Morgunblaðið - 29.09.1968, Side 28

Morgunblaðið - 29.09.1968, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPT. 1968 skildi ég við hana þar. Flug- freyjan var einmitt að telja far- þegana um borð. Hún hugsaði sig um, andartak. — Kannski hún hafi tekið það í sig á síð- ustu atundu, að fara heldur til Parísar eða eitthvað annað. Kannski til Majorku. Hún var þar í fríinu sínu í fyrra og var álltaf að tala um það. — Hún flaug hvorki eitt né annað í dag. Hún fór að eins og þú: Náði sér í bíl og hvarf svo í honum. — Guð minn góður! Ég get bara ekki hugsað mér, hvert Ekki er ráö nema i tima sé tehið Mamma, tengdamamma og amma hekla hespu- lopateppi í jólapakkann. Þér sparið tíma og pen- inga með því að hekla sjálf hin sérstæðu ullar- teppi úr íslenzkum lopa. Höfum fyrirliggjandibækl- inga með miklu úrvali af mynsturuppskriftum. Uppskriftir nr. 201 og 202 UMBOÐ UM ALLT LAND ÁLAFOSS ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 • SÍMI 12804 • REYKJAVÍK hún hefur getað ætlað. Varla hefur hún getað farið í Ramudd in aftur. — Nei, það gerði hún ekki. Ég er búinn að spyrjast fyrir þar. Mér var sagt, heldur en ekki kuldalega, að þar væri eng in ungfrú James. Jill stóð kyrr í sömu sporum og nú var allt annað horfið úr huga hennar. Hún var að velta því fyrir sér, hvert þessi óvar- kára Sandra hefði hugsanlega ek ið. — Jæja, sagði Oliver, — Dett ur þér nokkurt ráð í hug? Þú ert vinstúlka hennar, og ættir að þekkja hana, ef þá nokkur gerir það. Kúldinn í rödd hans kom illa við Jill. — Ef veslings Sandra hefur lent í einhverjum vand- ræðum, þá er það allt þér að kenna, sagði hún. — Þetta hefði aldrei orðið hefðirðu hagað þér almennilega í gærkvöld. — Nú kom að Oliver að glápa — Hvað áttu við með því, Jill. Ég veit ekki annað en ég hafi komið ful'lkomlega prúðmann- lega fram við stúlkuna. — Nei, það gerðirðu bara ekki andmælti hún. —Þú fórst skamm arlega með hana. Og það var ekki rétt, af því að hún er engin ósiðleg stúlka. En eins og hún leit út þegar hún kom heim — óhrein, úfin og rifin. Þú ætt- ir að skammast þín, Og ef eitt- hvað hræðlegt kemur fyrir hana nú, þá. . . . — Góða Jill! tók hann fram í Ég fór með Söndru heim í hótel ið, klukkan stundvíslega korter yfir tólf. Að vísu eftir miðnætti, en það var nú aldrei nema stund arfjórðungur, sem um var að ræða, og gat ekki gert til eða frá. Og þá var hún hrein og snyrtileg og kjóllinn hennar var svo sannarlega ekki rifinn. — En hún kom nú bara ekki heim fyrr en klukkan undir tvö. Ég vakti eftir henni og stóð niðri í forsalnum þegar hún kom og opnaði dyrnar og var bæði óhrein og full í þokkabót. Ég er hrædd um, að hún hafi feng- ið óþarflega mikið kampavín í spilabankanum. — Við fengum eitt glas, hvort okkar. Það var allt og sumt. Hún var að vísu kát, skal ég játa, en algjörlega eins og hún átti að sér þegar við skildum. — En hvað hefur þá komið fyrir hana í millitíðinni? Ég hefði nú átt að spyrja hana um það, en svo kom hún ungfrú Gilmore ... Síðan sagði hún hon um alla söguna. Þegar Jill hafði lokið máli sínu, kinkaði Oliver kolli, eins og hann skildi nú allt. Verzlunin Lampinn, Laugavegi 87 auglýsir úrval af alls konar heimilislömpum bæði í nýtízku, hefðbundnum og gamaldags stíl s. s. Ijósakrónur, veggl,, loftljós, borð og gólflampa. Úrval af heimilis-raftaékjum hentugt til tækifærisgjafa: íslenzkir keramik- lampar (óbreytt verð), G.E. sjálfv. pönnur, grillofnar, brauðristar, SUN- BEAM hrærivélar, PHILIPS þeytarar, rafm.-rakvélar, straujám, RONSON hárþurrkur, — svo eitthvað sé nefnt. OSRAM ljósperur, allar gerðir og stærðir, ýmist óbreytt eða lækkað verð. Margs konar lampabúnaður. Vegna hagkvæmra innkaupa fást nú GENERAL ELECTRIC grillofnar, pönnur, hárþurrkur, við lækkuðu verði, — þrátt fyrir síðustu álögur. LÍTIÐ í LAMPANN. — Nei, sérðu, þarna hjólar forstjórinn okkar. — Mig grunaði eitthvað í þá átt, þegar ég sá þig hérna. Gra- ham hefur auðvitað ekki spurt þig neitt nánar, þegar hann réð þig. Til þess var hann of óþol- inmóður eftir að útvega okkur matselju. Ertu viss um, að Sandra eigi ekki neina kunningja í Líb- anon, sem hún hefur getað farið til? — Já, alveg viss. Hún hefði sagt mér það, ef svo hefði verið. En hvað í ósköpunum hefur orð ið af henni? — Það veit ég ekki, en ég ætla mér að komast að því, svar aði Oliver. — Nú ferðu gegnum dyrnar þarna fyrir handan, snýrð svo til vinstri og við endann á ganginum er matsalurinn, þar t sem fólk er að koma saman til I kvöldverðar. Ég sé þig seinna j Jill. Hann var farinn áður en Jill gæti nokkru svarað. Hún fór eft ir bendingum hans og slóst í hóp ! inn, sem var að setjast að þrem tannduftið sem gerir tóbaks- litaðar tennur HVÍTAR KRISTJAN JÓHANNESSON. heíldverzlun, Lokastíg 29. SEPTEMBER. Hrúturinn 20. marz — 19. apríl. Kirkjufélagið krefst þáttöku þinnar. Áhrif gagngerðra breyt- inga halda áfram í stærri og minni dráttum. Finndu þér ein- hverja dærgastyttingu seinna í dag. Nautið 20. apríl — 20. maí. Nú verða breytingar hjá þér varðandi vinnu, heHbrigði og ábyrgð. Vertu viðbúinn, þú kynnir að fá heimsókn langt að. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Vertu heima í dag. Eyddu deginum rólega. Hugsaðu mikið, reyndu að finna einhverja lausn til úrbótar á högum þínum. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. f dag skaltu gera upp gamlan misskilning. Brátt verður breyt- inga á högum þínum, og þú verður að vera búinn að gera gott úr öllu fyrir þann tíma. Gerðu þér síðan einhvem dagamun. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Þetta getur orðið upplyfting fyrir þig, því að fátt glepur. Notfærðu þér það. Meyjan 23. ágúst — 22. september. í dag skaltu leggja vandamálin á hilluna. Tímamót eru í lífi þínu, og von nýrra strauma. Margs verður þér til fjár, svo að þú skalt nota hæfni þína. Vogin 23. september — 22. október. Þú ert með hugann við heimilið. Líttu þá í kringum þig, og gleymdu ekki, hvernig hlutimir eru fengnir. Njóttu þeirra. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember. Gerðu það sem þú getur fyrir samfélagið í dag. Þú flnnur fólk, og um leið vandamál, sem þarf að ráða framúr, athyglis- verðar hugmyndir, og sömuleiðis tómstundagaman. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Þetta er ekkert venjulegur sunnudagur. Þú freistast til að eyða meiri peningum, en nauðsyn krefur, ef þú gætir þln ekki. Iðk- aðu íþróttir og bjóddu síðan vinum þínum heim. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. í dag skalt þú fara í reimsókn. Hvað aðrir álíta um þig, skaltu láta gilda einu að sinni. En rýmilegar áætlanir þínar bera góðan árangur. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Ofreyndu þig ekki I dag. Þú skalt sinna einhverri góðgerðar- starfsemi. Þér gefst tækifæri til að gera framtíðarskipulag. Ein- hvert eirðarleysi verður í þér, sem hrindir þér út í íerðalög. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Prýðilegur dagur til gamaldags skemmtana og þæginda. Not- færðu þér það. Haltu jafnvægi i eyðsluseminni, þótt erfitt sé.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.