Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.10.1968, Blaðsíða 15
MORiGUNBLAÐIÐ, SU'NNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968 15 Formaimaskipti í Alþýðuflokknum Emil Jónsson hefur verið áhrifamikill í íslenzkum stjórn- málum flestum eða öllum lengur þeirra, sem nú sitja á Alþingi. Hann komst þegar á unga aldri í fremstu röð forystumanna Al- þýðuflokksins, varft baejarfull- trúi og bsejarstjóri í Hafnarfirði á árinu 1939 og hefur setið á Alþingi allt frá árinu 1934. Hann hefur gegnt mörgum vandasöm- ustu stöðum í íslenzku þjóðfé- lagi, þ.á.m. verið ráðherra í mörg um ríkisstjórnum, fyrst í Ný- sköpunarstjórninni, sem mynduð var 1944, og forsaetisráðherra var hann tæpt ár, 1958 til 1959. For- maður flokks síns varð Emil á árinu 1956 og mun hafa átt kost á kjöri til þess vanda a.m.k. nokkrum árum fyrr, ef hann hefði sjálfur kosið. Nú hefur Emil að eigin ósk látið af for- mennsku flokksins og þótt enn sé efeki komið a'ð lokum hans langa starfsdags, þá getur hann nú þegar litið yfir mörg vel unnin störf. Enginn ágreiningur er um, að í hinni fullkomnu skipasmíðastöð á Akureyri er nú unnið að smíði tveggja strandferðaskipa. Þessi mynd er tekin af þeirri framkvæmd. — I REYKJAVIKURBREF Alþýðuflokkurinn á Emil mikið að þakka, enda hafa fáir menn verið óumdeildari innan flokks- ins en hann. Andstæðingunum hefur aftur á móti að vonum líkað misjafnlega vel við Emil, og hann oft átt í hörðum útistöð um við þá. Emii er maður fylg- inn sér og harður baráttumaður, þegar því er að skipfca. Áður fyrri sögðu andstæðingar hans í Hafnarfirði, að Emil skipti um ham þegar hann færi yfir Foss- vogslæk. í Reykjavík hefur lengst af farið af honum það orð, að hann væri manna sanngjarnastur og auðveldur í samvinnu. Hvar sem er hefur Emil þó ætíð flestum fremur staðið á skoðunum sínum. Hann var t.d. á sínum tíma ófáan legur til þess að taka fast sæti í vinstristjórninni, af því að hann hafði litla trú á getu henn- ar til lausnar þeim vandamál- um, sem þá var við að etja. I þessu reyndist hann sumum öðr- um sannspárri. Á löngum stjórn málaferli hefur Emil hvort tveggja unnið fræga sigra og orðið að lúta í lægra haldi. En hann hefur aldrei látið persónu- legan metnað ráða heldur mál- efni og þess vegna orðið flestum öðrum heilladrýgri í stjórnmála- afskiptum sínum. Vinstri villan Nú hefur Gylfi Þ. Gíslason val- izt til formennsku í Alþýðu- flokknum í stað Emils Jónsson- ar. Gylfi á einnig langa þing- setu að baki, hefur óslitið verið þingmaður allt frá árinu 1946. Hann hefur lengi verið í for- ystusveit Alþýðuflokksins og átt lengur óslitið setu í ríkisstjóm en nokkur annar Islendingur, eða í rúm 12 ár. Gylfi mun hafa verið valinn einróma til for- mennskunnar og þótt sjálfkjör- inn til hennar að Emil frátöldum. Áður fyrri var Gylfi hinsvegar flestum öðrum umdeildari innan flokks síns. Hann var þá talinn meðal þeirra, sem væru yzt til vinstri, einkanlega mjög frá'hverf ur öllu samstarfi við Sjálfstæðis menn. Svo mun raunar einnig í fyrstu hafa verið um Emil Jóns- son, sem átt hafði í hörðum úti- stöðum við „íhaldið" í Hafnar- firði. En báðir sannfærðust þess- ir menn smám saman um það, að afturhaldsaflanna á íslandi er að leita í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum, Þau hafa þvert á móti búið Örugglega um sig, annars vegar í Framsókn og hins vegar í hópi hinna hörðu Moskvukommúnista. -Laugardagur 26. okt. Framsóknarflokkurinn hefur verið dragbítur jafnt um jöfnun frumstæðustu mannréttinda, eins og kosningaréttar, og um raunhæfa framsókn í atvinnumál um, svo sem sjá má af andstöðu hans áður fyrri við sjávarút- veginn, harða baráttu gegn ný- sköpun atvinnuveganna á árun- um eftir 1944 og þvæling gegn meiriháttar virkjunum fallvatna, bæði virkjun Sogsins á fjórða tug aldarinnar og Búrfellsvirkj- un ásamt álsamningunum 1966. Gegn þessum síðustu nytsemdar- framkvæmdum börðust komm- únistar enn heiftúðlegar, sam- tímis því, að þeir hafa löngum varið hina margföldu áþján, sem er eðli kommúnisks þjóðskipu- lags og lagt allt kapp á að koma því á hérlendis. Hinu skyldu Sjálfstæðismenn aldrei gleyma, að þrátt fyrir, að Alþýðuflokkur- inn hafi fórðað sjálfum sér frá hinni íslenzku vinstri vil'lu, þá er hann sósíalistískur flokkur og í grundvallaratriðum ósamþykk- ur Sjálístæðisstefnunni, sannfær- ingunni um ágæti einstaklings- framtaks ög frjálsræðis. Hamskipti Kommúnistar eru þessa dagana að undirbúa ný hamskipti. Þjóð- viljinn fer ekki dult með, að hann telur mikið við liggja, að lagður sé trúnaður á, að þau skipti séu raunveruleg en ekki einungis í orði kveðnu. Þess vegna segir þar í forustugrein sl. fimmtudag: „Andstæðingarnir segja enn að Aliþýðubandalagið verði aðeins Sósíalistaflokkurinn undir nýju nafni, en reynslan mun afsanna þá kenningu nú sem fyrr.“ Vegna þjónustusemi sinnar við Sovét-Rússland hafa komm- únistar hér á landi hvað eftir annað lent í geigvænlegri hættu. Eftir að Hitler hrinti af stað seinni heimsstyrjöldinni með at- beina Stalíns, svo og eftir árásina á Pólland þá um haustið og eink um atlöguna gegn Finnlandi, varð það kommúnistum hér til björgunar, að meginhluti þess liðs, sem yfirgefið hafði Alþýðu- flokkinn 1938 undir forustu Héð- ins Valdimarssonar, hélt tryggð við þá. Héðinn einn sá þá að sér. Vegna viðskiptahagsmuna hans tókst kommúnistum að gera hann tortryggilegan og héldu fylgi sínu í skjóli þeirra liðs- manna Héðins, sem brugðust honum, þegar hann hafði rétt fyrir sér, en sýnt höfðu honum traust er hann framdi mestu yfir sjón ævi sipnar. Á árinu 1956 lentu hérlendir kommúnistar enn í mikilli hættu eftir hina hvass- yrtu afhjúpunarræðu Krusjeffs um glæpaferil Stalíns. Þá varð Hannibal Va'ldimarsson til þess að rétta þeim hjálparhönd og breiða yfir þá sauðargæruna, sem þeir áttu líf sitt undir að hyldi sannfæringu þeirra. Nú er Hannibal fyrir nokkrum misserum búinn að fá meira en nóg en hefur haldið þannig á málum, að kommúnistar þykjast einmitt vera að fullnægja óskum hans, þegar þeir enn hafa ham- skipti, og þeim ríður á vegna andúðar almennings á hernámi Sovét-Rússlands á Tébkóslóvakíu að þvo af sér blettina, sem Moskvuþjónkunin hefur atað þá. Undrandi yfir ir skemmstu, að það væri sízt 1 ástæða fyrir nokkurn að vera undrandi yfir athöfnum Var- sjárbandalagsríkjanna í Tékkó- slóvakíu. Utanríkisráðherrann átti naumast nógu sterk orð til að lýsa undrun sinni yfir undr- un annarra yfir hernáminu. Sömu dagana fluttu helztu blöð- in í Moskvu ýtarlegar greinar- gerðir um, að hernámið væri í fullu samræmi við réttar komm- ún'iskar kenningar, enda yrði að skoða fullveldi einstakra komm- úniskra ríkja með þeim fyrir- vara að hin alþjóðlega komm- únistahreyfing, þ.e. Sovét-Rúss- land, hefði rétt til íhlutunar, ef einhvert ríkið ætlaði að víkja af hinni bugðóttu kommúnisku braut. undr *un aimarra Kosningar og skoðanakannan- ir, sem hafa farið fram eftir her- námið í Tékkóslóvakíu, bera með sér, að kommúnistaflokkar og þeir, sem ta‘ldir eru standa komm únistum nærri, hafa goldið mikið afhroð. Þetta á jafnt við í Sví- þjóð og Finnlandi, þar sem kosn- ingar ýmist til löggjafarþings og sveitarstjórna hafa átt sér stað, og í Noregi og Danmörku þar sem skoðanakannanir eru ta'ldar býsna áreiðanlegar. I öllum þessum löndum hafa kommúnistar og meðreiðarmenn þeirra þó hvarvetna keppst við að fordæma hernámið. Þetta hef- ur ekki nægt. Almenningur minn ist enn hinnar langvinnu þjón- ustusemi þeirra við Sovétherr- ana og trúir því vart, að hún sé úr sögunni. Jafnvel þótt svo væri, þá sýnir fyrri þjónustusemi slík- an skort á dómgreind, að sízt er vert, að verðlauna hana. Margir telja og, að afneitunin á Sovét- stjórninni nú sé fyrst og fremst gerð til að koma í veg fyrir a'l- gera útþurrkun þessara flokka, en ekki vegna þess að sönn hug- arfarsbreyting hafi átt sér stað. Þvílík hugarfarsbreyting ætti þá og að lýsa sér í fullkomnu frá- hvarfi og afneitun kommún- iskra kenninga en ekki einung- is fordæmingu á einni einstakri athöfn. Svo takmörkuð afneitun er því frekar ófullnægjandi sem athöfnin sjálf, hernámið á Tébkó slóvakíu, er í fullu samræmi við kommúniskar kenningar og þess eðlis, að sannir kommúnistar gátu í raun og veru ekki látið hana vera. Það var orð að sönnu, þegar utanríkisráðherra Sovét- Rússlands, Gromyko, lýsti því á þingi Sameinuðu þjó'ðanna fyr- Virða valdið Þessi sami skiiningur sýnist hafa komið fram í viðræðum Kosygins forsætisráðherra Sovét Rússlands og Kekkonens Finn- landsforseta á dögunum. Þegar menn heyrðu um „fiskveiðiferð" þessarra tveggja valdamanna, setti ugg að mörgum. Yfirlýs- ingar bæ'ði Kekkonens sjálfs og Koivisto forsætisráðherra Finn- lands í Osló um síðustu helgi sanna, að sá uggur var út af fyrir sig ástæðulaus. Erindi Kosygins ti'l Finnlands virðist alls ekki hafa verið það, að beita Finna nýju harðræði, held- ur hitt, að sannfæra þá og fyrir þeirra munn aðra um, að ekkert óvenjulegt eða undrunarvert hafi gerzt í Tékkóslóvakíu. Það mat finnskra stjórnmálamanna, að dregfð hafi úr spennu í al- þjóðamálum á síðustu mánuð- um og enn séu horfur á minnk- andi spennu, getur trauðlega hvílt á annarri hugsun en þess- ari. Finnar eru raunar í örðugri aðstöðu. Sovétmenn hafa öðru hvoru sýnt Finnlandi meiri linkind en öðrum, að vísu tryggt sér, að þeir eigi í fullu tré við það og að þaðan sé ekki að vænta árásar en hafa einnig viljað halda þar opnum dyrum inn í hinn syndum spillta auð- valdsheim. Aldrei verður of oft ítrekað, að valdamenn í Sovét- Rússlandi eru mótaðir af tvennu: Annarsvegar af aldagömlum stórveldishugsunarhætti og hins vegar af trúarofstæki manna, sem eru sannfærðir um, að þeirra æðsta hlutverk sé að bjarga öllu mannkyni frá villu síns vegar. Ekki er að efa, að valdamenn Sovét-Rússlands eru vel viti bornir og vilja ekki steypa þjóð sinni út í gereyð- ingarstyrjöld. Þeir fara hverju sinni eins langt og þeir telja sér óhætt en heldur ekki lengra. Þess vegna virða þeir valdið öllu öfðru fremur. Þeir bekkjast ekki til við þá, sem þeir telja nógu öfluga til varnar, hvort heldur fyrir eigin styrk eða vegna bandalags við aðra. Samtímameim? Sýnilegt er, að á þeim tímum, þegar mjög er haft á orði, að ekki sé mikið upp úr reynslu hinna eldri leggjandi, þá hafa sumir freistast ti'l þess að telja, að tuttugu ára gamlir atburðir, eins og valdarán kommúnista 1 Tékkóslóvakíu á árinu 1948, skipti litlu máli fyrir menn nú á tímum. Kommúnistar og aðr- ir niðurrifsmenn reyna að sjálf- sögðu eftir getu að magna þenn- an hugsunarhátt. Því ber ekki a'ð neita, að í þeim efnum hefur þeim orðið ótrúlega mikið ágengt. Ungum mönnum hættir til þess að telja atburði, sem þeir muna sjálfir ekki eftir, hafi gerzt í grárri forneskju og þess vegna í engu sambandi við líðandi stund. Norskur stjórnmálamaður sagði í vor kunningja sínum frá því, að sonur sinn, um tvítugt, liti á Hitler sem samtímamann Napoleons mikla, og þess vegna j afnf ráleitt, þegar faðir hans talaði um reynslu sína af Hitl- er eins og verið væri að tala um yfirgang Napoleons fyrir 150 —170 árum. Nú sýnir saga Napo- leons eins og saga Hitlers raun- ar fyrst og fremst, að nýjum og nýjum yfirgangsseggjum getur þá og þegar skoti'ð upp. Menn verða ætíð að vera við þeim búnir. Þessu hafa of margir ekki viljað trúa. Þess vegna er eng- inn efi á því, að þótt Sovét- mönnum hafi þótt það eðlilegt og alls ekki undrunarefni, að þeir þyrftu að hernema Téfckó- slóvakíu, þá varð sú valdbeiting flestum æskumönnum og raunar miklu fleiri mjög hollur lær- dómur. Menn sannfærðust af samtíma atburðum um, að því fer fjarri að ofibeldisandinn sé úr sögunni, og að enn eru til valdamiklir menn, sem hika ekki við að láta ofbeldisanda ráða gerðum sínum. Óartin söm við sig Aftur á móti eru sumir, sem aldrei sýnast vilja eða geta lært. Athygli vakti, að ungir Framsóknarmenn skyldu einmitt á næstu dögum eftir hernám Tékkóslóvakíu heimta að ísland yrði gert varnarlaust. Svipuð fásinna mun og hafa verið sam- þykkt á þingi ungra Alþýðu- flokksmanna en kolfelld á Al- þýðuflokksþinginu sjálfu. Hinir reyndu og rosknari menn í Fram sókn skildu einnig a.m.k. í fyrstu tímanna tákn betur en ungliðar þeirra. Á síðustu vikum er hins vegar svo að sjá, að í þessum efnum sé einnig farið að láta undan síga í dálkum Tímans. Ekki alls fyrir löngu var þar gert gabb að því, að stjórnar- völd landsins gerðu í vor ráð- stafanir til að firra ísland þeirri skömm, að óþjóðalýður gæti truflað utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins. Flest- ir höfðu ætlað, að á meðal viti- borinna manna væri enginn ágreiningur um, að hér hefði verið farið rétt að. Nú er Tím- inn tekinn að reyna að læða inn annarri skoðun. í þessari viku var farið að burðast með hæðni á því, að athygli skuli hafa ver- fð vakin á herskipaferðum Sovétmanna hér við land. Raun- ar er rétt, að slíkar herskipa- ferðir eru engin nýlunda. Sovét- menn eru iðulega á ferðum í næsta nágrenni íslands, á yfir- borði sjávar, í kafbátum og flug- vélum. Með þessu staðfesta þeir hvílíka hernaðarþýðingu þeir telja ísland hafa sökum legu sinnar. Slík ferðalög, sem kosta ærið fé, eru áreiðanlega ekki gerð í neinu gamanskyni. Þar er fyrst og fremst að ræ'ða um æfingar, jafnframt því sem kann að er hver viðbúnaður sé á mik- ilvægum stöðum. Sannarlega væri fullkomið glapræði, ef ís- lendingar létu land sitt verða varnarlaust, á meðan núverandi óvissuástand varir í heiminum, — og engar horfur eru á að því linni í fyrirsjáanlegri framtíð. — Með því væru þeir að bjóða hættunni heim, ekki einungis fyrir sjálfa sig, heldur fyrir það valdajafnvægi, sem er bezta trygging heimsfriðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.