Morgunblaðið - 22.09.1968, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1»©8
Úrvalslið gegn
Svíum valið
ÚRVALSLIÐ Reykjavíkur í
handknattleik, sem leika á við
sænsku meistarana á mánudags-
kvöld hefur verið valið og er
þannig skipað:
Markverðir eru Jón Breið-
fjörð Val og Guðmundur Gúst-
afsson Þrótti og leikmenn
Stefán Sandholt Val, Ágúst Ög-
mundsson Val, Gunnar Hjalta-
lín KR, Ólafur Jónsson Val, Ás-
geir Elíasson ÍR, Bergur
Guðnason Val, Einar Magnús-
son Víking, Jón Hj. Magnússon
Víking, Karl Jóhannsson KR,
fyrirlfði og Þórarinn Ingi Ólafs-
son Víking.
Liðið er valið með hliðsjón af
því að Eram og FH leika félags-
leiki við Svíana.
Filippseyjar krefjast
svæðis af Malaysíu
Sendifulltruar IVIalaysfu
Þýzkur teiknari gerði þessa mynd og sendi Mbl. Hún þarfnast varla skýringar við, en þess
skal getið að hún er teiknuð áður en leikur Vals og Benfica fór fram.
t
i
i
i
i
i
i
kallaðir heim frá IVIanila
Kuala Lumpur, Manila, Wash-
ington, 19. sept. (AP-NTB)
Deilur hafa mjög magnazt
milli stjórna Malaysíu og Filips-
eyja um yfirráð yfir Sabpah-hé
raði í Malaysíu, sem Filipseyj-
ar gera tilkall til.
Sabah- hérað er á Norður-
Borneo, og hefur lotið Malaysiu
frá því landið fékk sjálfstæði
fyrir nokkrum árum. f gær stað-
festi svo Ferdinand Marcos, for-
seti Filippseyja, ný lög, þar sem
því er lýst yfir að Sabah sé
hluti af Filipseyjum. Tók forset-
inn að vísu fram við undirritun
laganna, að ekki væri ætlunin að
beita valdi til að innlima hérað-
ið.
Tunku Adbul Rahman, for-
sætisráðherra Malaysíu, boðaði
ríkisstjórn sína þegar til fundar
er kunnugt var um staðfestingu
nýju laganna í Manila, og að
stjómarfundi loknum lýsti hann
því yfir að með staðfestingu lag
anna væri Marcos forseti Filips
eyja að ógna Malaysíu. Sagði
Rahman, að stjórn Malaysíu væri
reiðubúin að láta hart mæta
hörðu, ef til átaka kæmi. f morg-
un var svo tilkynnt í Kuala Lum
pur að starfsmenn sendiráðs
Malaysíu í Manila hefðu verið
kallaðir heim.
Allt frá því ríkjasambandið
Malaysía var stofnað 16. sept-
ember 1963 hefur ríkt ágreining
ur milli stjórnanna í Kuala Lum
pur og Manila um yfirráðin yfir
Sabah. Hafa deilur þessar vald-
ið þungum áhyggjum í bæði Lon
don og Washington, því Filips-
eyjar eru aðili að SEATO, banda
Vöku-iundur
um „ný viðhorf í
íslenzkum
stjórnmdlum"
VAKA, félag lýðræðissinn-
aðra stúdenta gengst fyTÍr
fundi með hringborðssniði
n.k. mánudag 23. sept. kl.
20.30 í Tjarnarbúð (uppi),
þar sem fjallað verður um
lagi ríkja Suðaustur-Asíu, og
Malaysía nýtur verndar banda-
lagsins, auk þess sem bæði Ástra
lía og Nýja Sjáland hafa heitið
Malaysíu stuðningi, ef á landið
yrði ráðizt. Var sá stuðningur
boðinn þegar Indónesar kröfðust
landsvæðis af Malaysíu, en til-
boðið stendur enn óbreytt.
Um þrjú þúsund unglingar
fóru hópgöngu í Kuala Lumpur
í dag, og héldu til heimilis Rah-
mans, forsætisráðherra. Hróp-
uðu unglingarnir ýms vígorð gegn
Filipseyjum og Marcos forseta,
sem þeir nefndu „ný-heimsvalda
sinna“. Rahman, forsætisráð-
herra, ávarpaði mannfjöldann, og
hétu unglingarnir honum því að
þeir skydlu verja landið „til síð
asta blóðdropa". Eftir að ungl-
ingarnir héldu heim, ræddi Tun-
ku Rahman við fréttamenn um
heimköllun starfsmanna við
sendiráðið í Manila. Sagði ráð-
herrann, að með þessum aðgerð-
um væri hann ekki að rjúfa fyr-
ir fullt og allt stjórnmálasam-
band við Filipseyjar, heldur að-
eins „að gera hlé á samband-
inu“, eins og hann orðaði það.
„Við vonum að ekki komi til
manndrápa", sagði ráðherrann.
„Malaysía er viðbúin því versta,
en vonar það bezta. Við héldum
að óvinir okkar væru fátækt,
neyð og stjórn Mao Tse-tungs.
Nú erum við að berjast innbyrð
is“.
Rahman kvaðst harma mjög
hvernig komið væri í sambúð
Filipseyja og Malaysíu, en vona
að Filipseyjar reyndu ekki að
beita valdi til að innlima Sabah,
því þá neyddist þjóðin til að
grípa til vopna og verja sjálf-
stæði og fullveldi landsins.
Sabah er 75 þúsund ferkíló-
metra landsvæði, og var áð
ur hluti af brezku nýlendunni
Borneo. Keyptu Bretar landsvæði
þetta af þáverandi soldáni Sa-
bah fyrir um 570 sterlingspund,
að sögn, en stjórnin í Manila
heldur því fram, að hér hafi
ekki verið um sölu að ræða, held
ur aðeins landleigu. Héraðið er
auðugt af timbri, gúmmí, tóbaki
og málmi.
Viðbúnaöur í Uruguay
vegna vaxandi óeirða
Olga vegna efnahagserfiðleika
Montevideo, 21. september.
NTB-AP.
Mikill viðbúnaður var fyrir
skipaður í dag í Montevideo,
höfuðborg Uruguay, vegna
óeirða, sem geisuðu í borginni
í nótt, þriðja daginn í röð. Sautj
án ára gamall piltur beið bana
í óeirðunum, þegar lögregla
skaut á hóp stúdenta og verka-
manna, sem mótmæltu kaup-
bindingarstefnu stjórnarinnar.
Óttazt er, að enn komi til óeirða
í dag þegar pilturinn verður
jarðsettur.
Sex aðrir stúdentar og nem-
endur særðust í götubardögum
í nótt í námunda við háskólann
í Montevideo. L ögregla beitti
táragasi til að hafa hemil á
mannfjöldanum, og 50 voru hand
teknir. Einnig kom til óeirða í
héraðinu El Cerro, um 16 km
frá höfuðborginni, þar sem kjöt
pökkunarmenn haf a verið í verk
falli í mánaðartíma.
stjórnmálum.
Málshefjendur verða þeir
Baldur Guðlaugsson, stud.
jur, Gunnlaugur Claessen,
stud. jur, Ólafur G. Guð-
mundsson, stud. med, Róbert
Á. Hreiðarsson, stud. jur og
Þorsteinn Ólafsson, stud.
œcon.
Að framsöguerindum lokn-
um verða frjálsar tunræður.
Fundurinn er fyrir stúdenta
eina.
(Fréttatilkynning frá
VÖKU, félagi lýðræðis-
sinnaðra stúdenta)
Ávarp á kirkjudegi
UNDIRRITAÐUR, prestur Óháða
safnaðarins í Reykjavík leyfir
sér með, að vekja athy-gli á því,
að hinn árlegi Kkkjudagur safn-
aðarins er í dag, og að Kven-
félag Óháða safnaðarins hefur
kaffisölu í Kirkjubæ að lokinni
hin nýju viðhorf í íslenzkum messu, sean hefst kl. 2. í þetta
skipti ætla ég ekki að rekja hið
margþætta, ómetanlega starf,
sem félagið hefir urrnið til gagns
og prýði fyrir kirkjuna, og vinn-
ur ennþá af óþreytandi ósér-
plægni og áhuga. Ég leyfi mér
aðeins fyrir hönd kirkjunnar að
þakka það af heiium hug.
En eins vil ég minnast, sem
KvenféLag Óháða safnaðarins
gerði í sumar, hvorki itl gagns
né prýði fyrir kiirkjuhúsið sjálft,
en þó flestu öðru fremur í anda
höfundar kristindómsins. Hér er
átt við það, að félagið gaf 20
þúsund krónur í Biafra-söfinun-
ina. Sízt af öllu miunu konumar
hafa lagt þetta af mörkum, til
þess að vekja athygli á sínu
starfi, enda mun þess ekiki hafa
verið getið opinherlega fyrr en
nú. Ástæðulaust er þó að láta
þessa ógetið, vegna þess, að oft
er gert lítið úr því sem kirkju-
leg félög vinna, nema þá fyrir
kirkjuhúsin, en sannarlega vinna
þau mörg að mannúðar- og
iíknarmálum.
Ég vil með þessum línum leyfa
mér að hvetja öll sóknarbörn
min til að muna eftir kirkju-
degi safnaðarins í dag, að koma
í kirkjuna og Kirkjubæ, en þar
munu kvenfélagskonur hafa á
boðstólum höfðinglegar veiting-
ar að vanda. Með því að þiggja
þær gefst öllum kostur á að
leggja sitt af mörkum, til að efla
kirkjulegt starf og mannúðar-
starf kvemnanna.
Með þökk fyriir birtinguna.
Emil Björnsson.
Óeirðasamt hefur verið í Mont
evideo undanfarna þrjá mánuði
en talið er að ástandið hafi al-
drei verið eins alvarlegt og nú.
Síðustu óeirðirnar hófuast á mið
vikudaginn þegar efnt var til
mótmælíaaðgerða vegna fjölda-
uppsagna í frystigeymslum, sem
ríkið rekur, og hefur ástandið
farið dagversnandi. Yfirvöldin
hafa tekið skýrt fram, að beitt
verði öllum tiltækum ráðum til
þess að koma ástandinu í eðli-
legt horf, en hefur orðið lítið
ágengt til þessa, og eftir óeirð-
irnar í nótt þarf lítið út af að
bera til þess að allt fari‘ í bál
og brand.
Jorge Pacheco Areco, forseti,
sem hefur reynt að fá þingið
til þess að staðfesta tilskipun
sína um bindingu kaupgjalds og
verðlags, átti í gærkvöld fund
með he'lztu ráðunautum sínum.
f dag fer Areco forseti til borg
arinnarr Salto á landamærum
Argentínu þar sem hann ræðir
við Juan Carlos Ongania Argen
tínuforseta á morgun. Sagt er, að
Argentínumenn hafa vaxandi
áhyggjur af síauknum efnahags
örðugleikum Uruguaymanna og
óeirðum í landinu.
Sementsverk-
smi0)iunalið
fyrir sokndóm
SAKSÓKNARI ríkisins hefur
sent sakadómi Reykjavíkur Sem-
entsverksmiðjumálið svonefnda
með beiðni um að málið verði
rannsakað fyrir dómi.
Svo sem menn mlnnast taldi
rannsóknardeild ríkisskattstjóra,
að undandráttur hefði verið árin
1964, ’65 og ’66 á framtali til
hlutaðeigandi skattyfirvalda á
ýmiss konar launagreiðslum
verksmiðjunnar og af því tilefni
ákvarðaði ríkisskattanefnd að
nýju tekjuskatt 42 gjaldenda svo
og aðra skatta og gjöld á suma
þessara aðila.
Kirkjuróð Suður
Afríku fordæmir
upurtheidstefnu
Jóhannesarborg, 21. sept. NTB.
KIRKJURÁÐIÐ í Suður-Afríku
hefur fordæmt apartheid, að-
skilnaðarstefnu Suður-Afríku-
stjórnar í kynþáttamálum, í
einhverju skorinorðasta ákæru-
riti sem birt hefur verið í Suður-
Afríku. Sérstök guðfræðinefnd,
sem kirkjuráðið skipaði í fyrra
til að rannsaka áhrif kynþátta-
stefnunnar á kirkjuna og sam-
tök hennar, segir í skýrslu að
apartheid séu ný trúarhrögð,
sem ósamrýmanleg sé kristinni
trú. Skýrslan, sem kallast „BoS-
skapur til suður-afrísku þjóðar-
innar“, er send þúsundum presta
og kirkjudeilda allra kristinna
trúfélaga.
Septembermót Taflfélags
ins hefst á mánudaginn
TAFLFÉLAG Reykjavíkur mun
hefja haust- og vetrarstarfsemi
sína að þessu sinni með hinu
svokallaffa Septembermóti mánu-
daginn 23. september n. k. og
verður því fram haldið 24. sept.,
26. sept, og lýkur mánudaginn 30.
sept. Teflt verður í Skákheimil-
iniu að Grensásvegi 46 og hefst
skráning I mótið kl. 8 e. h., en
keppnin byrjar kl. 9.
Haustmót Taflfélags Reykjavík
ur mun svo hefjast 6. okt., en
þann dag eru liðin 68 ár frá
stofnun félagsins.
Aðalfundur Taflfélags Rvíkur
var haldinn 4. sept. sl. og voru
á dagskrá fundarins lagabreyting
ar og venjuleg aðalfundarstörf.
Eftirtaldir menn voru kjörnir í
stjórn:
Hólmsteinn Steingrímsson, for-
maður, Gylfi Magnússon, vara-
formaður, Jón Pálsson, gjaldkeri,
Björn Theodórsson ritari, Júlíus
Friðjónsson, umsjónarm. æsku-
lýðsmála, Egili Egilsson, aðstoð-
argjaldkeri, Egill Valgeirsson, um
sjónarmaður skákmóta, Geir Ól-
afsson, umsjónarmaður skákæf-
inga, Eimar M. Sigurðsson, um-
sjónarmaður eigma, Gunnar
Gunnarsson, meðstj., JÓhann Sig-
urjónsson, skákritarL
0