Morgunblaðið - 20.09.1968, Side 5

Morgunblaðið - 20.09.1968, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1968 5 |§ ^ * Basilica heilags Jóhannesar á Laterano. Hugrún skrifar: Svipmyndir frá Rðm Róm 4. sept. Það er skemmtileg tilviljun að hitta landa sinn óvörum í milljóna borg. Þegar ég kom niður til morgunverðar á hótelinu Ivanhoe í dag, var þar staddur í borðstofunni Björn Sigurbjörnsson Þor- kellssonar fyrverandi kaup- manns í Vísi, doktor í búvís- indum. Björn býr í Vín þar sem hann vinnur mestan hluta ársins við kjarnorku- stofnun Sameinuðu þjóðanna, að undanteknum nokkrum vikum, sem hann verður að dveljast í Róm, vegna starfa sinna við alþjóða matvæla og landbúnaðarstofnunina, sem hefir aðsetur sitt þar í borg. Það má með sanni segja að doktorinn er ekki iðjulaus, enda á hann til atorkufólks að teljast. Nú var hann ný- kominn úr sumarfríi, sem hann notaði til þess að heim- sækja föðurland sitt og ætt- fólk. Síðan brá hann sér í ferð kring um hnöttinn. Hann bað mig að skila kærum kveðjum til foreldra sinna og annarra vandamanna, vona ég að þeir lesi þessar línur og meðtaki kveðjuna. í fyrri grein minni minntist ég lítillega á Vatíkanið hér í Róm. Að koma þar innfyrir dyr er því líkast að koma inn í nýja veröld. Þar er stærsta listasafn Evrópu. Og getur þar að líta marga forvitni- lega og furðulega hluti, fyrir utan allt veggskrautið, saum- uð teppi frá gólfi til lofts í fleiri herbergjum. Þó eru loft in ekki síður eftirtektarverð. Ekki vildi ég þurfa að reikna saman þó upphæð sem liggur þar í fjármunum. Af mínu litla hyggjuviti tel ég öruggt að enginn þyrfti að svelta í heiminum, ef nokkuð af þessu yrði breytt í gjald- miðil fyrir fæðu. Þar þarf víst enginn að vænta þess, enda varla von. Svo dýrmætt er safnið að flestra dómi. Óásjálegir hlutir geta líka haft sitt aðdráttarafl, ekki sízt ef þeir eru nógu gamlir. Þarna fékk ég að sjá elztu prentvél Rómaborgar, og minnti hún mig við fyrstu sín, á gamla taðkvörn sem ég ótti í brösum við á æskuárum mínum. Ekki veit ég hvernig gripur þessi hefir getað fram- leitt letur, en nota flest í nauðum skal. Allt bókasafn Vatíkansins er geymt þarna í lokuðum skápum. Þar er vafa laust marga perluna að finna, sem hvergi er til annarstaðar, enda varðveittar vel, svo enginn óviðkomandi fær að sjá þær, hvað þá að hafa hönd á þeim. Þó voru tvær bækur í sjónmáli, undir gleri. Mér var sagt að þær væru stærsta og minnsta bókin, sem til væru. Og sú minni hefði að geyma spurningar Adams til Evu, en hin stóra,svör Evu við spurn- ingum hans. Skyldi einhver Vörugeymsla v/Shellveg 244-59. Harðtex WISAPAN af kynsystnum Evu þiggja sneiðina? Við skulum bara slá pví föstu að .viskubrunnur hennar hafi verið svona djúp ur. Sannleikurinn er sá að stóra bókin er helgibók gyð- inga. Einn dagpartur nægir ekki til þess að fullnægja for- vitninni í þessum heimi lista og dýrgripa. Næst er staðnæmst á torgi framan við fornfræga bygg- ingu (Kapitol). Þar -trónar Markus Árelius á rennilegum hesti. Er stytta sú talin elzt í heimi úr bronsi og gulli. Nú er hún græn á lit af elli. Sagt er að hún hafi varðveitzt svo vel, vegna þess að lengi vel var haldið að hún væri af Konstantín keisara, og þess hafa kynslóðirnar notið öld fram af öld. Munnmæli herma að ef styttan verði öll gyllt, megi búast við heimsendi. Kirkjubyggingin Bantheon er næsti áfangastaður. Upp- haflega var hún ekki byggð til þess að þjóna hlutverki kristinna kirkna, heldur heið ið blóthof reist af Agrippa konungi, en hann var sem kunnugt er heiðinn. Hann er sá hinn sami er sagði við Pál Postula. „Með litlu hyggur þú að þú munir gjöra mig kristin". Seinna skemdist byggingin af eldi, en 200 ár- um eftir Krist endurreisti Hadrían konungur hana, og stendur sú kirkja enn í dag. Efst í hvelfingunni er vítt op, þess vegna er alltaf bjart og loftgott þar inni. í einum Franihald á bls. 18 frá Oy Wilh. Schauman A^B Vér eigum jafnan fyrir- Mggjandi hniar vel þekktu finnsku spónaplötur í öll- um stærðum og þykktum. Caboon-plötur Krossviður alls konar. OKALBOARD (spónlagt). VIALABOARD Útvegum einnig allar ofangreindar plötur með stutt- um fyrirvara. Einkaumboðið Spónaplötur Wolszy -sokkabuxur og nælon-sokkar viðurkennd gæðavara framleidd úr bezta nælongarni „TENDRELLE“ nælon. Fara vel á fæti. Falleg áferð — Tízkulitir. WOLSEY - sokkabuxur framleiddar í 20 og 30 denier. WOLSEY-sokkar í 15—20 og 30 denier. WOLSEY hefir áratuga reynslu í sokka-framleiðslu. WOLSEY eru seldir í Reykjavík: Parísarbúðin, Austurstræti 8. London dömu- deild, Austurstræti. Verzl. Tíbrá, Laugavegi 19. llolts Apóteki, Langholtsvegi 84. í HAFNARFIRÐI: Geir Jóelssyni skóverzlun og Hafnar- fjarðar Apóteki. ALLT MEÐ EIMSKIP JÓLA- OG NÝÁRSFERÐ Af.S. GULLFOSS 1968—69. gj Viffkomuhafnir: Amster- dam, Hamborg, Kaup- mannahöfn og Thors- havn. Frá Reykjavik 23. des- ember 1966. Komið aftur 8. janúar 1969. Á næstunni ferma skip voi til íslands, sem hór segir ANTWERPEN Selfoss 2. október * Skógafoss 10. okt. Reykjafoss 23. október. ROTTERDAM Skógafoss 27. sept. Reykjafoss 3. okt. * ® Skógafoss 12. okt. Reykjafoss 25. október. HAMBORG Skógafos's 25. sept. Selfoss 30. sept. Reykjafoss 7. Okt. * Skógafoss 15. okt. Vessel 22. október. LONDON Mánafoss 20. sept. Askja 1. október * Mánafoss 14. okt. Askja 24. október. HULL . Askja 4. október * Mánafoss 11. okt. Askja 21. október. LEITH Gullfoss 23. sept. Askja 7, okt. Mánafoss 17. október. Askja 26. október. NORFOLK Brúarfoss 20. sept. Fjallfoss 12. okt. Brúarfoss 2. nóv. NEW YORK Lagarfoss 24. september. Brúarfoss 26. sept. Fjallfoss 16. okt. Brúarfoss 6. nóv. GAUTABORG Fjallfoss 20. september * Tungufoss 9. október * Bakkafoss 21. október. KAUPMANNAHÖFN Gullfoss 21. sept. Bakkafoss 26. sept. * Gullfoss 5. okt. Tungufoss 14. október * Gullfoss 19- október. Bakkafoss 23. október. KRISTIANSAND Fjallfoss 21. sept. * Gullfoss 6. okt. Bakkafoss 25. október. GDYNIA Tungufoss 25. sept. Bakkafoss 19. október. VENTSPILS Tungufoss 23. sept. Dettifoss 16. október. KOTKA Tungufoss 21. sept. * Dettifoss um 15. október. * Skipið losar í Reykja vík, fsafirði, Akureyri og Húsavík. Skip, sem ekki eru merkl með stjörnu, losa aðeins í Rvík. ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.