Morgunblaðið - 13.10.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1968, Blaðsíða 2
2 -------- ! ---------- ' MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13, OKTÓBER 1968 # 4 r- Hafnarframkvæmdir í Hafnarfirði — hafnarbakkinn lengdur um 73 m. HAFNAR ern framkvæmdlr vlð aff lenpfja hafnarbakkann í norð- urhöfn Hafnarfjarðarkaupstaðar, og er ætlunin að lengja hann um 73 metra í beina stefnu vestur, að því er Gunnar Ágústsson, hafn- artjóri, tjáði Morgunblaðinu í gær. Þegar þessum framkvæmd- um er lokið verður hafnarbakk- inn alls 246 metrar. Jafnframt lengingunni er fyr- Akureyri, 12. október. NORRÆNA baaid- ag listifSnað- arsýningin, sem verið hefur í Norræna húsimu í Reykjavík undarhf arnar vikur verður opnuð irhugað að byggja 18 mett-a horn á hafnarbakkann til að loka fyll- ingunni. Áætlað er að reka niður stálþilið og fylla að þvi fyrir áramót, en ljúka síðan við leng- inguna á næsta ári. Þessar framkvæmdir leiða til þess, að rífa verður gamla tré- bryggju, sem er nú elzta bryggj- an í Hafnarfirði og í daglegu tali kölluð „Gamla bryggjan“. að Hótel KEA og í Lamdsbank- amum á Aktureyri kkukkam 14 til 22, em aðira daag frá kluikkam 17 til 22. Aðgangux er ókeypis. í gærmorgun er starfsfólk í skrif stofubyggingu Garðars Gíslason ar hf. Hverfisgötu 4 kom til vinnu, veitti það því eftirtekt að' níða var brotin í rúmlega mann- hæðarháum sýningarglugga. Er tvöfalt gler í rúðunni. Svona rúða kostar 25—30.000 kr. og ekki verður hægt að setja nýja rúðu í aftur fyrr en með vor- inu, því afgreiðslufrestur tekur fleiri mánuði. Ekki er vitað með hverjum hætti rúðan brotnaði, en vera má að sjónarvottar hefðu verið að því og ættu þeir að gefa sig fram. Norræno sýningin fyrir norðnn Nemum í Hvanney rarskóla fjölgað um þriðjung Nýja heimavistin tekin í notkun BÆNDASKÓLINN á Hvanneyri er byrjaður. Eru þar nú fleiri nemendur en nokkru sinni eða alls 90 talsins, en áður hafa ekki verið hægt að taka fíeiri en 50- 60. Fjölgun nemenda stafar af tilkomu hins nýja myndarlega heimavistarhúss, en þar eru 40 herbergi, eins og tveggja manna. Er skólinn tekinm til starfa að undanskilinni yngri deildinni í bændaskólanum, sem byrjar um miðjan mánuðinn. Af þessum 90 nemendum er ein stúlka í eldri deildinni. í bændaskólanum á Hvanneyri eru tvær deildir og er eldri deiídin nú tvískipt, að því er Guðmundur Jónsson, skó'la- stjóri tjáði Mbl. Er mikil að- sókn að eldri deildinni, því gagn fræðingar fara beint í hana og undamfarið hafa færri þeirra komizt að en 1 du. Þeir sem hafa minni undirbúning, þurfa tvo vetur I skólanum og byrja í yngri deildinni svonefndu. Nú hefur verið hægt að taka svo táíl alla, sem sóttu um skólavist og ppfylltu þau skiíyrði, sem krafizt var. f framhaldsdeild eru svo 15 nemendur í tveimur bekkjum. Bn nýbúið er að lemgja framhalds- deildina úr tveggja vetra námi í þriggja vetra nám. — Þetta tvennt, bæði nýja byggingin og lenging framhalds deildarinnar er ákaflega mikils virði fyrir skólanm, sagði Guð- mundur. Hvort tveggja hefur verið gert í ráðherratíð Ingólfs Jónssonar, sem hefur verið okk- ur ákafíega velviljaður og borið hag skólans fyrir brjósti. Nýja heimavistarhúsið er mjög vistlegt og aðbúnaður góður. Nemendur eru í eins og tveggja manna herbergjum og fylgir snyrting hverju herbergi. Búa þar tæpir 60 manna nemend ur. öll kennsla fer eftir sem áð- ur fram í gamla húsinu. Guðmundur sagði, að byrjað væri að byggja aftur upp hlöð- una og fjárhúsim, sem brunnu fyr ir skömmu. Mundu byggingar verða komnar upp um nýjár. Fé hefði eitthvað verið fækkað, en aðrar ráðstafanir gerðar með flestar kindurnar, þar til húsin eru aftur komin upp. Vegna ummœla viðskiptamálaráðherra á Verzlunarráðsfundi: Offramleiðsla búvöru ekki stærsta vandamálðð — segir Ingólfur Jónsson ráÓherra VEGNA ummæla Gylfa Þ. Gíslasonar viðskiptamálaráð- herra á Verzlunarráðsfundi, sem skýrt hefir verið fra her f blaðinu, hefir Mbl. snúið sér til Ingólfs Jónssonar ráð- herra og spurt hann um af- stöðu ríkisstjórnarinnar i landbúnaðarmálum. Ráðherr- ann sagði: Ég hef aldrei talið tilefni til að ræða verzlunarmál eða skólamál á fundum Stéttar- sambands bænda enda til þess setlast að þar séu aðálíega rædd landbúnaðarmál. Ég held einnig að það hefði ekki mikil áhrif á kennslu eða verzlunarmál þótt ég tæki upp þann sið að ræða þau á fundum stéttarsambands- ins. Það er ekki að undra, þegar viðskiptamálaráðherra fer að ræða landbúnaðarmálin á aðal- fundi Verzlunarráðsins, að það mótist nokkuð af því að vera akki gerhugsað. Síðustu þrjú árin hafa verið mjög óhagstæð fyrir landbúnað- inn hvað tíðarfar snertir, vetur harðir og vor köld, og jörð kal- ið víða um land. Af þessum sök- um hefir fóðurbætisnotkun og áburðarkaup vaxið að miklum mun, án þess að framleiðsla hafi aukizt nokkuð að ráði. Bændur hafa reynt að pína gras upp úr lélegri jörð með aukinni á- burðarnotkun og vegna vorharð- indanna hafa þeir orðið að auka fóðurbætisgjöfina til þess að fcoma fénaði sínum sæmilega fram í því kalda tíðarfari, sem við eigum nú við að búa hér á landi, er hætt við að skortur verði hér á neyzlumjólk innan tíðar. Til Mjólkurbús Flóamanna berast nú daglega 11000 (ellefu þúsund) lítrum minni mjólk en á sama tíma í fyrra. Það er ekki af skilningi talað, þegar menn ræða um offramleiðslu búvöru hér á landi, sem stærsta vanamál þjóð arinnar. Samkvæmt íögum geta bænd- ur ekki fengið meiri útflutnings uppbætur en sem nemur 10% af heildarverðmæti framleiðslunn ar. Af því leiðir að bændur verða sjálfir að taka á sig þann halla af útflutningi, sem er fram yfir það. — Þessi ræða viðskiptamála- ráðherra kom mér alveg á óvart þar sem hann boðar breytingu á landbúnaðarstefnunni. Sú land búnaðarstefna, sem nú er ráð- andi hefur leitt til þess, að með- albúið hefur stækkað mjög mik- ið vegna aukinnar ræktunar og vélvæðingar. Sú þróun hefur orð ið til þess, að búvörunar eru nú á lægra verði en þær hefðu orð- ið að vera, ef bústærðin hefði ekki aukizt. Fólkinu í landinu fjölgar mikið á hverju ári, en því fólki, sem við landbúnað vinnur fer fækkamdi. Þess er því :kki langt að bíða að skortur geti orðið á landbúnaðarvörum nema því fólki fjölgi sem vinn- ur við landbúnað. Innflutningur hefur minnkað um 16-17% — til ágústloka í skýrslu þeirri, sem Þor- varður Jón Júlíusson, flutti á aðalfundi Verzlimarráðs ís lands sl. föstudag kom fram, að til ágústloka í ár hefur út- flutningur landsmanna verið 16%—17% minni en á sama tíma í fyrra og jafnframt hefur almennur innflutning- ur á sama tíma minnkað um 16%—17%. í ræðu sinni benti fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðsins á, áð útflutningurinn hefði minnk að um tæp 30% í fyrra en það ár hélzt almennur innflutningur svo til óbreyttur. Hins vegar sagði Þorvarður Jón Júlíusson að aukning útflutningsbirgða í ár mundi vega minnkun útflutn- ingsins upp að verulegu leyti. Þá sagði framkvæmdastjórinn einnig að gjaldeyriseignin hefði í ágústlok numið 352 milljónum króna og hefði því lækkað um 689 milljónir á árinu. Mikill rekstrarhalli hefði verið hjá rík- issjóði á árinu og stáða hans gagnvart Seðlabankanum rýrnað mjög. Útlán bankanna hefðu auk izt langt umfram innlán og staða þeirra við Seðlabankann versnað að mun. Alþjóðaþing mnnnfræðingo mdtmælir kynþátlnmisrétti Dr. Jens Pálsson tekur sœti í fastaráði Alþjóðasambands mannfrœðinga ÁTTUNDA alþjóðaþing mann- fræðinga var haldið í Tokíó og Kyoto dagana 3.—10. september sl. Sóttu það rúmlega eitt þús. mannfræðingar frá flestum lönd- um heims. Þingið sat einn íslendingur, dr. Jens Pálsson, sem flutti þar er- indi um uppruna íslendinga. En hann á sæti í fastaráði Alþjóða- sambands mannfræðinga. Á þinginu voru rædd fjölmörg mál er varða manntfræði og þjoð- fræði. Fastaráð samtakanna flutti til- lögu, sem samþykkt var sam- hljóða, þar sem m. a. var mót- mælt kynþáttamisrétti og undir- okun þjóða og þjóðernisminni- hluta. Var beint áskorun til ríkis- stjórna, vísindamanna og annarra um að endurskoða ríkjandi stefn- ur og taka upp vísindalega fræðslustarfsemi, sem stuðlaði að jafnréttisaðstöðu þjóðanna. Tékkneskir verkomenn krefjnst brotfilutnings rússneskn liðsins Prag, 12. október AP. Mikill fjöldi verkamanma hef ur krafist brottflutnings rúss- neska herliðsins frá Tékkóslóvak íu þrátt fyrir loforð stjórnar Dubceks um að gera hersetuna 'lögíega með samningi. Verkalýðs blaðið „Prace“ segir að mið- stjórn verkalýðsfélaganma mót- taki nú í sífellu ályktanir sem séu ekki ósvipaðar þeim sem gerð ar voru fyrst efitir innrásina. f ályktuinum er einnig mótmælt fréttafölsun varsjárbandalags landanna. Alexander Dubcek sagði í ræðu á föstudagskvöld að þessi mótmætt væru óraun- hæf. Hann sagði að til að hersetan tæki enda yrðu þeir að virða skoðanir Moskvu og hafa þolinmæði, ekki mót- mæla. Dubcek minntist ekki á hve nær herliðið yrði flutt á brott, en varnarmálaráðherra haniS hef ur áður sagt að meginhluti þess Atvinnumólu- nefnd fullshipuð VERKALÝÐSFÉLÖGIN og vinnuveitendur hafa tilnefnt fulltrúa sína í atvinnumálanefnd Reykjavíkurbæjar. Fyrir fulltrúa ráð verkalýðsfélaganna verður Guðjón Sigurðsson í nefndinni frá Vinnuveitendasambandi ís- lands Barði 'Friðriksson. Er nefnd in þá fullskipuð. Borgarráð hafði áður tilnefnt Birgi ísleif Gunnarsson, sem er formaður nefndarinnar. Frá Al- þýðubandalaginu er Guðmundur J. Guðmundsson, frá Sjálfstæðis- flokknum Gunnar Helgason, frá Alþýðuflokknum Björgvin Guð- mundsson og frá Framsónkar- flokknum Daði Ólafsson. verði farið fyrir 28. október, sem er fullveldisdagur Tékkósló- vakíu. Hann gat þess heldur ekki hve nær samningurinn við Rússa yrði undirritaður, en ýmsar sögu sagnir eru á fofti um það atriði, m.a. hefur verið sagt að undririt- un hafi verið frestað. Eldor logu SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt vest- ur á Ægissíðu í fyrrakvöld, en þar logaði í drasli á bryggjunni. Gekk fljótt og vel að slökkva eldinn, sem virðist hafa kviknað, þegar rafmagnsleiðsla nérist í sundur milli skips og bryggju. Þá var slökkviliðið kvatt að Verbúð 1 vfð Geirsgötu í gær- morgun, en þar lagaði eldur í nælonnetum. Gekk vel að slökkva eldinn og varð tjón lítið, en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnsinntaki. Hundtekinn í fungelsis- gurðinum DRUKKINN maður var handtek inn í fangahúsgarðinum við Skóla vörðustíg í fyrrinótt. Gaf hann þá skýringu, að hann hefði ætlað að reyna að ná sambandi við kunningja sinn, sem situr inni, en í stað þess að ná tali af hon um var maðurinn sjálfur látinn gista í fangageymslunni við Síðu múla yfir nóttina. Öðru hvoru eru menn handtekn ir í fangahúsgarðinum og gefa þeir oftast nær sömu skýringu á ferðum sínum og sá, sem hand tekinn var í fyrrinótt. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.