Morgunblaðið - 20.09.1968, Síða 20

Morgunblaðið - 20.09.1968, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1966 Af sjónarhóli smásöluverzlunar Eftir Sigurð Magnússon, framkv.stj. Kaupmannasomtakanna Ráðstefna matvöru- og kjötkaupmanna Fáni samtakanna blakti yfir Bifröst. Dagana 25. 26. og 27. ágúst sl. efndu Kaupmannasamtök Islands í samvinnu við Stjóm- unarfélag íslands til ráðstefnu fyrir matvöru- og kjötkaup- menn að Hótel Bifröst, Borgar- firði, og sóttu hana 40 matvöru- kaupmenn víðs vegar að af land inu. Megin verkefni ráðstefnunnar var að brjóta til mergjar ýmis vandamál er matvörudreifingin í landinu á við að fást. Jafnframt gefst mönnum úr sömu starfs- grein, á ráðstefnfu eins og þeirri sem hér um ræðir, ákjósanlegt tækifæri til að skiptast á skoð- unum og reynslu í starfi sinu, en ráðstefnuhaldið fór að veru- legu leyti fram með þeim hætti, að þátttakendur komust ekki hjá því að skýra sjónarmið sín og viðhorf. Pétur Sigurðsson form. Kaup mannasamtakanna setti ráðstefnf una og gat þess í þæðu sinni, að þetta væri fyrsta ráðstefna sinn ar tegundar, er samtökin gengj- ust fyrir. Lýsti hann jafnframt ánægju sinni með, að mættir voru til ráðstefnunnar kaup- menn svo víða að af landinu. Formaður samtakanna kvað það kunnugt ö'llum, að máléfni smásöluverzlunarinnar ættu á mörgum sviðum mjög erfitt upp dráttar. Pólitízkar aðstæður og ýmiskonar samningamakk gerðu það oft að verkum, að í sjálfu sér einfaldir og eðlilegir hlutir væru látnir vikja úr vegi og næðu ekki fram að ganga. Við það bættist einnig að um þessar mundir steðjuðu miklir erf iðleikar að smásöluverzluninni eins og öðrum atvinnugreinum. >eim mun nauðsynlegra væri, að menn fengju tækifæri til að bera saman bækur sínar og leita þeirra úrræða, sem gætu stuðl- að að því að ná betri árangri í starfsemi fyrirtækjanna, Og enda þótt rekstur smásöluverzl ana væri fyrst og fremst einstakl ingsbundinn, væru verkefnin mörg sem æskilegt væri að leysa með samstarfi og samvinnu. Nokkrir aðilar utan stéttarinn ar héldu erindi á ráðstefnunni. Björgvin Guðmundsson, við skiptafræðingur flutti erindi um lokunartíma sö'lubúða. Rakti hann þróun þeirra mála hér í Reykjavík undanfarin ár fram komnar kröfur um lengingu á afgreiðslutíma, viðbrögð Bo'rgar stjórnar Reykjavík svo og af- stöðu kaupmanna og verzlunar- fólks. Einnig greindi hann frá hver væri þróun þessara mála á Norðurlöndum og annars staðar þar sem hann þekkti til. Niðurstaða í erindi Björgvins Guðmundssonar var sú, að ræðu maður taldi það ekki vafamál að þörf væri aukinnar kvöld- sölu. Spurningin væri fyrst og fremst um það, hvern- sú þjónusta yrði bezt skipu- lögð. Jafnframt taldi hann það vera augljóst má'l, að ekki væri hægt að ætlast til að verzlanir létu í té kvöldþjónustu, öðru vísi en að fá greitt .sérstaklega fyrir hana, og því væri sjálfsagt að heimila hærri álagningu vegna þeinrar starfsemi og þjónustu sem látin væri í té á kvöldin og um helgar. — Hugsanlegt væri þó e.t.v. að verzlanir yrðu lok- aðar ákveðinn tíma dagsins í því skyni að vega upp á móti kostn aðarauka vegna kvöldsölustarf- seminnar. Ráðstefnufulltrúar ræddu þessi mál mjög rækilega, enda er hér um að ræða mikið og vaxandi vandamál. Var það al- mennt álit þeirra kaupamnna, er \ sóttu ráðstefnuna,, að núverandi ' f rirkomulag á kvöldsölumálun væri með öllu óviðunandi. Ring ulreiðin sem ríkti í þessum efn- i um, bæði af hálfu kaupmanna J siá’fra, borgaryfirvalda og lög- ' regluyfirvalda, væri hin háska- legasta og mundi leiða til sífellt óhagstæðari verzlunarreksturs sem að lokum leiddi til hærra vöruverðs. — það kom greini- 'ega fram hjá ráðstefnufulltrú- um, að enda þótt þörfin til að verzla utan hins hefðbundna V°rziunartíma, þ.e. kl. 9-6. væri e.t.v. meiri en áður vegna brevttra aðstæðna, svo sem vegna aukinnar þátttöku giftra kv"nna í atvinnúlífinu, mundi hægt að næta þeirri þörf á ann an og heilbrigðari hátt en nú er gert. — Komu fram ýmsar ábendingar þar um, og verða þær rædd=r nánar við hlutað- eigandi aðila. Ráðstefnan taldi nauðsynlegt að Kaunmannasamtökin beittu sér fyrir setningu samræmdrar löggjafar um lokunartíma sölu- búða er gilti fvrir landið allt. Gísli Einarsson framkvæmda- stjóri hjá Eggert Kristjánsson og Co flutti erindi um samstarf kaupmanna og heildverzdana. f erindinu gerði hann einkum að umtalsefni innflutning og dreifingu á matvælum og sýndi með tölum fram á, að þessum þætti viðskiptalífsins væri að ýmsu leiti áfátt. Var það skoð- un ræðumanns að með betur skipulögðu samstarfi og nánari samvinnu þeirra sem fást við inn flutning og dreifingu matvæla, mundi hægt að né betri og hag- kvæmari árangri í rekstri fyrir tækjanna. Voru ráðstefnufulltrú ar á einu máli um að athuga nánar framkomnar ábendingar í þessum efnum ög stjórn Kaup- mannasamtakanna falið að hafa forustu um að koma á fót við- ræðum þar um milíi innflytjenda og smásöluverzlana. Haukur Eggertsson, fram- kvæmdastjóri í Plastprent h. f. flutti erindi um samstarf kaup- manna og Iðnrekenda. Einnig ræddi hann sérstaklega um fram leiðslu og gildi umbúða. Sýndi hann fram á, hversu umbúðir væru orðnar ríkari þáttur í sölu hverskonar varnings en áður var. Komi þar tvennt til. — Smekklegar og haganlegar um- búðir gætu ráðið mjög miklu um vöruval. Þá væri einnig Ijóst, að réttar umbúðir ættu einna mestan þátt í að varðveita vör- una frá framleiðslustigi og þar til hún væri komin á borð neyt- andans. —- Af þessu mætii ljóst vera, að á miklu gæti oltið fyrir sérhverja vezlun, að hugsað væri vel fyrir umbúðum og notkun þeirra — Ræðumaður taldi, að með stöðluðum umbúðum og magninnkaupum þar sem reynit yrði að beina pöntunum margra verzlana á sama framleiðslutíma, mundi hægt að framleiða um- búðir á lægra verði. f framhaldi af erindi Hauks Eggertssonar flutti framkvæmda stjóri Iðnkynningarinnar Mats Wipe-Lund, erindi um Iðn- kynninguna 1968, tilgang henn- air og markmið. Ráðstenfufull- trúar gagnrýndu ýmislegt í fram kvæmd Iðnkynningarinnar og var eftirfarandi ályktun ein róma samþykkt: „f tilefni erinda og framkom- inna ummæla í umræðum um Iðnkynninguna 1968, vilja ráð- stefnufulltrúar taka fram, að þeir telja frammistöðu iðnaðar- fyrirtækja i að notfæra sér aug- lýsinga- og kynningaraðstöðu í verzlunum mjög áfátt. Ráðstefnufúlltrúum er ekki kunnugt um, að frá því Iðnkynn ingin hófst, hafi nokkurt fyrir- tæki leitað til þeirra með óskir eða áform um að notfæira sér auglýsingaaðstöðu t.d. í Verzl- unargluggum. Ráðstefnufullitrúar lýsa sig og aðra kaupmenn reiðubúna til allrar liðveizlu og fyrirgreiðslu á þessu sviði, í þeim tilgangi að efla innlent atvinnulíf, en ítreka að frumkvæði á þessu viði þarf að koma frá framleiðendum við-. komandi iðnaðarvarnings.“. Sveinn Snorrason, hri. flutti erindi um verðlagmsál en hann er einn af fulltrúum verzlunarin ar í Verðlagsnefnd. Gerði ræðu maður einkum að umta'lsefni að- stöðu verzlunarinnar til að hafa áhrif á sín eigin hagsmunamál með skipun fulltrúa í Verðlags- nefnd. Taldi hann að með nú- verandi fyrirkomulagi á skipan og starfaemi verðlagsnefnidar, væri hlutur verzlunarinnar fyr- ir borð borinn og á engan hátt sambærilegur við aðstöðu ann- ara stétta þjóðfélagsíns til að semja um sín eigin mál. Sveinn lagði áherzlu á, að það ætti að vera cHlúm Ijóst, að með því að einblíná á álSgningarprós Framhald á bU. 25 Nauðungaruppboð Eftir kröfu Harðar Einarsisonar hdl., og Sigurðar Haf- stedn hd'l., verður barborð, loftljós, vegigljós og peninga- skápur, talið eign Hreiðars Svavarssonar, selt á nauð- ungaruppboði að Borgartúni 21, þriðjudaginn 24. sept- ember n.k. k. 16.30. Greiðsla við hamarshögg. ______________BorgarfógetaembættiS í Reykjavík. Njótið ferðarínnar í heillandi andrúmslofti Nú 15 ferðir í viku til Japan Tapan Alr Llnes hafa enn á ný fjölgað flugferðum sfnum hi Evrópu til Japan og geta nú boöið 15 ferðir á viku tíl Japan eftir 3 mismunandi leiðum: • Daglega yfir Norðurpólinn tíl Tokyo.* • 4 sinnum { viku »Silkileiðina« um Indlapd og Hongkong 01 Tokyo.* • 4 sinnum f viku yflr Atlandsbaf um New York og San Francisco til Tokyo. Dagleg brottför um sumartimann. • f sambandi við Afr France, Alitalia og Lufthansa. pannig er nú um að raeða 15 möguleika á viku hverri til að komast til Japan og hinna fjarlægari Austurlanda með stórum E>C-8turbo-fanþotum frá Japan AirLines, en í þeim njótið þér verrar minútu í andrúmslofti japansks yndisleika og gestrisnl. Segið Japan Air Lines við ferðaskrifstofu yðar. Q UAPAN AIR LINJES fkrlfstofur fyrir Skandinavfu: fTaupmannahófn’: Imperial-Huset, 1612 V., Síml (01) 1133 00, Telez 2494 Stokkhólmur: Sveavagen 9-JJ, C., Slmi (08)23 34 30. Telex 10665 Oslo: Tollbugaten 4. Herbergi 512, Sími 42 24 64 - 41 33 03, Telex 66 65

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.