Morgunblaðið - 29.09.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPT. 196« Sigríður Zoéga Ijósmyndari - Minningarorð Á MORGUN verður gerð útför Sigríðar Zoega, Ijósmyndara, frá Dómkirk>unni í Reykjavík. Sigríður Zoéga var fædd 14. april 1889 og skorti því misseri f áttrætt, er hún lézt. Var hún dóttir Geirs T. Zoéga, rektors Menntaskólans og konu hans Bryndísar Zoéga. Faðir Sigríðar var bróðurson- ur Geirs kaupmanns Zoega, en afi hans, er var ættfaðir Zoéga- aettarinnar hér á landi, fluttist hingað seint á 18. öld frá Dan- mörku. Þar hafði ættin þá dval- izt um 300 ára skeið, en hún er talin af ítölskum uppruna. Bryndís, móðir Sigríðar, var dóttir Sigurðar Johnsens, kaup- manns í Flatey, og Sigríðar dótt- ur Brynjólfs Benedictsens, kaiupmanns í Flatey, en hann var sonur Boga Benediktssonar óðalsbónda á Staðarfelli, höfund- ar sýslumannsæfanma. Böm þeirra Bryndísar og Geirs rektors voru sex. Elztur þeirra var Geir vegamálastjóri, er kvæntist Hólmfríði Zoéga, þá Ingileif, er dó um þrítugt úr spönsku veikinni, Guðrún, er giftist Þorsteini hagstofustjóra Þorsteinssyni, Sigríður Ijósmynd ari, Áslaug, er giftist Hallgrími Benediktssyni, stórkaupmanni, og Jófríður Ragnheiður dó á bezta aldri í Danmðrku, meðan á sein.ni styrjöldinni stóð. Sigríður fellur nú frá síðust systkina sinna og náði þeirra hæstum aldri, en með þeim öli- um var óvenjulegt samlyndi. Var það veganesti úr foreldra- húsum, og entist öllum systkin- unum til æviloka. Margs annars naut Sigríður ásaimt systkinum sínum í frá- bærum foreldrahúsum og þar á meðal góðrar menntunar, þótt í tíð eldri systranna kæmí ekki Eygló María Guðmundsdóttir Dalbæ við Breiðholtsveg, andaðist í Landakotsspítalan- um 28. þ.m. Eiginmaður, móðir, börn og tengdabörn. til mála fyrir kennaradætur frekar en aðrar stúlkur að verða stúdentar eins og yngri syst- urnar urðu síðar. Um tvítugt tekst Sigríður ferð á hendur til Þýzkalands og dvelst þar í nokkur ár og nam þar Ijósmyndagerð í Köln hjá þekktum listaimanni í þeirri grein á þeim tíma, August Sander að nafni. Hún minntist ávallt ára sinna i Þýzkalandi með sérstakri ánægju og batt þar mörg vin- áttubönd, þ.á.m. við fjölskyldu lærimeistara síns og fjölskyldu íslandsvinarins Heinrich Erkez, sem enzt hafa til þessa dags. I Þýzkalandi lærði Sigríður ekki eingöngu listiðn þá, er hún átti eftir að gera að ævistarfi, og þýzka tungu svo vel, að orð var á haft, heldur notaði hún einnig tímann til þess að kynn- ast list menningarþjóða megin- landsins og var mikill listunn- andi alla tíð, m.a. einn stofn- andi Listvinafélagsins á sínum tíma. Á öðrum tug aldarinnar var það undantekning, að ung stúlka hasiaði sér völl með sjálfstæð- um atvkmurekstri, en Sigríður réðst í það 1914 að koma á fót ljósmyndastofu, þegar heim kom. Var hún til húsa í Austurstræti 14, en húsið brann í hinum mikla eldsvoða 1915, þegar 10 hus brunnu til kaldra kola. Var þá hafizt handa á ný í félagi með Steinunmi (Steingrímsdóttur) Thorsteinsson. Hafa þær vin- konurnar rekið ljósmyndastof- una Sigr. Zoéga & Co. alla tíð síðan, fyrst á Hverfisgötu 4 og svo í Austurstræti 10, og ávallt átt samleið í samvizkusemi, snyrtimennsku og fallegri og vandaðri virmu, er skipaði fyrir- tæki þeirra í fremstu röð siinnar tegundar hér á landi. Um það vitna ekki eingöngu vinsældir hjá viðskiptamönnum heldur og óvenjuleg trúmennska og tryggS starfsliðs, er þær vinkonur haía átt því láni að fagna að njóta um áratuga skeið. Árið 1923 hófu þær rekstur ljósprentunar ásamt ljósmyndun og hefur ljósprentunin síðustu árin verið nær eingöngu við- fangsefni fyrirtækisins. Sigríður Zoéga var 'ein af stofnendum Ljósmyndarafélags íslands. Hún sat um árabil í stjórn félagsins og var gerður heiðursfélagi þess 1961. Sigríður var einnig ávallt vönd að virðingu ljósmyndara- Maðurinn minn og faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ólafur Jónsson Túngötu 47, lézt að heimili sínu fimmtu- daginn 27. þ.m. Jarþrúðnr Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát, Pálínu Sigurveigar Jónsdóttur. Sér í lagi þökkum vi'ð lækn- um og hjúkrunarfólki í Land- spítalanum fyrir frábæra um- ðnnun í hennar löngu legu. Vandamenn. Móðir mín, tengdamóðir mín og amma okkar, Sigríður Zoéga ljósmyndari, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 30. þ.m. kl. 2. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Barna- spítalasjó'ð Hringsins. Bryndís Jónsdóttir, Snæbjörn Jónasson, Sigriður Swæbjörnsdóttir, Jónas Snæbjörnsson, Herdís Snæbjörnsdóttir. Innilegustu þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför móður okkar, Valgerðar Kristínar Jónsdóttur. Geirlaug Guðmundsdóttir, Sigriður Guðmundsdóttir, Jón E. Guðmundsson. Við þökkum al alhug auð- sýnda vináttu við andlát og útför, Þorkels Hjálmarssonar. Jóna Sveinsdóttir, börn og tengdabörn, Hjálmar Jónsson. stéttarinnar, en mestar kröf ir gerði hún þó til sjálfrar sín sem ljósmyndara. Man ég af eigin reynsiu að ungum frændmönn- um Sigríðar fannst sem fyrir- sætum stundum nákvæmnin keyra úr hófi fram, en lag og glaðlyndi ljósmyndarans stytti þó svo stundir, að árangurinn varð oftast betri en fyrirmyndin gaf tilefni til. Þrátt fyrir glaðlyndi sitt, þá var alvaran og ábyrgðartilfinn- ingin þó ríkjandi í fari Sigríðar, og áhuginn á viðfangsefnum svo ríkur, að hann virtist oft bera hana hálfa leið að settu marki. Þau Sigríður og Jón Stefáns- son, listmálari, eignuðust dóttur, er skírð var Bryndís í höfuðið á ömmu sinni. Reyndist það mesta lífslán Sigríðar. Sigríður var dóttur sinni mikil móðir, þótt hún hefði störfum að gegna úti við. Og Sigríður hlaut að laun- um, ekki sízt í ströngum veik- indum síðasta árið, umhyggju og umönnun dóttur sinnar og tengdasonar, Snæbjarnar Jónas- sonar, yfirverkfræðings, en þau voru ásamt efnilegum börnum sínum ljósgeislar Sigríðar við lífsfierilslok. Þeim og einlægri vinkonu og félaga, Steinunni Thorsteinsson, eru nú fluttar samúðarkveðjur. Frændur og vinir geyma minn- ingu Sigriðar Zoega í þakkláfcum huga. Geir Hallgrímsson. SIGRÍÐUR lézt 24. þ. m. i Borg- arspítalanum og verður borin til moldar á morgun, mánudag og kvödd frá Dómkirkjunni. Með Sigríði er fallin í valinn mæt kona og góður Ijósmyndari. Mér og öðrum starfsfélögum inn- an Ijósmyndarastéttarinnar er einnig ljúft að minnast hennar sem góðs félaga. Mjög ung að árum hóf Sigríð- Ur nám í ljósmyndasmíði hjá Pétri Leifssyni. Er námi hennar þar lauk, fór hún strax til Þýzka lands til frekara náms, og annað- hvort var hún mjðg vönd á val- ið eða mjög heppin, því þar hóf hún framhaldsnám hjá August Sander Ijósmyndara í Köln og var hjá honum í nærri 3 ár. Aug- ust Sander átti eftir að verða einn þekktasti ljósmyndari Þýzka lands, og hafa verk hans verið gefin út í vönduðum útgáfum, því myndir hans eru taldar sýna á sannari hátt manninn eins og hann var og lifði fyrir fyrri heimsstyrjöldina en flest annað. Um álit Sanders á Sigríði má marka á því, að hann skírði dótt- ur sína í höfuð Sigríðar. Dvöl Sigríðar hjá Sanders var henni þó ekki nóg. Á leið sinni heim dvaidi hún nærri ár í Kaup- mannahöfn, og nam enn iðn sína við fagskólann þar. Með þetta veganesti kemur hún heim um vorið 1914 og stofn setur strax ljósmyndastofu, og vinnur þá hjá henni Guðrún syst ir hennar. Þessi ljósmyndastofa lenti í brunanum mikla þegar Hótel Reykjavík brann ásamt mörgum öðrum húsum um vorið 1915 og varð engu bjargað úr stofunni. Fátt sýnir betur dugn- að og kraft Sigríðar en það, að mánuði síðan hefur hún starf- semi sína á ný, og nú með félaga í fyrirtækinu, Steinunni Thor- steinsson, en þær keyptu ljos- myndastofu Péturs Brynjólfsson- ar. Þær stöllur Sigríður og Stein unn hafa síðan alla tíð rekið Ijósmyndastofuna saman, sem síðan 1934 hefur verið staðsett í Austurstræti. öllum, sem hafa unnið hjá þeim á stofunnj ber saman um að betri húsbændur gat ekki, enda hafa sumar stúlk- urnar unnið hjá þeim áratugum saman. Sigríður hefur alla daga eitthvað unnið á stofu sinni, allt þar til að 'hún kenndi þess sjúk- dóms fyrir tæpu ári, sem dró hana til dauða. Þær Sigríður og Steinunn ráku ekki aðeins stofu sína saman, þær urðu nánari lífs- förunautar, því í meira en 30 ár hafa þær haldið hús saman og deilt kjörum sínum í blíðu og stríðu. Sigríður kom með ferskan anda í ljósmyndafagið og lét aldrei frá sér annað en vandaða vinnu. — Andlitsmyndin eða „portretið" er ekki á allra færi, þar eru margir kallaðir en fáir útvaldir. SigTÍð- ur var meðal þeirra útvöldu. Há- ir og láir, fátækir og ríkir lébu áratugum saman mynda sig á stofu þeirra Sigríðar og Stein- unnar og andlitsmyndasafn þeirra er dýrmætt. enda vel geymt. Sigríður var meðal stofnenda Ljósmyndarafélags íslands 1926 og sat um tíma í stjórn félagsins og prófnefnd og er undirrituðum Ijúft að minnast athugasemdar hennar á prófi hans, sem hljóð- aði eitthvað á þessa leið er hann var að mynda barn: „Gleðin verð ur að koma frá hjartanu ef hún á að vera sönn". Þannig var Sig- Tíður og þannig minnumst við hennar, ávallt reíSubúin að rétta hjálparhönd og ávallt kát og uppörfandi. Er Listvinafélagið var stofnað á sínum tíma var Sigríður einn af stofnendum þess og sat í stjórn þess, en það var stofnað í því skyni að koma verkum lista- manna á framfæri. Listvinahús- ið, sem lengi stóð á Skólavörðu- holti var árangur þeirrar félags- stofnunar og vettvangur listkynn ingar á þeim tíma. Sigríður eignaðist eina dóttur barna, Bryndísi. Hún eignaðist hana með Jfcni Stefánssyni list- málara. Bryndís ólst upp hjá móð ur sinni í ástúð og naut alls hins bezta, sem völ var á. Hún er gift Snæbirni Jónassyni yfirverkfræðj ingi hjá vegagerð ríkisins. Við í Ljósmyndarafélagi Is- lands þökkum Sigríði fyrir sam- veruna og mmnuimst hennar með 'hlýjum hug. Við vottum aðstand- endum hennar samúð okkar. ÖH eigum við góðar endurminningar um samveruna. Guðmundur Hannesson. „Enn þá skortir mig orðin, er á ég þig að kveðja of margs er að minnast of mikið að þakka." (R. J.) ÉG RENNI huganum aftur í tím ann þá kom ég með móður minni á myndastofu Sigríðar Zoéga & Co. Við erum að athuga mögu- leika með vinnu fyrir mig. Á móti o'kkur tekur hress og lífleg kona, jú, það er ekki úir vegi að telpan fái vinnu, reynslutíminn er 3 mániuðir, en síðan eru liðin 26 ár. Það eru oft undarleg atvik sem ráða örlögum okkar, ég varð fyrir því mikla láni að fá vinnu hjá þeim góðu konum Sigríði Zoega, sem við nú erum að kveðja og meðeiganda hennar, Steinunni Thorsteinsson. Sigríð- ur Zoega var mikil listakona við sína vinnu, það var raunar sama hvað hún tók sér fyrir hendur, það einkenndist allt af fádæma smekkvísi og vandvirfcni. Þetta á ekki að vera ættartala Sigtíðar sem hér er ritað, aðeins nokkur kveðju- og þakkarorð til þeirrar konu, sem ég hef verið samferða meira en helming ævi minnar og þeirrar konoi er ég mat næst móður minni. Betri vinnuveitanda er vart hægt að hiugsa sér, meiri vin vina sinna, ekki heldur. öll þau ár er ég hafði hana fyrir minn yfirmann voru full af kærleika og velvilja til mín. Þegair erfiðleika bar að höndum hjá mér þá miðlaði hún mér ríkulega af sínum kærleika, alltaf létt í lund, 'hress og skemmtileg í viðmóti. Við stúik- urnar sem búnar erum að vinna í öll þessi ár hjá henni munum aldrei -gleyma þeim stundum, sem við áttum saman, bæði á vinnustað og heimili þeirra Sig- ríðar og Steinunnar. Það er svo margt sem rifjast upp þegar lit- ið er til baka og ótal margt að þakka. Ég ætla að kveðja þig kær» Sigríður með virðingu og trega, bið Guð að blessa þá, sem þér voru kærastir hér á jörðu, dótt- urina og hennar 'heimili, þína ein lægu vinkonu Steinunni, með von um að hitta þig, 'handan móðunn- ar miklu. M. H. G. Guðbjörg Bergþórs- dóttir — Minningarorð Fædd 29.september 1887 Dáin 8. mai 1968 Kveðja. Ég horfi á eftir þér með sðkn- uði, kæra vinkona, ég ætla ekki að skrifa um þig neina minning- argrein, aðeins nokkur kveðju- orð. Þann 6. maí kom ég á heimili þitt, þú varst þá glöS og kát eft- ir ástæSum, ég borðaði hjá þér kvöldverð, en að morgni þ. 8. LOKAÐ vegna jarðarfarar eftir hádegi mánudaginn 30. sept. Ljósprentunarstofa Sigríðar Zoéga & Co., Austurstræti 10. maí var hringt til mfn og mér sagt, að þú værir dáin. Mig setti hljóða og ég hugsaði um lögmái lífsins, eitt sinn skal hver deyja. í daglegri framkomu Guð- bjargar vil ég segja, að tryggð- in, áreiðanleikinn og velvildin hafi verið hennar aðalsmerkL Svo sannarlega var hún sómi sinnar stéttar í hvívetna. Áhuga mál okkar voru pau sömu, þvl sigldum við oft saman til Eng- lands til vörukaupa. Við töluð- um oft um þá daga, það eru ljúfar endurminningar, sem ég geymi. Hún var sérstök hjálparhella öllu sínu skyldfólki, það var ég oft vör við á ferðalögum okkaar. Ég kveð þig svo í síðasta sinn. Friður Guðs þig blessi, og hafSu þökk fyrir allt og allt. Sigríður Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.