Morgunblaðið - 13.10.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.1968, Blaðsíða 13
MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1968 13 60 ár frá fæðingu Steins í DAG eru liðin sextíu ár síð- an Steinn Steinarr skáld fæddist vestur á fjörðum. Steinn lést 25. maí 1958. Á minningu Steiss fellur enginn skuggi. Hver ný kyn- slóð, finnur í ljóðum hans það athvarf, sem einkennir aðeins verk mikilla skálda og heim- spakinga. Heimspekingur var Steinn. Ljóð hans eru ekki eingöngu fagrir munir, sem gleðja og vekja þrá mannsins til hins eilífa. Þau eru brenn- andi spurningar um markmið lífsins; það að vera til á jörð, sem breytist á hverjum degi, neyðir manninn til að endur- skoða hug sinn, hafna >ef til vill öllu, sem honum hefur verið kærast. Með skáldskap sínum kvað Steinn upp strang an dóm yfir sjálfum sér. Hann var miskunnarlaus og kaldur ef því var að skipta. Lausn hans var sú að viður- kenna enga lausn. Hann var sósíalisti á kreppuárunum, en átti erfitt með að láta sann- færingu ráða gerðum sínum; efinn sat að völdum í sál hans, og fáir hafa af meiri krafti bannfært þær kenningar, sem vöktu von hans fyrrum. Ljóð hans lýsa. engu að síður trú- arþörf; þótt hann skopaðist stundum að kristinni trú, má sjá þess merki í skáldskap hans, einkrsn undir lokin, að hann hafði tileinkað sér margt, sem gaf fyrirheit um algera stefnubreytingu. Framlag hans til íslenskrar ljóðlistar er svo stórt, að margt það sem önnur skáld hafa verið að burðast við að gera, verður fátæklegt sam- anborið við það. Hann breytti íslenskri ljóðlist með skáld- skap sínum og mögnuðum persónuleika; Timinn og vatn VELJUM ÍSLENZKT ið mun enn um sinn halda vöku fyrir lesendum hans, en mikill hluti þeirra ljóða, sem hann orti í hefðbundnu formi, eru nú þjóðareign. Steinn er eitt þeirra skálda, sem verður næring margra kynslóða; það er að vísu hætta í því fólgin að taka beim- speki hans bókstaflega, æn ekki verður komist undan að hrífast af leikni hans og túlk- unarmáta. Steinn var ættaður úr Döl- um, ólst þar upp, en kom ungur til ReykjavíkUr. Hljóð borgarinnar runnu inn í ljóð hans og líf, upp frá því varð hann reykvískt skáld, en gleymdi aldrei firðinum góða; heimurinn með draum- um sínum og áhyggjum varð vettvangur ljóða hans. Fáir áttu beittari penna en hann. Blaðagreinar hans og ýmsir smámunir óbundins máls, vitna um þá hörku, sem ekki verður yfirbuguð, þá seiglu, sem var sverð hans og skjöldur á myrkri tíð. í samtalslist átti hann fáa jafn- ingja, þversögnina gerði hann að íþrótt sinni; allt, sem hann snerti á varð samofið list hans, því ljóði, sem stendur af sér öll veður. Um Stein Steinarr og skáld skap hans hefur mikið verið skrifað, bæði af innlendum og erlendum bókmennta- mönnum. Samt mætti það ekki dragast á langinn, að út kæmi vönduð fræðileg bók um hann. Merkir gagnrýnend ur í Skandinavíu hafa lýst þeirri skoðun sinni, að Steinn væri tvímælalaust með allra fremstu höfundum Norður- landa, sem ljóð hafa ort á þessari öld. Óhætt er að Mercedes-Benz fólksbifreið gerð 220 D disill árgangur 1969 er til sölu og afhendingar strax. RÆSIR H.F., Skúlagötu 59, sími 19550. Jörð til leigu Góð bújörð í næsta nágrenni Reykjavíkur til leigu frá 1. júní 1969. Áhöfn og vélar fylgja til kaups. Kjörið tækifæri fyrir þann sem vildi skapa sér sjálf- 0 stæðan atvinnurekstur og ganga inn í búskap í fullum gangi. — Tilboð lieggist inn á afgreiðslu blaðsins í síðasta lagi 1. nóv. merkt: „2210“. nefna hann í sömu andrá og Svíann Gunnar Ekelöf, Dan- ann Paul la Cour, Finnann Elmer Diktonius, Norðmann- inn Tor Jonsson. íslenskur nútímaskáldskapur stenst vei samanburð við það, sem best er gert í nágrannalöndum okkar. Það er ekki Steini einum að þakka, en hlutur hans er með þeim stærstu. Ung íslsnsk skáld líta á Stein Steinarr, sem einn veigamesta þátt lífsmyndar sínnar,- dæmi hans verður alltaf til að efla og styrkja íslenska hók- menntaviðleitni. Eitt af því mikilvægasta, sem Steinn kennir okkur, er sú sjálfs- virðing að leyfa enga tilslök- un, bugast ekki í glímunni við orðið. Að gera aðeins hæstu kröfur: það er skylda þess skáldskapar og þeirrar listar, sem verður framtíð íslands, vörn þess og sókn í veröld- inni. Jóhann Hjálmarsson. LITAVER GRENSÁSVEGI22 - Z4 StlVIAR: 30280-322GZ Gólfdúkur — plast- vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar — stærðir 71^x15, 11x11 og 15x15. Amerískar gólfflísar — Godd Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slipp- fél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. Bezt ú auglýsa í IVlorgunblaðinu Lykilorðið er VALE Stendur tyrir styrkleika fegurð og endingu Ávallt fyrirliggjandi skrár, húnar smekklásar og hurðardælur. J. Þorláksson & Norðmann hf, VOLKSWACEN - 1969 “ LAND-ROVER BÍLASÝNING í dag sunnudag frá kl. 2—7 e.h. að Laugavegi 170—172 Komoð — skoðið — reynsluakið — Upplýsingasími /1276 — Heildverzlunin Hekla hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.