Morgunblaðið - 29.09.1968, Síða 19
MORGtnNTBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPT. 1968
19
- LISTAMENN
Framh. af bls. 12
indi í félagið og hverjir ekki, en
óhugsandi er annað en að setja
nokkuð strangar skorður.
— Bygging nýs listamanna-
skála er aðaláhugamál okkar
núna. í>að er enn óákveðið hvort
vfð fáum beina aðild að skálan-
um á Miklatúni, en við höfum
fullan hug á því, og eigum dá-
fitið fé í sjóði, sem við vildum
gjarnan leggja fram. Það er ekki
á þessu stigi hægt að segja hver
úrslit þeirra mála verða, en við
vonum hið bezta.
Þá er að tilhlutan félagsins
efnt til sýninga og séð um þátt-
töku Islendinga í sýningum er-
lendis. Við erum aðilar að Nor-
raena listabandalaginu og tökum
þátt í sýningum þess sem haldn
ar eru til skiptis á Norðurlöndun
um. Þessi sýning hefur verið
tvisvar hérlendis og vfð tilkomu
nýs sýningarhúss opnast meiri
og betri möguleikar fyrir okkur
að halda slíka sýningu í framtíð-
inni.
Félagið hefur einnig valið ís-
lenzk listaverk á sýningar er-
lendis, en því hefur jafnan bor-
izt mun meira af boðum um þátit
töku en unnt hefur verið að
sinna sökum fjárskorts. Um nokk
urt skeið hefur félagið einnig
efnt til haustsýningar myndlist-
armanna og er ætlunin að halda
því starfi áfram, ef við fáum
húsnæði til þess.
GÓÐ SAMVINNA
I RITHÖFUNDASAMBANDINU
Stefán Júlíusson rithöfundur
svaraði spurningum Mbl. eftir-
farandi.
— Rithöfundasamband íslands
var stofnað árið 1957, fyrst og
fremst til þess að brúa bilfð á
milli rithöfundafélaganna
tveggja, Rithöfundafélags íslands
og Félags íslenzkra rithöfunda.
Fyrrnefnda félagið var stofnað
1941, en klofnaði 1944 og var þá
hið síðamefnda stofnað. Fljót-
lega var farið að ræða um það
að reyna að sameina félögin og
1955 var skipuð sameiningar-
nefnd og komst hún að samkomu
lagi. Ekki tókst hins vegar að fá
samþykki í félögunum fyrir sarti
suna þeirra. Jón Leifs, sem þá
var formáður Bandalags ís-
tenzkra listamanna, kom fram
með hugmynd að stofnun sam-
bandsins og fékk þafi strax góð-
ar undirtektir í báðum félögum,
og var stofnað, eins og áður segir,
1957. Stjóm Sambandsins er
þannig skipuð að félögin tvö
kjósa á aðalfundum menn í hana.
Annað árið hefur Félag íslenzkra
rithöfunda tvo menn í stjórn-
inni og Rithöfundafélag íslands
þrjá, en hitt árið er svo skipt
um og það félag sem áður var
í minnihluta fær meirihluta í
stjóminni.
Þetta sarrfstarf hefur jafnan
gengið mjög vel og snur'ðulaust.
Við settum fljótt á stofn skrif-
stofu hjá lögfræðingi og höfum
leitast við að gæta réttar höf-
unda bæði-inn á við og út á við.
Einnig höfum við tekið virkan
þátt í norræna rithöfundaráðinu,
en einmitt þaðan fengum við góð
ráð og ábendingar um uppbygg-
ingu sambandsins.
— Okkar stærsti ávinningur
er vafalaust hin nýja löggjöf um
bókasöfn, sem kve'ður m.a. á um
að 10% af framlagi ríkis og sveit
arfélaga renni í Rithöfundasjóð
Islands, en síðan hafa rithöfunda
samtökin meirihluta í sjóðstjóm
inni og geta úthlutað úr sjóðn-
um 40% óbundið. 60% af fé
sjóðsins rennur hinsvegar til höf
unda í hlutfalli við útlán bóka
þeirra í bókasöfnrmum. Má því
segja að sú upphæð skiptist á
marga staði og fremur smátt.
Stjórn Sambandsins hefur nú í
fyrsta sinm úthlutað úr sjóðnum
400 þús. krónum til 4 rithöfunda,
og má af því sjá að sjóföurinn
kemur til með að verða öflug
lýftistöng fyrir íslenzka rithöf-
unda.
—>■ Mitt áhugamál nú er, að
fleiri almenningsbókasöfn kaupi
fleiri bækur eftir íslenzka höf-
unda, og af fleira tagi, en nú er
gert, — þannig að allir góðir
höfundar, jafnvel þótt um þá sé
deilt, komist til lesenda. Mér
hefur dottið í hug að mennta-
málaráðuneytið, eða þeir aðilar
sem veita fé til safnanna, gæti
stutt að þessu.
— Núverandi stjórn Rithöf-
undasambands íslands mun láta
af störfum innan tíðar. Auk mín
eiga sæti í henni þeir Bjöm Th.
Björnsson sem er varaforma'ður,
Ingólfur Kristjánsson sem er
gjaldkeri, Þorsteinn Valdimars-
son ritari og Indriði Indriðason
meðstjórnandi. Sú stjóm sem við
tekur hefur þegar verið kjörin
og í henni eiga sæti: Einar Bragi,
Jón úr Vör, Jón Óskar, Stefán
Júlíusson og Ingólfur Kristjáng-
son.
LÍTIL VERKEFNI HJA
LISTDÖNSURUM
Eitt yngsta aðildarfélag Banda
lags íslenzkra listamanna er Fé-
lag íslenzkra listdansara. Formað
ur félagsins er Ingibjörg Björns-
dóttir.
— Stofnendur félagsins voru
aðeins 5 stúlkur, sagði Ingibjörg
í viðtali við Mbl. Nú em félag-
arnir orðnir. 27, þar af þrír karl-
menn, sem reyndar starfa allir
erlendis. Það vill brenna við að
þeir sem fara út í þessa listgrein
ílengist erlendis, enda atvinnu-
möguleikar nánast engir hérlend-
is.
— Hver eru inntökuskilyr’ði
félagsins?
— Viðkomandi þarf að hafa
stundað nám í a.m.k. 4 ár í
viðurkenndum skóla og dansað
talsvert opinberlega.
— Læra ekki flestir dansaram
ir erlendis?
—Flestir hefja sitt nám í bail
ettskóiunum hérna, en fara síðan
utan til náms og fá þar framhalds
menntun.
— Verkefnin eru lítil?
— Við höfum lítið að gera,
nema að kenna og taka þátt í
nokkrum sýningum Þjóðleikhúss
ins. Það hefur skapazt vítahring-
ur í þessum málum og orðið þess
valdandi að áhugi á ballett er
sáralítill hérlendis. Það hefur ekk
ert verið gert til að byggja hann
upp. Þegar Erik Bidsted var hjá
Þjóðleikhúsinu voru settir upp
ballettar hérlendis og vöktu þeir
töluverða athygli og voru sæmi-
lega sóttir. Tilvalið hefði verið
að fylgja því fram og byggja á
því sem þá var búið að gera. En
allt slíkt fórst fyrir, eflaust af
ýmsum ástæðum.
— Aðaláhugamál ykkár er þá
að koma upp íslenzkum ballett-
flokki?
— Vissulega. Við gerum okkur
Ijósa grein fyrir því að slíkur
flokkur getur aldrei orðfð stór,
en það er ekkert því til fyrir-
stöðu að stofnaður verði 8—10
manna dansflokkur fastráðinna
dansara, sem haldi síðan sýningu
a.m.k. árlega. Við verðum að
ganga að því sem gefnu að missa
okkar beztu dansara úr landi.
— Krefst ballettdans ekki
mikils af dansaranum?
— Ballettdansari verður helzt
að æfa sig undir stjórn kennara
einu sinni á dag. Hann þarf að
vera miklum hæfileikum búinn
ef hann á áð komast langt. Is-
lendingar hafa eignast afburða-
dansara, Helga Tómasson, og get
um við vissulega verið stolt af
honum. Miklu varðar um fram-
tíð dansara að fyrsta kennslan
sem hann hlýtur sé góð.
— Hvað eru starfandi margir
ballettskólar hérlendis?
— Fyrir utan skóla Þjóðleik-
hússins eru 5 ballettskólar starf-
andi. Unnið hefur verið að því
að undanförnu að samræma
störf þessara skóla að svo miklu
leyti sem hægt er. Mín skoðim
er sú að framtíðarþróun í skóla-
málum verði sú, að einkaskólarn
ir taki við börnunum og hafi
þau í kennslu í 3—4 ár, en síðan
taki skóli Þjóðleikhússins við
sem nokkurns konar framhalds-
skóli.
— Og eru engar horfur á að
íslenzkir ballettdansarar fái verk
efni?
—• Það er þá helzt tilkoma
sjónvarpsins sem opnar leiðir
fyrir okkur. Við hpfum mikinn
áhuga á að starfa fyrir það, og
gætum útbúið heilt prógramm
ef óskað yrði.
— Hverjir eiga sæti með þér
í stjórn félagsins?
— Edda Scheving er ritari,
Ingunn Jensdóttir gjaldkeri og
Girðný Pétursdóttir og Sigrún
Ólafsdóttir eru meðstjómendur.
Fyrsti formaður félagsins var
Ásta Norðmann, en Sigríður Ár-
mann hefur lengst gegnt for-
mannsstörfum.
Guðmundur Þór Pálsson er for
maður Arkitektafélags Islands
en aðrir sem sæti eiga í stjórn
félagsins eru ólafur Sigurðsson
sem er ritari, Guðmundur Kr.
Guðmundsson gjaldkeri og Guð-
mundur Kr. Kristinsson með
stjórnandi.
Það er Guðmundur Þór Páls-
son formaður A.f. sem hér á eft-
ir svarar nokkrum spurningum.
— Hvert er höfuðverkefni fé-
lagsinis?
— Félagið er hagsmunafélag
og höfuðverkefni þess er að gæta
hagsmuna félagsmanna og sjá
til þess að þeir starfi samkvæmt
siðareglum félagsins.
— f hverju eru siðareglur þess
ar fólgnar?
— Siðareglur A.f. eru svo til
samhljóða siðareglum arkitekta-
félaganna á Norðurlöndum svo
og alþjóðasamtaka arkitekta. f
reglum þessum er þess m.a. get-
ið að arkitebt má ekki auglýsa
sig og að hann má ekki vera verk
sali eða hluthafi í bygg-
ingarvörufirma.
— Hver eru aðalvandamál ykk
ar arkitekta?
— Ég myndi á'líta það vera
ríkjandi skilningsleysi almenn-
ings á arkitektúr. Alltof margir
gera lítinn greinarmun á arki-
tektum og öðrum þeim er teikna
hús. Fólk sem er að byrja að
byggja vill eðlilega byrja á að
spara og heldur að það geti spar
að í teikningum, sem er mesti
misskilningur. Sá sparnaður, ef
einhver er, er étinn margfalt
upp síðar, þegar þarf að fara að
brjóta niður eða lagfæra það, sem
afvega hefir farið, vegna þess
að engar eða 'lélegar teikningar
hafa verið fyrir hendi.
— Hvað eru margir félagar í
Arkitektafélagi íslands.
— Félagar eru nú um 60 og
hefir farið mjög fjölgandi á síð-
ustu árum. Til dæmis um það
má nefna að um 1960 voru þeir
aðeins um 30. Inntökuskliyrði í
félagið eru, að viðkomandi haf
lokið fullnaðarprófi í byggingar-
list frá listaháskóla eða tækni-
háskóla, sem félagið viðurkennir.
Fram ti'l skamms tíma menntuð-
ust flestir íslenzkir arkitektar á
Norðurlöndum, en nú fara æ
fleiri til Þýzkalands. Námið tek-
ur 4—5 ár að afloknu stúdents-
prófi.
— Starfa flestir félagsmanna
að arkitektúr?
— Já, svo að segja allir. Ör-
fáir eru erlendis, margir starfa
hjá hinu opinbera, en hinir reka
sjálfstæða stofu. Það hefir verið
nokkuð gott atvinnuástand hjá
þeim, þar til núna að heldur virð
ist vera að dofna yfir.
— Hafið þið samstarf við er-
'lenda starfsbræður?
— Við erum aðilar að U.I.A.
sem eru alþjóðleg samtök arki-
tekta, en beztu og mestu sam-
vinnuna höfum við við félög
arkitekta á Norðurlöndum. Það
samstarf álít ég mjög þýðingar-
mikið fyrir okkur, og höfum við
ýmislegt á því grætt. Vandamál
in skjóta þar upp kollinum fyrr
en hér hjá okkur og getum við
því oft hagnýtt okkur þeirra
reynslu. Haldnir eru a.m.k. ár-
legir fundir og er þess skemmst
að minnast, að síðasti fundur var
haldinn hérlendis í tengálum við
Norræna byggingardaginn.
— Hvaða verkefni munu verða
efst á baugi hjá ykkur á næst-
unni?
— Við munum sennilega leggja
mun meiri áherzlu á að kynna
arkitektur og gildi hans, en gert
hefir verið, — kynna starf arki-
tektsins o.s.frv. Eins og ég sagði
áðan má arkitekt ekki auglýsa
sig. Verkin eiga að vera næg aug
lýsing.
Á þessum fundi norrænu arki-
tektafélaganna, sem ég talaði um
áðan var mikið rætt um þenn-
an lið siðareglnanna. Það hefir
orðið samdráttur hjá sænskum
starfsbræðrum okkar og þeir
orðnir uggandi um sinn hag og
vilja túlka þennan lið frjá'lsleg-
ar en gert hefir verið.
Þeir mættu mótspyrnu á fundin
um og það verður sennilega nið-
urstaðan, að félögin sjálf annist
meiri og öflugari kynningar-
starfsemi en áður.
Þess má geta að lokum, að
einn liður þessarar kynningar-
starfsemi er að norðurlandafélög
in öll hafa nú í sameiningu aug-
lýst hugmyndasamkeppni að
kvikmynd, sem fjalla á um nor-
ræna húsgerðarlist.
BÍLAÁKLÆDI Borgartúni 25.
Saumum óklæði á sæti
í allar tegundir bílra. Sérstaklega falleg efni fyrir-
liggjandi. — Stuttur afgreiðslufrestur.
BÍLAÁKLÆÐI Borgartúni 25
sími 10659.
KENN5LA hefst 8. okfóber
INNR/TUN
í síma 3—21—53 kl. 2-6 daglega
DANSKENNARASAMBAND ISLANDS
BALLETSKOU
SIGRIÐAR
ÁRMANN
SKULAGÖTU 34 4. H
FERÐARITVÉLAR
VIÐ ALLRA HÆFI
VANDAÐAR, LÉTTBYCCÐAR
ÍT í SKÓLANN
-k Á HEIMLEIÐ
★ Á VINNUSTAÐ
HAGSTÆTT VERÐ
ÓLAFUR GÍSLASON & CO. H.F.
Ingólfsstræti 1 A. — Sími 18370.