Morgunblaðið - 29.09.1968, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.09.1968, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPT. 1968 ;;í-' V' '/y. Nk. mánudag, 30. septem- ber, eru 30 ár liðin írá því að hinn víðkunni sáttmálivar undirritaður í Munchen, og Tékkóslóvakía var ofurseld Adolf Hitler. Sáttmálinn, sem undirritaður var þennan dag fyrir 30 árum, mun nú vera talinn annar af tveimur horn steinum þess, að Hitler tókst að koma ár sinni svo fyrir borð í Evrópu að hann taldi sér óhætt að leggja í styrj- öld. Hinn hornsteinninn, ef svo mætti segja, var annar sáttmáli, lítt geðslegri, sem Hitler gerði við Sovétríkin og undirritaður var í Moskvu 21. ágúst 1939, en hann fól í sér gagnkvæma vináttu land anna og afskiptaieysi Sovét- manna af hernaði þjóðverja gegn V-Evrópu. Það er í sjálfu sér kaldhæðni örlag- anna, að á þessu ári hélt hinn gamli viðsemjandi Hitl- ers upp á afmælið. Inn- rás Sovétríkjanna í Tékkó- slóvakíu hófst einmitt aðfara- nótt 21. ágúst 1968. Með þessari grein er ekki ætlunin að fara orðum um innrás Sovétríkjanna í Tékkó slóvakíu í ár, heldur atburði Þingað um örlög Tékkóslóvakíu í Munchen, í septemberl938. Prá vinstri: Frakka, Adolf Hitler, Mussolini og Ciano greifi, utanríkisráðherra ítala. 30 ár frá undirritun IMunchenarsáttmálans Attunda ár hvers áratugs sýnist hafa orðið afdrifaríkt fyrir Tékkóslóvakíu þá, sem urðu fyrir þremur áratugum, og reyndar lögðu grundvöllinn að því, hversu málum Tékka hefur síðan skipast. Svo stiklað sé á stóru varð andi atburði í Evrópu fyrir og allt til þess táma að samið var í Munchen, þá má upp- haf mála rekja til borgara- styrjaldarinnar á Spáni, sem hófst 1936. Vesiturveldin tóku þá afstöðu, að gæta „fyllsta hlutleysis", en á sama tíma jókst opinskár stuðningur þýzkra nazista og fasista Mussolini við liðsveitir Fran- co svo, að segja má að um það er lauk hafi þeir vexið beinir þátttakendur í styrj- öldinni. Oft hefur verið sagt, að Spánarstyrjöldin hafi verið Hitler kærkomið tækifæri til þess að reyna þolrifin í hin- um nýja þýzka flugher. Er púðurreyknum var loks svipt af vígvöllum Spánar með sigri Franco, höfðu valda hlutföll í Evrópu raskast verulega. Brezki flotinn hafði glatað áhrifavaldi sínu að verulegu leyti vegna veiktrar aðstöðu í Miðjarðarhafi. Frakkland bjó nú undir því, að enn eitt ríki álfunnar var því fremur óvinveitt en hitt. Sovétríkin voru einangraðri en áður og Hitler stóð nú bet- ur að vígi varðandi áætlanir sínar um hernað og sigra, og um aukin afskipti af Mið- Evrópu. AU STURRÍKI OG TÉKKÓ- SLÓVAKÍA Á meðan Hitler barðist á Spáni, undirbjó hann heima fyrir enn háleitari áætlanir sín ar um hernað og sigra, og lagði drög að því, sem nauð- synlegt var til þessa. 1936 höfðu „leyniherir" Þýzkalands náð fullum styrk- leika. Stormsveitirnar (SA) Schutzstaffél (SS) og Verka- mannaþjónusta ríkisins (R AD) höfðu á meira en 1,500,000 mönnum að skipa. Þessar sveitir voru heragað- ar, og meðlimir þeirra voru potturinn og pannan í öllu fé lags og stjórnmálalífi landsins enda úrvalssveitir nazistiskra hugsjóna. Valdbeiting á öll- um sviðum var fyrsta vopn þeirra og hið síðasta. Hinar gífurlegu „marseringar" þeirra og „hersýningar" voru augljóst merki um hversu of- beldistilhneigingin hafði þró- ast. í forystusveitinni var samsafn furðu’legra einstakl- inga, sem fylgt höfðu Hitler til valda. Tækifærissinnar, kynvillingar og hrokaanenni, sem komust í háar valdastöð- ur, þekktu ekki takmörk sín né ríkis þess, sem þeir stjórn uðu. Enda þótt Hitler sjálfur hafi haft áætlanir um alla sigra sína, er það ljóst að hið gífurlega vald, sem safnaðist á hendur ti'ltölulega fárra manna, hlaut að draga sál- fræðilegan dilk á eftir sér, og hafa auk þess það í för með sér að hægt var að fram- kvæma ýmislegt á skemmri tíma en nokkurn hafði órað fyrir. Enda leið ekki á löngu þar til þetta sýndi sig. Austurríki var ákveðið fyrsta fórnarlambið. Engel Chamherlain, Daladier, forsætisráðherra ganga úr hernaðarbandalagi við Breta og Frakka, eða að velja hinn kostinn: Að land- ið mætti eitt og óstutt hinum gífurlega, endurvakta her veldi Þýzkalands. SAMIÐ 1 MUNCHEN Einhvern tímann á tímabil- inu 21. september til 1. októ- ber 1938 glötuðu Bretar, Frakkar og Sovétríkin enn einu tækifærinu til þess að standa saman gegn Þýzka- Neville Chamberláin, forsætisráðherra Breta, okkar tímum“. „Friður a And-tékkneskur áróður í blöðum þýzkra nazista, 1938. landi. Hinn frægi Munchenar sáttmáli, sem Sovétríkin áttu ekki aðild að, var undirritað- ur 30. september og í honum fólst stórkostleg eftirgjöf til Þjóðverja, einkum varðandi Súdetahéruðin. Svo hraksmán arlega var farið með Tékkó- slóvakíu, að á annan veg var naumast við því að búast að stórveldin gætu lengi setið undir þeirri auðmýkingu, en á hinn bóginn tókst naziátum svo vel upp í þessari atrennu, að vart var hægt að gera ráð fyrir að þeir myndu ekki not færa sér ávinninginn út í yztu æsar. Enn var lagt að Tékkósló- vakíu að haga sér samkvæmt ákvæðum Munchenarsáttmál- ans, og er hér var komið sögu, flýttu Pólverjar, sem skömmu síðar h'lutu sömu ör- lög af hendi nazista og Tékk- ar, að gera þá kröfu að Tes- chen-svæðið í Tékkóslóvakíu yrði úthlutað sér. Enn urðu Tékkar, einir og yfirgefnir, að láta undan, landið var end- anlega limað í sundur, og Benes, forseti, flúði í útlegð til London. Neville Chamberlain, for- sætisráðherra Bretlands, Dal adier, franski forsætisráð- herrann og Munchenasáttmál inn voru síðar ákaft gagn- rýndir fyrir frammistöðuna við Tékkóslóvakíu. En ljóst er, Framhald á Ms. 31 bert Dolfuss, kanzlari, hafði gert tilraun til þess að styrkja stjórn Austurríkis síðan 1933, en sá styrkur fólstHHBBBBBiHMBHHBMHi í öðrum hlutum en ^ Hitler^o£^fgcHER^BEOBACHfER voru að skapi, þvi í honum íggæffiffiiægi------- var gert rað fyrir að rískir nazistar yrðu ir frá áhrifum. 1934 var Dolf €WMe#fif>unoen eettaftn uss myrtur af stormsveitum ottf ftrttfttrttufffte Satittn | nazista, og við 9tjórnartaum-mm|M|aMAggg4MMlNN|M0M um tók Kurt von Schuschn- a igg. Hann lét undan gífurleg um hamagangi nazista og und ■ , irritaði vináttusamning við [f(f)erf)íf(fctt Þýzkaland 1936. — " Hitler var þó síður en svol ánægður með þau málalok, Kcmittt fnHftltHUfflfttt SUWtt ' »■ »■*■**!. Sehuschnigg á fund sinn í Berechtsgaden, öðru nafni „Arnarhreiðri" sínu, auð- mýkti þar kanzlarann og neyddi hann síðan til að segja af sér. í þetta sinn tjóaði ekki annað en full samvinna við nazista af hálfu Austur- ríkis og að kvöldi 11. marz 1938 héldu herir þýzkra naz- ista inn í Austurríki undir því yfirskyni, að hinn nýi nazistakanzlari þar, Arthur Seyss-Inkuart, þarfnaðist her sveitanna til þess að koma á röð og reglu í landinu. Næsta dagskrármál Hitlers var Tékkóslóvakía. Sumarið 1938 tóku blöð nazista til við ofsafengnar árásix á Tékka. Nútíma hliðstæðu hafa menn í árásum sovézkra blaða á tékkneska leiðtoga nokkru fyr ir innrásina í sumar. Um þetta leyti heyrði heim urinn mikið talað um bræðis- köst Hitlers svo og ,þoilnmæði‘ hans. Svo rík varð tilhneiging in til þess að láta undan kröf um Hitlers, og svo staðföst sú ákvörðun að flækjast ekki inn í mál, er vörðuðu „fjar- læg“ lönd, að er Eduard Benes, forseti Tékkóslóvakíu, bað um hjálp, var svar franska sendiherrans í Prag, að ann- að hvort yrði Tékkóslóvakía að samþykkja brezk-frönsku áæt'lunina um að afhenda Þjóðverjum Súdetaland, þar sem iðnaður Tékka stóð með hvað mestum blóma, láta þar með af hendi mikilsverðar varnarstöðvEir og víggirðing- ar við þýzku landamærin og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.