyggjur hafa af mér. Ég elska þig ekki lengur. Og ég held meira að segja, að ég hafi aldrei gert það í raun og veru. Og við ekki hvort ann- að. Þetta mót okkar var róman- tískt í freistandi umhverfi og um það var þetta allt að kenna. Hann kinkaði kolli. — Þetta er víst alveg rétt hjá þér. Pam. Ég elskaði þig um eitt skeið, en ekkert líkt því, sem ég elska Kay nú. Kannski ræður þú það af. kynnum þínum við mig, að ég mundi aldrei geta elskað neina konu af öllu hjarta, en það er misskilningur. Eg elska Kay ein mitt þannig. — Ég er fegin, sagði hún inni lega. Og eins og ósjálfrátt rétti hún fram höndina. — Við skul- um vera vinir Hugh. Hann greip hönd hennar og hristi hana ákaft. — Þetta er fctúrkostlegt aí þér. Pam Ég vilidi heldur vera vinur þinn en nokkurs annars manns. Auk þess léttir það öllum álhyggjum af mér, hvað þú tekur þessu vel. Ég hef alltaf skammazt min fyrir það hvernig ég fór með þig. Það hefur verið eini skugginn í sam búð ökkar Kay. Hún sagði rólega: — Jseja, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því framar. Og nú viltu kannski hjálpa mér itl að komast heim aftur. Ég fór út að ríða í morg- un en villtist. — Veslingurinn, sagði hann. — Þú ert líka alveg uppgefin. Sjáðu til: getur þú ekið bíl? Hún kinkaði kolli. Taktu þá bílinn minn. Farðu bara þennan veg, Þá geturðu ekki misst af húsinu. Ég skal sitja á klárnum. Hún leit á hann eins og í vafa. — Þú ert nú ekki heppi- lega klæddur til að fara á hest- bak. — Það skiptir engu máli, sagði hann, óþolinmóður. Gerðu eins og ég segi þér og segðu svo Kay að ég sé alveg að koma. 48 "♦ ♦- » 18. kafli. Þegar Pam sat í stóra bilnum og þaut eftir veginum, tók hún að rannsaka huga sinn í sam- bandi við endurfundi þeirra. Hafði gamla ástin blossað upp aftur? En hún komst að þeirri niðurstöðu, að svo væri alls ekki. Og hvað var orðið af alliri beizkj SKULTUNA eldhúsðhöld T E F L O N er ný uppgötvun, gerð af hinu heimsfrœga firma, sem fann upp nylon. Eldhúsáhöld, pottar og pönnur er húðað innan með T E F L O N-efninu og veldur það byltingu í nothœfni aluminium búsáhalda. Kostip TEFLONs Minni feitisnotkun, hollari fœða, steiktur eða soðinn matur festist ekki við pott- inn eða pönnuna. Uppþvotturinn er leikur UmboS: Þórðup Sveinsson & Co. hf. Auk þessara kosta eru SKULTUNA áhöld prýSi á heimilinu. COSPER Ég hef gleymt að segja þér að ég vann tvo farmiða til Majorka. unni og auðmýkingunni, sem hún hafði fundið svo sárt til þessa undanförnu mánuði? Einnig það var allt horfið. Óg hvað hafði gengið af því dauðu? Var það vináttan við Kay, eða var það ástin á Jeff. Eða það að sjá Hugh ljóslifandi? Hún vissi það ekki Hún vissi bara, að þetta var allt um garð gengið, og nú fann hún ekki annað en einlæga vináttu í hans garð. Hún andvarpaði af ánægju. Þetta var gott það lagð ist svo þungt á mann að vera fullur beizkju. Nú óskaði hún þess meir en áður að þurfa ekki að fara aftur til Englands. Hún var farin að elska þennan stað, og hefði vilj að vera þar ævilangt. Meðan hún var að hugsa þetta, sleppti hún ósjálfrátt amnarri hendi af stýrinu og stakk henni í vasa sinn, þar sem hún hafði stungið rifrildunum af myndinni. Var þarna einhver lykill að leynd- ardómnum? Þessari flækju, sem var í þann veginn að eyðileggja lífið hjá henni sjálfri og Jeff? Það var ekki að vita. Hún vissi ekki annað en það, að hún var óþreyjuful'l að komast heim, til þess að sjá, hvort hún gæfi komið myndinni saman. Kay kom hlaupandi út, er hún hejrrði bílinn ’ koma að for- dyrunum. Hún stóð kyrr og starði á hann, mállaus af undr- un. Hún þekkti hann sam.stund- is. Þetta var bíllinn hans Hugs, sá sami, sem hann hafði farið á í Argentínuferðina. En hvernig var Pam komin þar undir stýri? — Hvar fékkstu þenna bíl, Pam? Það er bíllinn hans Huglh. O.g hvað hefur komið fyrir þig. Við höfum verið alveg frá okk- ur af hræðslu. Pam stökk út úr bílnum hlæj andi. — Hugh er á leiðinni til þín, Kay — á hestinum mínum! I Hann kom svona fljótt heim til þess að koma þér á óvart. — Er Hugh kominn aftur? 1 Röddin í Kay var á hæsta tón, í og titraði af feginleik. — Hvað í það er dásamlegt, Pam. En svo þurrkaðist gleðibrosið út af and liti hennar, og áhyggjusvipur kom í staðinn. — En þú hittir hann, Pam? Þú talaðir við hann? Pam konkaði kolli og hljóp upp tröppurnar, þangað sem Kay stóð. — Já, og það er allt í lagi. Góða mín, það er allt í lagi. Við erum fullkomlega sátt. Kay faðmaði hana að sér. — Ó, ég er svo fegin, sagði hún. — Ég haf verið að þrá það að hann Hug kæmi heim aftur, og samt hef ég að_ vissu leyti kviðið fyrir þvi. Ég var svo hrædd um, að það gæti komið iþér úr jafnvægi, en mér er far- ið að þykja svo vænt um þig. — Við Hugh elskuðumst aldrei raunverulega, sagði Pam lágt. Það var misskilningur á báðar hliðar. Hafðu engar áhyggjur, Kay. Þegar maður er 7. SEPTEMBER. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Gerðu snemma ráðstafanir til að vernda lausafé þitt. Vertu hógvær og reyndu síðan að dreifa huganum. Nautið 20. apríl — 20. maí. Nú er tíminn til að gjalda gestrisni vina þinna. Kvöldið verður L ánægjulegt. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní - Reyndu að gera eitthvað raunihæft til að bæta ástandið heima fyrir. Krabhinn 21. júní — 22. júlí. Gott er að fara nú í ferðalag. Ef þú ætlar að breyta um lifnaðar hætti skaltu halda fast við ákvörðun þína. Þú færð gott leiði. { Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. / Þú færð tækifæri til að hressa upp á framtíðina. Vertu fljótur 1 að nota tækifærin og vertu hófsamur i kvöld. t Meyjan 23. ágúst — 22. september. t Allt virðist heldur í lausu kxfti í dag. Gerðu smá yfirlit yfir / nauðsynjar þínar og losaðu þig við þýðingarlaust rusl. t Vogin 23. septemher — 22. október. í Sittu hjá í dag, og reyndiu að lenda elkíki í deilum, sem þér / koma ekki við. Athugaðu öryggismólin heima fyrir. t Sporðdrekinn 23 október — 21. nóvember. t Þér hættir til að lenda í deilmn, en slílkt er óráðlegt, eingöngu / vegna baráttugleði. Sinntu hugðarefnum í kvöld. 1 Bogmaðurinn 22. nóvemher — 21. desember. t Jafnvel deilur geta verið skemmtilegar svo lengi sem gætt er í fyllstu kurteisi. Þú skalt ræða af kappi um áhugamál þín og þér / mun líða betur. t Seingeitin 22 desember — 19 janúar. t Notaðu ekki skipulagningarhæíileika þína í vitleysu. Leyfðu öðr 1 um að ráða sjálfum sér og eigin aðferðum. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Forvitni þín verður fyrir smá áíalli. Þér gefst óvænt tækifæri. Dreifðu huganum í kvöld. Fiskamir 19 febrúar — 20. marz. Reyndu að koma eðlilega fram. Reyndu að vinna vel og íákemmta þér vel í kvöld. Reyndu að gera ekki að emgu gleði allra annarra og skemmtun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.