Morgunblaðið - 29.09.1968, Síða 17

Morgunblaðið - 29.09.1968, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPT. 1968 17 Tor Miklebost láliiin Tor Miklebost sendiher.ra Nor- egs á íslandi andaðist í Osló fyrir rúmri viku. Hann var bú- inn að vera alvarlega veikur frá því fyrir sl. áramót. I fyrrahaust var hann af skyndingu kvaddur til Osló í því skyni að veita for- stöðu námskeiðum eða skóla á vegum utanríkisráðuneytisins, þar sem menn voru þjálfaðir í sérstökum efnum. Hinn fyrri skólastjóri hafði andast öllum mjög að óvörum og var þá leitað til Tors Miklebost. Honum var um og ó að hverfa héðan og hlakkaði til endurkomu hingað en vildi ekki skorast undan vand anum, er honum var á herðar lag*óur. Hann varð hins vegar al- varlega veikur í námsferð með Borgarnes. Lj ósm. Mafs Wi-be Lund. REYKJAVÍKURBRÉF nemendum sínum um England og Mið-Evrópu skömmu fyrir ára mótin og komst ekki til starfa eftir það. Sennilega hafa átökin og spenningurinn í seinni heims- styrjöldinni grafið undan heilsu Tors Miklebost og orðið honum að aldurtila langt fyrir tímann. Hann var einn þeirra, sem tók þátt í frelsisbaráttu Norðmanna strax frá upphafi og var lengst af á stríðsárunum blaðafulltrúi þeirra í Washington. Síðar gegndi hann ýmsum störfum, ýmist við blaðamennsku eða á vegum utan ríkisráðuneytisins sem blaíða- fulltrúi eða yfirmaður frétta- deildar, þangað til hann varð sendiherra á Islandi 1965. Hér reyndist Tor Miklebost hlédræg ur maður, sem fylgdist vel með og hafði mikinn áhuga á stjóm- málaþróun bæði í heimalandi sínu og í alþjóðamálum. Hann var áhugasamur um góð sam- skipti íslands og Noregs og fagn aði því *ð eiga hlut að heimsókn Haralds konungssonar hingað í fyrrasumar. Kona hans, frú Nancy, er ein fárra ef ekki hin eina af konum erlendra sendi- herra hér, sem lagt hefur sig fram um að læra íslenzku svo a'ð hún talar hana og skrifar flestum erlendum mönnum bet- ur. Vinir þeirra hjóna á Islandi senda henni og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur og harma að hitta þau hjón ekki framár hér, þar sem þau undu hag sínum svo vel sem raun bar vitni. Þiug Sameinuðu þjóðanna Sjaldan hefur verið minni reisn yfir Sameinuðu þjóðunum en nú, þegar þing þeirra kemur saman. Strax í upphafi var lýst yfir því, að þau þrjú mál, sem nú eru mest rædd af öllum alþjóðamál- um, séu fyrir utan verksvið Sam einuðu þjóðanna og verði þess vegna ekki á dagskrá þingsins. Þessi mál eru hernám Tékkó- slóvakíu, Vietnamstríðið og borg arastyrjöldin í Nigeríu. Raunar er sagt, a'ð ýmsir hafi áhuga fyr- ir að ræða þessi mál, en þá verða þeir að fara krókaleiðir, jafnvel til þess að tala um þau, hvað þá ef gera ætti ályktun, svo að ekki sé minnst á, ef einhverjum kæmi til hugar að fylgja ætti eftir álykt uninni, svo að hún reyndist ekki einungis marklaust hjal. Með þessu er ekki sagt, að Sameinuðu þjóðirnar séu einskis nýtar, held ur að þær þurfa mikilla umbóta við. Enginn efast heldur um gó'ð- an vilja U Thants framkvæmda- stjóra, en óneitanlega sýnist hann stundum býsna óheppinn í orðum og athöfnum. Brottkvaðn- ing hans á liði Sameinuðu þjóð- anna á landamærum Egyptalands og ísraels fyrrihluta sumars 1967 var að vísu lögformlega rétt en -Laugardagur 28. sept. í framkvæmd meira en hæpili og hlaut að leiða til vaxandi vand- ræða, svo sem þegar í stað varð raun á. Ólíku saman að jafna Skiljanlegt er, að framkvæmda stjóranum reynist erfitt að sigla á milli skers og báru í við- leitni sinni áð gera báðum til hæfis, Bandaríkjastjórn og Sovét stjórninni. U Thant hefur lengi áfellst Bandaríkjastjórn fyrir framkomu hennar í Vietnam og borið fram tillögu eða tillögur, sem hann taldi líklegar til lausn ar þess vandamáls. Á blaða- manafundi fyrir setningu alls- hei jarþingsins nú hreyfði hann einni slíkri tillögu, þó að málið sjálft eigi í orði kve'ðnu að vera utan verksviðs allsherjarþingsins og þá sennilega einnig annarra stofnana þess. Jafnframt áfelld- ist framkvæmdastjórinn hernám Sovétstjómarinnar áTékkóslóvak íu og bætti við or'ðum eitthvað á þá leið, að hann mundi hafa enn meira um málið að segja, ef Sovétstjórnin hæfi sprengju- árásir á menn í Tékkóslóvakíu. Þessi orð verða trauðlega skilin á annan veg en þann, að hann telji framkomu Sovétmanna í Tékkóslóvakíu þó skárri en Bandaríkjamanna í Vietnam. JHví lík fjarstæða slíkur dómur er, sézt þegar af því að Bandaríkja- menn hefðu á sínum tíma au'ð- veldlega getað hernumið allt Vietnam, bæði suður- og norður- hluta landsins, og þannig sýnt, að þeir ættu allskostar við lands- menn á sama veg og Sovétmenn hafa gert gegn Tékkum. Það er einmitt vegna þess, að Banda- ríkjamenn hafa ekki viljað sýna ofurveldi sitt á sama veg og So- vétmenn hafa gert, að orðið hafa hin stöðugu hjaðningavíg í Viet- nam. Með þessu er engin afstaða tekin til sjálfs Vietnammálsins, heldur einungis litið raunsæum augum á það, sem skeð hefur í hvoru landinu um sig. x4hrifasvæði? Enn hefur sannast, hversu ólík an mælikvarða menn leggja á gerðir Sovétmanná og hinna vest rænu lýðræðisþjóða. Þetta lýsir sér glögglega í tilvitnuðum um- mælum jafn ágæts manns og U Thants. Hið sama lýsir sér í því, þegar sumir og þá ekki sízt þeir, sem hingað til hafa kennt sig við hlutleysi og lýst hafa andúð á öllum varnarbandalögum, leggja Vesturveldunum og þá einkum Bandaríkjum það til lasts, a'ð þau skyldu ekki koma Tékkóslóvakíu til hjálpar. Þessir menn hafa einnig ánægju af að fjölyrða um það, að stærstu stór veldin tvö, Bandaríkin og Sovét- Rússland, hafi skipt heiminum í áhrifasvæði og láti hvort um sig afskiptalaust það, sem gerist inn- an áhrifasvæðis hins. Fer ekki á milli mála, að þetta er sagt á álmælisskyni einkum í garð lýð- ræðisþjóðarinnar, sem ekki er sögð vera þekkt fyrir slíka vald hyggju. Talið um slík áhrifa- svæði verður a'ð taka með mikilli varúð, þótt ekki sé það alveg út í bláinn. Það er t.d. vitað að allt frá því um 1825, þegar Mon- ro-kenningunni var lýst, hafa Bandaríkin með vissum hætti talið bæði Norður- og Suður- Ameríku áhrifasvæði sitt, þ.e. amast við íhlutun erlendra ríkja á þeim slóðum. Þessari kenningu hefur þó ekki verið fylgt undan tekningalaust fram, samanber Kúbu sfðasta áratuginn. Þvert á móti er það viðurkennt, að Banda ríkin hafi heitið því að blanda sér ekki. í innanríkismál Kúbu, ef Rússar tækju burtu flugskeyt- in, sem Krusjeff var byrjaður á að koma þar fyrir. Með sama hætti er vitað, að Rússar hafa öld um saman blandað sér í mál ná- grannaþjóða sinna, sjálfum sér til öryggis. Vitneskjan um það, er höfuðorsök þess, að Pólverjar vildu ekki fá neina tryggingu Sovétstjórnarinnar á sjálfstæði sínu gegn Nazisitum á sínum tíma. Hi'ð frjálsa Pólland óttaðizt þá Sovétstjórnina ekki minna en þýzbu nazístana, og sannaðist skjótlega að sá ótti var því mið- ur ekki að ástæðulausu. Vaniarbandalag Þó að það sé gömul saga, að stórveldi fara sinu fram, eru að- farir þeirra samt í meginatriðum ólíkar. Sovét-Rússland hefur ekki einungis ævafornan hugsunar- hátt stórveldis, heldur og sams- konar útbreiðsluþrá og sannfær- ingu eins og aðrir rétttrúnaðar- menn og falsspámenn svo sem Múhameðstrúarmenn á miðöld- um. Þess vegna geta engir vitað me'ð vissu, hvort Sovétstjórnin setur landvinningastefnu sinni nokkur mörk og þá ennþá síður hvar. Af þeim sökum var Atlants hafsbandalagið stofnað á sínum tíma. Þar með settu lýðræðis- þjóðirnar sín mörk og gáfu jafn- framt tii kynna, að þær þjóðir, sem væru utan Atlantshafsbanda lagsins, gætu ekki vænzt hjálpar frá því. Bandalagið er einungis til varnar en ekki til árásar, jafn vel þótt árás væri gerð í því skyni að hjálpa öðrum frá undir okun. Þess vegna sýnist meira en hæpið, að Atlantshafsbanda- lagið sem slíkt sendi a'ðvaranir um aðgerðir af sinni hálfu, ef ráðist yrði t.d. á Júgóslavíu eða Austurríki. Menn geta harmað, að þessi ríki skuli ekki njóta öryggis af því að vera í Atlants- hafsbandalaginu. Vissulega væri sjálfstæði þeirra miklu tryggara, ef þau væru í bandalaginu. En svo er ekki, þess vegna getur Atlantshafsbandalagið ekki frem ur skipt sér af örlögum þeirra en Tékkóslóvakíu. Það var ein- mitt til þess að forðast samskon- ar örlög og Tékkóslóvakíu voru búin 1948, sem Atlamtshafsbanda- lagið var stofnað. Útþenslustefna Sovét-Rússlands varð þá augljós, því að Tékkóslóvakía — eða Bæ- heimur áður fyrr hafði aldrei á undanförnum öldum verið tek- inn á áhrifasvæði Rússlands. Skyldi Einar hafa sagt hið sama? Fróðlegt verður að sjá, hvern- ig í framkvæmd fer um sam- þykkt framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins hinn 18. sept., þar sem því var m.a. lýst, að framkvæmdastjórnin teldi, „að einstakir flokksmenn Alþýðu- bandalagsins eigi ekki . . . að . . . þiggja heimboð eða aðra fyrir- greiðslu af hálfu þessara valda- flokka, unz frjáls og lýðræðisleg framkvæmd sósíalismans er tryggð í hluta'ðeigandi löndym." Þ.e. „Sovétríkjunum og fylgiríkj um þeirra," eins og segir í upp- hafi ályktunarinnar. Vitað er, að á hverju einasta ári hefur fjöldi Alþýðubandalags manna farið í ýmiskonar heim- boð austur fyrir járntjald. Vafa- laust hafa einhverjir þeirra ver- ið í slíkum erindum í sjálfum Sovétríkjunum og öðrum innrás arríkjunum þegar innrásin var gerð í Tékkóslóvakíu. Enginn þeirra hefur þó síðan haft neitt að segja af mótmælum sínum gegn ofbeldinu, eða skýrt frá þvi að hann hafi stytt dvöl sína eystra af þeim sökum. Af Einari Olgeirssyni er það að segja, að hann var svo heppinn a'ð vera að þessu sinni í heimboði í Rúmen- íu, enda voru viðbrögð hans hin sömu gegn innrásinni og valda- manna þar í landi. Einn gamall kunningi Einars sagði þess vegna, þegar hann heyrði umsögn Ein- árs: „Skyldi Einar hafa sagt það sama, ef hann hefði verið stadd- ur austur í Moskvu?" Þetta er einn af þeim leyndardómum, sem aldrei verður úr skorið. Víst mundu kommúnistar hér á landi vaxa í augum annarra Islendinga, ef þeir létu nú verða af því að þiiggja ekki heimboð af skoðana bræðrum sínum þar eystra á með an kommúnisminn er þar vfð lýði. Ef þeir gerðu það, mundu menn raunar hafa ástæðu til að hætta að kalla þá skoðanabræður Sovétmanna, og þeir þar með losna undan því, sem þeir nú í öðru orðinu segja skammaryrði, að vera kallaðir „kommúnistar". Etanstefnur Ur þessu fær reynslan ein skor ið og fyrirfram er óneitanlega bætt við, að endÍTÍnn verði sá, sem ungir Sósíalistar gáfu í skyn strax um mánaðamótin júlí og ágúst, þegar þeir töluðu um að slíta sambandi við skoðanebræð- ur sína fyrir austan einungis „að mestu“, ef innrás væri gerð f Tékkóslóvakíu. Menn bíða og sjá hvað setur. Býsna tortryggi- legt var þegar einn af tíðförul- ustu gistivinum Sovétmamna vildi setja ferðalög sín og sinna kump ána á borð við gagnkvæmar heimsóknir opinberra fulltrúa ís lenzka ríkisins og Sovét-Rúss- lands. Auðvita'ð þarf íslenzka ríkið að hafa samskipti við önnur ríki með margvíslegu móti, hvað sem ólíkum stjórnarháttum líður. Eng inn íslendingur hefur gerzt tals- maður þess, — að undanteknum einum manni í Vísi, — að Is- lendingar ættu að hætta að selja fisk til Rússlands, af því að al- menninigi hér líka ekki aðfarir Sovétmanna í Tékkóslóvakíu. Sannleikurinn er sá, að yfirgnæf andi meirihluta Islendinga líkar ekki atferli Sovétmanna í þeirra eigin landi. Þótt innrásin í Tékkó slóvakiu yrði mönnum hér mikil vonbrigði, voru þeir margir, sem hún kom ekki á óvart, vegna þess a'ð hún var einmitt í sam- ræmi við þær hugmyndir, sem þeir höfðu haft um kommúnism- ann í framkvæmd. Einmitt þær hugmyndir eiga ríkan þátt í því, að mikill meirihluti íslendinga vill vera í Atlantshafsbandalag- inu. Þessir menn vita, að íslend- ingar eiga ekki annars úrkosta en að taka heiminn eins og hann er og gera þó sitt til þess að draga úr spennu, en þeir geta ekki breytt stjórnarháttum annarra landa. Þess vegna verðum við að halda áfram samskiptum okkar við aðrar þjóðir. En úr hörðustu átt kemur, að hinir stöðugu sovézku gistivinir brigsli öðrum um „utanstefnur" þegar þeir fara til annarra landa til a'ð gæta hagsmuna íslenzku þjóðarinnar. Fyrirgefanlegt er, að hreinir heimaalningar, sem í raun og veru trúa á, að einangrun sé möguleg, amist við þátttöku ís- lendinga í alþjóðlegu samstarfi. Óheilindin eru augljós, þegar fjasað er um utanstefnur af sömu mönnunum, sem hingað til hafa þurft að bregða sér austur fyrir járntjald einu sinni eða tvisvar á ári til að hafa nokkurn frið í sálu sinni. Eðlilegur gangur Ekki er um það að villast, að Þjó'ðviljinn hefur frá upphafi reynt að spilla fyrir umræðum stjórnmálaflokkanna um efna- hagsvandamálin. Tíminn hefur aftur á móti slegið úr og í og reynir þó, að því er virðist í vax andi mæli, að gera viðræðurnar tortryggilegar. Nú er þar klifað á því, að þær dragist úr hófi fram og að ríkisstjórnin hefði. SU að láta hefja nauðsynlega gagnasöfnun mun fyrr heldur en hún gerði. Allir þeir, sem slík- um viðræ'ðum eru kunnugir, vita, að þær hafa ætíð tekið langan tíma. Samningar um þjóðstjórn- ina 1939 stóðu a.m.k. frá því að þing kom saman hinn 15. febr. þangað til um miðjan apríl, að stjórnarmyndun loks tókst. 1944 sagði stjórn Björns Þórðarsonar af sér hinn 16. sept. en Ólafi Thors tókst myndun nýsköpunar stjórnarinnar ekki fyrr en hinn 21. okt. Sú stjórn sagði af sér um mánaðarmótin sept.-okt. 1948, en stjóm Stefáns Jóhanns var ekki mynduð fyrr en í byrjun febr. 1947. Slíkur seinagangur er auðvita'ð ekki til fyrirmyndar, en hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá hafa jafnvel minni vandamál en nú er við að etja þurft slíkan tíma til að meltast með mönnum. Meira máli skipt- ir samt að nú þegar og raunar strax í upphafi viðræðna lágu fyrir miklu meiri gögn en nokkm sinni áður hafa verið fyrir hendi þegar svipaðar viðræður hafa átt sér stað áður. Þessi gögn voru til, þrátt fyrir þa'ð, að það var einungis um mánaðamótin ágúst- september, að ótvírætt var, að alveg nýtt viðhorf hafði skapast sökum enn stórlækkaðs verðs á fiskafurðum og aflabrests á síld- veiðum. Annað mál er, að menn vilja nú hafa sem öruggastan grundvöll til að byggja á hugs- anlega samninga, og óska þess vegna eftir enn meiri upplýsing- um en fyrir hendi eru. Þetta er ekki óeðlilegt eins og sakir standa, og þó einkum vegna þess, að bráðabirgðalög stjórnarinnar frá 3. sept. gefa svigrúm til að vinna að málinu, enda var útgáfa þeirra óhjákvæmileg vegna þess að vitað var að viðræðurnar hlytu að taka alllangan tíma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.