Morgunblaðið - 22.09.1968, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 196«
Séra Bjarni Sigurðsson:
UM AHYGGJUR
í texta þessa drottins dags er mikið
rætt um áhyggjur, og það er Kristur,
sem þar fræðir og leiðbeinir eins og
venjulega. Hann varar við áhyggjum.
Svo að líkast til hafa menn haft á-
hyggjur fyrir tveimur þúsundum ára.
Annars höfum við haldið, að áhyggjur
væri nýmæli nútímans og heimurinn
hafi verið svo fjarska einfaldur og auð
vdldur hér fyrr meir. Af mörgu er
helzt svo að sjá og heyra sem vandamál
heimsins séu öll ný af nálinni og alilir
erfiðieikar hafi fyrrum verið svo sem
réftt eins og barnaglingur, aðeins til að
gjöra tilbreytingarleysi hversdagsins
ögn bragðmeira. En svo þegar við af til
viljun förum að blaða í þessari gömlu
bók, þar sem 2000 ára gömul orð Krists
eru varðveitt, þá rekumst við á orð
eins og þessi: Verið ekki áhyggjufull-
ir um líf yðar.
Gat Kristur nokkuð um áhyggjur vit-
að? — Enginn betur en hann. Áhyggj-
an hefir fylgt fólkinu eins og skuggi
frá því það fór að burðast við að ganga
upprétt. Hún hefir elt það og þvæizt
fyrir því, svo að það hefir einatt ekki
komizt úr sporum hvernig sem menn
hafa reynt að hlaupa undan henni. Og
hún hefir skapað svipaða vanmáttar- og
skelfingarkennd og stundum í draumi,
þegar við reynum að flýja undan fall-
andi skriðu, en fæturnir ski'la okkur
ekki áleiðiis, hvernig sem við brjótumst
um.
Enginn betur en hann. Hvers vegna?
— Hann þekkti lífið, bæði þunga þess
og gleði, betur en aðrir, og hann þekkti
samferðarmenn sína nánar en við.
Skyggni hans á fólk var óbrigðul. Þess
vegna vissi hann, að áhyggjan er ok
og spillir lífshamingju manna.
Ti,l eru þeir, sem hafa áhyggjur af
aðsteðjandi baráttu. Sumir hafa áhyggj
ur af ævintýrinu, aðrir af fórninni, sem
lífið krefst af þeim. Margir hafa þá á-
hyggju, að þeir muni glata því, sem þeir
hafa öðlazt, aðrir hafa áhyggju af ein-
hverju, sem þeir vita ekki hvað er.
ymsir hafa áhyggjur af heiminum, þó
enn þá meiri af tilverunni handan graf-
ar. Við, þú og ég, við lifum ekki í sömu
veröld nema að vissu marki, þó að
hnöttur okkar sé einn og samur. Þú hef-
ir áhyggjur af þessu, ég af hinu. Það
er hugarástandið, lundernið, hugsana-
——-----------------------------------
----------------------------------- Lj
venjur, sem skapa raunverulegt um-|
hverfi sálar. ófreskja áhyggjunnasf
hleður múra fangelsis um sálina, þav
sem hún einangrast í viðjum kvíða o®
efasemda. /i
í sömu andrá og Kristur talar um á-i
hyggjur í Fjallræðunni segir hann viðt
áheyrendur sína: Þér lítiltrúaðir. \ j
Getur verið, að áhyggja og trúar-J
doði eigi samleið? Sannleikurinn er sá,|
að þar sem annað fer, er hins von tj
sama slagtogi eða í humátt á eftir. Á.Í
sama hátt stuðlar trú að áhyggjuleysi —J
ekki andvaraleysi — og trúmaðurinn hejfl
ir enga tilhneigingu til að reyna að axia
áhyggjubyrði þúsund ára. Þar fer ekkii
verulegur hluti lífsorkunnar til að glima
við áhyggju þeirra atburða, sem aldrei
gjörast. i
„Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og
mæðist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt.
María hefir valið góða hlutann, hann
skal ekki verða tekinn frá henni“.
— Áhyggjufull. f dag göngum við til
stárfa ásamt Mörtu, en með hugarfari
Maríu. ,
ÞAÐ er ekki nóg með að
háskólinn sé að springa utan
af stúdentunum. Littu þarna
niður eftir og sjáðu gæsirnar,
þær eru að leggja undir sig
lóðina. Það var háskólastúd-
ent, sem þetta mælti um gæs-
imar, sem hafa tekið sér það
bessaleyfi að sitja þama utan-
skóla vetrarlangt. Til að fá
táðindi af gæsakomunni í
haust hittum við að máli Leo
Schmidt, sem við vissum fróð
an í þeim efnum.
— Ekki 'hef ég séð mikið
af gæsinni í haust, sagði Leo.
Það hefur verið svo 'hlýtt í
veðri að hún heldur sig enn
upp til 'heiða í berjuinum. En
nú fer líklega að kólna úr
þessu og þá má reikna með
því, að hún fari að korna nið-
ur á láglendi. Eins hef ég tek-
ið eftir þvi að oft verður
meira -um gæs eftir að byrjað
er að smala.
— Á vorin fer heiðagæsin
inn á heiðar til að verpa, en
grágæsin verpir niður á lág-
lendi, Helsinginn flýgur aftur
á móti alla leið til Grænlands.
Þegar líður á haustin flýgur
heiðagæsin eins og aðrir far-
fuglar til Evrópu, einkum
Bretlandseyja.
— Hvað urn háskólagæsirn-
ar?
— Ég veit ekki betur, en að
þettu séu gæsirnar, sem Akur
eyrarbær gaf Reykjavík. Þeim
fjölgar ört og fleiri bætast í
hópinn. Þetta eru grágæsir
sem gera usla þarna í nýrækt
inni, þær eru verstu skaðvald-
ar hvað það snertir.
— Hvar verpa þær?
— Líklega leita þær uppi
ein'hverja rólega staði í ná-
Könnunarleið'angur athugar lendingaraðstæður.
leg á stofninum. Ég held líka,
að vorveiðarnar hafi minnkað
síðan nýja reglugerðin kom
Ifl.
— Eru bændur ekki hvekkt
ir á gæsinni?
— Jú, eflaust eru þeh það.
Þó eru þeir ennþá hvekktari
á veiðimönnum, sem keyra
um á bílum skjótandi út um
gluggEina á þeim í áttina að
bæjunum og stofna þannig
mönnum og skepnum í voða.
Þetta eru mennimir sem koma
slæmu orði á alla þá sem
sportveiði stunda og það er
illt.
grenni borgarinnar. Ég hef
frétt af þeim upp við Elliða-
vatn og við Eiðisgranda. Sum-
ar verptu líka á tímabili nið-
ur í mýrinni, en krafckarnir
létu 'hreiðrin aldrei í friði.
— Á hvaða stöðum 'hér á
Suðurlandi er gæsifjöldinn
mestur?
— Ég hygg á Rangárvöllum
en einnig er mikið af henni í
Tungunum og Hreppunum.
— Hefur gæsaskytterí auk-
izt á seinni árum?
— Áreiðanlega, fleiri og
fleiri hafa komizt yfir byssur.
En ekki er nein fækkun sýni-
Háskólagæsirnar utan skóla. Ljósm.: Sv. Þorm.
Obernkrichen barnakórinn
syngur í Þjóðleikhúsinu
SÍÐAST í þessum mánuði er
væntanlegur til landsins einn
frægasti barnakór heimsins, en
Bókmennta-
verðlaun
— NTB —
DANSKI rithöfundurinn og
skáldið Tom Kristensen hlaut í
dag heiðursverðlaun dönsku aka
demíunnar, sem nema 50 þús-
und dönskum krónum. Var á-
kvörðunin um að veita Kristen-
sen verðlaunin samþykkt með
samhljóða atkvæðum. Kristen-
sen er 75 ára að aldri, og hafa
komið út eftir hann margar smá
sögur, skáldsögur, ritgerðir og
ljóðabækur. Hann var um
margra ára skeið bókmennta-
gagnrýnandi við blaðið Politik-
en.
Einnig var í dag úthlutað í
Kaupmannahöfn bókmennta-
verðlaunum, sem kennd eru við
Alexander Foss, og nema 10 þús
und dönskum krónum. Hlaut þau
Svend Thorsen, rithöfundur og
ritstjórL
það er Obernkirchen barnakór-
inn.
Þessi kór hisfur hlotið heims-
frægð og var stofnaður árið
1949 af Edith Moeller, stjómanda
hans og af Erna Pielsticker, nú-
verandi framkvæmdastjóra kórs
ins. Söngur kórsins vakti strax
mikla hrifningu og barst frægð
hans 'brátt um allt Þýzkaland og
síðan til annarra landa.
Árið 195ð tók kórinn þátt í al-
þjóðlegu söngmóti og hlaut þar
fyrstu verðlaun, en skáldið frá
Wales, Dylan Thomas, gaf hon-
um nafnið „Angels in Pigtails",
sem útleggst „Englar með flétt-
ur“, og hefur þetta viðurnefni
fylgt kórnum síðan.
Einn þeirra söngva, siem átti
hvað mestan þátt í sigurför kórs
ins víða um heim, var saminn af
bróður söngstjórans, Frerich
Moeller. Þessi litli og hugljúfi
mars hlaut nafnið, Káti vegfar-
andinn. (The Happy Wanderer)
og hefur þetta lag orðið mikið
eftirlæti þeirra, er hlýtt hafa á
söng þessa kórs, á söngskemmt-
ununum og hljómplötum.
Obernkircken barnakórinn
hefur farið í margar söngferðir
til fjarlægra landa bæði til Evr-
ópulanda, til Ameríku og til
Austurlanda. Kórinn hélt fyrstu
söngskemmtun sína í New York
árið 1954 og var ákaflega vel tek
ið. Síðan hefur hann haldið fjöl-
margar söngskemmtanir í Banda
ríkjunum og ætíð við mjög góð-
an orðstír og mikla eftirspurn.
En mesta frægð hefur Obern-
kirchen kórinn hlotið fyrir að
koma fram í sjónvarpsþáttum Ed
Sullivan, en þar hefur kórinn
marg oft komið fram.
Auk þess hafa fliast lögii^, sem
kórinn hefur sungið, verið gefin
út á plötum í Bandaríkjunum,
Englandi og í Þýzkalandi.
Ágóði af söngskemmtunum
kórsins hefur runnið til munað-
arlausra barna, og hefur nú ver-
ið reist myndarlegt heimili fyrir
munaðarlaus börn í Bueckeburg
fyrir fé, sem inn hefur komið á
söngskemmtunum.
Obernkirchen kórinn ier nú að
leggja af stað í 10. söngförina til
Bandaríkjanna og verður fyrsti
viðkomustaðurinn í Reykjavík.
Hér syngur kórinn tvisvar sinn-
um í Þjóðleikhúsinu, laugardag-
Obernkirchen-bamakórinn.
inn 2i8. sept. og sunnudaginn 29.
september.
Söngskráin er mjög fjölbreytt.
Þar eru m.a. sungin lög eftir
Schubert, Mendelsshon, Smet-
ana, Carl Orff, þýzk þjóðlög,
niegrasálma og fleira.
(Frá ÞjóðleikhúsinuXj