Morgunblaðið - 27.10.1968, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968
11
Möguleikar íslenzks fiskiönaöar margþátta
Nefnd sem kannaði aukna fjölbreytni i framleiðslu sjávar
afurða og eflingu þeirra iðngreina, sem vinna útflutnings-
verðmœti úr sjávarafla skilar áliti
NEFND sem skipuð var til at
hugunar á möguleikum á fjöl-
breytni í framleiðslu sjávaraf-
urða og eflinmi þeirra i8n-
greina, sem vmna útflutnings-
verðmæti úr sjávarafla, hefur ný
lega lokið atörfum. Var nefnd-
in skipuð af sjávarútvegsmála-
ráðuineytinu í maí 1966, en þá
um vorið hafði Alþingi sam-
þykkt þingsáíyktunartillögu um
skipun nefndar til þessara at-
hugana. f nefndina voru skipað-
ir Hjalti Einarsson efnaverk-
fræðingur, dr. Sigurður Péturs-
son ger'lafræðingur og Gísli Her
mannsson verkfræðingur. Hélt
hún samtals 65 fundi, og gerði
m.a. markaðskannanir erliendis
og aflaði sér upplýsinga frá Hag
stofu íslands og ýmsum fram-
leiðendum og útflytjendum sjáv
arafurða.
Eru niðurstöður nefndarinnar
mjög athyglisveraðr, og kemur
fram í þeim, að margþátta mögu
leikar eru fyrir hendi að gera
sjávaraflann að verðmætari út-
flutningsvöru með meiri vinnsíu
hérlendis, og í sumum greinum
fiskiðnaðarins telja nefndar-
menn að ísland hafi sérstaka að
stöðu t.d. í framleiðslu á sjó-
laxi og grásleppukavíar. Þá
bendir nefndin á márga mögu-
ieika til nýrrar framleiðslu.
Nefndarmenn leggja mikla
áherzlu á betri nýtingu og verk-
un aflans og segja að í framtíð-
inni komi Ísíendingar til með að
byggja æ meira á sölu til landa
sem geta keypt dýra, en góða
vöru. Þá telja þeir að aukin
fjö’lbreytni sé nauðsynleg og að
ríkisvaldið eigi að koma þeim að
ilum sem hefja nýja framleiðslu
til aðstoðar á skipulegan hátt.
Einnig telja þeir að umbúðir
hafi mjög mikið að segja við
sölu vöruininar, og telja að hér-
lendis þurfi að koma á fót fuíl-
kominni dósaverksmiðju og verk
smiðju er framleiðir glerílát.
Hér á eftir verður vikið að
nokkrum atriðum nefndarálits-
ins.
FRAMLEIÐSLA FISKSTAUTA
Fram'leiðsla á frosnum til-
reiddum matvælum fer ört vax
andi í heiminum og möguleik-
arnir til fjölbreytini á þessu
sviði eru nær ótæmandi, enda
mun nú svo komið, að frystir
tilreiddir fiskréttir eru á boð-
stólum í verzlunum flestra Vest-
urlanda. Islendingar hafa umd-
anfarið framleitt mikið af fisk-
stautum í Bandaríkjunum og
eru þeir viðurkenndir gæðavara
þar.
Veigamesta hráefnið í fisk-
stauta er fiskblokk og i steikt-
um fiskstautum mun fiskur að
magni til vera málægt 60-65prs.
Önnur efni eru hvei-tiblanda,
brauðmylsnub'landa og steikar-
feiti, en mauðsynlegt er að geta
framleitt þessa vöru á mismun-
andi hátt og t.d. framleiðir verk
smiðja Coldwater í Bandaríkj-
unum um 40 mismunandi tegund
ir.
Um möguleika fiskstautaverk-
smiðju hérlendis segir m. a. í
nefndarálitinu að slík verk-
smiðja sem búin sé góðum tækj-
um þarfnist ekki meira vinnu-
afls á framíeidda einingu en
venjuleg frysting á flökum og
að fjármagnsþörf slikrar verk-
smiðju sé ekki meira en vel
búins frysrtihúss af svipaðri gerð.
Það sem mest mælir á móti
álíkri verksmiðju hér, er hversu
háir tollar eru á fullunnum fisk
stautum (30prs á fob. verð í
Bandarikjunum). Væri útilokað
að flytja fiskstauta inn til Banda
ríkjanna og innflutningur til
meginlands Evrópu er mjög háð
ur tollabandalögum. Þá ber þess
og að geta að tilbúnir fiskstaut-
ar eru vandmeðfarnir í flutnnig-
um.
SALTFISKVERKUN
Hérlendis hefur jafnan farið í
sa'ltverkun lakari hluti hráefn-
isins, og saltfiskstöðvar, eru
margar í mjög ófullkomnum húsa
kynnum við slæm skilyrði.
Æskilegt væri að fá meira af
fyrsta flokks stórfiski bæði
þorski og ufsa til söltunar og enn
fremur mætti setja saltfiskinn í
fallegri umbúðir og smærri pakn
ingar sem aðgengilegri eru fyrir
neytendur.
NIÐURSUÐA OG
NIÐURLAGNING
FISKBOLLUR
Fiskbollur hafa verið fram-
leiddar lengi á íslandi og tals-
vert af þeim flutt út. Eru þær
oftast gerðar úr ýsu, sem verð-
ur að vera 1. flokks. en fryst
flök úr slíkum fiski eru mjög
verðmæt og útgengileg. Gefa
fiskbollur tæplega eins mikið
gjaldeyrisverðmæti og fryst ýsu
flök. Ástæða er til að ætla, að
fiskbollur í humarsósu yrðu út-
gengileg vara.
ÞORSKHROGN
Þorskhrogn hafa aðállega ver
ið flutt út sykursöltuð eða
fryst og svo er ennþá með bezta
hluta þeirra. Nýlega var hafin
niðursuða á þessum hrognum hér
lendis og fer sú framleiðsía
Stöðugt vaxandi. Ennþá er þó
meiri hlutinn af iðnaðarhrogn-
um fluttur út frystur. Fara þau
þar til niðursuðuverksmiðja, sem
keppa svo við okkur á niður-
suðumarkaðinum, en verksmiðj
ur þessar eru mjög háðar ís-
lendingum með öflun þorsk-
hrogna. Hér hafa fslendingar
hana rækilega með því að auka
niðursuðu á þorskhrognum og
takmarka útflutning á frystum
iðnaðarhrognum. Hér hafa ver-
ið gerðar tilraúnir með að setja
þessa vöru í gervi'langa, sjóða
hana og frysta síðan. Þarf að
kynna þá vöru erlendis.
NIÐURSOÐIN SÍLDARFLÖK
Algengasta tegund niðursoð-
inna síldarflaka er „kippers" og
hefur verið hafin stórframfeiðsla
á þeirri vöru í Norðurstjörn-
unni í Hafnarfirði. Á sú fram-
leiðsla vafalaust mikla framtíð
á íslandi.
SÍLDAR-SARDINUR
Smásíld soðin niður eins og
sardinur er mjög stór fram-
leiðslugrein í löndunum við
Norður-Atl antshaf. Niðursuðu-
verksmiðja Kr. Jónssonar á Ak
ureyri hefur flutt nokkuð út af
þessari vöru og hefur hún fylli-
lega staðizt gæðasamanburð.
Nauðsynlegt er að athuga út-
breiðslu smásíídarinnar nánar,
svo unnt verði að fá nóg hrá-
efni til niðursuðu. Þá hefur Kr.
Jónsson einnig soðið niður milli
síld á sama hátt og óreykta sar-
dínu, í eigin soði. Hefur ekki
verið hægt að fullnægja eftir-
spurninni vegna ónógrar veiði,
en Kanadamenn framleiða mik-
ið af slíkri vöru, sem þeir kalla
sardinu.
GAFFALBITAR OG
SÍLDARFLÖK
Um állmikinn útflutning á gaff
albitum hefur verið að ræða, til
Sovétríkjanna og nýfega er haf-
inn útflutningur til Vestur-
Þýzkalands. Vel verkuð krydd-
og sykursíld þessarar tegundar
er frumskilyrðið til að geta fram
leitt góða gaffalbita og síldar-
flök. Hver sem nær í slíkt hrá-
efni hefur sterka aðstöðu á gáff
Framhald á bls. 26
nordITIende
E
ennþá einu
skrefi framar
árgerð'69 ný form.afar hagstcett verð
Einu sinni enn getum við boðið yður nýtt og
fjölbreytt úrval Nordmende sjónvarpstækja á
sérlega hagstæðu verði.
Nordmende sjónvarpstækin skera sig úr vegna
stílfegurðar og litaúrvals, djarfir nýtizku litir
eða úrval viðarlita, fást með fæti og hurðum
eftir óskum.
Tækin uppfylla allar kröfur vandláts kaup-
anda.
Sérfræðingur frá verksmiðjunum sér um við-
hald.
Komið og skoðið eða skrifið eftir litprentuð-
um bæklingi og við munum veita yður okkar'
beztu þjónustu.
Það er ánægjulegast að verzla þar sem úr-
valið er mest,
Berið saman verð og gæði.
Nordmende Colonel
— Spectra portable
— Condor 20
— Spectra Electronic
Krómfótur á hjólum
— Weltklasse
— President
— Souveren
— President m/hjólab. 23’
— Souveren — 23’
— Weltklasse — 23'
19" skermir 17.303,00
20”
23”
23"
23”
23"
23"
18.879,00
24.356,00
23.741,00
2.530,00
18.042,00
18.106,00
17.796,00
20.636,00
20.326,00
20.572,00
B U Ð I N
KLAPPARSTlG 26 - SlMI: 19800
STRANDGATA 7 - AKUREYRI - SlMI: 21830
ALAFOSS
GÓLFTEPPI
16 mynztur
20 litasamsetningar
Ljósekta frá Bayer
ALAF0SS
WILTON- VEFNAÐUR L)R ÍSLENZKRI ULL