Morgunblaðið - 07.09.1968, Síða 23

Morgunblaðið - 07.09.1968, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1968 23 - HANDTÖKUR Framhald af bls. 1 mönmim að bana. Sprengjuárásir þessar hafa mjög hitað Gyðing- um í hamsi og hefur reiði þeirra bitnað á arabískum nágrörmum þeirra. fsraelsk blöð fordaema hverskonar hefndarráðstafanir óbreyttra borgara, segja þær gera illit verra og skora á Gyð- inga að láta lögreglunni og yfir- völdunum eftir að hafa hendur í hári hinna seku. Málgagn hægri manna, „Haaretz" krefst þess, að hætt verði að leyfa Aröbum frá hernumdu svæðunum að koma til ísraels. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna fjallar nú um kæru ísra- elsmanna á hendur Egyptum, en þar segir, að 26. áigúst si. hafi egypzkir hermenn fellt tvo fs*ra- elshermenn og rænt þeim þriðja 1 fyrirsát við Suezskurð. Full- trúi Bandaríkjanna hefur hvatt til þess, að gerðar verði einhverj ar raunhæfar ráðstafanir til þess að framfylgja betur vopnahlé- inu, en fulltrúi Sovétríkjanna óbeint hótað að beita neitunar- valdi. Telur fulltrúinn, að neit- un Egypta á kæru ísraels sé full gild Oig staðhæfir, að ákæran sé uppspuni frá rótum, sem Örygg- isráðið eigi ekki að ljá eyru. Svo mikið er talið bera í milli, að vonlaust sé að ráðið samþykki ályktun um málið í bráð. - RÍJSSAR Framhald af bls. 1 Allt er á huldu um framtíð Hajeks í tékkneskum stjórnmál- um, en líklegt er talið að hon- um séu búin sömu örlög og Ota Sik, varaforsætisráðherra og Josef Pavel innanríkisráðherra, sem báðir hafa látið af störfum í stjóm Dubceks. Frá Prag berast þær fréttir að í dag hafi sveit 50 sovézkra her- manna, sem að undanförnu hef- ur haft byggingu æskulýðsblaðs ins Mlada Fronta á valdi sínu, loks haft sig á brott eftir lang- varandi samningaviðræður um það efni milli tékkneskra yfir- valda og hemámsliðsins. Blaða- menn streymdu þegar til vinnu sinnar er sovézku hermennimir voru á brott, og vonast menn til þess að ekki líði á löngu þar til hemámsliðið sleppi hendinni af ritstjómarskrifstofum tveggja annarra blaða, Svobodne Slovo, og blaði Kaþólska alþýðuflokks- ins, Lidova Demokracie. Orðrómur er á kreiki um að miðstjóm tékkneska kommúnista flokksins hafi komið saman til fundar í Prag, en honum hefur verið harðlega mótmælt þar í borg. Frú Búdapest berast þær frétt ir, að Ungverjar hafi með lítilli gleði tekið þátt í innrás Varsjár bandalaigsríkjanna í Tékkóslóvak fu og hinnd jámhörðu stefnu gegn landinu. Ungverjar hafi að- eins tekið þátt í aðgerðunum til þess að frjóanga frelsisihreyfing- ar þar yrði ekki ógnað. Að því er franska fréttastofan AFP seg- ir, mun Janos Kadar forsætisráð herra Ungverjalands, hafa reynt að taka að sér hlutverk sátta- semjara í viðræðum fyrir her- námið, en hann hafi orðið að gef ast upp. Er því fram haldið í Búdapest að hann hafi áður hvatt Dubcek og aðra tékkneska leiðtoga að fara sér hægt þannig að ekki þyrfti að grípa til hern- aðaríhlutunar og nauðungarað- gerða í Tékkóslóvakíu. Ljóst er af skrifum blaða í Sovétríkjunum, að Sovétmenn gerast nú æ óþolinmóðari í bið sinni eftir að horfið verði aftur til fyrri stjómarhátta í Tékkó- slóvakíu. I langri grein í Pravda í dag er þó engri gagnrýni haldið uppi á Dubcek, flokksleiðtoga, með nafni, né heldur á nánustu samstarfsmenn hans. Ekki var heldur beinlínis tæpt á því, að Sovétríkin væru í þann veginn að koma Dubcek frá völdum til þess að geta komið í valdastól leiðitamari manni. Er því litið á skrif blaðsins sem áminningu til Dubceks og félaga um að þeir beiti sér fyrir harðari aðgerðum, sem miði að því að koma stjórn- arháttum Tékkóslóvakíu aftur í sitt gamla horf. Fyrrnefnd grein í Pravda, sem skrifuð er af þremur fréttaritur um blaðsins í Prag, réðist hins vegar harkalega að „hægri öfl- um“ í Tékkóslóvakíu, sem ekki vom nánar skilgreind. Vom öfl þessi sökuð um að reyna að gefa fólki rangar hugmyndir um „breytinguna", en jafnframt benti Pravda á, að æ fleiri Tékk ar, m.a. meirihluti verkamanna og kommúnista, gerðu sér grein fyrir og skildu við hvað væri átt með „breytingunni.“ „Gagnbyltingaröflin halda á- fram hinum skuggalega leik sín- um með hryðjuverkum og breiða út óskaplegar sögusagnir og upp spuna um Sovétríkin og önnur sósíölsk lönd. Breytingin til fyrri stjórnarhátta felur fyrst og fremst í sér að hin and-sósíölsku öfl hægrisinna verði afhjúpuð og að leiðsagnarhlutverk kommún- istaflokksins á öllum sviðum verði endurreist“, sagði Pravda. Þá gaf fréttastofan Tass til kynna í dag að þó „svo liti út sem til fyrri stjómarhátta væri horfið á yfirborðinu“ í Tékkó- slóvakíu, t.d. með því að fjar- lægja andsovézk slagorð af veggj um, vaeri það ekki nóg til þess að hægt Væri að kveðja aftur sq- vézka herliðið. Hin opinbera sovézka frétta- stofa sagði, að „raunveruleg breyting til fyrri stjómarhátta ,,krefðist . . . aB þau skiljrrði yrðu sköpuð, sem útiloka alla möguleika á starfsemi gagnbylt- ingarafla“. Fréttastofan skýrði ekki nánar í hverju fyrrnefnd skilyrði væru fólgin. í dag gerðist það í Tékkó- slóvakíu að tveir hópar manna, sem ákaft hafa verið gagnrýndir í Sovétríkjunum, voru leystir upp og starfsemi þeirra bönnuð af tékkneska innanríkisráðuneyt inu. Mun hér um að ræða einn liðinn í þeim aðgerðum að koma til móts við kröfur Kreml. Hér er um að ræða hinn svonefnda K-231 hóp, þ.e. nefnd sem komið var á laggirnar til þess að kama fram fyrir hötkl þeirra, sem lifðu af veru í dýflissum Stalínstím- ans, svo og KAN, sem var póli- tískur klúbbur óflokksbundinna manna. Þjóðfylkingin svonefnda, en í henni eru öll stjómmálasamtök Tékkóslóvakíu með Kommúnista flokkinn í broddi fylkingar, hef- ur verið neydd til þess að kjósa nýjan forseta í stað Dr. Frantisek Kriegel, en sovézk blöð hafa ráðizt ákaft á hann og nefnt hann ,,skipuleggjara hægriafl- anna.“ Eftirmaðux Kriegels var í dag kjörinn Evzen Erban, en hann er einnig talinn stuðnings- maður Alexanders Dubcek. 'i _____» » t - JÚGÓSLAVAR Framhald af bls. 1 Því er veitt atlhygli að ekki er að þessu sinni veitzt að Rúmen- um í Rauðu stjörnunni, enda bár ust síðdegis í dag fréttir um að Rúmenar hafi loks látið undan kröfum Sovétmanna um viðræð ur um endurnýjun vináttusátt- málans frá 1948. Viðræður þess- ar munu eiga að fara fram í næsta mánuði. Rúmenía er eina landið í Aust ur-Evrópu, sem til þessa hefur ekki endurnýjað vináttusáttmála við Sovétríkin. Var svo ekki gert í febrúar sl. sökum þess að stjórn Ceaucescu, forseta, taldi að slíkur sáttmáli væri steinn í götu tilrauna Rúmena til að losna undan áhrifavaldi Kreml. Misgóður heyskapur Framhald af bls. 24 ur-Múlasýslu koma imjög illa út og sérstaiklega er ástaindið slæmt í Skeggjastaðahreppi og hluta af Vopnafirði. í ísafjarðarsýslu er sæmilegur heyskapur og einnig í Vestur- Barðastrandasýslu, en í Austur- Barðastrandasýslu og Norður-ísa fjarðarsýslu vantar töluvert á meðal heyskap. í beild yfir landið má segja, að ef allt það hey, sem er slagið, sérstaklega á Suðurlamdi, næst í hhlöður, þá verður hheyfengur meiri í ár en í fyrra. Síðasta ár koom mjög il'la út með heyfenig og þurfti að bæta á mjög mi'killi fóðurbætisgjöf frá því sem áður var af þeirn sökum. * . . , - FLYTUR ÞAKKIR Framhald at bls. 24 hennar hefur þrisvar verið end- urnýjað. Aðspurður sagði Aga Kahn: — Það er mjög erfitt að svara því, hve margir fióttamenn eru í heiminum í dag. Áætlað er að 2.6 milljónir manna njóti Flótta- mannastofnunarinnar, en síðan er ein milljón flottamanna í Ar- abalöndum, fólk sem flúið hefur frá Palestínu. Við höfum eng- in afskipti af því fólki, heldur sérstök stofnun í Beirut. Þetta samanlagt >er 3.6 milljónir. Ó- hætt er að segja, að talan sé einhvers staðar á milli 3.5 og 4 milljónir. Aga Kahn er með heimsókn sinni hér að hefja ferðalag um öll Norðurlönd. Hann heldur frá íslandi áleiðis ti'l Stokkhólms, en eftir viðræðurnar við forsætis- ráðherra í gæt ræddi hann við utanríkisráðherra, sem bauð hon um til kvöldverðar í gærkvöldi. Áður en haldið var til kvöld- verðar skrapp prinsinn suður að Bessastöðum, þar sem hann ræddi við fórseta íslands, herra Kristján Eldjárn. í dag mun Aga Kahn ræða við forustumenn Herferðar gegn hungri og skoða Reykjavík, en síðdegis heldur hann utan. --------------- I - REYNTAÐ HRADA Framhald af bls. 24 myndi vinna vítissódann úr salti frá sjóverksmiðju á hverasvæð- inu á Reykjainesi, ef slilkt iðju- ver yrði reist þar. Af hálfu fs- lendinga sitja þeninan fund S'tein grímur Hermannsson, framkv.stj. Rannsófcnarráðs ríkisins, Eirikiur joi8 - m\m glerullareinangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 2%” frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! Sendum um land allt — Jafnvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. Briem, framkvæmdastjóri Lands- virkjunar og efnavePkfræðiirDgarn ir Baldur Líndal og dr. Vilhjálm- ur Lúðvíksson. Þetta er frarn- bald samskonar fundar, sem haldi inn var hhér í Reykjavík í byrj- un júlí í sumar með sérfræðing- 'um frá Alusuisse. Mál þessi eru enn á frumstigi ,©n kapp er 'lagt á að hraða rannsókn eftir föng- um. Eirmig eru til umræðu mögu- leikar á vinnsliu úr hrááli hér, ■eftir að starafsemi álbræðslunn- ar hefst, en hér hefur undanfar- ið verið í heimsóikn sérfræðing- iur á því sviði, frá svissneska ál- félaginu og vinnur bann að at- hiugun málsins í samráði við Iðn- aðarmálastofnun íslands og IS- AL, vegna ís'lemzkra hagsmuna. Iðnaðarmálaráðherra mun einnig í þessari ferð hitta að máli sviss- neska ráðherra í Bern. (Frá Iðnaðarmálaráðuneytinu). Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegj 168 - Sími 24180 Blómaúrval Blómaskreytingar GRÓÐRARSTÖÐIN Símar 22822 og 19775. GROÐURHUSIfl við Sigtún, sími 36770. Jóhann Ragnarsson hæstaréttarlögmaður. Vonarstræti 4. - Sími 19085. Haukur Davíðsson hdl. Lögfræðiskrifstofa, Neðstutröð 4, Kópavogi, sími 42700. 5 herb. íbiið 130 fermetra til sölu milli- liðailaust eða í skiptum fyrir góða 3ja herbergja íbúð. Svar merkt „23'26“ sendist af.gr. Mbl. fyrir 14. sept. Söngmenn Karlakórinn FÓSTBRÆÐUR óskar eftir fáeinum á þessu hausti. Aðeins verulega góðar raddir koma til greina. Upplýsingar veitir Þorsteinn Helgason, símar 2-44-50 og 1-61-14 (heima).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.