Morgunblaðið - 13.10.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1968 Útgefiandi Framkvaemdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingast j óri Ritstjórn og afgrei'ðsla Auglýsingar Askriftargjald kr, 130.00 1 lausasölu Hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands, Kr. 8.00 eintakið. SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKURINN ¥ gær og fyrradag stóð fund- ur í flokksráði Sjálf- stæðisflokksins en það er æðsta stofnun flokksin^ milli landsfunda. Flokksráðsfund- inn sóttu fulltrúar og trúnað armenn Sjálfstæðisflokksins hvaðanæva af landinu. Urðu fjörugar umræður á fundin- um og mikill einhugur ríkj- andi með fundarmönnum, yngri og eldri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um nær fjögurra áratuga skeið notið meira og traust- ara fylgis meðal íslenzkra kjósenda en nokkur annar stjórnmálaflokkur. Fyrsta áratug þessa tímabils leiddi ranglát kjördæmaskipun til þess, að flokkurinn hafði ekki þingstyrk í samræmi við kjós endafylgi sitt en segja má að allt frá lýðveldisstofnun hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið forustuflokkur þjóðar- innar. Hann hefur átt aðild að ríkisstjórnum allt þetta tímabil að undanskildum vinstri stjórnar árunum 1956 —1958 og hann hefur haft á hendi stjórnarforustu lengst af og m.a. á tveimur mestu framfaraskeiðum hins ís- lenzka lýðveldis, nýsköpunar árunum 1944—1946 og við- reisnarárunum eftir 1960. Það getur ekki verið tilvilj- un, að íslenzkir kjósendur hafa sýnt einum stjórnmála- flokki slíkt traust svo áratug um skiptir. Auðvitað skiptast á skin og skúrir í starfi stjórn málaflokka og stjórnmála- manna, en þótt Sjálfstæðis- flokkurinn hafi stundum átt andbyr að mæta í kosningum hefur þjoðin þó aldrei treyst sér til að fela öðrum stjórn- málaflokki það forustuhlut- verk, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur gegnt. Megin ástæð an er vafalaust sú, að þær grundvallarhugsjónir, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan byggt stefnu sína á, eru í meira samræmi við eðli íslendingsins en aðfengnar kenningar annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn vill varðveita rétt og frelsi ein- staklingsins í þjóðfélaginu og sú grundvallarstefna öðlast vaxandi þýðingu a næstu ár- um og áratugum. Það getur heldur ekki verið tilviljun, að einmitt úr röðum Sjálfstæðismanna hafa komið þeir tveir stjórnmálamenn, sem borið hefur hæst ís- lenzkra stjórnmálaleiðtoga á síðustu áratugum, þeir Ólafur Thors og Bjami Benedikts- son. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan laðað til sín af- burðamenn, innan flokksins og í starfi fyrir hann, hafa þeir fengið tækifæri til að þroska hæfileika sína og nýta þá í þágu alþjóðar. Flokksráð Sjálfstæðisflokks ins kemur saman á tímum er meira reynir á forustu Sjálf- stæðisflokksins í málefnum þjóðarinnar og einingu og samhug flokksmanna en nokkru sinni fyrr í sögu lýð- veldisins. Þjóðin stendur frammi fyrir mestu erfiðleik- um í efnahags- og atvinnu- málum síðan á kreppuárunum upp úr 1930. Mikið er í húfi að vel takist til um lausn þeirra vandamála. Sjálfstæðismenn um land allt munu slá skjald borg um flokk sinn og for- ustumenn og gera þeim kleift, með öflugum stuðn- ingi sterkasta stjórnmála- flokks landsins, að leiða þjóð ina út úr hinum miklu erfið- leikum. HLUTVERK VERZLUNAR- INNAR Aðalfúndur Verzlunarráðs ^ fslands var haldinn sl. föstudag. Þar var fjallað um ýmis hagsmunamál verzlunar innar og rædd þróun efna- hags- og atvinnumála að und- anförnu. í ræðu, sem Kristján G. Gíslason, formaður Verzl- unarráðsins, fluttí við setn- ingu aðalfundarins drap hann m.a. á hlutverk verzlunar- stéttarinnar og sagði: „Verzlunarstéttinni hefur verið legið. á hálsi fyrir það að flytja til landsins óþarfa varning og verja til hans dýr- mætuffi gjaldeyri. Því er til að svara að frjáls verzlunar- stétt álítur ekki í sínum verkahring að ákveða hvern- ig menn verja fjármunum sínum, en skylda hennar er hins vegar að uppfylla óskir neytendanna um vöruval. 1 frjálsu þjóðfélagi eru vissu- lega áhöld um, hvað sé óþarfa varningur og um stig óþarf- ans en minnumst þess að rík- ið sjálft verzlar með áfengi og tóbak. Hitt er annað mál, að við erum allir sammála um það, að hagkvæmast sé að framleiða sem allra mest í landinu sjálfu af þeim vör- um, sem við neytum, svo fremi, að það hafi ekki um of neikvæð áhrif á verzlunar kjörin. fslenzkum iðnaði verð ur að sjálfsögðu bezt borgið með því að nýta hugvit og framleiðslugetu þjóðarinnar Byltingin í Eftir Hugh O'Shaugnessy Indíánarnir skreyttu sig fjöðrum og djöflagrimum til að dansa fyrir Fernando Bei- aunde Terry þegar hann heim sótti þá í þorp þeirra við Amaxon-fljótið. Þegar hann svo bauð sig fram við forseta- kosningarnar í Perú árið 1963, !var hann talinn sá eini, er gæti komið á nútíma þjóð- félagi í landi, sem lítið hafði breytzt frá dögum spænsku undirkonunganna. Hann ákvað að heimsækja hverja borg í sveitahéruðun- um, og kynnti sér siði indíána og tungumál betur en nokkur frambjóðandi hafði gert áður. Hann var kjörinn í þeirri von að honum reyndist unnt að brúa bilið milli hvíta inn- flytjendaminnihlutans frá Evrópu og indíánanna, af- komenda Inkanna og annarra kynstofna indíána, sem ’ byggðu frumskógana og hlíð- ar Andesfjallanna áður en Francisco Pizarro lagði Perú undir Spán á sextándu öld. Eftir að hann var kjörinn forseti hafði hann það fyrir reglu að halda reglubundin þing flokks síns, Accion Popul ar, ekki í gömlu höfuðborg- inni Lima, heldur í frumskóga borgum eða gömlum miðstöðv um Inkanna fjarri strandhér uðunum. Belaunde var hugsjónamað- ur og arkitekt. Hann dreymdi 1 um að leggja gríðarmikinn 1 veg, Carretera Marginal de la / Selva — lífæð, sem opnaði J frumskógana við Amazon. 4 Perú er tvisvar sinnum stærra L en Frakkland eða Texas, en / landsvæðið handan Andes- J fjallanna er að mestu frum- 1 skógur. A’ð því er varðar efna hag landsins er þetta eyði- mörk. Hinsvegar er mikið um auðlindir í landinu, bæði málmur og olíu, en rekstur auðlindanna að mestu í hönd- um erlertdra aðila. Þau fimm ár, sem Belaunde var við völd, var honum gert æ erfiðara að hrinda í fram- kvæmd fyrirætlunum sínum varðandi jarðaskipti og niður jöfnun auðæfa landsins. öflug ir landeigendur og kaupsýslu menn hvítu yfirstéttarinnar stóðu gegn honum. Þegar endurbótafyrirætlan- ir hans komust ekki í fram- kvæmd, sneri Belaunde í aukn um mæli að draumnum um vegalagninguna. Vai*ði hann meiri og meiri tírna í þennan draum sinn á kostnað annarra framkvæmda. Hann ræddi málið við forseta nærliggj- andi ríkja — Ecuador, Colom- bíu, Venezuéla, Paraguay, Brasilíu, Argentínu — og draumurinn varð að stórbrot- inni hugmynd um veg, er tengdi alla Suður-Ameríku; en aðeins á pappírnum. Eitt kosningaloforðanna hélt hann. Það var að endurheimta olíulindimar í La Brea og Parinas, sem brezkt fjármagn hafði virkjað, en bandaríska olíufélagið Esso yfirtekið á fjórða tug aldarinnar, og nú voru stærstu olíulindir lands- ins. Fyrir nokkrum vikum til- kynnti hann að samningur hefði verið gerður við dóttur- félag Esso, International Pet- roleum Company, þar sem á- kveðið væri að yfirvöldin í Perú yfirtækju olíulindirnar upp í ógoldna skatta, sem stjórnin taldi bandaríska fé- lagið skulda. En olíuhreinsun- arstöðvar félagsins — arðbær asta deild rekstursins — voru áfram í höndum IPC. Auk þessa spunnust svo miklar deilur vegna tilkynningarinn- ar um samninginn um þessar olíuRndir, sem lengi höfðu verið þjóðernissinnum í Perú þyrnir I augum. Yfirmaður olíufélags ríkis- ins sagði af sér vegna þess að hann sagði að verið væri að fela sannleikann um olíu- lindirnar fyrir þjó'ðinni, og að ráðherra einn hefði vísvitandi „týnt“ blaðsíðu 2 í samningn- um við IPC, þar sem tekið væri fram að selja bæri olítma úr lindunum til hreinsunar- stöðva IPC. samstundis varð mál þetta að þjóðarhneyksli. Varaforsetinn og fram- kvæmdastjóri Accion Popular flokksins gerðu harðar árásir 1 blöðum og sjónvarpi á Bela- unde og fylgismenn hans. Flokkurinn klofnaði, og Bela unda stóð berhkjaldaður. Snemma morguns fimmtu- daginn 3. október urðu veg- \ farendur í miðborg Lima á- horfendur að undarlegri sjón. Hermenn voru að draga Bera- unde, berfættan og bölvandi, út úr forsetahöllinni. Var hon um ýtt upp í bifreið frá hern- um og fluttur um borð í flug- vél. Nokkrum klukkustund- um síðar leitáði hann hælis sem pólitískur flóttamaður í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Nýr forsætisráðherra, Manu el Mujica Gallo, hafði tekið við embætti aðeins nokkrum kíukkustundum áður, og L skundaði nú til forsetahallar- / innar. „Ég er nýi forsætisráð 1 Framhald á bls. l<t I til þess að skapa verðmæti úr þeim náttúruauðæfum, sem landið býr yfir. Þama eiga verzlun og iðnaður áreiðan- lega sameiginlegt hagsmuna- og metnaðármál.“ ÁNÆGJULEG YFIRLÝSING Ánægjulegt var að hlýða a ** viðskiptamálaráðherra lýsa því yfir á aðalfundi Verzl unarráðsins að höft kæmu ekki til greina við lausn þeirra efnahagserfiðleika, sem nú er við að etja. Lengi framan af ríkti ofurtrú á höftum hjá vinstri flokkun- um en Sjálfstæðisflokkurinn, einn íslenzkra stjórnmála- flokka hefur jafnan haldið fast við þá stefnu að inn- flutningsfrelsi væri öllum til hags. Að undanförnu hefur þess nokkuð orðið vart að hug- myndir um höft til lausnar aðsteðjandi vandamálum hafa skotið upp kollinum en yfir- lýsing viðskiptamálaráðherra á aðalfundi Verzlunarráðsins er væntanleg vísbending um það, að Alþýðuflokkurinn telji innflutningshöft úrelt fyrirbrigði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.