Morgunblaðið - 20.09.1968, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 196«
31
Börnum í Breiðholti
ekið í skóla í borginni
— Fyrsti hluti skóla þar
tilbúinn næsta haust
Kristinn við eina mynd sína.
Myndlistarsýning d flkureyri
í vetur verður bömum úr
Breiðholtshveríi ekið í skóla í
horginni, þar sem skóli er ekki
risinn í hverfjnu. Bygfing hans
var auglýst til útboðs 15. sept.
s.l. og verður hann byggður í
þremur áföngum. Sá fyrsti verð
ur tekinn í notkun næsta haust,
annar haustið 1970 og sá þriðji
1971.
Getr Hallgrímsson, borgar-
stjóri, skýrði frá þessu á borg-
arstjórnarfundi í gær, vegna
fyrirspurnar Kristjáns Bene
diktssonar (F) um skólamál.
Ennfremur sagði borgarstjóri,
að þrísetið yrði í 15 kennslustof
ur í barnaskólunum, en s.l. vet-
ur var þrísett í 21 stofu. Sagði
borgarstjóri að þrísetning væri
vissulega leiðinleg. Oft yrði ekki
hjá henni komizt vegna þess, að
barnafjöldi í vissum hverfum
væri í hámarki. Mætti til dæmis
núna koma í veg fyrir þrísetn-
ingu með því að dreifa börnun-
um á alla skólana, en menn
teldu það ekki heppilegt.
Um íþróttakennslu sagði borg
arstjóri, að hún yrði álíka mikil
og s.l. vetur ,þar sem enginn
nýr íþróttasalur verður tekinn í
notkun í haust. Hann sagði, að
allir íþróttasalir og sundstaðir
— Jiri Hajek
Framhald af bls. 1
og Moskvu hermdu í kvöld, að
fyrirhugaðri heimsókn Alexand-
ers Dubceks og annarra tékkó-
slóvakískra leiðtoga til Moskvu
hefðiv erið fresta'ð. Talið var, að
Dubcek færi á morgun, en í
Moskvu er sagt að heimsókn-
inni hafi verið frestað um að
minnsta kosti sólarhring og að
sennilega geti ekki af henni orð-
ið fyrr en í næstu viku. Talið er,
að á væntanlegum fundi tékkó-
slóvaka um að hernámsliðið verði
flutt úr landi og krafa Rússa um
að frekari ráðstafanir verði gerð
ar til að koma ástandinu í eðli-
legt horf.
Ýmsir hafa haldið því fram,
að Rússar hafi krafizt þess að
Dubcek verði vikið úr starfi
flokksleiðtoga, en enginn vafi
leikur á því að yfirgnæfandi
meirihluti þjóðarinnar styður
hann. Samkvæmt skoðanakönn-
tm, sem birt var í dag styðja 99%
þjóðarinnar Dubcek, og þess
vegna er talið ólíklegt a'ð flokk-
urinn víki honum frá völdum.
ARASIR A JÚGÓSLAVA
Pravda, málgagn sovézka
kommúnistaflokksins, sagði 1 dag,
að júgóslavneskir endurskoðunar
sinnar væru fyrirmynd andsósíal
istískra afla í Tékkóslóavkíu. I
grein eftir N. Lomakin segir,
að hægrisinnaðir tækifærissinn-
ar og endurskoðunarsinnar í Júgó
slavíu séu jafnvirkir andstæðing-
ar marxisma og lenínisma og
Kínverjar. Lomakin gagnrýndi
tvo Tékka, Antonin Liehm sem
skrifað hefur í Literarny Listi,
og heimspekinginn Ivan Svitak
fyrir að hafa stefnt út á hina
júgóslavnesku braut.
Aðalritstjóri pólska kommún-
istabla'ðsins Trybuna Ludu sak-
aði í dag tékkóslóvakísk blöð fyr
ir að hafa verið verkfæri í hönd
um þeirra, sem rægðu sósíalis-
mann, áður en innrásin var gerð.
Hann sagði, að mikill pólitískur
og þj óðfélagslegur skaði gæti
hlotizt af því að kommúnista-
flokkurinn glataði yfirráðum sín
um yfir fjölmiðlunartækjum. Af-
leiðingin yrði sú, að þau yrðu
verkfæri í höndum endurskoðun
arsinna, og þar með væri jarðveg
urinn undirbúinn fyrir gagnbylt
ingu.
borgarinnar væru fullnýttir í
þágu skólanna og væri íþrótta-
kennsla ekki skert að ráði nema
í tveimur skólum, Álftamýr-
arskóla og Árbæjarskóla.
í Álftamýrarskóla er leikfimi
kennd tvo tíma í viku í tveim-
ur aldursflokkum, aðrir nemend
ur njóta ekki leikfimikennslu.
Er reynt að bæta úr þessu með
aukinni sundkennslu. Nemend-
um er kennt sund daglega
í þrjár stundir í viðbót við
venjulegt sundnám. íþróttahús
skólans er í smíðum og á að
verða fullgert næsta haust.
Enginn leikfimikennsla er við
Árbæjarskóla, en s.l. vetur var
nemendum 9 ára og eldri kennt
sund og þeim ekið til og frá
sundstað. Væntanlega verður
slíkur háttur hafður á í vetur. í
næsta áfanga skólans, sem nú
er í teiknun, er gert ráð fyrir
leikfimisal og sundlaug.
Borgarstjóri sagði einnig, að
nú væri í byggingu íþróttahús
við Vogaskóla. Verið væri að
ganga frá teikningum að íþrótta
húsi Hlíðarskóla og boðin hefur
verið út skólabygging í Breið-
holtshverfi, þ.á.m. leikfimihús.
Öll þessi íþróttahús eru það
stór, að hægt verður með skil-
vegg að skipta þeim í tvo sali,
og kenna þannig tveimur flokk
um samtímis.
- BREIÐHOLT
Framhald af bls. 32
nánari ákvörðun borgarráðs.
Taldi borgarstjóri eðlilegra og
sennilegra, að þessar 52 íbúðir
yrðu leigðar efnalitlum fjöl-
skyldum. Meðal annarra ungum
hjónum.
- ÚTLENDINGAR
Framhald af bls. 32
dvelja þar aðeins fastagestir, sem
eru að vinna við Mývatn, fyrir
Norðurborinn, eða á vegum Kís-
ilverksmiðj unnar.
Hrafnhildur taldj eina ástæð-
una fyrir því, að lítið er um ís-
lendinga á hótelunum, stafa af
því, að yfir annatímann, er ekki
rúm fyrir þá. Þeir panta nær
aldrei fyrirfram, en vilja koma
beint og fá herbergi. Útlendir
gestir aftur á móti skipuleggja
sínar ferðir og panta gistirúm
löngu fyrirfram. Nú væru ferða-
skrifstofur t. d. búnar að gera
sínar pantanir fyrir ferðahópa
fyrir næsta sumar, en einstakl-
ingspantanir kæmu svo á eftir.
T. d. hafa ferðaskrifstofúrnar Út-
sýn og Geir Zoega þegar pantað
fyrir hópa og einnig væri Benn-
ett í London búinn að gera sínar
pantanir. Væri þar gert ráð fyrir
miklum ferðum hingað. Útlitið
væri því ágætt fyrir næsta sum-
ar, ef ekkert breyttist með það.
Guðrún Sigurðardóttir í Hótel
Reykjahlíð tjáði Mbl. í símtali,
að sumarið hefði verið ágætt fyr-
ir hótelið. Hefði verið mjög mik-
il umferð í júlímánuð og góð nýt-
ing á hótelherbergjum fram í
miðjan ágúst, en stopult úr því.
I september hefðu gestir verið
með færra móti fyrir þann mán-
uð, þrátt fyrir ágætis veðráttu.
Tíð var yfirleitt ágæt fyrir ferða
fólk éftir að fór að hlýna, en það
var með seinna móti í vor, sem
kunnugt er.
í Hótel Reykjahlíð er rúm fyr-
ir 30 manns. Sagi Guðrún, að
mikill hluti gesta í sumar hefðu
verið útlendingar. Erlendir ferða
menn gistu 2—4 nætur og notuðu
hópferðir Ferðaskrifstofu Akur-
eyrar í Öskju, Ásbyrgi, að Detti-
fossi og víðar, til að sjá sig um.
fslendingar dveldust lítið á hótel-
inu.
Akureyri, 19. september.
KRISTINN G. Jóhannsson, list-
málari og skólastjóri í Ólafsfirði,
opnaði í dag myndlistarsýningu
í Landsbankasalnum á Akureyri.
Heiti sýningarinnar er „Myndir
um húsin, bátana og snjóinn", en
þar eru 24 teikningar um hús og
12 olíumálverk um snjó, hús og
Mólverka- og
bókauppboð
— hjá Sig. Ben.
INNAN tíðar hefjasit fynstu list-
munauppboð vetrarins hjá Sig-
urði Benediktssyni. Sagði hann í
samtali við Mbl. í gær, að fyrir-
hugað væri bókauppboð í Þjóð-
leikhúskjallaranum 1. okt. n.k.,
og málverkauppboð á Hótel
Sögu 9. okt. n.k. Ekki sagðist Sig
urður vita með vissu hvað yrði
til sölu á uppboðum þessum, en
þar verður margt um góða gripi,
ef að líkum lætur. Sagði Sigurð-
ur, að fólk, sem ætlaði að fá
seldar bækur eða málverk þyrfti
að hafa samband við sig næstu
daga.
-7 MANNA NEFND
Framhald af bls. 2
Óskar Halldórsson (A) ræddi
einnig atvinnuástandið og benti á
hættuna af of einhæfum atvinnu
vegum og nefndi dæmi frá er-
lendum ríkjum sér til stuðnings.
Að lokum talaði GuðmundurJ
Guðmundsson (K). Hann sagði
að nefndarskipunin væri ekki
takmark í sjálfu sér, og hann
kvaðst vita, að borgin ætti mjög
erfitt um vik, enda eðlilegt.
Hann sagði, að ef atvinnuleysi
yrði, myndi verða þröngt hjá
mörgum húseigendum, sérstak
lega hjá ungu fólki, sem þyrftu
að standa skil á afborgunum af
eignum sínum, og mættu ekki við
stórminnkuðum tekjum, sem
gætu haft gífurlegar afleiðingar
í för með sér.
Guðmundur sagði, að i þessa
nefnd yrði að fá járnkarla, sem
legðu sig alla fram. Ef nefndin
svikist um, gæti það leitt ótrú-
legt böl yfir fjölda fjölskyldna.
- BÚR
Framhald af bls. 32
Reykjavíkur hefðu landað öllum
afla sínum hér í bænum síðan
29. apríl í vor, unz þessir tveir
togarar hafa siglt með afla til
Þýzkalands, af þeim sérstöku
ástæðum sem að framan greinir.
Útgerðarráðið síumþykkti síðan
samhljóða framkomna tillögu frá
Guðmundi Vigfússyni ,þess efnis
að togarar bæjarútgerðarinnar
leggi afla sinn áfram upp hér
heima til vinnslu í frystihúsum
og fiskvinnslustöðvum eins og
frekast verður við komið.
Þá ræddi útgerðarráðið einnig
um möguleika á að skipta um
vélar í þremur togurum Bæjar-
útgerðarinnar, þeim Hallveigu
Fróðadóttur, Jónj Þorlákssyni og
Þorkeli mána.
báta. Sýningin verður opin til
sunnudagskvölds, 22. sept., milli
klukkan 15.00 og 22.00 daglega.
Kristinn hefir áður haldið 5
sýningar á Akureyri og 2 í
Reykjavík, auk þess sem hann
tók átt í haustsýningu F.Í.M.
1962.
— S-. P.
- RÉTTIR
Framhalfl á bls. 3
illar kvenhylli. En gamanlaust
þá er þetta fyrirtaksfólk.
f almenningnum rekumst
við á mikinn sæmdarmann og
sterkan svip í íslenzku þjóð-
lífi. Kempan er Loftur á
Sandlæk Loftsson, svipmikill
maður, hávaxinn, viðmótsþýð
ur og segir sína meiningu
umyrðalaust án þess þó að
særa nokkurn. Loftur er 72
ára gamall og virtist eins
eðlilegt að vera að koma af
fjalli, eins og íslenzku fljóti í
liprum leysingum. Við spurð-
um Loft að göngum fyrri
táma, en hann fór fyrst í göng
ur 1914 og oft síðan bæði haust
og vor.
Loftur sagði alltaf koma
fyrir smá ævintýri í ferðun-
um, hvort sem veður væru
slæm eða góð. Við spurðum
hann hvernig honum líkaði að
hafa nú kvenfólk með í göng-
um, og hann svaraði því til
að stúlkurnar væru ágætar,
þær sem dugur væri í á ann-
að borð.
Loftur sagði okkur af einni
svaðilför frá fyrri tíð, en þá
lenti hann í hrakningum
ekki langt frá Kerlingarfjöll-
um í ísveðri.
„Við vorum að bjarga kind
um undan ís“, segir Loftur,
„og þar lánaðist mér að bjarga
mörgum skepnum. Ég fór út
í straumkvíslina, hún var
hemuð og grunnstigull í
henni og ég varð að standa í
vatnskrapi upp undir bring-
spalir. Þarna náði ég að
rétta þeim féð, sem voru á
hestum, en það fóru 4 lömb
undir ís. Mér var fjandi kalt,
en var hresstur vel þegar í
land var komið.
Það vor oft fyrrum bölvað
óhræsi, stórviðri og rjgning.
Núna höfðum við einmuna
blíðu, þurrt og bjart, en alltaf
hafa allir gaman af þessu og
þetta er eiginlega sumarfrí
bændanna, þó að ekki sé um
hvíld að ræða. En menn
gleyma smákritunum og
vafstrinu, það 'eina sem hold-
ið og andinn skilur, er að fara
bara á fjall“.
Guðjón Ólafsson bóndi á
Stóra Hofi kom aðvífandi að
okkur og var hinn hressasti
og þeir félagar ræddu um
heima og geima. Einhverra
hluta vegna spurði Guðjón
Loft að því hvont að hann
væri að reyna að vera ríkur.
Loftur hélt nú ekki og sagði
að góða ráðstöfunin, sem
Guð eða náttúran hefði séð
fyrir væri sú, að enginn gæti
farið með neitt yfirum. Ein-
hverjum þótti það skrýtið, að
blaðamaður Morgunblaðsins
og fréttaritari Tímans í
hreppnum, Guðjón á Stóra
Hofi, ræddu svona kumpán-
lega saman. Þá skaut Loftur
inn í: „Annar frá Morgun-
blaðinu, hinn frá Tímanum,
mér er nú sama hvor skömm-
in er“, og síðan sló hann á lær
og hló hátt.
Jón bóndi í Geldingarholti
kom nú aðvífandi og bauð í
kaffi. „Kaffi, já, kaffi“, sagði
Uoftur. „Áttu ekki brenni-
vín líka“?
Eina heimsætu tókum við
tali, en sú var að koma af
fjalli í annað sinn og gekk al-
deilis rösklega fram í að draga
í dilka. Heimasætan er 17 ára
gömul. Helga dóttir Guðmund
ar í Ásum.
Hún lét vel af fjallaferð-
inni og sagði veðrið hafa
verið sérstaklega yndislegt.
Hún kvað þau eiga um
200 fjár og þegar við furðuð-
um okkur á þvi, að hún benti
í stóran hóp kinda hvað eftir
annað og sagði: „Þessa eigum
við“ ,hafði snör handtök og
dró í dilkinn, sagðist hún
þekkja þær á svipnum og jafn
vel hefðu kindurnar sérstakan
svip, eftir því frá hvaða bæ
þær væru. Við kinkuðum
bara kolli og horfðum til
fjalls, en það eru til náttúru-
börn og við höfum heyrt tal-
að um fjárglöggt fólk.
f Hrunarétt var um það bil
verið að ljúka við að draga í
dilka, þegar við komum að
réttinni. Á 10. þúsund fjár
höfðu verið í réttinni, en
menn voru að búa sig undir
að reka heim.
Við ræddum við fjallkóng
Hrunamanna, Helga Jónsson
á Sóleyjarbakka, en þetta er
4. haustið, sem hann er fjall-
kóngur.
„Hvert nær ykkar afrétt-
ur?“
„Það er svæðið, Hvítá og
Jökulkvísl að vestan og Stóra
Laxá og lína úr henni að
Hofsjökli að austan. Öll
Kerlingarfjöll eru í okkar af-
rétti".
„Hvað voruð þið margir?“
„Við vorum 28 í suðurleit
og 8 í norðurleit. Norðurleit-
in smalar fyrir innan Kerling
arfjöll, og þá hittum við á 3.
degi. Af þessum 36 voru 3
heimasætur og það ér mikið
um að ungt fólk fari hér í
leitir".
„Gekk ekki allt vel?“
„Jú, það gekk vel. Við
fengum reyndar einn þoku-
dag með blind svarta þoku,
en annars var alltaf mjög
gott veður".
„Hvenær verður farið í
aðra leit?“
„Það verður farið í aðra
leit í næstu viku, og það er
nefnt eftirsafnið. Að siðustu
fara síðan 4 í eftirleit.**
„Hvað er ykkar afréttur að
flatarmáli?"
„Hrunamannaafrétturinn er
líklega einn istærsti hér á
landi. Hann er um T000 fer-
kílómetrar og á að þola um
12 þús. fjár. Einnig er-u hér
um T50 hross, sem eru rekin
til fjalls.
Við ræddum við eina af
fjallakonum Hrunamanna,
að nafni Björk Kristófersdótt-
ur, en hún var mjög ánægð
með ferðina.
„Ég var á fjalli í fyrsta
skipti og fannst það mjög
gaman. Þetta var alveg stór-
kostlegt, bæði smalamennsk-
an og kvöldvökurnar", sagði
hún. „Á kvöldin safnaðist fólk
ið saman í tjöldum og þar var
sungið og leikið. Veðrið var
.mjög gott, nema einn dag,
svarta þoka. Þetta var í einu
orði sagt, stórkostlegt".
Það var heldur farið að
færast í aukana fjörið í rétt-
unum, þegar við fórum það-
an upp úr hádegi í gær.
Þeir sátu á réttarveggnum
nokkrir kumpánar og það síð
asta, sem við heyrðum áður
ien við stigum inn í bílinn
var: „Jæja, drengir, nú skjót-
um við kátum".
á. johnsen.