Morgunblaðið - 20.09.1968, Síða 24
24
MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1960
— Um laxeldisstöð
Framhald af Ms. 10
irvofandi skortur á hrognum úr
eigin göngulaxi og þverrandi
afturkoma á laxi til stöðvarinn-
ar, er tæplega hægt að láta slíkt
þegjandi framhjá sér fara.
Það verður strax og án tafar
að stöðva þá þróun sem átt hefur
sér stað í málum þessum í Kolla-
f jarðarstöðinni og nú er einmitt
tækifærðið til þess, þegar aðeins
rúmir 200 laxar hafa skilað sér
í stöðina á líðandi sumri.
Af þessum ástæðum leyfi ég
mér að beina þeirri áskorun til
etjómar Laxeldisstöðvar ríkis-
ins í Kollafirði að hafist verði
handa um eftirfarandi atriði nú
þegar, ef ske kynni að það mætti
verða til þess að bjarga að ein-
hverju leyti þeim gífurlegu fjár-
munum, sem farið hafa til stöðv
arinnar af ríkisfé og um leið að
reyna að skapa skilyrði fyrirvið
urkenndum stefnum menningar-
þjóða 1 fiskræktarmálum göngu
og vatnafiska:
1. Að lax sá, sem gengið hefur
í sumar í stöðina í ágúst og
september mánuðum, verði ekki
kreystur eða imdan honum al-
in seiði til notkunar í stöðinni
eða sölu i aðrar stöðvar ár eða
vötn Þetta er síðgengin smálax
sem hvergi á erindi og skapar
hv>ergi nokkur framtíðarverð-
mæti.
2. Að hafist verði handa nú
þegar um hrognaöflun úr löxum
frá þeim ám í landinu, þar sem
vitað er um vænstu og beztu
stofnana og að þess sé vand-
lega gætt í stöðinni að halda
þessum stofnum hreinum og að-
skildum, með hliðsjón af rann-
sóknum á því, hver framgang-
ur og gæði hvers stofns sé.
3. Að þegar i stað séu gerðar
ráðstafanir til stóraukins vatns
magns til stöðvarinnar og tryggt
sé að vatnið sé heilnæmt og gott
til fiskræktar.
4. Að hætta notkun á jarðeld
istjörnum, sem jafnan fyllast af
óhreinindum, botngórðri, sveppa
ásókn á fiskinn og eru ekki
hreinsanlegar, nema með ærnum
tilkostnaði .
5. Að gönguskilyrði laxins inn
í stöðina verði stórbætt, m. a.
með vatnsmiðlun og um leið með
beinum inngangi (directe) í lón-
ið frá hafinu í þar til gerðu ör-
uggu rennsli er nái út fyrir
mörk stórstraumsf jöru og að kom
ið sé fyrir „rafmangsauga til
tölu á öiium fiski er í stöðina
gengur.
6. Að stöðinni sé tryggður
stöðvarstjóri eða framkvæmda-
stjóri, fastráðinn með fullri
ábyrgð, er hafi reynzlu, þekk-
ingu og áhuga á rekstri klak-
og eldisstöðvar.
Hér er aðeins um að ræða
nokkur höfuðatriði, sem ég er
sannfærður um að hljóta að
vera skilyrði fyrir því, ef hægt
á að vera að halda þessari starf-
semi áfram af nokkru viti og
með von um einhvern árangur.
Engum er það til góðs að mál
þetta sé látið liggja í þagnar-
gildi því að eftirköstin gætu
orðið enn verri, en efni standa
til, ef ekki er skjótlega og vel
við brugðið til úrbóta.
Ég vil svo að lokum geta þess
að þar sem veiðimálastjóri Þór
Guðjónsson hefur látið hafa það
eftir sér í dagblöðum, að hann
lesi ekki blaðagreinar mínar um
fiskiræktarmálin, hefi ég valið
þann kostinn að senda honum af
rit af þessum greinarstúf mínum
í ábyrgðarpósti, áður en ég birti
hann í blöðum og sömuleiðis
stjórnarnefndarmönnum Laxeld-
isstöðvar rikisins i Kollafirði.
Reykjavík 15. sept 1968.
Jakob V. Hafstein.
— íslenzkt mál
Framh. af bls. 23
Þessi ritgerð er ákaflega
merkileg, raunar einstæð í heims
bókmenntunum, að segja má, að
því leyti að í henni kemur fram
það, sem við nú köllum vísinda
lega starfsaðferð, í miklu ríkari
mæli en í öðru því, sem ritað
var um málfræði á miðöldum í
Evrópu, en ritgerðin er talin
vera frá 12. öld. f þessu felst
m.a., að niðurstöður höfundar
eru í höfuðatriðum reistar á
sjálfstæðri athugun á því efni,
sem hann fæst yið, en mótast
ekki af blindri trú á hefðbundn-
um kennisítningum, svo lítt var
í fræðiiðkunum á miðöldum. Af
þessu leiðir aftur, að þessi rit-
gerð hefur miklu meira gildi fyr
ir norræn málvísindi í dag sem
heimild um íslenzkt mál héldur
en málfræðirit frá miðöldum hafa
í öðrum tilvikum. Má geta þess
að af þessari ástæðu er ritgerð-
in hluti af námsefni stúdenta í
íslenzku við Háskólann á fyrsta
námsári.
— Um hvað fjallar þessi rit-
gerð?
— Ritgerðin fjallar um hljóð-
kerfi íslenzkrar tungu á 12. öld
og stafsetningu ritaðs íslenzks
máls á þeim tima og er, eins og
ég sagði, unnin með þeim hættd,
að nærri lætur, að jafnist á við
margt það, sem unnið er á þessu
sviði í dag. Ritgerðin er mjög
stutt aðeins sjö bls í handriti
(um 20 vélritaðar síður).
— Er eitthvað vitað um höf-
und ritgerðarinnar?
— Mjög lítið er vitað um höf-
undinn, en eins og fram kemur
af því, sem ég sagði um ein-
kenni ritgerðarinnar, hefur hann
verið langt á undan sinni sam-
tíð í þessum efnum. Á einum stað
í ritgerðinni segir hann þó um
meginefni hennar, að hann hafi
„ritað oss íslendingum stafróf",
og má af þvi draga, að hann
hafi verið íslenzkur maður, sem
uppi var um miðja 12. öld, en
þá er talið, að ritgerðin hafi ver-
ið skrifuð, eins og ég gat um.
Ýmisleg óbein vitneskja um höf-
undinn kemur svo fram í ritgerð
inni.
— Hvaða rannsóknir á riit-
gerðinni hefur þú nú í huga?
Gildi ritgerðarinnar fyrir
norræn málvísindi í dag stafar
ekki aðeins af þeim upplýsingum
sem hún veitir um hljóðkerfi ís-
lenzks máls, heldur einnig af,
því, að þær upplýsingar varða
íslenzkt mál á þróunarstigi, sem
ekki eru til nema mjög takmark
aðar ritaðar heimildir um að
öðru leyti. En eins og ég gat
um, er ritgerðin eimitt talin sam
in á svipuðum tíma og al'lra-
elztu handritabrotin eru frá,
þau sem nú eru varðveitt.
Rannsóknir verða því aðallega
þvíþættar. Kanna verður tengsi
ritgerðarinnar og höfundar henn
ar við málfræðiiðkanir á mið-
öldum til að ganga úr skugga
um að hve miklu leyti höfund-
urinn byggir á hefðbundnum að
ferðum og hversu mikið eru sjálf
stæðar athuganir hans sjálfs.
Einnig verður að athuga þær
upplýsingar, sem ritgerðin gef-
ur um íslenzkt mál og meta gildi
þeirra með samanburði við það
annað, sem við nú vitum um nor
ræn mál á þessum tíma.
— Hvenær má búast við útgáf
unni á markaðinn?
— Þetta verkefni er komið öllil
lengra en hið fyrra, og verður
því væntanlega lokið á þessu
ári, sagði dr. Hreinn Benedikts-
son, prófessor að lokum.
Hiimmimiiiii
BÍLAR
Mikið úrval of
notuðum bílum
Hagstæðir
greiðsluskilmálar
Nokkrir Rambler Classic
bílar seljast án útborg-
unar gegn fasteigna-
veði.
Nokkrir Rambler American
ennþá til afgreiðslu á
gamla verðinu, ef samið
er strax.
Iflkl Rambler-
JUN umboðið
LOFTSSON HF.
Hringbraut 121 — 10600
lllllllllllllllllll
BARNASPARISKÚR
NÝ SENDING
SOLVEIG
LAUGAVEGI 69
DÖMU-LEÐUBSTÍGVÉL FBA 1095 KBÓNUM
NÝKOMNIR DÖMUGÖTUSKÓR
Verð 795, og 820 krónur.
SÓLVEIG
Hafnarstrœti 15 — Laugavegi 69