Morgunblaðið - 20.09.1968, Qupperneq 21
MORGUNBÍLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 196«
21
— Ríkarður Jónsson
Framhald af bls. 15
gripi og myndir eftir mig og
þar á meðal er styttan af Jón-
asi Jónssyni frá Hriflu.“
„Menn velta því 'oft fyrir sér
hvert listamenn sæki hugmynd-
ir sínar og yrkisefni, sem þeir
svo kannski styðjast við í list-
sköpuninni. Ríkarður svaraði
þessari spurningu með eftirfar-
andi
„Það er nú eins og ein mæt
kona sagði eitt sinn: „Maður á
ekki að leita að hlutunum, þeir
koma“, og mér hefur reynzt þetta
ótrúlegur sannleikur. Annars er
hugmyndafþrgið misjafnt en ekki
sízt fær maður hugmyndir að
næturlagi, þegar maður hefur
andvökur.
Mikið af verkum mínum hefur
orðið til þannig að ég hef orðið
hrifinn að einhverskonar fegurð
fólki og landi, og notað það sem
fyrirmyndir án þess þó að stæla
það nokkuð.
te hef alltaf verið ákaflega
vandlátur við sjálfan mig og í
mótuninni hefur þetta verið þann
ig að ég byrja á verkinu og held
áfram með það þangað til mér
finnst það vera búið. Þegar ég
móta andlit af manni veit ég
ekki hvernig ég geri það bein-
línis, nema að það mótast eins
og það er. Hvert andlit hefur
sinn sérstaka margþætta svip og
hann þarf allur að koma fram
eins og hann er til þess að verk
ið sé fullkomið."
„Það eru mjög margir þekktir
og merkir menn, sem hafa setið
fyrir hjá Ríkarði og það eru til
margar sögur úr vinnustofu lista
mannsins. Eina sagði hann mér
af séra Árna Þórarinssyni, sem
hljóðar svo: „Séra Árni Þórar-
insson var eitt sinn að skoða
höggmyndir af mönnum í
vinnustofu Ríkarðs og þar
var m.a. höggmynd af séra Árna
sjálfum og fleiri prestum. á seg
ir hann allt í einu, „Á ég að
segja þér nokkuð“ Já, blessaður
gerðu það svaraði ég það er
alltaf skemmtilegt sem þú segir,
og séra Árni hélt áfram:
„Það er ég viss um að prest-
ar eru langsamlega syndugustu
menn á jörðu. Það er ekki þar
fyrir að allir menn ljúga meira
og minna, en prestar ljúga í
Jesú nafni, amen og hallelúja
og taka fé fyrir. að er svo
mikil synd að það er ekki til
nokkur guðdómur hvorki á
himni né jörðu að hann geti fyr
irgefið það og ef hann fyrirgef-
ur það samt, þá er það glæpur."
Ríkarður veit ekki með vissu
hvað mikið liggur eftir hann, en
það 'ar í bígerð að reyna að telja
það og gera skrá yfir það upp
LOFTUR H.F.
LJÓSMYNDASTOFA
Ingólfsstræti 6.
Pantið tima í síma 14772.
Húsgagna
smiðir
Höfum fyrirliggjandi:
SLÍPIMASSA fl. grófl.
SLÍPIOLÍU
STÁLULL fl. grófl.
SANDPAPPÍR, fl. grófl.
SANDPAPPÍRSBELTI
GRIP — LÍM
CASCOL — LÍM
WELDWOOD — LÍM,
vatnsþ.
PLAST — LÍM
AN-TEAK LAKK
TEAK — OLlU
BÆS, marga liti
TRÉFYLLI, marga liti
STORR,
Laugavegi 15,
aóm 1-33-33.
úr vinnubókum. Það hafa varið
gefnar út tvær bækur með mynd
um af verkum Ríkarðar, út-
skurði og mannamyndum.“ .
„Ég veit“, segir Ríkarður, „að
mannamyndir, sem ég hef gert í
leir, gips og kopar, eru talsvert
á 6. hundrað, en ég veit ekki
hvað ég hef gert marga hluti út
skorna í tré og bein, þeir eru
gríðarlega margir.“.
„Að síðustu Ríkarður, Hvað
hefur þér þótt skemmtilegast að
vinna við“?
„Ég hef langmesta skemmtun
og ánægju af að gera það sem er
mikill vandi að gera og það er
mestur vandi að fást við andlit-
in. Ná hverju andliti, hverjum
svip, eins og hann er. Hvert and
lit hefur sitt sérstæða listmót og
við það hefur verið skemmti-
legast að fást. Það sem er auð-
velt að gera, hefur verið eins
og hver önnur vinna, en það
vandasama og erfiða hefur allt
af heillað mig mest.“
á. johnsen.
BUNAÐARBANKINN
er hanki flílksins
Nauðungaruppboð
— annað og síðasta — sem auglýst var í 28., 31. og 33.
tölublaði Lögbirtingablaðsins 1968, á jarðhæð í Auð-
brekku 36, þinglýstri eign Jakobs Sigurðar Árnasonar,
fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 30. septeanber
1968 kl. 11.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Húsnœði óskast
fyrir bókaforlag, til geymslu og afgreiðslu á bókiun.
Upplýsingar í síma 38740.
TIL SÖLU
Volvo vörubíll
frambyggður með palli og sturtu 3ja tonna, árg. 1960.
Bíllinn er til sýnis hjá Rafveitu Selfoss Eyrarvegi 8.
Tilboð er miðist við staðgreiðslu sendist Rafveitunni
fyrir laugardaginn 5. október ’68.
RAFVEITA SELFOSS.
Viceroy Filter.
I fararbroddi.
9.00“Mætt á skrifstofuna”.
10.15“Lokið við módel af nýju
hóteli. Slappað af með Viceroy”.
12.00“Byggingaráætlun rædd á
leið til næsta stefnumóts”.
‘5 “Við brúna með yfirverk-
fræðingi og eftirlitsmanni.
Viceroy fyrir alla”.
Ekki of sterk,
ekki of létt,
Viceroy gefur
bragðið rétt...
rétt hvaða tíma
dagsins sem er!
“Áríðandi fundur um nýja
byggingaráætlun”.
Notiö skemmtilegs sjónleikí
eftir erilsaman dag—og ennþá
bragðast Viceroy vel”.