Morgunblaðið - 27.10.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.10.1968, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968 LANGRIFERÐ LOKIÐ IVIinningar um Hannes á Núpsstað Milt og kyrrt og dimmt kvöld síðhaustsins 1937. Raunar komið fram' um veturnætur, tungl ekki á lofti, auð jörð og þegar mað- ur nálgast Núpinn finnur maður risaskugga hans færast yfir land ið enda þótt hann verði ekki greindux í dimmunni. — Við höf um farið fetið á haustmóðum hestum yfir gráa aura og grýtt- ar hraungötur. Við stígum af baki og göngum heim traðirnar fram hjá nokkrum húsum, sem snúa gömlum stöfnum sínum fram á stéttina. Það eru leifar hins forna, reisulega bæjar sem var með 9 stafnþil frá hjalli til hjóna hÚ9S. Austan við þau er bær- inn, aldrað járnvarið tim-burhús, á þeim stað sem var í þjóðbraut á hættulegasta og torfærasta vegi landsins. Um áratugi hélit hann uppi ferðum á þessari leið sem póstur og fylgdarmaður. Og svo var ferðagifta hans mikil, að aldrei fataðist honum hversu mikinn vanda eða tvísýnu að höndum bar. Enda fór saman hjá honum það sem einkennir mikla ferðamennsku: Ríkur lær- dómur langrar reynslu, glögg- skyggni á allar aðstæður, var- færni samfara áræði og æðru- leysi á hættustund, einlæg trú á forsjón Guðs og handleiðslu. Það hefur annar staðið við stýrið alla ævi sína utan einn vetrar- tíma frá þorrabyrjun er hann var við nám í Hafnarfirði. Hann kvæntist 23. sept. 1910 Þórönnu Þórarinsdóttur systur Marínar í Holti og þeirra systra En þær eru ættaðar úr Meðaflandi. Hann es var fyrst í sambýli við föður sinn og stjúpu en árið 1923 tóku þau Þóranna að fullu við jörð og búi. Þau eignuðust 10 börn sem öll eru á lífi hér talin eftir aldri: 1. Margrét eldri, ekkja í Reykjavík, 2 Dagbjört ekkja á Bíldudal, 3 Eyjólfur og 4 Filip- pus hafa álla tíð verið með for- eldrum sínum á Núpsstað, 5 Mar grét yngri húsfr. á Keldunúpi á Síðu, 6 Jón búsettur á Rauða- Hannes við dyr bænahússins. rafljós yfir dyrum. í skini þess stendur húsbóndinn og býður okkur velkomna. Handtakið er hlýlegt og traust, framkoman al- úðleg og yfirlætislaus. Það skyldi enginn ætla við fyrstu sýn að þessi lágvaxni fyrirferðarlitli maður sé hinn kunni bóndi, póst ur og ferðagarpur Hannes á Núpsstað. En er það ekki ein- mitt þetta, sem er einbenni á sönnum mannkostum miklum hæfileikum? Þeir eru ekki hafðir til sýnis, ekki til að bera utan á sér. En þeir koma þeim mun bet- ixr fram, sem meira reynir á, vandinn er erfiðari sem við er að glíma.torfæran hættulegri sem er framundan á veginum Hann- es á Núpsstað var í ríkum mæli búinn þessum hæfileikum og að- staða hans í lífinu var þannig að hann þurfti mjög á þeim að halda. Hann ól allan aldur sinn 1 fjarskanum Öræfin bliki svo blá en breiður er Sandurinn illi og skaðræðisfljótið hún Skeiðará skilur þar heimanna milli. 1 ljósrofum kvöldsins hitti ég hann haltan og mæddan af göngu: hinn glögga og víðkunna veg- sögumann vatnanna köldu og ströngu. I augum hans bryddi á afsök- un: — ómynd að kalla á lækni. Hann kunni það aldrei að ala grun Lómagnúpur og stjórn hans hefur gefist svo vel Og þá var ég öruggur ætíð oft einmana1 á lítilli skel. Hannes fæddist á Núpsstað 13. janúar 1880. Faðir hans Jón Jónsson frá Svínafelli í Öræfum var þá vinnumaður á Núpsstað. Hann var hinn gjörfulegasti mað ur, fríður sýnum og mikfU að vallarsýn. Móðir Hannesar var heimasæta á Núpsstað, Margrét Eyjólfsdóttir bónda Stefánsson- ar. Þau Jón og Margrét giftust ekki. Hún andaðist úr misling- um 17 ára 30. ágúst 1882. Jón faðir Hannesar tók við búi á Núpsstað af foreldrum Margrét- ar. Hann kvæntist ráðskonu sinni Valgerði Einarsdóttur frá Dysj- um á Álftanesi þau voru barn- laus. Ólst Hannes upp hjá þeim á Núpsstað og þar dvaldi hann um afburðamanndóm og frækni. Og sízt var hann kempa a’ð sjónmáli nein en seiglan brást aldrei í vanda. Öll skapgerðin vitnaði heil- steypt og hrein um hetjuskap mikilla sanda. Og þegar í öræfin liggur mín leið að lokum er kraftarnir þrjóta, þá vildi ég feginn um vatns- föllin breið vegsögu Hannesar njóta. sandi, 7 Málfríður búsebt í Rvík, 8 Sigrún húsfr. á Húsavík 9 Jóna ekkja í Reykjavík, 10 Á- gústa búsett í Hafnarfirði. Núpsstaður er mikil fleytings jörð. Þar eru víðlendir sauð- fjárhagar um fjöll og firnindi, með kletta og klungur, viðsjál vatnsföll og fleiri torfærur. En sauðfjárbeit er með afbrigðum góð, svo að meðan sá búskapar- háttur var stunidaður af álúð þurfti oft ekki að hára full- orðnu fé, stundum ekki að taka lömb. Enþetta var vinnufrekur búskapur með mikið fólkshald. Á Núpsstað var barnahópurinn stór eins og fyrr er sagt, gest nauð mikil, því að allir, sem leið áttu yfir Skeiðarársand komu að Núpsstað, þágu þar rausnar- legar góðgerðir fengu fylgd og fyrirgreiðslu eins og bezt varð á kosið. Hér höfðu húsráðendur bæði bóndi og húsfreyja, í mörg horn að líta og fyrir mörgu að sjá. Það þurfti að sinna þörf- um allra á hinu fjölmenna heim- ili, bæði skyldra og vandalausra og það þurfti að láta í té veit- ingar svefnrúm og fyrirgreiðslu fleiri og færri gestum. Og allt var gert af glöðu hjarta hinnar sönnu gestrisni. Um það eiga all ir, bæði sveitungar og lengra að komnir fagrar minningar, geymd ar í þakklátum huga. En lengst mun Hannesar á Núpsstað minnst sem pósts og fýlgdarmanns yfir Skeiðarársand Jón faðir hans var póstur milli Prestsbakka á Síðu og Bjarnar- ness í Hornarfirði árin 1883— 1892. Fór þá raunar stundum alla leið til Eskifjarðar. Sjálfur byrjaði Hannes póstferðir fyrir Stefán á Kálfafelli veturinn 1908 —1909 en árið 1917 tók hann við þeim að fullu og hafði þær á hendi til ársins 1942, síðustu 7 árin að hálfu á mótiBirni Ste- fánssyni á Kálfafe'lli enda var þá ferðum fjölgað úr 15 í 26 á ári. Voru þeir síðustu póstarn ir yfir Skeiðarársand. Til að lýsa þessum mikilvæga þætti í lífsstarfi Hannesar á Núpsstað þyrfti langt mál Yrði það þó aldrei betur gert en fram kemur í fáorðum og yfir- lætislausum frásögnum hans sjálf sem prentaðar eru í Söguþáttum ilandpóstannia. Skal hér birt ferða saga hans af póstferð austur í Öræfi þegar Skeiðarárhlaup var að byrja haustið 1922. „Hinn 27. september fór ég í póstferð og var með mér stú’lka dóttir Páls bónida Sigurðssonar í Þykkvabæ í Landbroti. Gekk allt vel og ugglaust að sæluhús- inu á Hörðuskriðu, en svo var nefnd auraldar há og slétt á miðjum Sandinum. En er þangað kom, sjáum við, að þar í lægð- inni austan við er óvanalegt vatn og allmikill jöklaburður á því, og sátu stórir jakar í sumum á’lunum, sem voru æði margir í áðurnefndri lægð austan við Hörðuskriðu. Ég átti nú í baráttu við sjálf an mig. Var ég hræddur um, að þetta væri byrjun á Skeiðarár- Framhald á bls. 17 Úlfur Ragnarsson. Núpsstaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.