Morgunblaðið - 22.09.1968, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.09.1968, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 19G8 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltriíi Fréttastjóri Auglýsingast j óri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald kr 120.00 1 lausasölu. Hf Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 7.00 eintakið. ÁRÁSIRNAR Á DUBCEK fjinar hatrömmu árásir rúss ** neskra blaða og frétta- stofa á leiðtoga Tékkósló- vakíu, sýna svo að ekki verð- _ur um villzt, að Sovétríkin ætla sér að láta kné fylgja kviði í Tékkóslóvakíu. Dag eftir dag saka málgögn sovét- stjórnarinnar Tékka um gagn byltingarstarfsemi og ögran- ir gegn Sovétríkjunum. Kvarta málgögn rússneskra kommúnista undan því hve seint gangi hjá leiðtogum Tékkóslóvakíu að koma á það sem kallað er „eðlilegu ástandi í landinu.“ En hvað felst í kröfu Sovétmanna um „eðlilegt ástand“ í Tékkóslóvakíu? Um það getur engum bland azt hugur. Rússar krefjast þess að allt frelsi sé afnum- ið í Tékkóslóvakíu. Þeir ætla sér ekki að þola hvorki rit- frelsi né fundafrelsi. Slíkt ^frelsi segja þeir að sé and- stætt sósíalismanum og feli í sér „gagnbyltingartilraun.” Ráðgert hafði verið að nokkrir af helztu leiðtogum Tékkóslóvakíu færu í heim- sókn til Moskvu í gær til við- ræðna við sovétstjórnina. Af því varð þó ekki og hefur för inni verið frestað fram í næstu viku. Ástæða þessarar frestunar er vafalaust sú, að málgögn rússneska kommúnistaflokks ins hafa síðustu daga haldið uppi svo ofsalegum árásum á leiðtoga Tékka, að auðsýnt .þykir að á fyrirhuguðum Moskvufundi munu nýjar kröfur verða bomar fram á hendur þeim Dubcek og Svoboda forseta. Margt bendir nú til þess að hinar hatrömmu árásir á Dubcek séu undanfari þess að Rússar ætli sér að losa sig við hann úr stjórn tékk- neska kommúnistaflokksins. Telja margir að þess muni ekki langt að bíða að Dubcek verði neyddur til þess að segja af sér, eða Sovétmenn muni jafnvel með einhverj- um hætti koma honum fyTÍr kattamef. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur að sovét- stjórnin ætlar sér að stöðva alla þróun í frelsisátt í Tékkóslóvakíu og annars staðar í leppríkjum sínum. Til þess að koma því áformi sínu fram, mun hún einskis svífast. Fólkið í Sovétríkjun- um má ekki vita að nokkurs staðar á áhrifasvæði kommún ista þrífist frelsi og almenn mannréttindi með eðlilegum hætti. Það væri upphafið að lokaósigri hins kommúniska skipulags. Þess vegna verður þrælakistan að verða harð- læst. Þessa hörmung verður hinn frjálsi heimur að horfa upp á, án þess að geta að gert. En sá tími mun koma að harðstjórunum verður steypt af stóli. Sagan mun endur- taka sig. Byltingin etur börn- in sín, og nýr tími frelsis og mannréttinda mun renna upp. JÓN STEFÁNSSON að er mikill listaviðburður, þegar Bandalag ísl. lista- manna og Félag ísl. mynd- listarmanna gangast fyrir sýningu á verkum Jóns Stef- ánssonar listmálara. Jón Stefánsson var dásamlegur maður, bæði sem persónu- leiki og listamaður. Hann málaði dýrðleg málverk, beitti sjálfan sig hörðum sjálfsaga, en kom alls staðar fram sem göfugmenni og sannur heimsborgari. Hann var einn af brautryðjendun- um á sviði íslenzkrar mynd- listar, fór ungur út í heim til þess að læra, kynntist meist- urum málaralistarinnar í Ev- rópu og kom heim með hress- andi gust frá höfuðborgum listanna. Þeir Jón Stefánsson, Kjar- val og Ásgrímur eru oft nefndir í sömu andrá. Þessir þrír meistarar, sem voru um marga hluti ólíkir, lögðu í raun og veru grundvöll að ís- lenzkri málaralist. Þeir höfðu stórkostleg áhrif á íslenzkt listalíf. Enda þótt þeir væru allra manna þjóðlegastir í list sinni, komu þeir þó með hina stóni veröld listarinnar heim til íslands. Verk Jóns Stefánssonar eru nú sýnd í úthverfi höfuðborg arinnar. En enginn, sem ann góðri list hefur efni á því að láta undan fallast að sjá þessa sýningu. Þar eru að vísu aðeins fá verka hans. En þessi verk bera ótvíræð- an vott snilldar þessa ramm- íslenzka heimsborgara og meistara. flPiAl 11' r a ii ii n i fmj U 1AIM U IK 1 UEI Ml Tékkar gerð stungið udd u það s á í Jú enn crncl égh avíu afði uiiiiimu upp — segir Milovan Djilas persónuleg uppreisn fyrir yð- ur að sjá svo margar af hug- MILOVAN DJILAS, hinn kunni júgóslavneski rithöf- undur, mun heimsækja Bret- land nú í næsta mánuði <>S siðan fara til Bandaríkjanna. Þetta verður fyrsta ferðalag hans til útlanda, frá því að hann var látinn Iaus úr fang- elsi „til reynslu" í desember í fyrra. Þá hafði hann afplán- að næstum fimm af níu ára fangelsisvist, sem hann var dæmdur í, eftir að frjálslynd- ar skoðanir hans urðu til þess, að deilur risu upp milli hans og Tito forseta, sem áður hafði verið náinn vinur hans. Djilas, sem var eitt sinn vara- forseti Júgóslavíu, hefur senni lega gert meira en nokkur annar til þess að svipta hul- unni af sovézkum kommún- isma og heimsveldisstefnu með bókum sínum, en þeirra á meðal eru „Hin nýja stétt“ og „Samtöl við Stalin“. Fyrr- nefnda bókin hefur komið út á íslenzku, eins og kunnugt er. f viðtali fyrir skömmu lýsti Djilas skoðunum sínum á inn- rásinni í Tékkóslóvakíu og þeirri þróun, sem orðið hefur þar í landi á þessu ári. Þar komst Djilas m. a. svo að orði, að Alexander Dubcek og stuðningsmenn hans hefðu reynt að koma í framkvæmd nákvæmlega samskonar hug- myndum og hann hefði sjálf- ur barizt fyrir í Júgóslavíu. Djilas var fyrst spurður að því, 'hvort ÍTVnrásin í Tékkó- slóvakíu hefði ekki komið honum á óvart. — Nei svaraði hann. — Ég bjóst ekki við því, að Rússar myndu leyfa Tékkóslóvökum að framkvæma endiurbætur sínaT. En í stuttan tíma, eftir að fundirnir í Cierna og Bratislava höfðu farið fram, hélt ég, að frjólslyndari öfl í Moskvu hefðu orðið ofan á og að komið yrði í veg fyrir það versta. En við, sem vilj- um vera heiðarlegir, verðum alltaf blekktir. f síðustu heim- styrjöld trúði ég því ekki, að Þjóðverjar myrtu á kerfis- bundinn 'hátt Gyðinga og fleira fólk. En hvað taka Rússar nú til bragðs? — Sú spurning veldur mér miklum áhyggjum, því að ég tel, að þeir muni reyna að grafa undan stjórnarvöldun- um í Rúmeníu. Ef til vill eiga þeir eftir að gera innrás í það land, enda þótt það virðist ekki líklegt eins og sakir Milovan Djilas standa. U'ndir öllum kringum- stæðum eiga þeir eftir að beita Rúmena miklum þving- unum. Ég fæ ekki séð, á hvern hátt Rúmenar geti stað- izt þvinganir Rússa, ef þeir beita þeim af öllum mætti. Og hvað gerist svo? — Síðan munu þeir ein- beita sér að því að þvinga Júgóslavíu. Þeir eru iðnir og vinna að markmiðum sínum í áföngum. Gerið þér ráð fyrir, að Júgóslavía verði þess megnug, að standast slíkar þvinganir af hálfu Sovétrikjanna? — Það gætu komið upp mörg vandamál á meðal okk- ar. Hér er fyrir hendi visst áhugaleysi á stjórnmálum og 'hér eru öflugir þjóðernislegir minnihlutar. Rússar munu vafaiaust reyna að hagnýta sér þá, og ef það kæmi til raunverulegrar innrásar, kynniu þeir að finna nokkra kvislinga. En það er bjarg- föst sannfæring mín, að eng- in júgóslavneskur stjórnmála- maður, sem einhvers má sín, muni snúast á band með Rússum. SAMMÁLA DUBCEK Það hlýtur að hafa verið myndum yðar framkvæmdar í Tékkóslóvakíu, áður en Sovétríkin bundu enda á frjálsræðisþróunina þar. — Já, Dubcek og félagar hans hafa reynt að fram- kvæma nákvæmlega það sama og ég eitt sinn bar sjálfur fram tillögur um, að gert yrði í Júgóslavíu. Hugmyndafræði- lega séð 'hef ég verið algjör- lega sammála endurbótasinn- unum í Tékkóslóvakíu. Það mikilvægasta var, að þeir höfðu gert kommúnistaflokk sinn frjálslyndan og lýðræð- issinnaðan. í þessu felst hin raunverulega frávikning frá rétttrúnaðarkommúnisma. Kom það yður ekki á óvart, að Tékkóslóvakar snerust ekki til varnar gegn innrás Sovét- ríkjanna? — Ég varð ekki hissa. Hvað hefðu Tékkóslóvakar getað gert? En ég segi samt: ég myndi hafa barizt, hefði ég verið í þeirra sporum, ekki vegna þess að ég hefði fengið einhverju framgengt á þann hátt, heldur sökum þess, að ég er þannig gerður. Þannig eru flestir Júgóslavar. Hvaða áhrif mun árás Rússa hafa á sósíalismann í heirnin- um? — Margir tala nú um það högg gegn sósíalismanum, sem Rússar eiga að hafa greitt. Það kann að vera nokkuð til í því. Það sem hins vegar yfirskyggir allt annað, er sú staðreynd, að lítil þjóð hefur verið kúguð til þess að lúta stórrússneskri heims- veldisstefnu. Ný stefna emb- ættismannakerfis notar eins og sníkjudýr hugmyndafræði kommúnismans í því skyni að fela gamlar rússneskar ( heimsveldistilhneigingar. En þegar allt kemur til alls er ekki unnt að brjóta frelsis- hugmyndir á bak aftur með skriðdrekum. Djilas var loks spurður að hvort leiðtogar Júgóslavíu hefðu leitað álits hans eftir að 'hættuástandið skapaðist og svaraði hann þannig: — Nei, enginn kemur til mín. Mér er haldið í fullkom- inni pólitískri einangrun. Mér er ekki heimilt að koma með neinar póltískar yfirlýsingar, sem skýrt er frá opinberlega í Júgóslavíu. FÖLVI HAUSTSINS ægum og öruggum skref- um færist hinn bleiki fölvi haustsins yfir landið, þrátt fyrir blíðviðrið undan- farna daga er sumarið á för- um. Farfuglarnir eru flestir farnir. Sumir þeirra hinkra þó við, eins og þeir vilji treina sér dvölina norður við yzta haf. Lyngbrekkan skart- ar sínu fegursta skrúði og litadýrð náttúrunnar vefur Fjallkonunni möttul, sem er öllum tízkuklæðum fegurri. Þjóðin kveður sumarið með trega. Það hefur verið mikill annatími, sem jafn- framt hefur borið í skauti sér margvíslega erfiðleika. Sum- ir þeirra hafa verið sigraðir, aðrir ekki. En haustið hefur einnig sína sérstæðu töfra. Megin- máli skiptir að þjóðin gangi hugrökk fram móti nýjum árstíma, nýjum viðfangsefn- um, í staðfastri trú á land sitt og möguleika þess. Hjartaþegi látinn Madrid, 19. sept. — AP — JUAN Rodriguez GriUie, fyrsti hjartaþegi Spánar, lézt skömmu fyrir hádegi í dag. Grille var 44 ára, og var skipt um hjarta í honum í gær. Yfirlæknir við skurðaðgerðina var markgreifinn af Villaverde, tengdasonur Francos einvalds, og er sagt að aðgerðin sjálf hafi tekizt vel. Hins vegar störfuðu nýrun ekki rétt eftir aðgerðina, og lézt Grille af eitrun frá nýrunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.