Morgunblaðið - 13.10.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1968 "srr BÓKMENNTIR Veraldarfjallið Halldór Laxness: KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI. Skáldsaga. Helgafell. Reykjavík 1968. Á tímum þegar skáldsagan, að minnsta kosti sú epíska, var á undanhaldi, sneri Halldór Lax- ness sér að leikritagerð. Að und anförnu hefur þess verið nægur kostur að kynnast leikritahöf- undinum Laxness meðan sagna- maðurinn Laxness virtist hafa fengið sér blund, og það nokk- uð langan að sumra áliti. Leik- rit Halldóris Laxness hafa ekki náð jafn sterkum tökúm á þjóð- inni og önnur skáldverk hans, nema ef vera skyldi Dúfnaveisl- an. Halldóri hefur orðið tíðrætt um, að skáldsagan væri gengin sér til húðar, hún væri vanmátt ugt tjáningarform í nútímanum; það hefur helst litið út fyrir að ihanm teldi merkilegar hugmynd- ir best komnar á leiksviði. l>ess- ar skoðanir hafa að vísu stang- ast á við margt það, sem til tíð- inda hefur talist í bókmennt- um síðari ára; segja má að Hall- dór afsanni þær rækilegast sjálf- ur, því með fullum rétti er hægt að halda því fram enn i dag á ofckar skrafutsýniingaöld, að lífs- máttur skáldsögunnar fari síður en svo þverrandi — jafnvel hin epíska skáldsaga á sér enn von — finni hún nógu gáfaðan höf- und. Nú eru leikrit Halldórs Lax- ness ekki lengur ein til vitnis um fráhvarf hans frá epísku að- ferðinmi. Skáldsaga sú, Kristni- hald undír Jökli, kær' endurfund- ur við sagnameistarann, sver sig í ætt við þá nýtískulegu sviðs leiki, sem hafa verið svar hans sem rithöfundar við áleitnum spurningum upp á síðkastið. Nýj ungamaðurinn í íeikritun, sagna smiðurinn fjölkunnugi, taka hér höndum saman, og úr því komp aníi verður kostuleg bók eins og vænta mátti. Lesandanum er kon unglega skemmt um leið og hann er látinn gruna alvarlegri at- burði, og neyddur eins og jafn- an hjá Laxness til að taka af- stöðu, horfast í augu við sjálfan sig í spegli veraldarinnar. Eins og oft áður velur Hall- dór sér tignaríega sviðsmynd, Snæföllsjökul sjálfan, fjall fjalla. f sveitunum kringum Jök- ul hefur löngum verið viðburða- ríkt, ekki minni höfundar en Jul es Verne og Þórbergur Þórðar- son hafa sótt þamgað efnivið sinn og báðir orðið frægiir af. Verður það að nægja í bili sýsl- unni til vegsemdar, því upptaln- ingar gætu orðið langar og ært óstöðugan. Það sem tíðindum veldur í sög- unni, er að biskupinn yfir ls- landi ræður guðfræðing nokkurn ungan að árum, kallaðan Umba, en það er skammstöfun á um- boðsmaður biskups, til þess að rannsaka kristnihald undir Jökli. Það sem gerir Umba öðr- um verðugri til-fararinnar er’ sá hæfileiki hans að kunna á segul- band. Hann á semsagt að hafa bandið með sér og gefa síðam biskupi skýrslu um ástand- ið vestra. Forvitnilegasta rann- sóknarefnið er séra Jón Prímus, en hann hefur orðið kunnari af því að gera við véíar og járna hesta en sinna prestverkum. Þar að auki hefur frétst af dular- fullum flutningum með einhvern kassa eða kistu á jökulinn, gæti verið lík, og séra Jón grunað- ur um að vera með í ráðum. Umbi leggur nú af stað með þessi orð biskups í veganesti: „Munið að því sem logið er að yður, jafn vel vísvitandi, það er oft merki- legri staðreynd en sönn saga sem menn segja í einlægni". Jón Prímus er náttúrulega ekki heima þegar Umbi kemur að prestsetrinu, en þar hittir hanm Hnallþóru, sem segir honum sögu af hulduhrút. Safnaðarfor- maðurinn Tunii Jónsen er næst spurður frétta, og þykir honum það ekki tiltökumál þótt kirkjan sé negld aftur og lítið um mess- ur, skírnir og jarðarfarir; skemmtanirnar eru sosum nógar. Um kenningar séra Jóns farast honum svo orð; „Við höfum ekki orðið varir við að hann séra Jón hefði neina sérstaka kenníngu; og það líkar okkur vel“. Hjá konu safnaðarformaransins fær Umbi aftur á móti upplýsingar um veiðimanninn svokallaða, mikinn afreksmann, einkum í kvenmamálum, og einnig berst talið að Úrsúlu hinmi ensku, Úr- su eða Úrsalei. Fer nú Umbi að hafa áhyggjur af þvi, að fróð- leikurinn muni vefjast fyrir þeim í kirkjumáíaráðuneytinu. Umbi hittir loks séra Jón, sem kynnir hann fyrir Helga á Torf- hvalastöðum, en sá siðastnefndi er einstakur maður í augum prestsins: „hann hefur teóríu“. Þegar prédikanir berast í tal tel ur Jón ráðlegast að fara að dæmi jökulsins og þegja. Um hjúskap- armál sín hefur séra Jón þetta að segja: „Um það bil ég vígð- ist hingað fyrir 35 árum, þá þrem árum fátt í þrítugt, þekti ég stúlku. Hún var einn þessara fyrirburða sem vandi er að segja hvort heldur er loftsýn eða jarð búi og aldrei hefur verið hægt að skýra nema útfrá þjóðsögum Jóns Árnasonar". Konu þessa nefnir prestur Úu, og viður- kennir reyndar að hún hafi ver- ið brúður sín. Enn kemur til sögu Jódínus Átfberg skáld, um- boðsmaður Godmans Sýngmanns prófessors og doktors. Jódínus þessi ekur tólf tonna bíl á átján hjólum. Þá eru ótaldir beitar- húsamenn eða verdensfrelsarctr af fjarlægum þjóðum, og kynnir sá fyrsti sig sem Saknússemm annan, og .kveðst einn þekkja leyndardóma Snæfellsjökuls. Menn þessir hafa uppi sérkenni- legar kenningar um góðmennsku og munu þær eiga að skírskota til Víetnamsstríðsins að ein- hverju leyti. Fyrir atbeina Helga á Torfhvalastöðum fara nú marg umtalaðir „líkflutningar" að skír astn til stendur að hefja merki- legar líffræðilegar tilraunir í þá átt að vekja upp það sem geymt er í skríni, sem þeir höfðu með sér upp í jökul hann og Jódínus tólftonnamaður. Meistarinn Guð mundur Sigmundsson, öðru nafni Godman Sýngmann er kominn á helgar slóðir til að gerá kenn- ingar sínar að veruleika og hef- ur verdensfrelsarana kynlegu í þjónustu sinni. Það verður ljósit, að eitthvert samband er á milli hans og Úu og svo þess, sem far- ið var með á jökulinn. Veiði- maðurinn, sá sami og meistarinn, sálast skyndilega, og það verð- ur að senda mörg skeyti út um heim, því eins og kunnugt er hef ur hann ekki verið við eina fjöl- ina felldur um dagana. Séra Jón neyðist til að opna kirkjuna, sam kvæmt fyrirmælum frá útlöndum staðfestum af biskupnum yfir fs- landi á að jarða manninn á staðn um. Séra Jóni Prímusi er verk- ið ekki ljúft, og þegar hann Itendur yfir kistunni á kirkjugólf- inu er engu líkEir en hann ætli að fara að járna hest. Þeir Helgi á Torfhvalastöðum, Jódínus skáld og beitarhúsa- menn, eru ekki atf baki dottnir; kassinn er sóttur og skrínið opn að með þeim afleiðingum, að þeir hlutir gerast sem varla geta orð- ið annars staðar en undir Jökli, nema þá í skáldverki eftir Hall- dór Laxness. Atburðirnir verða ekki raktir hér lið fyrir lið eða þær hugíeiðingar, sem af þeim spinnast og þær ráðningar, sem sagan kann að leiða í ljós. Höf- undurinn er auðsýnilega farinn að laga sig eftir absúrdistum, því nú er komið að þeim þætti Kristnihalds undir Jökli þegar farið er að fabúlera fram úr hófi. Konan Guðrún Sæmunds- dóttir frá Neðratraðkoti birtist og hefur að segja hinum þolin- móða guðfræðingi lífssögu sína. Hún er í senn margar konur, bæði raunveruleiki og arfsögn, og meðan Jón Prímus snýr sér að viðgerð hraðfrystihúsa vitnar hún í San Juan de la Cruz. Kon- an hefur farið víða um lönd, rek ið gleðihús í Buenos Aires, og einnig kynnst klausturMfi. Henni munar ekki um að verða ung aftur, og hrekklaus guðfræð- ingurinn spyr sjálfan sig: „Hver em eg að hafa orðið fyrir þeim gjörníngum að rata á mynd sem Göthe leitaði að en fann ekki, kvenmynd eilífðarinnar". Umbi „allsvesall einsog snjótitlíngur á hjarrii" kveður okkur í bókarlok í leit að ,,þjóðbrautinni“. Dr. Sýngmann virðist vera ein hvers konar sambland af Helga Péturs og ýmsum minni spámönn um. í fróðíegum viðræðum þeirra Prímusar og Sýngmanns, segir Sýngmann: „f þessari miðstöð hér í jöklinum munum við fremja vísindalega lífmögnun milli stjarna. Við munum hér og nú stofna samband við fjarlæga hnetti þar sem lífið er komið svo lángt að það getur ekki dáið, heyrirðu hvað ég er að segja, John!“ „Við búum í heimi þar sem djöflar ráða; morðtækið er það sem þeir lifa fyrir, morðið það sem þeir trúa á, en ljúga öllu öðru“. Þetta segir Sýngmann enn fremur við séra Jón. Heimsá- deilumaðurinn Laxness bregð ur sér í gervi Sýngmanns, eink- um hvað varðar það, sem hann hefur að segja um heimspeki og skáldskap: „Skáld og heimspek- ingar eru virtir í hlutfalli við fyrirlitníngu og viðbjóð sem þeir hafa á sköpun lífsins." Og í fram haldi af þessu liggur beinast við að vitna í Skuggasvein: drep- um, drepum, og þýska heimspek inga, sem virðast löngum halda vöku fyrir Halldóri. Snæfefls- jökult er nefnilega „veraldar- fjall“, svo stuðst sé við orð bisk- ups í upphafskaflanum. Voyage au Centre de la Terre, kallaði Juies Verne bók sína, og til þess að komast að miðbiki jarðar þurfti að fara ofan í jökulinn. Þessi bók er alltaf nálæg í Kristnihaldi undir Jökfi. Það má telja jöklinum m.a. til ágæt- is hve ólíkur hann er þýskum heimspekingum eins og þeim Schopenhauer og Nietzche: „Þessi jökull er aldrei einsog vanalegt fjall. Sem fyr segir er þetta aðeins búnga og nær ekki æði hátt uppí loftið. Það er eins- og' þetta fjall hafi aungva skoð- un. Það hefdur aungvu fram. Það vill aungvu troða uppá neinn. Aldrei ætlar það oní mann.“ Þegar Umbi kvartar yf- ir því við séra Jón, að kirkjan sé negld aftur, svarar presturinn: „Jökullinn stendur opinn“. Þar sem jökull stendur opinn, þarf ekki að messa, ekki einu sinni á jólunum. En það þarf að gera við vélar Og járna hesta. Þetta vissi Jón Prímus og sóknarbörn hans. Flóknar bækur Magnús A. Ámason er vel- þekktur persónúleiki meðal ís- lenzkra listamanna og listunn- enda, því að hann hefur mikið unnið að félagsmálum lista- manna, auk þess sem hann hef- ur reynt fyrir sér á flestum svið- um skapandi lista. Sú árátta hans að hlaupa úr einni listgrein í aðra kemur fram í verkum hans á þann hátt, að svo er sem hann sé sjaldan allur í viðfansgefnum sínum — að hann taki verkefnin ekki nógu föstum tökum, en inn á mil'li koma þó fram verk, sem eru langt fyrir ofan flest annað sem frá hans hendi kemur. Þessa sér maður greinilega dæmi á sýn ingu hans í „Hliðskjálf" á Lauga vegi 31 þessa dagana. Þessa viku eru þar aðallega málverk til sýn is, en skift verður um helgina og þá verða mótunarlistaverk í meirihluta. Þrjú verk vöktu strax athygli mína öðrum frem- ur á þessari sýningu: Nr. 2 „Ein drangar“, sem leiðir hugann að Monet í litameðferð, nr. 6 „Úr Vatnsfirði", sem er hrein og fölskvalaus náttúrustemning í |nildum samræmdum litatónum, svo og nr. 17. „Ýsa var það heill- in, sem er þróttmeiri í útfærslu en maður á að venjast frá hendi Magnúsar. Þá er málverkið „Hekta, sem er utan skrár, í svip uðum gæðaflokki. Ég hef jafnan litið á Magnús sem mótunarlÍBtamann, fyrst og fremst, og litið það nokkru horn auga hvernig hann hefur látið aðrar listgreinar glepja fyrir sér sem slíkum. Það er mannlegur heimur, sem Magnús sýnir okkur í höggmyndum eins og „Man- söngur'* svo og „Minnismerki um Sigurbjörn Sveinsson", og ég get ómögulega fylgt Magnúsi úr þeim heimi yfir í heim andlits- málverka hans. Það sem Magnús skapar ósjálf rátt án heilabrota um löngu liðn ar listastefnur, er hann gefur sig algjörilega á vald sköpunar- ástríðunni, er hann jákvæðastur á braut sinni, og ég skal fús- lega viðurkenna, að ég hefði vilj um heiminn, ég tala nú ekki um sex binda exóbíólógíu, les í mesta tagi einn maður. „Ekki mundi ég leggja útí að lesa bók eftir þig Mundi“, segir séra Jón við fræðarann Sýngmann effár- að hafa hlustað annars hug- ar á ræðu hans um stund. Kristnihald undir Jökli virðist mér að ýmsu leyti frjóasta og margbrotnasta skáldverk, sem lengi hefur komið út eftir Hall- dór Laxness. Það birtir álla hina mikilvægu höfundarkosti hans, gaman hans og alvöru. Söguhetj urnar eiga sér skyMmenni í leik ritum hans, auðvelt er til dæmis að sjá líkindi með séra Jóni og pressaranum í Dúfnaveislunni, eða tengsl þeirra Sýngmanns og „stórmenna" úr Strompleiknum og Prjónastofunni. En það skipt- ir ekki meginmáli, heldur sú í- þrótt Halldórs Laxness, sem sl og æ slær lesendur hans furðu, fær þá til að búast við atórtíð- indum í hvert skipti sem hann læt ur í sér heyra. Ef til vill mætti ætla, að glíma hans við hina erf- iðu list sjónleiksins, hafi átt sinn þátt í að færa enn út sagna heim hans. Kristnihald undir Jökli er ekki epískt verk eins og fyrr hefur verið vikið að, hitt liggur svo í augum uppi, að það er samið af epískum höf- undi, sem tileinkað hefur sér nýja frásagnartækni, veldur henni á aðdáunarverðan hátt. Sé hlutverk listarinnar að skemmta í víðri merkingu þess orðs, þá er Kristnihald undir Jökli mik- ið íistaverk. Mætti ekki líkja sögunni við hulduhrút? Þeirri tegund skáld- sögu, sem lætur ekki staðar num- ið við að kanna ókunnar slóðir, en er hvort tveggja í senn þjóð- saga og samtímaheimild. Jóhann Hjálmarsson. að sjá miklu meira af þeim Magn úsi Á. Árnasyni um dagana. Jóhanna Bogadóttir, sem sýndi í Unuhúsi við Veghúsastíg, er kornung og að sama skapi eðli- lega lítt þroskuð í list sinni. Myndir hennar komu mér fyrir sjónir sem myndir listnema, sem er að leggja út á alvarlegra stig listbrautar og rétt að ná fyrstu tökum á viðfangsefnunum, svo sem kemur fram i beztu verk- um sýningarinnar. Hún er dreym ín í útfærálu verka sinna, mynd- írnar vilja verða lausar, af því að hnitmiðaða byggingu vantar. Teikningar og graflist eru ljós- ustu punktar sýningarinnar, en Jóhanna stendur enn sem vonlegt er á þröskuldi þess víða sviðs. Listakonan virðist hafa farið of snemma af stað því að af þess- ari sýningu verður engu spáð um framtíð Jóhönnu Bogadóttur sem myndlistarkonu. „f listum liggur engin leið til baka“, var i eina tíð frægt víg- orð meðal listamanna, og þó að M sé ekki alveg sanrileikanum samkvæmt, þá verður að viður- kenna að listamaðurinn spyr frekar um þörf en bókstafleg rök, er hann velur sér vígorð í þann tíma þegar hann finnur hjá sér nauðsyn þess að brjóta af sér klafa vanans eða erfðavenj- unnar eða leita sér endurnýun- ar innan þess heims, sem lista- maðurinn hefur lokað að sér. Slíkar hugleiðingar verða á- leitnar á -sýningu Péturs Frið- riks Sigurðssonar í Bogasalnum þessa dagana, því að sýningar hans eru orðnar mjög á þann veg, sem maður býst við að jafnaði — hann hefur þrengt sér út í horn, í útfærslu mynda sinna, máski haría fagurt horn i aug- um álmennings, en hingað til hef ur það engum sönnum listamanni fullnægt að mála fyrir mat fjöld ans. Ég þekki lítið af því fs- landi, sem mig hefur hrifið svo mjög í þessum búnaði Péturs Friðriks. Myndir hans eru mál- aðar af mikilli íþrótt, en mér Framhald á bls. 18 Halldór Laxness Listsýningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.