Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.09.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1968 11 Borgarar fengu að segja skoðanir sínar óáreittir i fáeina mán- uði. ir á sig fá. Þeir trúðu þvi statt og stöðugt, að bráðum kæmi betri tíð, og yfirvöldin myndu að lok- um sjá sér hag í því að koma til móts við menntamenn og lista menn í landinu. >ó að segja megi að veruleg togstreita hafi verið milli stjórnarvalda og mennta- manna, örlaði þó naumast á nein um róttækum breytingum, sem gæti rennt stoðum undir þessa trú þeirra. Ludvik Vaculik var kunnur maður í bókmenntaheimi Tékkó- slóvakíu. Hann hafi skrifað tvær skáldsögur „Annríkt hús“, sem kom út 1963 og „Öxin“ sem kom út 1966. Sögumaður í þeirri síð- arnefndu er blaðamaður í Prag,- sem veit glöggt, hversu erfitt er að skrifa eitthvað og fá þaðbirt án þess að missa æruna innra með sér. Sagan er uppfull af persónum, sem hafa atneitað hinu tékkneska þjóðfélagi, eins og til dæmia veitingamaðurinn, sem tseg ir: „Þetta tímabil hampar heimsk unni í eðli mannanna. Lofum því að hafa aðra að fíflum, en ekki mig.“ Þegar blaðamaður Vaculiks lendir i vandræðum vegna skrifa sinna, þá óskar hann eftir að verja sig á þeim grundvelli, að hann er kominn af óbreyttri verkamannafjölskyldu og hann vill ekki hirða meira um þá sjálfsofsókn, scm flokk- urinn krefst af félögum hans. „Það er allt og sumt, sem hið tékkneska fyrirbæri er í raun og veru. Við ofsækjum sjálfa okkur svo lýðræðislega, að það er engin eftir til að gera höfð- inu styttri.“ önnur var sú skáldsaga, sem kom út á s.l. ári, sem isprengdi i einni andrá af sér fjötra hefð- bundins og stjórnmálalegs bók- menntasljóleika og sýnir, hvert stefnir. Höfundur þeirrar bókar er Milan Kundera, og bók hans heitir „Brandarinn." Kundera er jafnframt blaðamaður að atvinnu og hann er félagi í kommúnista flokknum. f „Brandaranum" er aðalpersónan ungur stúdent, sem verður fyrir grimmilegum of- sóknum á fyrri hluta Stalínstím- ans, vegna gamanmáls um stjórn mál. Eftir að hafa afplánað feng elsisdóm mörgum árum 9einna, jreynir hann að leita hefnda með því að niðurlægja eiginkonu manns þesss, sem bar ábyrgð á ofsóknunum. Hefndín reyndist tilgagnslaus. Konan giftist hon- um raunar, en þýðingarlaust er að berja hana, þar sem hún er masokisti. Ivan Klima hefur gefið út all- margar bækur, þar á meðal eina um Karl Capek. Fyrir þá bók hlaut hannn á sínum tíma harða ofanígjöf í flokksmálgagninu Rude Pravo. Eins og Vaculik gagnrýnir hann, að samyrkjubú skápnum var komið á í landinu með nauðung, og í skáldsögu sinnni „Stund þagnarinnar" sem kom út .1963, lýsir hann, hvernig samyrkjubúskap er komið á í Slóvakíu upp úr 1950. Hann hef- ur og skrifað leikritið „Kastal- er af Gyðingaættum og á ungl- inn.“ Klima, sem er fæddur 1931, ingsárum sat hannn um hríð í fangabúðum nazista. A. J. Liehm hefur gegnt rit- stjórastarfi við Literary Noviny í mörg ár. Hann er og kunnur kvikmyndagagnrýnandi. Hann féll í ónáð hjá stjórnarvöldunum árið 1964, fyrir að birta viðtal við Georg Lukács, ungverskan marxistiskan heimspeking. í við talinu lét Liehm undir höfuð leggjast að benda á, að Lukács hefði sætt gagnrýni í Ungverja- landi og verið sviptur stöðu sinni í flokknum, sem féllst ekki á skoðanir hans. Rude Pravo: á fáeinum mánuð- um jókst eintakaf jöldi þess upp í tæpa milljón. Upphaf breyttra viðhorfa gagnvart rithöfundum kom þeg ar í ljós, eftir að Dubcek tók við embættti aðalritara flokksins í janúar. Frjálsar umræður fóru fram í útvarpi og sjónvarpi og ekki hvað sízt létu stúdentar til sín taka. Verkalýðsfélög kröfð- Goldstucker ust þess, að flokkurinn hætti af- skiptum af málefnum þeirra og leiðtogar verkalýðssambandanna hafa orðið fyrir aðkasti fyrir að styðja ekki í einu og öllu stefnu Dubceks. Framhald á bls. 14 Einarðleg barátta tékkneskra rithöfunda Alnavðrumarkaður VOGUE í Gdðtemplarahúsinu STORLÆKKAÐ VERÐ Nokkur sýnishorn af verðum NÚ ÁÐUR Köflótt ullarefni 140 cm. br. 250.00 444.00 Ullardragtarefni 140 cm. br. 195.00 332.50 Munstruð kjóla og blússuefni Terelyne 90 cm. br. 75.00 136.00 Poplinefni 90 cm. br. 25.00 68.00—84.00 Bómullarsatin 90 cm. br. falleg munstur 95.00 161.00 Munstruð samkvæmisefni í skærum litum 90 cm. br. 150.00 318.00 Einlit efni með Lurex 80.00 174.00 Ullartweed 140 cm. br. 200.00 372.00 Ull og Terelyne Jersey 150 cm. br. 300.00 563.00 Ull og Terelyne buxnaefni 140 cm. br. 195.00 390.00 Nylon Ciffon 120 cm. br. 75.00 150.00 Tvíbreið kjóla og pilsaefni frá kr. 50.00 pr. m. Handklæði falleg 50 x 100 cm. 40.00 stk. Baðhandklæði í miklu úrvali 150 x 170 cm. 78.00 stk. Góða tékkneska lakaléreftið 140 cm. br. 55.00 pr. m. Alls konar bútar í hundraðatali í þetta sinn verður Álnavörumarkaðurinn aðeins í örfáa daga. Notið þetta einstaka tækifæri til að gera hagkvæm kaup. LOKAÐ milli kl. 11,30 og 1 ÁLN A V ÖRUM ARK AÐURINN GÓÐTEMPLARAHÚSINU við Vonarstræti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.