Morgunblaðið - 13.10.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1968 Stuart Sutcliffe og unnusta hans, Astrid Kircner. andi, en Stuart varð fljótlega sá bezti sem kennararnir höfðu lengi fyrirhitt. Rod Murray var með þeim í skóla og bjó hjá þeim báð- um um tíma. — Lennon var mikill ákafa maður og hrókur alls fagnáð- ar hvar sem hann kom. Hann hafði svo mikið að gera við að skemmta fólki að hann hafði engan tíma aflögu til að mála. Hann gat verið mjög grimmur en hann var léttur í lund og flestum líkaði vel við hann. Hann var mjög stjórnsamur og skipaði fyrir verkum eins og væri hann kóngur. Eitt sinn sá ég hann hlaupa niður götuna með stýri í höndunum. Engan bíl, bara stýri. Hann sagðist vera áð aka niður í borgina. Stuart var allt öðruvísi. Hann var hæglátur en mjög ákveðinn og hafði óbilandi trú á sjálfum sér. Ef kennar- arnir gagnrýndu verk hans varði hann þau af mikilli ein- beitni. Hann minntist aldrei á móður sína. Hann var lík- lega dálítið á undan félögum sínum á listaskólanum. Hann var t.d. mjög hrifinn af verk- um sem voru máluð fyrir tíma Rafaels, fimm árum áður en þau komu aftur í tízku. Hann var líka mjög hrifinn af Elvis Preslay, áður en hann varð vinsæll og var fyrstur tif að koma með Rock-and- roll plötu inn á skólann, það var meðan flestir töldu enn áð þetta væri einhver vi't- leysa sem aldrei næði fótfestu. Um þetta leyti (1958) var Lennon þegar kominn í sam- band við Paul McCartney og Georg Harrison. I>eir höfðu stofnað hljómsveitina „The Quarrymen“ sem síðar varð „The Beatles“. Stuart Sutcliffe hékk oft með þeim á bjórkrá sem heitir „Cracke“. Stuart hafði heyrt þá spila og varð óskaplega hrifinn. 1959, eftir að hann hafði selt eina mynda sinna fyrir 60 sterlingspund þaut hann út í hljóðfæraverzl un og eyddi þeim í bassagítar. Sutcliffe eldri varð aftur sem steini lostinn. — Það er nógu slæmt að hann skyldi vilja verða mál- ari, en áð hann ætli sér nú að verða „götuspilari" er hálfu verra. Stuart var hálf frumstæður gitarleikari. Hann kunni að- eins nokkur grip og sneri venjulega baki í áhorfendur til að þeir sæju ekki hversu lélegur hann var. Þaðan kem- ur James Dean samlíkingin. Hann setti upp dökk gler- augu og fýlusvip, eins og hann vildi mana fólk til að setja út á leik sinn. Árið 1960 héldu Bítlamir til Hamborgar þar sem þeir spiluðu í „The Star Club“ allt kvöldið, öll kvöld, fyrir 16 pund á viku. Þeir vom fá- tækir, sváfu á gólfinu með dag blöð yfir sér og borðuðu ekki mikið. Eftir því sem móðir Stuarts segir gat hann þó sent henni fimm pund á viku En Bítlarnir gerðu honum lífi'ð leitt. Hann var ekki mik- ill gítarleikari og eins og við var að búast var Lennon ekki mjúkmæltur þegar hann var að segja honum það. Pete Best, sem þá var trommuleik- ari hljómsveitarinnar fékk sömu meðferð, en hann var harðari af sér. Haustið 1960 hitti Stuart ljóshærðan Ijósmyndara sem heitir Astrid Krichner, og varð ástfanginn af henni. Þegar Bítlamir sneru aftur tii Hamborgar, trúlofuðu þau sig. Astrid fannst hann dálítið skrýtinn. Hún gaf honum að borða, klæddi hann í svört leðurföt og tók myndir af honum. Hún fékk hann ofan af því að stæla Elvis Presley og lét hann grefða hárið fram á enni, sem síðar varð hin fræga Bítlahárgreiðsla. I fyrstu skiptin sem hann mætti með þá hárgreiðslu fékk hann fremur kaldar kveðjur frá fé- lögum sínum, sem hæddu hann óspart. En þegar frammí sótti byrjuðu þeir að líkja eftir honum. Eftir því sem mogulegt er að dagsetja það, mtm það hafa verið dagurinn sem Bitl- arnir byrjuðu að þróast til sinnar núverandi myndar. En það er nú orðið augljóst að Sutcliffe myndi aldrei ná langt sem tónlistarmaður (það er almennt álitið að Bítl arnir hefðu fyrr eða síðar sparkað honum) Astrid var nokkrum árum eldri en hann, mun þroskaðri en Bítlamir og hún var að breyta honum. I Sutcliffe byrjaði aftur að mála og hann komst í bekk hjá Paolozzi. Þegar Bítlarnir héldu aftur til Liverpooi varð hann eftir með Astrid. Mál- verk hans voru miklu betri núna. Hann var nú aðeins 20 ára gamall og málverk hans voru ekki nein meistaraverk, en þau voru samt furðulega góð. — Hann var alltaf dálítið á undan sínum bekk sagði Paolozzi. — Það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, hann útfærði það alltaf heldur lengra en hinir. Við fengum oft brúsa og dósir frá mat- stofunni og nemendumir máttu dunda við þær eftir vild. Stuai-t hafði alltaf mest ímyndunarafl og vogaði sér lengst. Hann var vel gefinn og þorði áð nota gáfur sínar. Þegar hann lauk við eitthvað gekk hann burt frá því og byrjaði á einhverju nýju, hann eyðilagði líka mestan hluta verka sinna. Nú þegar Sutcliffe hafði sagt skilið við Bítlana batn- aði samkomulagið hjá honum og John, og þeir skrifuðu hvor öðmm tuttugu síðna há- sten&md bréf, mjög barnalega oft á tíðum. Lífið gekk sem- sagt ágætlega nema hváð Stuart var farinn að fá höfuð verki. Stundum leið honum svo illa að hann gat ekki farið á fætur. Astrid leit eftir honum 'og hjúkraði honum, hann var þunglyndur og erfið ur sjúklingur. Hann leitaði til margra lækna en þeir gátu ekki fundið neitt alvarlegt að honum. Flestir héldu að þetta væri bara einhver taugaveiklun, og Paolozzi fékk styrk handa honum svo hann gæti haldið áfram við listaskólann í Ham borg. En 10. apríl 1962 hneig hann skyndilega niður og var flutt ur á sjúkrahús. Hann var lát- inn þegar þangað kom. Hann hafði þjá’ðst af heilaæxli. Það er erfitt í dag að meta feril þessa unga manns án þess að verða fyrir einhverj- um áhrifum af sögunni sem ganga um hann. En flestir sem til þekkja álíta að hann hafi verið bezt gefinn og þrosk Framhald á bls. 26 r Stuart Sutcliffe hafði til að bera allt sem nauðsynlegt er til að verða sagnapersóna með al ungu kynslóðarinnar: Hann var bítill, listamaður, hafði sérkennilegt andlit og dó þegar hann var 21 árs. Hann var fremur horaður, ákafur í fasi og á sviðinu leit hann út eins og James Dean, þunglynd islegur, alvarlegur og faldi sig bakvið dökk gleraugu. Hann var klæddur svörtum leður- fötum og á flestum myndum sem til eru af honum, er hann dálítið fýlulegur á svip. Hann gat því aúðveldlega orðið hetja, ekki sízt vegna þess að hann hafði hæfileika og sterkan persónuleika. Mál- arinn Eduardo Paolozzi, sem kenndi honum rétt áður en hann dó, hafði mikið álit á honum. — Ef hann hefði lifað hefði hann hæglega getað orðið Bít- ill númer 1. Hann var hug- myndaauðugur, mjög vel gef- inn og opinn fyrir öllu. Ekki bara málaralist og pop-tónlist heldur og fyrir öllu sem var að gerast í heiminum. Þar sem Sutcliffe hafði út- liti’ð, hæfileikana og dó ungur var það næstum óhjákvæmi- legt að hann yrði nokkurskon ar sagnapersóna, og það er einmitt það sem skeð hefur. Það er nóg að nefna hafn hans upphátt í einhverri kránni i Liverpool, þá er þar fjöldi manns sem er reiðu- búinn að segja allskonar sög- ur af honum. Nú þegar, sex árum eftir lát hans er erfitt að skilja sannleikann frá sögu sögnum. Sutcliffe fæddist í Edin- borg 23. júní 1940 og dó í BÍTILUNN SEM DÓ Hamborg 10. apríi 1962. Faðir hans var vélamaður á her- flutningaskipi en móðir hans kennslukona. Hann átti tvær systur, og fjölskyldan fluttist öll til Liverpiool 1942. Stuart Sutdiffe lék með Bítlunum meðan þeir kölluðu sig „The Quarrymen". Sumir telja að hann hefði orðið þeirra vinsœlastur ef hann hefði kunnað að spila Sutcliffe eldri var lengstum á sjónum og það kom í hlut móðurinnar áð ala Stuart upp. Hún var geysilega tilfinninga- rík kona sem verndaði hann og stjómaði honum algerlega. Hún réðst á kennara hans með skömmum þegar hann lenti í vandræðum í skólanum og sótti hann á bjórkrárnar ef hann var þar með kunningj- um sínum. Hún var sannfærð um að hann væri snillingur. Það var ekkert sem sér- staklega réttlætti þessa trú hennar, en satt er það að Stuart gekk mjög vel í skóla og hiaut háar einkunnir. Þeg- ar hann var 15 ára gamall á- kvað hann að hann vildi verða málari. Faðirinn var’ð steini lostinn, þau höfðu vonað að hann yrði læknir eða eitthvað slíkt. Stuart fór samt sínu fram og fór í listaskóla í Liverpool þar sem hann nokkru síðar hitti John Lenn- on. Þeir voru algerar andstæð- ur. Stuart var hægur og feim- inn en Lennon fór eins og jarðýta gegnum skólann. Lenn on var aldrei nema meðalnem á gítar og ekki dáið 21 árs gamall Bitlamir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.