Morgunblaðið - 29.09.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.09.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPT. 1968 Sr. Bjarni SigurBsson, Mosfelli: Grunur ævintýrisins Neðar við götuna hafa verið veik- indi. Þetta er lítil fjölskylda, en ekkj- an hefir brotiat áfram með drenginn sinn ein og óstudd, mesti efhispilltur og móðirin siðlát og hefir hélgað sig uppeldi hans, engu öðru. Hann hefir lika staðið sig vel, bæði í skóla og í vinnu hjá öðrum. Hann fór að létta undir með henni mömmu sinni undir eins og honum óx fiskur um hrygg, mesti prýðispiltur og samvizkusamur var hann. Það hafa verið veikindi þar að undanförnu, basl og veikindastríð. Og nú er hann dáinn, einkasonur móður sinnar. Við höfum svo sem ekki haft neitt saman við þau að sælda, en það hefir ekki verið hægt annað- en að fylgjast með þeim. Þau hafa búið þarna, síðan við fluttumst í götuna, og okkur þótti vænt um, að þeim vegnaði vel. Áreiðanlega hafa nágrannarnir verið hjálplegir á meðan hann lá sjúkur. Við höfum meira að segja orðið vör við, að þeir hafi heimsótt mæðginin og lagt sig í líma að færa þeim það, sem helzt mátti búast við, að pilturinn gæti nærzt á. Og margs konar hollráð hafa verið veitt. En hvað hefir guð gjört fyrir konuna hérna neðar í götunni annað en senda henni góða nágranna, nú þegar sonur hennar er horfinn og sorgin grúfir yfir heimili hennar? Við gætum reynt að finna svör við þeirri spurningu í dag, þegar lífið í náttúrunni fjarar út í blíð- viðri kyrrlátra haustdægra. Við skulum skyggnast í texta þessa drottins dags, sem fjallar um son ekkj- unnar í Kain, konuna sem missti dreng- inn sinn í blóma lífsins. Og þegar Krist- ur sá hana, kenndi hann í brjósti um hana, „og hann gaf móður hans hann" aftur. En við erum á varðbergi og segj- umst ekki láta tvö þúsund ára sögn glepja okkur sýn. Það er réitt, að Kristur umgengst okk ur ekki lengur með sama hætti og fyrr- um á jarðvistardögunum. En trúar- brögðin, sem kristin kirkja er sprottin upp úr, rengir ekki frásagnir ritningar- innar um máttarverk hans. Og ef þú hefir fylgzt með ástvinamissi fyrr en nú, að drengurinn neðar í götunni féll frá, þá hefirðu líka nokkuð af þvi lært. Þú hefir kynnzt því, hvernig þeir, er sjá ástvinum á bak, rísa upp úr smæð sinni, þegar sorgin kveður dyra. Þú hef- ir séð, hvernig þeim óx ásmegin, hvern- ig hversdagslegir hlutir hættu áð skyggja fyrir sjón þeirra, hvernig trú þeirra hefir lyft þeim þangað, sem þú treystist ekki sjálfur til að komast af eiginn rammleik. Og ef þú hefir hugsað þig um og lagt fyrir þig spurningar, hlýtur þig að hafa rennt grun í, hvað hafi gjörzt. Kyrr- látur strengur harmsins hefir andað til þín svarinu: Ég finn aftur andans fögru dyr — og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. Kristur hefir aftur verið á ferð, og hann hefir gefið syrgjandanum ástvin inn aftur, nú með varanlegum og ó- hverfulum hætti. Hann hefir veitt 6- dauðleikaþránni skýlaust svar. Við gröfina opnast einatt útsýn til margra átta. Við biðjum um hamingju og óttumst sorgina. Það eru eðlileg við- brögð lífsins. En sorgin veitir sálureni oft meiri gjafir en hamingjan. Og sá, sem er burtu kallaður, er nokkru fyrr á ferð en við, innsti veruleikurinn lýkst fyrr upp fyrir honum en okkur. ^ Við erum hreykin af þjóðsögunum okkar. Mörg eru ævintýri þeirxa inri- blásin af sjáendum kynslóðanna í þús- und ár. Og grunur ævintýrsins er ein- att að rætast í fullkomnum veruleik með undursamlegum hætti. Engin þrá mann- kynsins vex heldur út í tómið fremur en sannleikur ævintýrsins, heldur er hún vísbending um undur, sem við höf- um ekki skilning á að koma orðum að né hugsa öðru vísi en í táknum. — Og hann gaf móður hans hann aftur. ÍBÚNAÐiVRBANKINN cr banki fólkslns Sigurður Helgoson héraðsdómslögmaður II ITJ ¦ i,.i1 I Ottar yngvason hérafisdómslögmaður MALFLUTNINGSSKRIFSTOF A BLÖNDUHLÍÐ 1 • SÍMI 21296 Sheaffer's er einstakur Eínstakur að öllu útlit; og gerð. Til dæmis SHEA- FFER Imperial VIII penn- inn með hinum sérkenni- lega 14K gulloddi og gull- húðaðri hettu, Er nokkuð glæsilegra? Auk þess veitir SHEA- FFER Imperial VIII yður einstaka ritmýkt og er ein- staklega eigulegur penni. SHEAFFER Imperial VIIT penninn fæst í næstu rit- fangaverzlun. Einnig sam- stæðir kúlupennar og blý- antar. SHEAFFER SHEAFFER'S umboðið Egill Guttormsson Vonarstræti 4. S. 14189. Sendisveinn óskost nú þegar. Þarf að hafa skellinöðru. Upplýsingar á skrifstofu okkar Ármúla 8. NATHAN & OLSEN H.F. Ungur maður óskar eftir góðri atvinnu, hefur bílpróf. Tilboð óskast sent Morgunblaðinu merkt: „2215". Ilið vinsæla Pingouin-CIassic-Crylor prjónagarn komið aftur. VERZLUNIN HOF, Hafnarstræti 7, Reykjavík. Stúdenlspról íí n Duglegur einkaritari óskast til fjölbreyttra skrifstofu- starfa. Stúdentsmenntun og góð málakunnátta áskilin. Tilboð merk: „Duglegur einkaritari — 2053" sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir n.k. miðvikudagskvöld. Ný jar íbúðir við Vesturborgina Erum að fá til sölu 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir s em verið er að hef ja byggingu á í Lambastaða- túni, Tjarnarból 2—10. íbúðirnar verða seldar uppsteyptar, fulfrágengnar að utan og með tvöföldu verksmiðjugleri í gluggum. Til greina kemur að selja íbúðirnar Iengra komnar (t. d. tilb. undir tréverk). íbúðirnar verða afhentar næsta sumar. AHar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni. Skip og fasteignir Austurstræti 18 Sími 2-17-35, eftir lokun 3-63-29. Kennsla hefst aftur fimmtudaginn 3. október í Tjarnarbúð, Oddfellowhúsinu, Vonarstrœti 10. Innritun og upplýsingar í síma 83082 milli 1 og 7 daglega. Kennt í byrjenda- og framhaldsflokkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.