Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968
7
Hallgrímsmessa í dag
Trúarskáld, þér titrar helg og klökk
tveggja alda gróin ástarþökk.
NiSjar tslands munu minnast þin,
meðan sói á kaldan jökul skín.
Matthías Jochumsson.
I dag kl. 1J árdegis verður Hailgrimsmessa í Hallgríms-
kirkju í Reykjavik. 27. október er dánardagur sálmaskálds-
ins Hallgríms Péturssonar. — Biskupinn, herra Sigurbjörn
Einarsson og séra Ragnar Fjalar Lárusson þjóna fyrir
altari, en dr. Jakoo Jónsson prédikar.
FRÉTTIR
Basar
Systrafélagsins Alfa í Reykjavík
verður í Ingólfsstræti 19 sunnudag-
inn 27. október kl. 13.30. Margt er
þar góðra og ódýrra muna. Allir
velkomnir.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur
Bazar félagsins verður 1 nóvem-
ber. Allar félagskonur og velunn-
arar félagsins eru góðfúslega beðn
ir að styrkja okkur með gjöfum
á bazarinn. Móttaka er alla mánu-
daga frá kl. 2—6 að Hallveigar-
stöðum, gengið inn frá Túngötu.
Sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju
minnir á að aðal safnaðarfundur
Hafnarfjarðarsóknar verður haldinn
í kirkjunni sunnudaginn 27. okt. kl.
3.15 að lokinn; messu.
Náttúrulækningafélag Reykjavíkur
heldur félagsfund i matstofu fé-
70 ára verður á morgun, mánud.
28. okt. frú Margrét Ragna Þor-
steinsdóttir frá Skipalóni nú til
heimilis að Eiðsvallagötu 30, Akur-
eyri. Hún verður á afmælisdaginn
á heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar, Þórunnarstræti 83, Akureyri.
lagsins, Kirkjustræti 8 miðvikudag
inn 30. okt. kl. 9 síðdegis. Upp-
lestur. Skuggamyndir. Veitingar.
Allir velkomnir.
Bazar félags austfirzkra kvenna
verður haldinn miðvikudaginn 30
okt. kl. 2 að Hallveigarstöðum.
Gengið inn frá Túngötu. Þeir, sem
vilja gefa muni á basarinp vin-
samlega komi þeim til Guðbjarg-
ar, Nesvegi 50, Valborgar, Langa-
gerði 22. Elmu, Álfaskeiði 82 Hafn
arfirði Jóhönnu Langholtsvegi 148
Halldóru, Smáragötu 14, Helgu,
Sporðagrunni 8, Sveinbjörgu, Sig-
túni 59 Sigurbjörgu Drápuhlíð 43,
fyrir 27. okt.
Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykja
vík
hefur hafið fótaaðgerðir fyrir
aldrað fólk í Safnaðarheimili Lang-
holtskirkju alla miðvikudaga milli
2-5 Pantanir teknar í síma 12924
Félagskonur í kvenfélagi Hreyfils
Basar verður 8. des. að Hallveig
arstöðum við Túngötu. Uppl. í síma
32403, 36418, 34336, 34716 og 32922
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra,
kvennadeild.
Bazar félagsins verður í nóvem-
ber. Félagskonur eru vinsamlega
beðnar að hafa samband við skrif-
stofu félagsins, simi 84560. Fönd-
urkvöld eru á fimmtudögum að
Fríkirkjuveg 11 kl. 8.30
Frá foreldra- og styrktarfélagi
heyrnardaufra.
Basarinn verður 10. nóv. Þelr,
sem vilja gefa muni, hringi í sima
82425, 37903. 33553, 41478 og 31430
Kvenfélag Lágafellssóknar
heldur sinn árlega bazar að Hlé-
garði sunnudaginn 3. nóvember.
Vinsamlegast skilið munum i Hlé-
garð laugardaginn 2. nóv. kl. 3-5.
Langholtssöfnuður
óskar eftir aðstoðarsöngfólki 1
allar reddir til að flytja nokkur
• kirkjuleg tónverk á vetri komandi.
Uppl. gefur söngstjóri kirkjukórs-
ins, Jón Stefánsson, slmi 84513 eða
formaður kórsins Guðmundur Jó-
hannsson, s.mi 35904.
Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins I
Reykjavík
heldur Bazar mánudaginn 4. nóv
ember i Iðnó uppi. Félagskonur
og aðrir velunnarar Frikirkjunnar
gjöri svo vel og komi munum til
frú Bryndísar Þórarinsdóttur Mel-
haga 3. frú Kristjönu Árnadóttur
Laugav. 39, frú Margrétar Þorsteins
dóttur Laugaveg 50 frú Elisabetar
Helgadóttur Efstasundi 68 og frú
Elínar Þorkelsdóttur Freyjugötu 46
VISUKORN
Ég í flýti ætla að tjá,
orðin nýt þó bresti,
grand ei bítur grasið á,
gamanlítið er að slá.
Ólafur Briem.
sá N/EST bezti
Vegna garnaveiki í fénaði bænda á ýmsum stöðum á landinu
hafa miklar hömlur veri'ð settar um flutnin.ga á fénaði milli héraða.
Bóndi einn á Norðurlandi keypti sér naut á garnaveikissvæðinu.
Gerði hann þetta í óleyfi og fékk hann ámæli fyrir. Átti jafnvel
að lóga nautinu. Svo samdist þó að áður en það yrði gjört, mætti
hann senda blóð úr tarfinum að Keldum í Mosfellssveit til rann-
sóknar. Vitanlega tók bóndi þennan kost, en blóðtakan gekk illa
og endaði þannig að hann blóðgaði sjálían sig svo að töluvert
blæddi. Lá því beinast vfð að senda blóð úr honum sjá'lfum, sem
Spakmœli dagsins
Betra er að vita rétt, en hyggja
rangt. — Gamall málsháttur.
hann og gerði.
Eftir nokkurn tíma kom úrskurður frá rannsóknarstofunni. TJr-
skurðurinn hljóðaði þannig: Við teljum að tarfurinn sé ekki með
garnaveiki, en ráðleggjum að lóga honum, þar sem hann er ekki
hæfur til undaneldis.
Fjölskylda í Ólafsvík vann happdrættisbíl
Eftir að dregið hafffi veriff þ. 17. júní síffastL í happdrætti Krabbameinsfélagsins, kom þaff í ljós
aff fjölskylda Sigurdórs Eggertssonar í ölafsvík átti vinningsnúmerið og hlaut þar meff bifreiff þá,
sem hér sézt á myndinni ásamt fjölskyldu Sigurdórs. — Eins og kunnugt er, hóf Krabbameins-
félagiff jólahappdrætti sitt nýlega og er hinn nýi bill staffsettur við BankastrætL
Hafnarfjörður
Eins til þriggja herb. íbúð
óskast til leigu fyrir 1. des.
Skilvís greiðsla og góð um
gengni. Fyrirfraimgr. eftir
samkomulagi. S. 50884 e. 7.
Snyrtistofa Astu Halldórsdóttur
Tómasarhaga — sími 16010 —
býður upp á alia snyrtin.gu Hreinsa bólur og
húðorma og gef persónu.legar leiðbeinin.gar.
Athugið hina fullikomimi fótsnyrtinigu jafnt fyrir
karla sem konur.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Áma Gr. Finnssonar, hrl., Guðjóns Stein-
grímssonar, hrl. og Brunabótafélags íslands verður
húseignin Smiðjustígur 2, Hafnarfirði, þinglesin eign
Brynhildar L. Bjarnadóttur og Þorbjörns Sigfússonar,
seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni
sjálfri þriðjudaginn 29. okt. 1968, kl. 4.00 e.h.
Uppboð þetta var auglýst í 34., 36. og 38. tölubiaði
Logbirtin.gablaðsins 1968.
Bæjarfógetinn í IlafnarfirðL
N auðungaruppboð
Eftir kröfu Guðmundar In.gva Sigurðssonar, hrl., Veð-
deildar Landsbanka íslands, Sigurðar Hafstein, hdL og
Jónasar A. Aðalsteinssonar, hdL verður húseignin
Brattakinn 25, Hafnarfirði, þinglesin eign Guðnýjar
Sigurðardóttur, seld á nauðungaruppboði, sem háð verð
ur á eigninni sjálfri þriðjudaginn 29. okt. 1968, kl. 2 e.h.
Uppboð þetta var auglýut í 44., 46. og 49. töliublaði
Lögbirtingablaðsins 1968.
Bæjarfógetimn í Hafnarfirði.
N auðungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Inn-
heimtu ríkissjóðs, verður húseignin Lambastaðir,
Seltjamamesi, þinglesiin eign Helga Kristjánssonar,
seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni
sjálfri miðvikudaginn 30. okt. 1968, kl. 2.00 e.h.
Uppboð þetta var auglýsit í 14., 16. og 17. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1967.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu bæjargjaldker-ams á Siglufirði, Stofnlána-
deildar sjávarútvegsins, Tryggingarstofnunar ríkisins,
Sigurgeirs Sigurjónssonar, hrl., Hrafnkels Ásgeirsson-
ar, hdl., Hákonar H. Kristjónssonar, hdl., Magnúsiar
Fr. Ámasonar, hrl., Árna Gr. Fin-nssonar, hrl., Sigurð-
ar Reynis Péturssonar, hrl., Kristins Eiinarssona, hdl.,
Einars Viðar, hrl., og Ragnars Tómassonar, hdl. verður
fiskverkunarstöð á Flatahrauni við Hafnarfjörð, þ. e.
hraðfrystihús, fiskverkunarhús, verbúðarbygging, fisk-
vinnsluhús, fiskgeymsluhús, 2 skemmur og „Gamla
verbúð“ með vélum, tækjum og búnaði, þinglesin eign
Frosts h/f og Jóns Gíslasonar s.f. seld á nauðungar-
uppboði, sem háð verður á eigninni sjá tfri miðviku-
daginn 30. október 1968, kl. 4.30 e.h.
Uppboð þetta var auglýst í 35., 37. og 38. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1966.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Íbúðir til sölu
Til sölu eru nokkrar 4ra
herb. íbúðir í byggingu í
Breiðholtshverfi. Uppl. hjá
Hauki Péturssyni í sima
35070.
Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu