Morgunblaðið - 13.10.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.1968, Blaðsíða 8
MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1968 95 ára á morgun: Halldöru Bjarnadóttir Á MORGUN mánudaginn 14. okt. verður heiðurskonan Hal'ldóra Bjarnadóttir 95 ára. Hún er sem kunnugt er Húnvetningur í báð- ar ættir, fædd að Ási í Vatns- dal. Foreldrar hennar voru Björg Jónsdóttir frá Háagerði á Skagaströnd og Bjarni Jónasson bóndi í Ási. — Gaman væri að eiga töfra- klæði ævintýranna á morgun og segja: Fljúgðu, fljúgðu nú klæði norður yfir fjöllin til hennar Halldóru, og geta heimsótt hana f litíu h'lýlegu stofuna hennar í Héraðshælinu á Blönduósi, fá að njóta um stund samvistar við þessa ágætiskonu á merkum af- mælisdegi. — En nú er ekki því til að dreifa, klæðið er ekki við henidina og verð ég því að láta nægja að biðja Morgunblaðið fyrir kveðju til hennar. — Fyrir nokkrum árum var Hall dóra héir í höfuðstaðnum. — Hafði hún mörgum erindum að sinna eins og vant er, þegar hún er hér á ferð. Meðal annars var hún að ganga frá og afhenda Búnaðarfélagi ís'lands gjöf sína. En hún hefur sem kunnugt er ánafnað Búnaðarfélagi íslands meginhluta eigna sinna eftir sinn dag. Hefur B.í. tekið við gjöf þessari, sem eru gamlir íslenzkir búningar auk margra merkilegra muna er bregða ljósi yfir ís- ienzka heimilismenningu á öld- inni sem leið og allt ti'l þess að bylting varð á íslenzkum sveita- heimilum. Þessum gripum Hall- dóru er nú allflestum komið fyr- ir í glerskápum sem B.í. hefur sett upp á ganginum fyrir fram- an skrifstofu félagsins á Hótel Sögu, getur því hver sem þang- að á leið um séð Halldórugjöf. — í Sigurður Helgason héraðsdómslögmaður V Digranesveg 18. — Síml 42390. , r Piuillaugur Einarsson hæstaréttarlögmaður remplarasundi 3, sími 19740. ! ÍIbÚNAÐARBANKINN ^7 er banki fólksins Skolphreinsun og viðgerðir Losum stíflur úr niðurfalls- rörum, vöskum með loft og vatnsskotum (nýtt), niður- setning á brunnum og fl„ út- skolun á (klóaikrör'Um), sótt- hreinsun að verki loknu. — Vanir menn. Sími 83946. Ný sending kuldahúfur og hjálmar HATTABÚÐ REYKJAVÍKUR Laugavegi 10. Húsbyggjendur Framleiðum allt tréverk í íbúðir. Getum bætt við okkur verkum til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. SMÍÐASTOFAN H.F. Trönuhrauni 5, sími 50855. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Hauks Jónssonar, hrl. og Kristins Sigur- jónssonar, hrl., verður jörðin Fitjakot í Kjalarnes- hreppi, þinglesin eign Kristjáns Gíslasonar, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri þriðjudaginn 15. okt. 1968, kl. 4.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 34., 36. og 38. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1968. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. I McCall’s McCall's McCall’s Patterns HACSÝNAR KONUR sauma heima. Þœr nota Mc Call-snið, spara heimilinu mikið ié og þjóð- inni gjaldeyri. Margt er þarna góðra gripa og treysti ég því að B.f. sjái sóma sinn í því að meta gjöf Hall- dóru eins og vert er og varð- veita sem hvern annan dýrgrip. Balldóra er af bændum komin, hefur hún með gjöf þessari vilj- að sýna í verki að engin stétt þjóðfélagsins stendur henni nær þótt einhverntíma hafi hún látið þau orð falla að allir íslending- ar væru synir hennar og dætur, og því afhendir hún forráða- mönnum bænda aleigu sína og að miklu leyti sitt ævistarf. Á langri ævi hefur hún safnað þess um hlutun víðs vegar um landið til þess að komandi kynslóðir geti ögn skyggnst inn í fortíðina og séð með eigin augum hvernig og hvað unnið var á ís- lenzku sveitabæjunum. Þjóðholl- usta Halldóru hefur verið frábær, ekkert var henni óviðkomandi er snerti heill og hamingju þessa lands á ö'll þjóðin henni mikið að þakka. — Boðorð Hannesar Hafstein: „að elska, byggja og treysta á laindið" — hefur hún haldið dyggilega og veitt fagurt for- dæmi. í fyrrahaust gaf hún út síð- asta hefti af Hlin sem hún nefndi „Eftirhreytur“. — Sá hún um allt efni bókarinnar og ann- aðist prófarkalestur þá 94 ára. — Engin eliimörk voru á ritinu, sami brennandi áhuginn, hlýjan og velvildin til allra landsins barna skein úr hverri línu eins og áður fyrr. Gamlir kaupend- ur Hlínar fögnuðu Hlín eins og gömlum vini og „Eftirhreytur" seldust upp á skömmum tíma. Geri aðrir betur. — Ég þakka þér vináttu þína við mig og mína elsku Halldóra mín frá því þú tókst fyrst í hönd- ina á mér barninu, norður á Ak- ureyri fyrir 60 árum þá hiýtnaði mér strax um hjartarætur er ég sá þig ungu skótastýruna við barnaskóla bæjarins. — * Þú fluttir hressandi blæ í bæ inn og brýndir fyrir okkurbörn unum trúmennsku og heiðarleik í orðum og athöfnum. — Guð gefi þér góðar stundir Halldóra mín. H. Á. S. Stjórnunarfélag Norð urlands stofnað ST J ÓRNUN ARFÉLAG Norður- lands var stofnað á Akureyri 28. september sl. Formaður þess var kosinn Lárus Jónsson, deildar- stjóri, og aðrir í stjórn: Valur Arnþórsson, fulltrúi, ritari, Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, gjaldkeri og Marteinn Friðriks- son, fra.mkv.stj., og Björn Ólafs- son, framkv.stj., meðstjórnendur. í varastjórn voru kjörnir: Finn- bogi S. Jónasson, aðalbókari, Edgar Guðmundsson, verkfr., Adólf Björnsson, rafveitustj. Haukur Logason, fulltrúi og Hall grímur Skaftason, fulltrúi. í framkvæmdaráð voru kjörnir: Árni Jóhannsson, kaupfélagsstj., fyrir Húnaflóabyggðir, Árni Guðmundsson, framkv.stj., fyrir Skagafjarðarbyggðir, Jóhann Möller, framkv.stj., fyrir Siglu- fjörð. Jón G. Sólnes, bankastjóri, fyrir Eyjafjarðarbyggðir, Björn Friðfinnsson, bæjarstjóri, fyrir S-Þingeyjarsýslubyggðir og Hrafn Benediktsson, kaupfélags- stjóri, fyrir Norðurland austan Tjörness. Stjórnunarfélag Norðurlands er deild í Stjórnunarfélagi ís- lands og á formaður þess fyrr- nefnda jafnan sæti í fram- 'kvæmdaráði hins síðarnefnda. (Frá Stjórnunarfélagi Norðurlands). íbúðir til sölu 4ra herbergja íbúð við Jörvabakka 14. Upplýsingar á byggingarstað kl. 8—6 og í sima 35801 og 37419. MIÐÁS S.F. Bílalakk LESONAL bílalakk, grunnur og spartl. Litaval, litablöndun. — Póstsendum. MÁLARABÚDIN Vesturgötu 21, sími 21600. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Hrafnkels Ásgeirssonar, hdl. verður íbúð á 2. hæð t. v. í húsinu nr. 7 við Melabraut, Hafnarfirði, talin eign Rúnars Jóns Ólafssonar, seld á nauðungar- uppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 15. okt. 1968, kl. 2.00 e.h. Uppboð þetta var aiuglýst ( 34., 36. og 38. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1968. Bæjarfógetinn í Ilafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.