Morgunblaðið - 27.10.1968, Side 16

Morgunblaðið - 27.10.1968, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968 Valdimar Kristinsson: Að gera réttan samanburð MÁNUDAGINN 21. oktober sl. talaði Erlendur Einarsson for- stjóri Sambands ísl. samvinnu- félaga í útrvarpið um daginn og veginn. Ræddi hann þar aðailega um landbúnað. Erindið var vel flutt og hófsamlega orðað, og gæti það gefið mörgum tilefni til að álykta, að þar hafi jafnframt allt verið vel rökstutt. Undirrit- aður telur, að á hið síðastnefnda hafi skort, og getur því ekki stillt sig um að gera nokkrar at- hugasemdir. Erlendur Einarsson gat þess réttilega, að margar hliðar væru á landbúnaðarvandamálinu og það væri því ekki auðleysanlegt. frekar en mörg önnur vanda- mál. Þeim, sem mest hefur blöskrað styrkirnir til landbún- aðarins hefur því sjálfsagt stund um orðið á að taka nokkuð sterkt til orða og talið auðveld- ara úr að bæta, en vera mun í raun. Á hinn bóginn leysir það heldur engan vanda að koma í útvarpið og segja að allir atvinnu vegirnir standi höllum fæti og því sé landbúnaðarvandamálið lítið verra. Hætt er við að seint batni ástandið, ef menn eru ekki óánægðari með það en svona tal gefur til kynna. Erlendur Einarsson benti reyndar á sökudólginn, sem ábyrgð bæri á allri óáraninni. Það er auðvitað verðbólgan. Og hann kom líka vel orðum að því, hvernig þessi sama verðbólga hrjáir jafnt atvinnufyrirtæki, bændur og launþega. Og þó að það væri ekki sagt, má búast við, að þá hafi margur séð í hendi, að ekki getur verðbólgan verið forstjórum, búhöldum, verkalýð né öðrum launþegum að kenna, úr því að hún leikur þessa aðila svona grátt. En samt höfum við verðbólgu, og þá eru e'kki aðrir eftir til að ásaka en síldin, ríkisstjórnin og æðri máttarvöld. Og þarna gaf ræðu- maður öllum tækifæri til að velja sökudólg eftir smekk og eigin hyggjuviti. Síðan komu dæmi úr land- búnaði og öðrum atvinnugrein- um. Ef flutt yrði inn lambakjöt frá Nýja Sjálandi og lagður á það 50% tollur, þá yrði það á svipuðu verði og lambakjötið í búðunum niðurgreitt. En hvers vegna valdi ræðumaður lamba- kjötið? Ekki þarf að greiða mest með því í útflutningi. Og aldrei hefur komið fram tillaga um að flytja lambakjöt til íslands. Þvert á móti þykir mörgum nóg um lambakjötið og vilja fá aðr- ar kjöttegundir til fjölbreytni, bæði framleiddar hér innan- lands og innfluttar, ef því væri að skipta. Niðurgreiðslurnar á smjöri og ostum eru lang mestar, og um þær er mest talað af þeim sem ræða þessi mál. Hve hár skyldi tollurinn þurfa að vera til að ná jöfnunarverði á dönsku smjöri og íslenzku? Svo var það samanburðurinn við iðnfyrirtækin. Mörg þeirra standa nú sjálfsagt höllum fæti, og þjóðhagslegt mikilvægi þeirra er auðvitað mjög mis- jafnt. En tollur á innfluttum vél- um til iðnfyrirtækj er yfirleitt 25-85% og á mörgum hráefnum 3'5-40%. Hvað segðu bændur við 35-40% tolli á áburði og fóður- bæti? Ef íslenzkar iðnaðarvörur væru niðurgreiddar um 570 millj. kr. á ári, mundi salan áreiðanlega aukast og einnig mundi það hjálpa til, ef 270 millj. kr. fengjust í útflutnings- uppbætur. Einnig mundu ýmsir iðnrekendur sjálfsagt þiggja það, að ríkið léti slétta grunninn undir nýbyggingum þeirra, kost- aði nauðsynleg bílastæði, græfi skurð fyrir frárennslið og end- urgreiddi benzínskatt fyrir hluta af nauðsynlegustu útkeyrslu. Jafnframt fengist ríflegt lán út á allar byggingar og vélar og sjálfkrafa lán út á íbúðarhús framkvæmdastjórans og helztu starfsmanna. Fleira mætti sjálf- sagt til tína, en hér verðyr látið staðar numið. Aðeins skal bent á, að ýmis- legt þarf að breytast áður en gerður er eirifaldur samanburð- ur á rekstri iðnfyrirtækj a og landbúnaðar á íslandi. Rétt er, að margir lifa á þjón- ustu við landbúnaðinn, en því fólki mun ekki fækka í hlutfalli við fækkun bænda, því að tekjur hvers býlis og þjónustuþörf munu aukast um leið og bændum fækkar, jafnframt því sem þjóðfélagið þróast og þjónustuþörfin eykst af þeim ástæðum. Svo er ástæðu laust að vera að hræða til dæm- is verksmiðjufólk á Akureyri, er vinnur úr ull og skinnum, með því, að minni landbúnaðarfram- leiðsla boði því atvinnuleysi. Landbúnaður mætti minnka æði mikið á íslandi til þess að ekki væri til nóg hráefni fyrir þessar verksmiðjur. Annars þarf ekki um þetta að deila, að því leyti, að nær allir eru sammála um að halda hér uppi mikilli landbúnaðarfram- leiðslu. Það sem megin hluti þjóðarinnar vill aftur á móti ekki, er að keyptur sé inn er- lendur fóðurbætir til að gefa Bretum smjör og osta, eða til að eyðileggja kvikfjárrækt í Fær- eyjum. Þó að ekki leysist öll vandamál, þá má koma þessum málum í miklu betra horf, en til þess að svo verði, er nauðsyn- legt, að menn átti sig á, að um meira vandamál er að ræða en hjá almennum iðnfyrirtækjum, og skal þó ekki lítið gert úr erfið leikum þeirra. Þessar hugleiðingar mætti svo enda með því að benda á, að til þess að skila landinu gróðurfars- lega séð betra í hendur komandi kynslóða, þá er algjör óþarfi að halda við einhverri ákveðinni tölu býla, en aftur á móti er sjálf- sagt að halda áfram að rækta sandana og einnig smám saman að þurrka upp helztu mýr- ar. Látum svo framtíðina skera úr um hvaða not menn vilja hafa af þessum gróðri. Áskoranir í bindindismdlum NÍU nemendur í Menntaskólan- um í Reykjavík, Háskóla Islands og háskólanum í Osló og félagar í Uno ore hafa sent blaðinu af- rit af bréfum, sem þeir hafa skrifa’ð forseta Islands, dóms- málaráðherra og ijármálaráð- herra. í bréfinu til forseta segir: „Við óskum yður til hamingju með glæsilegan kosningasigur og Aukinn sparnaöur — i rekstri Keflavikurflugvallai hjá varnarmálanefno GERT er ráð fyrir 408 þús. krón- um minni kostnaði við varnar- málanefnd á næsta ári en nú í ár, að því er segir í athugasemd- um við fjárlagafrumvarpið. Morg unblaðið sner sér til Páls Ásgeirs Tryggvasonar hjá utanríkisráðu- neytinu, og spurðist fyrir um af hverju þessi kostnaðarminnkun stafaði. Páll kvað orsakir fyrir þessu vera tvær. Annars vegar hefði landareignum sem varnaliðið hefði haft á leigu fyrir hluta starfsemi sinnar, verið skilað aft- ur, þar sem ekki hefði verið not fyrir þær lengur. Hins vegar væri svo hrein sparnaðarráðstöf- un, þar sem skorin væri niður risna og ýmiss annar kostnaður. Páll gat þess ennfremur, að gert væri ráð fyrir miklum sparn aði í rekstri Keflavíkurflugvall- ar. Næmi sparnaðurinn tveimur milljóum kóna á þessu ári, en 2.7 millj. á næsta ári. Páll kvað sparnaðinn einkum vera fólginn í því, að fæðispeningar, sem áð- ur voru greiddir öllum opin- berum starfsmönnum á Kefla- Frímerkjukynn- ing d Selfossi FÉLAG frímerkjasafnara, Sel- fossi, var stofnað fyrir ári og eru félagar nú 20 Nú nýlega hélt félagið fyrstu frímerkjakynningu sína hér á Selfossi. Sýndu 6 safnarar frí- merkjasöfn sín, er þeir kalla „Lýðveldið ísland frá 1944.“ Auk þess komu tveir frímerkjasafn- arar frá Reykjavík og sýndu tegundasöfn sín. Um 250 manns sóttu sýning- una, sem þótti takast vel. Hyggst félagdð haWa að minnsta kosti eina frímerkja- kynningu á ári í framtíðinni, en aðalmarkmið félagsins er að glæða áhuga manna á frímerkja- söfnun. Formaður Féla'gs frímerkja- safnara, Selfossi, er Guðmundur Geir óladfsson. -— Tómas. víkurflugvelli væru felldir niður, en sú uþphæð næmi um 1Vz millj. krónum. Þá væri ennfrem- ur lagt niður eitt lögregluþjóns- embætti, og kostnaður utanríkis- ráðuneytisins við ýmsa aðra rekstrarliði verulega minnkaður. skorum á yður sem hófsaman velsæmdarmann að halda þeim glæsileika á lofti og veita hvorki áfengi né tóbak í móttökum yð- ar eða veizlum. Fyndist okkur það hinni íslenzku þjóð gott og þarft fordæmi." '""í bréfinu til dómsmálaráð- herra segir: „Við skorum á yður að koma því sem fyrst til lei'ðar, að aug- lýsingar á tóbaki í íslenzkum blöðum, tímaritum og kvik- myndahúsum verði bannaðar og ólögleg áfengissala, sem tíðkast á mörgum veitingastöðum í rík- um mæli, verði stöðvuð, annað hvort með aukinni löggæz'.u eða breyttri áfengislöggjöf. Fyndust okkur þessi skref stór í áttina til betri þjóðarbrags á Islandi, sem okkur öllum er jafn hug- stæður.“ í bréfinu til fjármálaráðherra segir: „Við skorum á yður sem bind- indismann a'ð stuðla að því, að m , , , ,, , _ ríkisstjórnin veiti hvorki áfengi af ymsum haskolum 1 Bandank] né tóbak j veizlum sínum eða unum, og eru mismunandi, nema | móttökum Gæti það bæði olðið skolagjoldum og/eða husnæði og hinni íslenzku þjóð þarft for. Ndmsstyrkir í Bandaríkjunum EINS og mörg undanfarin ár, hef ur Íslenzk-ameríska félagið milli göngu um útvegun námsstyrkja til Bandaríkjanna. Er hér um tvenns konar styrki að ræða: Annars vegar eru námsstyrkir fyrir íslenzka stúdenta til náms við bandaríska háskóla, á vegum Institute of International Educa- tion. Styrkir þessir eru veittir fæði, o.s.frv. Styrkirnir eru ein- göngu ætlaðir námsmönnum, sem eru að hefja háskólanám. Þess skal getið, að nemendur, er ljúka stúdentaprófi á vori komanda og hyggjast hefja háskólanám næsta haust, er heimilt að sækja um þessa styrki. Hins vegar eru námsstyrkir úr Thor-Thorssjóðnum fyrir íslend- inga, sem eru í háskólanámi í Bandaríkjunum, en hafa ekki lokið prófi. Eru þetta 3-4 eitt þúsund dala styrkir. Nánari upplýsingar um þessa námsstyrki verða veittar á skrif stofu Íslenzk-ameríska félagsins, Austurstræti 17 (sími 1-3536), þriðjudögum og fimmtudögum. kl. 6-7 e.h. Umsóknir (um I.I.E. styrki) skulu sendar skrifstofu félagsins fyrir 20. nóvember n.k. Umsóknir um styrki úr Thor- Thorssjóðnum skulu hins vegar hafa borizt fyrir 20. desember n.k. (Frá fslenzk-ameríska félaginu). dæmi og ríkiskassanum happa- drjúgur ábætir." Þeir, sem skrifa undir bréfin, eru: Axel Jóhannsson, Björn Baldursson, Einar Valur, Guð- mundur S. Alfreðsson, Hall- grímur Magnússon, Helgi Skúli Kjartansson, Jakob B. Smári, Kristján R. Jessen og Magnús S. Magnússon. VELJUM ÍSLENZKT Islandskort Bowens frá miðri 18. öld. Merk kortagjöf ENGLENDINGURINN Mark Watson í Lundúnum, sem íslend ingum er að góðu kunnur vegna margra merkra gjafa, er hann hefur gefið Þjóðminjasafni Is- Iands á liðnum árum, hefur ný- lega sent Landsbókasafni að gjöf þrettán gömul og fágæt Is- landskort, og átti safnið sum þeirra ekki fyrir. I gjöf Watsons eru eftirtalin kort: Abraham Ortelius. íslandskort úr þremur mismunandi útgáfum af Theatrum orbis térrarum. Tvö úr latneskum útgáfum frá árunum nálægt 1600 og eitt úr enskri útgáfu frá 1606. Kortin eru öll handlituð, en á mismun- andi hátt. Loks er fágæt gerð af korti Orteliusar eftir ókunnan höfund og frá óvissum tíma, en kynni þó áð vera eftir Ortelius sjálfan og ætlað til lausasölu Það er töluvert frábrugðið hinu venjulega korti hans. Gerhard Mercator. Islandskort úr frumútgáfu kortasafns hans, Duisburg 1595. Ennfremur sama kort í minnkaðri gerð, eins og það birtist í ensku þjófprenti af kortasafni Mercators 1937. Jodocus Hondius. íslandskort úr Atlas Minor fiá árunum 1820 —1630. Joris Carolus. íslandskort úr þýzkri útgáfu af kortasafni Blae- us frá miðri 17. öld. Sama kort úr The English Atlas, sem prenit aður var í Oxford 1780. Gerard van Keulen. Sjókort af Islandi, prentað í Amsterdam í byrjun 18. aldar. Emanuel Bowen. Kort af ís- landi, Grænlandi og Færeyjum, prentað í London nálægt mi'ðri 18. öld. Thomas Hans Henrich Knopf. íslandsikort í útgáfu Homanns, prentaðri í Núrnberg 1761. Kort sama höfundar í franskri útgáfu, er fylgdi Islandsfrásögnum Horrebows, París 1764. (Frétt frá Landsbókasafni Isl.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.