Morgunblaðið - 20.09.1968, Page 1

Morgunblaðið - 20.09.1968, Page 1
32 SÍÐUR 205. tbl. 55. árg. FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Rusk vill fund meö NATO-ráðherrum Umrœðuefnið: Ástandið vegna hernáms Tékkóslóvakíu — Rússar ítreka rétt til íhlutunar í V-Þýzkalandi t Frá flóðunum í Englandi. ? Þannig var umhorfs í bænum J 1 Molesey skammt frá London, J »þegar áin Mole flæddi yfir ( t bakka sína fyrir nokkrum dög | l um. Tunglfloug Rússu snýr til jurðui Jodrell Bank, Englandi, 19. september — AP — SOVÉZKA geimskipið, sem skot ið var á sunnudaginn, er á leið aftur til jarðar, að því er Sir Bernard Lovell, forstöðumaður rannsóknarstöðvarinnar í Jodrell Bank, sagði í dag. Rússar neit- uðu í gær staðhæfingum Lovells um að geimflaugin hefði farið fram hjá tunglinu, en hann sat við sinn keip. Washington og Moskvu, 19. september AP—NTB Búizt er við að Dean Rusk, ut- anríkisráðherra, haldi fund með utanríkisráðherrum aðildarlanda NATO í New York í lok sept- ember eða októberbyrjun til þess að ræða ástand það sem skapazt hefur í Mið-Evrópu vegna innrásar Rússa í Tékkó- slóvakíu. Þessi fundur verður haldinn í sambandi við setningu Allsherjarþingsins. Enn er ekki vitað hve marg- ir utanríkisráðherrar NATO- Jiri Hajek segir af sér embætti utanríkisráðherra — Þriðji tékkóslóvakíski ráðherrann sem segir af sér samkvœmt kröfu Rússa Prag, 19. sept. AP-NTB. Utanríkisráðherra Tékkó- slóvakíu, Jiri Hajek, sagði af sér í dag, og Oldrich Cernik, forsætisráðherra, var falið að taka við störfum hans. Ekki er ljóst, hvort Cernik á að gegna embættinu til bráða- birgða eða langframa. Hajek var einn þriggja ráð- Rússar undirbúa heimsráðstefnu — Ráðgjafaþing í Budapest Mosikvu, 19. sept. AP-NTB. ÁREIÐANLEGAR heimildir í Moskvu hermdu í dag, að ráð- gjafaþing kommúnistaflokka yrði haldið í Búdapest 30. október, og yrði þar rætt um áformin um heimsráðstefnu kommúnista- flokka, sem fyrirhugað hefur ver ið að halda í Moskvu í nóvem- ber. Þessi frétt hefur ekki feng- izt opinberlega staðfest. Vafi hefur leikið á því, hvort af Moskvu-ráðstefnunni gæti orð ið vegna vanþóknunar margra kommúnistaflokka á íhlutun Rússa og fylgirikja þeirra í Tékkóslóvakíu. ftalski kommún- istaflokkurinn hefur beitt sér ein dregnast fyrir því, að ráðstefn- unni verði frestað, og vafasamt er ’hvort hann og rúmenski flokk urinn sæki fundinn í Búdapest. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum var hin fyrirhugaða heims ráðstefna eitt helzta málið á dag- skrá fundar, sem valdamennirn- ir í Kreml áttu í dag með búlg- arska kommúnistaleiðtoganum Todor Zhivkov. Upphaflega átti heimsráðstefnan að móta nýja stefnu í alþjóðamálum með hlið sjón af deilunum við Kínverja, en síðan innrásin var gerð í Tékkóslóvakíu hafa margir ev- róskir kommúnistaflokkar, eink- um flokkarnir í Ítalíu, Frakk- landi og Bretlandi, einnig bar- izt ákaft gegn stefnu Rússa. Jafnvel áður en innrásin var gerð voru Kúba, Rúmenía og Júgóslavía mótfallin því að heims ráðstefnan yrði haldin og var ástæðan tortryggni um, að Rúss- ar mundu reyna að reka Kína úr kommúndstahreyfingunni. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum er næstum talið víst, að fyrirhuguð ráðstefna evrópskra kommúnistaflokka, sem ítalski og rúmenski kommúnistaflokkur in-n hafa beitt sér fyrir, verði ekki haldin. I frétt frá Búdapest segir, að ýmsir kommúnistaflokkar muni senda þangað fámennar nefndir, sem haldi fundi með sér með vissu millibili. Sagt er að nokkr- ar aðrar nefndir komi einnig til Búdapest til að taka þátt í við- ræðun-um, og er tekið fram að þeir sem taki átt í þeim séu lágt settir. herra, sem leiðtogar Sovétríkj- anna kröfðust að vikið yrði frá, þegar þeir ræddu við tékkóslóv- akíska leíðtoga í Moskvu fyrir þremur vikum. Hinir ráðherr- arnir voru Ota Sik, aðstoðarfor- sætisráðherra, sem talið er að skipaður hafi verið verzlunar- málafulltrúi í tékkóslóvakíska Síðustu iréttir í KVÖLD hermdu áreiðanleg- ar heimildir í Prag, að Moskvu-heimsókn Dubceks hefði verið frestað vegna þess, að Rússar hefðu borið fram nýjar kröfur. Stjórnmála- menn í Prag eru svartsýnir, og sagði einn þeirra að ástand ið væri alvarlegra en það var fyrir einum mánuði. Rússar eiga að hafa sagt, að Dubcek verði að bera fram jákvæðar tillögur ef hann vilji koma til Moskvu, og ekki hefur verið ákveðið hvenær heimsóknin fari fram. Rússar hafa meðal annars krafizt þess að Dubcek komi með lista yfir menn, sem skuli víkja frá störfum, en á það hefur hann hvað eftir annað neitað að fallast. Heim- ildirnar herma, að ef Dubeek verði neyddur til að segja af sér muni allir samstarfsmenn hans, þeirra á meðal Svoboda forseti, neita að gegna störf- um sínum áfram. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur sendimaður sovétstjórnarinnar, Vasily Kuznetsov borið fram afsak- anir stjómar sinnar vegna þeirra ásakana að Jiri Hajek hefði unnið með nazistum í heimsstyrjöldinni. Kuznetsov mun hafa sagt, að ásakanirnar hafi byggzt á röngum upplýs- ingum. Gestapo handtók Haj- ek 1940 og var hann dæmdur í 12 ára fengelsi. sendiráðinu í Belgrad, og Josef Pavel, innanríkisráðherra. sem er setztur í helgan stein. Talið er að Hajek sæki um prófessors- stöðu við Karlíjiáskóla í Prag. 1 ræðu sem Hajek hélt á fundi Öryggisrá’ðsins eftir innrásina í Tékkóslóvakíu krafðist hann þess, að hernámslið Sovétríkj- anna og fylgiríkja þeirra yrði flutt úr landi. Seinna fór hann þess á leit, að ráðið hætti um- ræðum sínum um Tékkóslóvák- íu. Hajek hefur hvað eftir an-nað sætt harðri gagnrýni í Moskvu vegna framgöngu sipnar í Ör- yggisráðinu, og sakaði stjórnar- málgagnið Izvestia hann um að hafa starfáð með nazistum á heimsstyrjaldarárunum og geng- ið í lið með „afturhalds- og gagn byltingaröflum“. MOSKVUHEIMSÓKN FRESTAÐ Áreiðanlegar heimildir í Prag Framhald á bls. 31 ríkjanna verða viðstaddir setn- ingu Allsherjarþingsins. Vestur- Þýzkaland, sem brýnustu hags- muna á að gæta, á ekki aðild að Sameinuðu þjóðunum og ekki er vitað hvort Willy Brandt, ut- anríkisráðherra haldi til New York til að sækja slíkan fund, ef af honum verður. Vestur-þýzka stjórnin hefur hvað eftir annað hvatt til þess að NATO-ríkin beri saman ráð sín vegna innrásarinnar í Tékkósló- vakíu og athugi hvað gera skuli vegna þeirrar röskunar sem orð- ið hefur á hernaðarjafnvæginu í Evrópu. Sömu heimildir vöruðu við nýj um orðrómi um nýja liðsflutn- inga Rússa á landamærum sín- um. Embættismenn segja, að Bandaríkjastjórn hafi borizt þessi orðrómur til eyrna, en al- mennt virðist vera álitið að þess ír meintu liðsflutningar feli ekki í sér yfirvofandi hættu á inn- rás í Rúmeníu. „íhlutunarréttur" ítrekaður. í Moskvu lagði stjórnarmál- gagnið Izvestia enn á það á- Framhalð á bls. 12 Sænskir fjórburar I FJÓRBURAR fæddust í Kar- olinska sjúkrahúsinu í Stokk- ' hólmi í gær, og er vonazt til ' að litlu stúlkurnar f jórar kom ist allar á legg, þótt þær hafi I fæðst sex vikum fyrir tímann. Móðirin, Margareta Samuels- 1 son, er 25 ára. Henni líður I vel að sögn lækna, en er i þreytt. Minnsta stúlkubarnið var 1 aðeins 35 sentimetra langt og I vó 990 grömm. Sú stærsta var i 39 sentimetrar og 1.260 gr. Líðan Salazars „ekki vonlaus" Lissabon, 19. sept. AP-NTB. LÍÐAN Antonio de Oliveira Sala- zars, forsætisráðherra, var enn alvarleg í dag, en læknar hans telja ekki útilokað að hann fái bata. Lítii breyting hefur orðið á líðan hans síðan í gær, en hann á auðveldara með andardrátt. — Hann á auðveldara með að hreyfa hendur og fætur, en sótt- hiti hans hefur aukizt. Þótt ekki sé talið útilokað að Salazar lifi af sjúkdóm sinn er ljóst að hann getur ekki tekið við fyrri störfum. Americo Rod- rigues Tomas forseti hélt í dag áfram viðræðum sínum við ráða menn um val eftirmanns, og sá sem enn er talinn koma helzt til greina er dr. Marcelo Caetano, fyrrverandi ráðherra og prófess- or í stjórnarfarsrétti. Herinn og lögreglan eru enn við öllu búin, og vopnaðir lög- reglumenn eru á verði við sjúkra húsið, þar sem Salazar liggur. Portúgalskir útlagar hafa útvarp að áskorunum til þjóðarinnar að steypa stjórninni af stóli, en enn hefur ekki orðið vart við ólgu í landinu. Brezkt blað hermir, að portú- gölsk yfirvöld hafi farið þess á leit við bandarísku stjórnina, að hún veiti aðstoð ef vandræða- ástand skapast, en áreiðanlegar heimildir í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu herma að enginn fót ur sé fyrir þessari frétt. Einnig er vísað á bug frétt sama blaðs þess efnis, að bandarískar her- flugvélar hafi á þriðjudag komið til Ota-flugvallar í Portúgal með 100—200 borgaralega klædda Bandarík j amenn. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.