Morgunblaðið - 22.09.1968, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.09.1968, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNU'DAGUR 22. SEPTEMBER 1968 7 „Ég er Úlsari, eins og þú veizt,“ segir Helgi Berg- mann, sem opnar málverkasýningu í Kópavogi í dag VIÐTAt, Vlð HELGA BERGM „Já, lagsmaður, þessi sýning mín I Kópavoginum núna er einskonar afmælissýning, 40 ára afmælissýning og eins og þú munt sjá, er allt fertugum fært, og ég er ekkert banginn að bjóða vinum minum að skoða myndirnar mínar að þessu sinni því að ég er í afmælisskapi, og myndirnar flestar nýjar" sagði Helgi Bergmann Iistmálari við okkur á dögunum, þegar við heimsóttum hann á Grundar- stíginn tii að „taka út forskot á sæluna“ hjá honum og fá nokkurs konar einkasýningu fyr irfram I tilefni afmælisins. Þegar við rennum í hlað, stóð Helgi Bermann úti við í „sólar- króknum" fræga og hafði stillt upp á steinvegginn vetrarmynd frá Þingvöllum, okkur til heið- urs og Sveini Þormóðssyni til þénustu, svo að hann gæti smellt af henni mynd í skyndingi, því að hann var á harðahlaupum til að mynda milljónaþjófnaðinn í Hallarmúla og þennan Eusebio knattspyrnumanninn, sem kom degi of seint, svo að Sveinn mátti engan tíma missa. „Sjáðu, þetta er vetrar- stemmning frá Þingvöllum. Það er kuldi í Nikulásargjá það lá við, að ég yrði loppinn, þegar ég var að mála hana“. „Það er vel skilajnlegt, en þú hefðir nú getað notað við hana vettlingatök — en er það sem mér sýnist, Helgi, ertu að bæta við fjöllum við Hengilinn?" Nei, biddu guð að hjálpa þér maður það var ekkert veður til að skapa þennan dag, en komdu nú „inn úr kuldanum" og fáðu þér kaffisopa, meðan ég sýni þér málverkin mín“. Þetta með „kuldann" var nú einhver skáldalygi hjá Helga, því að þennan dag var 17 stiga hiti á Celsius, svo að honum hefði verið nær að bjóða mér upp á EmmEss-ís frekar en kaffi. Og svo settumst við inn í stofu hjá Helga og meðan hann hitaði kaffið, blaðaði ég í gam- alli gesta- og úrklippubók, og þar rekst ég á forsíðu Fálk ans frá laugardeginum 27. októ- ber 1928, með mynd af Helga á sokkabandsárunum, einni mynd af málverki hans úr Grundarfirði, og klausu, sem byrjaði svo: „Nítján ára unglingur, Helgi B.M. Sigurðsson ættaður úr Ól- afsvík, hefur haft sýningu á nokkrum myndum eftir sig í KFUM. Hefur hann engrar til- sagnar notið ennþá, og þegar tillit er tekið til þessa, verður eigi annað sagt, en að myndirn ar beri vott um listhneigð". Og nú í dag, sunnudag, þegar þetta viðtal birtist, opnar þessi „efnilegi ungi maður“ aímælis- sýningu í Félagsheimili Kópa- vogs lærdómi og 40 ára reynsl- unni ríkari. „Gjörðu svo vel, hér kemur kaffið." Og Helgi setur á borð- ið fyrir okkur togarakönnur full ar af lútsterku kaffi og sérbök- uð vínarbrauð ber rann fram með því. „Og nú skaltu bara horfa á málverkin. Ég stilli þeim hérna upp í sófann“. Og hvert málverkið kom upp á sófann, litskrúðug og geisluðu í sólskininu, sem smaug inn um gluggann. „Síðustu 10 árin hef ég ekki gert neitt annað en að m£la, það er lífsstarf mitt. Þetta hérna er Vor á ÞingvöUu'm. Ég elska að mála á Þingvöllum. Ýg er alltaf að finna ný og ný „motiv“ . Hérna kemur svo „mystisk" mynd úr gjánni, hún er nokkuð dimm og drungaleg. Sjáðu þessa. Hún er í háklass- ískum stíl epli og kanna og borð dúkur með, en þessi er af blóm um í garðinum". „Garðinum þínum?“ „Nei, garðurinn minn er ekki svona fallegur hann er mestan part malbik. Gæti frekar minnt á þessa sem ég kalla Kletta- borgir. Hún er svolítið „mo- derne“ máluð, en samt ekki ab- strakt. Og þessa nefni ég ein- faldlega Haust. Hún er svolítið grá og guggin, en það er haust- stemning í henni. Sérðu gamla húsið myndskerans, hans Agústs Sigurmundssonar. Ég mátti til með að mála það. Annars datt mér í hug að sneiða örlítið af myndinni vinstra megin, taka svolítið meira af guðspekinni, ég meina þessu gula húsi Guð- spekifélagsins. Ég held hún verði betri svoleiðis. Og líttu nú bara á. Þessi er frá Frambúðum á Snæfellsnesi, sérðu foksandinn gula, og hvít- fext hafið á bak við Mér þyk- ir vænt um þessa mynd. Og hér er ein úr Búðahrauni, mikil nátt úra í henni, og þetta er ein anzi erfið mynd úr Þórsmörk, en aurarnir eru nú svona. Lit- irnir eru frísklegri í Esjumynd inni þarna. Það er vetrarkvöld í Reykjavík, víst eitthvað frost. En það gerir ekkert, við höf- um hitaveituna, eins og þú veizt. Og rérna eru nokkr- ar úr Berserkjahrauni. Ég get aldrei slitið mig alveg frá Nes- inu mínu. Eins og þú veist þá er ég Ólsari að uppruna. Og ég get ekki málað Berserkjahraun öðruvísi. Þar er mjúkur mosi, grár. Mér finnst þetta vera svona. En maður líttu þér nær Hér kemur tröllsleg mynd úr Þórs- mörk. Hún er búin að velgja mér undir uggum þessi. Ég varð að gæta mín, að hún yrði ekki alltof „eyfellsk", þú skil- ur. En nú ætla ég að bjóða þér niður í kjallarann, ,studióið“ mitt þar eru stærri myndirnar". Og við bregðum okkur niður í kjallarann, enda er kaffið þrotið á könnunni. Vinnusfofan er lág til loftsins, en það bag- ar ekki Helga, því að þessi „ís- lands Picassó", eins og sumir nefna hann einkanlega, þegar hann hefur sett upp alpahúf- una frægu, er ekki hár í loft- inu, frekar en Napóleon og aðr ir frægir menn og þar niðri gef ur nú á að líta. „Sjáðu, þessi stóra hérna er úr Strákagili, sem gengur inn- af Þórsmörk, það er anzi fjör- ugt gil mikið af grjóti, mest móbergi, en raunar allskon- ar grjót í bland. Og þarna sérðu kvöldstemmningu frá Land- mannalaugum, þarna er hraun- jaðarinn og þarna er Bláfell- ið. Ég fór upp á það. Það var svakalegt erfiði, við fórum hérna upp þessa skriðu, en það var bót í máli að við gátum rennt okkur á rasisnum niður snjóskaflinn þarna til hægri.“ Og svona hélt Helgi áfram að sýna mér myndirnar drjúga stund enn. Að lokum sýndum við á okkur fararsnið, og Helgi sagði: „Þú mátt ekki gleyma að allir vinir mínir eru velkomn- ir á sýninguna mína, sem byrj- ar kl. 2 á sunnudag f salnum næst við bíósalinn, f Félagsheim- ili Kópavogs. Ég held að far- ið kosti 9 krónur með strætis- vögnunum upp á hálsinn, og það an er ókeypis útsýni f allar átt ir. Ég hef opið frá kl. 2-10, og verð í afmælisskapi í heila viku a.m.k.“. Og með það kvöddum við Helga og skiidum hann eftir með öllum listaverkunum sín- um, og honum er svo sannar- lega ekki í kot vísað, og ekki er að efa, að fjölmennt verð- ur á þessa afmælissýningu hans í Kópavoginum — Fr. S. Til sölu Dodge Weapon í góðu lagi, með húsi einn- ig trésmíðavélar á sama stað. Uppl. í síma 203, Seyðisfirði. Þýzkukennsla Létt aðferð, fljót talkunn- átta. Edith Daudistel, Laugav. 55, uppi. Uppl. virka daga milli kl. 6—8. Módel-kjólar Saumtun kjóla eftir máli úr tillögðum efnum. Saumastofan Dunhaga 23 Gróa Guðnadóttir, kjóla- meistari. Sími 10116. Áreiðanleg stúlka, vön vélritun, óskast 1- okt. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Fjölritunarstofa Daniels Halldórssonar, Ránargötu 19. Keflvíkingár Lúðrasveit Keflavíkur ósk- ar eftir áhugamönnum. Lærið hljóðfæraleik í frí- stundum. Uppl. í símum 1120, 1891, 2290. Ung stúlka óskar eftir vinnu við símavörzlu eða sem aðstoðarst. hjá tannl. frá 1. okt. Meðm. ef óskað er. Tilb. sendist Mbl. f. 28. þ.m. merkt „Atvinna 6968“. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling hf, Súðavogi 14. - Sírni 30135. Kona um fimmtugt óskar að fá leigt 1—2 herb. og eldhús. Til greina kemur einhv. heimilishj. síðari hl. dags. Tilb. sendist Mbl. f. 30 þ. m. merkt „2273“. Nokkrir reiðhestar til sölu. Uppl. í síma 34751. Stúlka eða unglingur óskast á sveitaheimili í vet ur. Uppl. í síma 81646. Strauvél til sölu Morphy Richards. Uppl. í síma 52206. Ung reglusöm hjón óska eftir íbúð. Uppl. í síma 41780. Stúdent óskast til að kenna þýzkum manni í Mosfellssveit ís- lenzku. Tilboð sendist Mbl. merkt „2274“. Duglegur, ungur og reglusamur maður ósk- ar eftár atvinnu nú þegar eða bráðlega. Hefur bílpróf Uppl. í síma 3570'6. Læknastúdent giftur með barn á 1. ári óskar eftir lítilli íbúð. — Reglusemi og góðri umg. heitið. Uppl. í síma 83196. Tapaði gleraugnahulstri svart rúskinn, gullhúð á læsingu. Vinsaml. skilist að Litlu-Völlum, Garðahreppi eða hringið í síma 51147. Til sölu Steinberg trésmíðavél, — minni gerð. Uppl. í síma 93—1433. íbúð óskast Ung, reglusöm hjón óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð. Uppl. í síma 32516 e. h. 26 ÁRA STÚLA óskar eftir skrifstofustarfi fram að áramótum. Tilboð merkt „Flugfreyja 6967“ sendist Mbl. fyrir 26. þ. m. Notaður, góður 17 feta stálpallur með sterkum sturtum til sölu. Uppl. í síma 50210. 11 ” ARABIA-hreinlætistæki Hljóðlaus W.C. — kassi. Nýkomið: W.C. Bidet FRETTIR Háteigskirkja Daglegar kvöldbænir eru í kirkj- unni kl. 6.30 síðdegis. Séra Arn- grímur Jónsson. Kvenfélag Neskirkju Aldrað fólk í sókninni getur feng ið fótaaðgerð í félagsheimilinu á miðvikudögum frá kl. 9-12 Tíma- pantanir í síma 14755 á mánudög- um og þriðjudögum kl. 11-12. Hvítasunnusöfnuðurinn, Selfossi. Almenn samkoma verður föstu- dagskvöld kl. 8.30 að Austurvegi 40. b. Jóhann Pálsson frá Akur- eyri talar. Allir velkomnir. Hvítasunnusöfnuðurinn Selfossi. Almenn samkoma verður sunnu- dag kl. 4.30 að Austurvegi 40 B. Jóhann Pálsson frá Akureyri talar. Allir velkomnir. sá HÆSJ bezti Á Afcranesi vildi svo til fyrir nokfcrum árum, að maður nokfcur var að koma út úr skrifstofu Þórhalls bsejarstjóra, en mætti þá kunningja sínum, götusópara, sem var á leið inn í skrifstofuna. „Hvað ert þú að gera hingað?“ segir maðurinn, hér er ekkert rusl. „Nú“, segir hinn, „er hann Þórhallur ekki inni?“ Handlaugar Baðker Fætur f. do. W.C. skálar & setur. Fullkomin varahlutaþjónusta. Glœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumhoð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON lieildv., Hallveigarstíg 10, sími 2-44-55. BEZT að auglýsa í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.