Morgunblaðið - 29.09.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.09.1968, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPT, 196« 1 Bandalag íslenzkra listamanna 40 ára Viðtal við formann bandalags- ins og aðildarfélaga þess — UM þessar mundir eru liðin 40 ár frá stofnun Bandalags ís- lenzkra listamanna. í tilefni þessara tímamóta snéri Mbl. sér til formanns bandalagsins og for- manna aðildarfélganna og fékk þá til að skýra frá starfsemi þeirra. Einn formaðurinn, Þor- kell Sigurbjörnsson, form. Félags íslenzkra tónlstarmanna var er- lendis. SJÖ AÐILDARFÉLÖG. Hannes Davíðsson arkitekt er formaður Bandalags íslenzkra llstamanna. Sagði hann í viðtali við Mbl., að stofendur bandalags ins hefðu verið 43 listamenn, en málin hefðu siðan þróazt í þá átt að stofnuð hefðu verið sjálfstæð félög, sem síðan ættu aðild að bandalaginu. Aðildarfélögin eru núna 7: Arkitektafélag íslands, Félag íslenzkra leikara, Félag ís- lenzkra listdansara, Félag ís- lenzkra myndlistarmanna, Félag íslenzkra tónlistarmanna, Rit- höfundasamband íslands og Tón- skáldafélag íslands. — Hvert er aðalhlutverk B.Í.L.? var næsta spurning se.m við lögðum fyrir Hannes. — Ég tel að þessari spurningu verði bezt svarað með því að vitna til stefnuskrár bandalags- ins, sagði Hannes. í henni stend- ur m.a., að B.Í.L. vinni að því að bandalagið fái tillögurétt um öll opinber íslenzk listmál og list- ræn viðskipti við önnur lönd, enda feli það hlutaðeigandi bandalagsfélagi meðferð mála. B.Í.L. á einnig að gæta hags- muna höfunda og annaxra lista- manna og auka bæði innanlands og utanlands lagavernd og at- vinnuvernd þeirra og verka þeirra, svo sem frekast er unnt. í þriðja lagi vinnur bandalag- ið að því, að höfundarréttur verði að loknu því tímabili frá dauða höfundar sem erfðaréttur nær til í hverju landi, eign hlutaðeig- andi aðildarfélags bandalagsins. — Að listamannalaun og styrkir, heiðurslaun og verðlaun verði undanþegin skatti og ekki tekin upp í skatta. Að höfundar og erf- ingjar þeirra og síðan hlutaðeig- andi höfundarfélög og banda- lagið fái með lögum hlutdeild í ágóða af endursölu listaverka. >á á B.Í.L. að vinna að því að hugsjón og anda listaverka sé ekki misþyrmt með óviðeigandi afnotum, flutningi, útsatningu eða staðsetningu. í áttunda lagi, að stofna í sveit og í bæjtxm á íslandi listamanna heimili eitt eða fleiri, þar sem íslenzkir listamenn hafi endur- gjaldslaust athvarf og fullan vinnufrið. í níunda lagi, að tryggja m.a. með fulltingi lista- manna sem réttlátasta úthlutun launa og styrkja frá ríkinu og í tíunda lagi, og er það ekki hvað veigaminnst, að halda uppi sam- starfi við erlend listafélög og Guðmundur Þór Pálsson. listastofnanir og annast viðskipti við þau. — Það má sagja, sagði Hann- es, að aðalverkefni bandalagsins hafi verið, að reyna að koma áðurnefndum stefnuskráratriðum í framkvæmd. í ýmsu hefur okk ur orðið ágengt, en við vildum nú gjarna sjá í framkvæmd frumvarp til höfundarlaga, sem Hannes Davíðsson. flutt var á Alþingi fyrir nokkr- um árum, en dagaði þar uppi. í því frumvarpi var m.a. ákvæði um að eintakagerð að verkum sem tekin væru til ábata eða framsölu væri óheimil. Þetta tel ég mjög nausðynlegt að komist í framkvæmd sem fyrst, þar sem höfundaréttur flytjenda er raun- verulega ekki lögverndaður hjá okkur núna. — Hverjir skipuðu fyrstu stjórn félagsins og hverjir eiga sæti í núverandi stjórn? — Fyrsti formaður félagsins var Gunnar Gunnarsson skáld, Jón Leifs tónskáld var ritari og Guðmundur Einarsson mynd- höggvari gjaldkeri. Núverandi skipulag stjórnarinnar er, að í henni eiga sæti einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi. Ég er for- maður bandalagsins nú, en Ste- fán Júlíusson er varaformaður. Ritari er Þorkell Sigurbjörnsson, Ingibjörg Björnsdóttir, gjaldkeri, og meðstjórnendur eru Magnús Klemenz Jónsson. Á. Árnason, Skúli Halldórsson og Jón Sigurbjörnsson. LEIKSKÓLAMÁLIN EFST Á BAUGI Klemenz Jónsson er formaður Félags íslenzkra leikara. Hann sagði, að félagið væri stofnað 1941 og félagsmíann væru nú 90. — Við setjum allströng skil- yrði fyrir inngöngu í félagið, sagði Klemenz. — Til þess að geta orðið félagi þarf umsækj- andi að hafa stundað nám í leik- list hérlendis eða erlendis í a.m.k. tvö ár, og hafa leikið 10 hlut- verk hjá viðurkenndu leikhúsi. Af þessu leiðir að þorri félag- anna eru búsettir hér í Reykja- vík, en þó eru nokkrir menn úti á landi, sem eru búnir að stunda leiklist í fjölda ára, sem eru í fé- laginu. Auk atvinnuleikara eru í félaginu söngvarar sem koma fram á leiksviðum, og eru það þá einkum óperusöngvarar. — Migintilgangur félagsins er sá, að gæta hagsmuna íslenzkra leikara, m.a. með því að ákveða lágmarkstexta fyrir öll störf þeirra, og reyna að hafa áhrif á úthlutun fjár og styrkveitinga til leiklistarmála. Þá á félagið að koma fram fyrir hönd stéttarinn ar gagnvart einstaklingum, fé- lagssamtökum og opinberum fyrirtækjum í öllum hagsmuna- málum hennar bæði hérlendis og erlendis. Við erum aðilar að al- þjóðasamtökum leikara og Norð urlandasamtökum leikara, og höfum við haft við þau náið sam band. Síðast ':n ekki sízt má svo nefna, að félagið vinnur að þró- un og framför íslenzkrar leik- listar og á að vera vel á verði gegn því sem orðið gæti henni eða íslenzkri leikarastétt til hnekkis eða vansæmdar. — Við erum eina aðildarfélag B.Í.L. sem b>:fur eignaz't hús- næði fyrir starfsemi sína. Við keyptum nýlega íbúð, sem við verðum reyndar að leigja um sinn sökum fjárskorts, en við vonumst eftir því að geta opnað þar skrifstofu innan tíðar. — í samvinnu við leikarafé- lögin á Norðurlöndum hefur verið efnt til norrænnar leikara- viku, sem haldnar >sru til skiptis á Norðurlöndunum. Þetta er ein- göngu kynningarvikur og hafa Sigurður Þórðarson. þær verið vel sóttar af íslenzkum leikurum. Félagið hefur enn- fremur lagt áherzlu á það .að styrkja leikara til utanferða og höfum við getað veitt allt að níu styrki árlega. — Til að standa straum af fé- lagsmálefnum höfum við haft ýmsa tekjuöflun í frammi. Við höfum t.d. haldið kvöldvökur og leikið í útvarp heil leikrit, og hefur ágóðinn af því runnið óskiptur til félagsins. Nú erum við að fara af stað með happ- drætti, sem við vonum að verði vel tekið. — Fyrir utan kjaramálin eru leiklistarskólamál efst á baugi hjá okkur núna. Það er skoðun okkar að nauðsyn beri til að taka þau mál til gaumgæfilegrar athugunar. Það er mjög lofsvert, að leikhúsin hafi komið sér upp leikskólum, og raunyarulega er þar um merkilegt brautryðjanda starf að ræða. En þau hafa alltof lítið fjármagn. Það þarf að setja nýja löggjöf um leikhúsmennt- un og stofnsetja leiklistarskóla sem ríkið sér um. Fyrr verða varla menntamál leikara komin í gott horf. — Því miður verður að segja það, sagði Klemenz, að starfs- möguleikar þ.ss unga fólks, sem fer út í leiklistamám, eru mjög takmarkaðir. Það eru aðeins þeir allra hörðustu og beztu sem kom ast áfram. Við væntum þess að fleiri möguleikar skapist í ná- inni framtíð, og bindum t.d. vonir við að sjónvarpið geti haft þar sitt að segja. Að lokum svaraði Klemenz spurnignu um hverjir væru í stjórn Félags ísl'snzkra leikara: — Auk mín eru í stjórninni, sagði Klemenz, þeir Brynjólfur Jóhannesson, sem er varafor- maður, Guðbjörg Þorbjarnardótt ir, meðstjórnandi, Bessi Bjarna- son, gjaldkeri og Gísli Alfreðs- son, ritari. KYNNA ÍSLENZK TÓNVERK. Sigurður Þórðarson, tónskáld, er formaður Tónskáldafélags ís- lands. Hann sagði, að félagið væri stofnað 25. júlí 1945. Stofn- endur þess hefðu Virið 12, en samkvæmt félagslögum mættu ekki vera fleiri en 18 í félaginu. Sigurður Sigurðsson. — Nokkrir eldri félagar hafa verið gerðir að heiðursfélögum, sagði Sigurður, og er því tala fé- lagsmanna rúmlega 20. — Hver eru inntökuskilyrði í félagið? — Umsækjandi þarf að leggja fram tónverk og þarf það að Vxra allt upp í 1% tíma í flutn- ingi. Síðan þarf hann að bíða í a.m.k. eitt ár. Ef hann uppfyllir önnur skilyrði sem félagið setur verður hann samþykktur sem gildur félagsmaður. — Fást margir íslendingar við tónsmíði? — Það eru náttúrlega töluvert margir og miklu fleiri en við vitum um, sem fást eitthvað við tónsmíði. Menn eru að dunda við* það í frístundum sínum að setja saman smærri tónverk >eins og t.d. sönglög, eða dans- og dægur- lög. Þá er það vissulega mikið fagnaðarefni, að nokkrir ungir menn hafa komið fram á sjónar- sviðið, sem tónskáld nú á síðari Ingibjörg Björnsdóttir. árum — menn sem mikils má af vænta. — Hver eru meginviðfangs- efni Tónskáldafélagsins? — Þau eru fyrst og fremst að gera ráðstafanir til að koma ís- lenzkum tónverkum á framfæri heima og erlendis og vinna að ýmsum öðrum hagsmunamálum íslenzkra tónskálda. Við höfum á umliðnum árum haft góða sam vinnu við Ríkisútvarpið, en okk- Stefán Júlíusson. ur þykir samt ekki nóg að gert, að flytja þar íslenzk tónverk. Jarðvegur erlendis fyrir ísknzka tónlist, væri að mínu viti, tölu- verður, ef sá möguleiki væri fyr ir hendi að kynna bæði höfunda og verk þar betur. Við höfum, því miður, haft takmarkaða sam vinnu við erlenda kollega okkar, en ætíð koma nokkrar fyrir- spurnir um íslenzka tónlist er- lendis frá. Núna nýlega hefur verið stofnuð tónlistarmiðstöð og á hlutverk þeirrar stofnunar m.a. a vera kynning á ísi.nzkum tónverkum. Við bindum vonir við að það starf verði jákvætt. Það er líka eitt af stefnumál- um okkar, að vinna að því að fá toll af hljóðfærum niður felld- an. Hljóðfæri eru í flestum til- fellum ekkV-rt annað en menning ar- og kennslutæki, sem nauð- synlegt er að sem flestir eignist. Hljóðfærakaup eru ekki það mik il hérlendis, að ríkissjóð muni um tolltekjur af sölunni. Ef hljóðfæri væru ódýrari, mundu fleiri kaupa þau og læra á þau, og við það mundi vitanlega aukast 'eftirspurn eftir nótum og tónverkum. __ Hver var fyrsti formaður félagsins og hverjir skipa stjórn- ina núna? __ Fyrsti formaður var Jón heitinn Leifs og hefur hann gegnt formannsstörfum lengst af í félaginu. Núverandi formað- ur er Hallgrímur Helgason, en þar sem hann starfar erlendis fór hann þess á leit við mig að ég gegndi formannsstörfum. Aðr ir í stjórninni núna eru Siguringi Hjörleifsson, ritari, og Skúli Halldórsson, sem er gjaldkeri. VINNUM AÐ SÝNYNGAR- MALUM Sigurður Sigurðsson listmálari er formaður Félags íslenzkra myndlistarmanna. Félagið var stofnað af átta mönnum og var Jón Þorleifsson fyrsti formaður þess, en me ðhonum í stjóm voru Finnur Jónsson ritari og Marteinn Guðmundsson gjald- keri. Núverandi stjórn félagsins er skipuð eftirtöldum mönnum: Sigurður Sigurðsson formaður, Kjartan Gúðjónsson ritari, Valtýr Pétursson gjaldkeri og formaður sýningarnefndar félagsins er Steinþór Sigurðsson. — Félag íslenzkra mjmdlistar- manna var fyrst og fremst stofn- að til þess að vinna að sýning- um og sýna, sagði Sigurður. — Stofnendur félagsins unnu mjög ötullega, og aí þeirra tilhlutan var Listamannaskálinn reistur á sínum tíma. Nú mun hann verða rifinn innan tíðar. — Félagar eru nú orðnir milli 40—50. Inntaka í félagið fer fram með þeim hætti, að sýningar- nefnd, sem skipuð er átta mönn- um, þarf að mæla með mönn- um, og er umsóknin sfðan tekin fyxir á fundi hjá stjóm og að lokun borin undir atkvæði á aðalfundi félagsins. Það vill nátt úrlega alltaf verða viðkvæmt mál, valið á því hverjir eiga er- Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.