Morgunblaðið - 29.09.1968, Qupperneq 32
OS lágt tryggt..
o£ lágar bætur
ALMENNAR
TRYGGINGAR £
SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1968
ASKUR
Suöurlandsbraut 14 — Simi 38550
12420 í salt
á Seyðisfirði
— Líf/ð salfad 1 gær vegna átu i s'ildinni
Seyðisfirði 28. september.
Tvo undanfama daga hefur
gengið illa að salta á Seyðisfirði,
því að mikil áta er komiin í síld-
ina. T.d. vatr einungis hægt að
salta 100 tunnur úr Margréti SÍ,
en hún kom með 900 tunnur af
ísaðri síld.
Þá voru saltaðar 100 tunniux á
Ströndiruni í gær úr Hrafni
Sveinbjarnarsyni III, en hann
kom með 300 tunnur.
í dag var saltað 200 tunnur á
Haföldunni úr Þorsteini RE og
verið er að salta úr Þórkötlu.
Útlit er fyrir, að nýting verði
lítil á þeirri síld, því að áta er
mikil í síldinni. Ásgeir R.E. er á
leið til lands með 1200 tunnur
tiil söltunar.
Söltunarstöðvarnar hafa salt-
að sem hér segir:
Hafaldan: 3200 landsaltað og
1000 sjósaltað.
Ströndin: 1600 landsaltað.
Sunnuver: 1300 landsaltað og
1200 sjósaltað.
Hrönn: 700 landsaltað og 1100
sjósaltað.
Þór: 750 landsaltað og 470 sjó-
saltað.
Nóatún: 100 tunnur landsaltað.
Valtýr Þorsteinsson 100 tunn-
ur sjósaltað. — Sveinn.
Búið að salta í 7406
tunnur á Raufarhöfn
Raufarhöfn 28. september
Heildarsöltun á Raufarhöfn er
nú 7406 tunnur.
1 fyrrinótt og gær var saltað
hjá Norðursíld h.f. úr Faxa G.K.
411 tunnur, Þórði Jónassyni EA
282 tunnur, Gideon VE 298
tunnur og Ólafi Magnússyni
EA 94 tunnur.
Á Björgu h.f. var saltað úr
Þórði Jónassyni 107 tunnur. Hjá
Óðni h.f. úr Fylki EA 315 tunn-
ur, og þá fékk Óðinn h.f. 59
tunnur sjósaltaðar á Guðrúnu
Guðleifsdóttur ÍS, sem landað
var úr Laxá, sem kom hingað af
miðunum í fyrrinótt. Einnig
fékk Norðursíld h.f. 386 tunnur
sem skipsmenn á Laxá söltuðu
sjáifir um borð.
Hér er norðvestan stormur ,og
Ekkert soltoð ú
Neskoupstað
í gær
í GÆR var hvergi verið að salta
á Neskaupstað, en í fyrrinótt
voru saltaðar 6-700 tunnur.
Bræla er á síldarmiðunum og
voru margir bátar í höfn til að
lagfæra ýmislegt, sem hafði far-
ið úrskeiðis á löngu úthaldi.
Aðkomufólk er að byrja að
koana til Neskaupstaðar.
Guðrún Þorkelsdóttir kom i
fyrradag til Eskifjarðar með
1200 tunnur, fór mest í bræðslu.
Dagstjarnan landaði þar einnig
900 lestum af síld.
Hólmanes, sem verið hefur á
veiðum í Norðursjó er komið til
Eskifjarðar, og fer væntanlega á
eíldarmiðin nú um helgina. Þá er
Jón Kjartansson væntanlegur
eftir helgina.
Nógur ís er á Eskifirði fyrir
þau skip, er þangað koma, og
hefur nokkuð af ís einnig verið
flutt í bílum til annarra síldar-
staða.
Lítið var saltað á Siglufirði í
gær en á 4 stöðum í fyrradag.
slydda og bræla á síldarmiðun-
um, um átta til níu vindstig.
Öldugjálfur, höggmynd Asmundar Sveinssonar, var vígð í inni-
garði Menntaskólans við Hamrahlíð í gær. Reykjavíkurborg gaf
skólanum þessa höggmynd, þegar hann var stofnaður fyrir tveim-
ur árum. Myndin var steypt í Noregi, en síðan lánuð í Norðurlanda
skálann á Heimssýningunni í Montreal, þar sem hún vakti mikla
athygli. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.)
Á stolnum bíl
búður leiðir
í fyrrinótt var stolið bíl í Álf-
heimum í Reykjavík og fannst
hann austur í Hveragerði morg-
uninn eftir. Eitthvað skemmdist
bílinn í þessu ferðalagi og hefur
þjófinum fundizt tryggara að
verða sér úti um annan farkost
til að komast til Reykjavíkur
aftur, því í Hveragerði stal hann
öðrum bíl, sem fannst svo í Sól-
heimum í gærmorgun, óskemmd
ur.
Búvöruverðið
a mónudug
EKKI er enn búið að reikna út
búvöruverð. Mbl. hafði í gær
samband við Svein Tryggvason
framkvæmdastjóra Framleiðslu-
ráðs Landbúnaðarins og sagði
hann að verðið yrði tæplega birt
nú um helgina. Hins vegar mætti
vænta þess, að það verði tilbúið
á mánudagskvöld.
innbrot
BR'OTIZT var inn í Radíóþjón-
ustu Bjarna, Síðumúla 7, í fyrri-
nótt og stolið útvarpstæki og
ségulbandi í bíl og einnig kvik-
myndatökuvél af gerðinni Bell
and Howell, 8 mm.
5 skip með 280
lestir á föstudag
ALLGOTT veður var á sildar-
miðunum á föstudag og fram eft-
ir kvöldi, en þá fór veður versn-
andi, og í morgun voru SA 8
vindstig á miðunum. Veiðiskipin
eru nú á 69° og 12 mín. n. br.
og 7° og 20 mín. v.l. Frá þess-
um veiðislóðum eru innan við
300 sjómílur til Raufarhafnar.
Sl. sólarhring var kunnugt um
afla eftirtalinna 5 skipa, sem feng
ið höfðu 280 lestir alls.
Lestir
Tungufell BA 30
Brettingur NS 80
Ásgeir RE 120
Hrafn Sveinbjarnarson GK 10
Dagfari ÞH 40
Miklar umrœður
á aukaþinginu
— Þingslit verða í dag
Störfum aukaþings ungra
Sjálfstæðismanna var haldið
áfram í gær en þinginu Iíkur
í kvöld. Miklar umræður urðu
á þinginu í gær um þjóðmála
starfsemi næstu ára og starfs-
hætti þeirra.
í gærmorgun störfuðu nefnd-
ir, en eftir hádegi hófust umræð-
ur um þjóðmálastarfsemi næstu
ára, og voru þær mjög fjörugar.
Þeim umræðum var ekki lokið, er
Morgunblaðið fór í prentun.
Fyrir hádegi í dag starfa nefnd
ir, en eftir hádegi hefjast um-
ræður um stjórnmálaflokkana.
Aukaþinginu verður slitið í
kvöld að loknu kvöldverðaðbóði
miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins.
Svava Jakobsdóttir
Guðbergur Bergsson
Guffmundur Daníelsson
Jóhannes úr Kötlum
4 rithöfundum veittir viðurkenningarstyrkir
í GÆR var úthlutað úr Rithöf- I viðurkenningu si.m veitt hefur I Daníelsson, Jóhannes úr Kötlum I verðlaunin við hátfðlega athöfn
undasjóði íslands fjórum viður- verið hérlendis. Þeir rithöfundar og Svava Jakobsdóttir. á Hótel Sögu í gær, og verður
kenningarstyrkjum. Hver styrk- sem verðlaun hlutu voru Guð- Formaður Rithöfundasambands nánar skýrt frá henni í blaðinu
ur var 100 þús. kr., og er því hér bergur Bergsson, Guðmundur íslands, Stefán Júlíusson, afhenti eftir helgi.
um að ræða stærstu listamanna- 1