Morgunblaðið - 27.10.1968, Side 17

Morgunblaðið - 27.10.1968, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1968 17 Messufólk á Núpsstað. - I LANGRl FERÐ Framhald af bls. 12 hlaupi, og var þá ábyrgðarhluiti mikill að halda áfram með póst- inn, en þó einkum og helzt af því, að stúlkan var með. En að öðru leyti þótti mér snupra að snúa við, og sennilega væri þetta aðeins vatnafilutningur eins og komið hafði fyrir tveim árum áður, er Skeiðará flutti sig í þennan farveg að nokkru leyti og var þar nokkra mánuði. Tók ég það ráðið að halda áfram og 'lét ekkert á neinu bera við stúlkuna, hvað ég hugsaði, þair eð ég vildi ekki gera hana hrædda. Lagði ég svo í álana og hafði stúlkuna við hlið mér. Urðum við að sæta lagi, svo að stærstu jakarnir lentu ekki á hestunum Gekk allt vel, en þó voru sum- iir álarnir nokkuð harðir á. Rið- um við greitt austur að skeið- ará. En þá sá ég fyrir víst, að þetta var byrjun á hlaupi, og nú var ekki annars kostur en herja á ána, úr því sem komið var. En er við vorum komin yfir nokkra ála, sá ég, að tveir menn komu út yfir ána í veg fyrir okkur. Voru það Oddur Magnús son í Skafitafelli og Runó'lfur Bjarnason úr hinum bænum. Og höfðu þeir séð til okkar úti á sandinum og komu nú til að- stoðar, því að þeim virtist óvíst, hvort áin væri orðin fær yfir- ferðar. Var ég þeim þakklátur fyrir, því að nú gat ég miðlað öðrum þeirra stúlkunni, en hinn fór á undan, og aldrei fengum við sund. Þegar komið var yfir Skeið- ará, bað ég þá að athuga, — eða helst bóndann í efsta bæn um í Skaftafelli, því að þaðan sést bezt út á Sandinn, — hvort vatnið færi vaxandi, svo að sýni legt væri meðan ég færi austur að Svínafeili, því að þar ætlaði ég að fá mann fyrir mig í póst- ferðina, en sjá'lfur ætlaði ég út yfir Sand sama kvöldið, ef ekki sæist ör vöxtur í ánni. En ann- ars ætlaði ég að fá lánaða skó og fara þvert yfir jökul. Ég fékk hestinn, sem Oddur reið, svo að hestur minn gæti hvílt sig meðan ég færi að Svína felli. Þegar ég kom aftur þaðan, fékk ég þá fregn, að vatnið mundi lítið hafa vaxið, og lagði ég því þegar af stað aftur út yfir, þó að þeir vildu það síð- ur. Oddur vildi endilega koma með mér út yfir mestan hiuta árinnar, og fengum við engu verra en austur yfir, þó að vatn ið væri nokkru meira. Bar svo ekki á neinu.þar til er ég var skammt fyrir austan hið nýja vatn á miðsandinum, og farið var talsvert að skyggja. Ég fór þar af baki ti'l að vita, hvort hesturinn vildi ekki kasta þvagi, því að þess verður vandlega að gæta, þegar á þarf að reyna. Lagðist ég niður og beið litla stund. En þá heyrði ég voða dynk og skruðninga fyrir ofan mig í stefnu á útfallið í hinu nýja vatni. Var mér þá að orði: „Nú mun setið meðan sætt er.“ Fór ég nú eins hratt.og ég gat, út að vatninu og yfir það, og býst ég við, að ég hafi þá ekki farið fleiri króka en þörf krafði. Hélt ég svo leið mína heim og gekk ágætlega, og varð ég ekki var við neitt óvanalegt á leið minni. Að líkindum hefir þarna hurð fallið nærri hæ'ium eftir dynkj- unum að dæma, er ég heyrði. Og svo var það, að þarna var jökullinn sprunginn mikið og kom ið langt yfir ófært vatn morg- uninn eftir, er til sást frá Skafta felli. Sæluhúsið tók næsta dag af þeirri háu öldu, sem það var á, og fór flóðið síðan vaxandi, en fullvaxið mun hlaupið hafa verið 4 obtóber. Og þann dag sáust fyrst eldglampar. En því lýsi ég ekki hér. Ég fékk ágætt heim og kom heim á miðnætti. Það sem olli því, að ég lagði svo mikið kapp á að komast heim að þessu sinni var að ó- kleift var þá að koma skeyti um það, hvernig mér hefði geng ið austur yfir. En heima átti ég konu og börn og auk þess aldr- aðan og lasinn föður og stjúp- móður og var ekki viss um, hvern ig því yrði tekið, er hlaupið færi að sjást á vestursandinum. En það kemur alltaf þar fram, er það hefir runnið um hríð á aust- ursandinum. Það má segja, að lítil fyrir- sjá hafi verið í þessari ferð, því að þótt ég kæmist sjálfur á jökul, eins og ég hafði ættað mér, ef í illt slægist, voru eng- in líkindi til, að ég kæmi hest- inum lifandi. —0— Maður gerir sér það tæpast ljóst á þessum tímum mikils skrafs og málalenginga hvað í raun og veru felst í þessari látlausu frásögn. Hér er þó verið að 'lýsa fullkominni tvísýnu bar áttu upp á líf og dauða, harðri glímu við hamslaus náttúruöfl. Og hversu ólíkir eru ekki glímu nautarnir: Jakaferð og ólgandi flaumur jökulhlaupsins, hinsveg ar maðurinn einn á hesti sínum, sem býður því birginn, leggur til atlögu við það og sigrar. En um þetta er ekki við haft neitt orðskrúð eða ónytjumælgi, eng ar upphrópanir, engin lýsingar- orð í efsta stigi, aðeins köld og klár frásaga. Þó finna allir að hér er unnið mikið afreksverk eitt af mörgum, enda þótt önn- ur lítt í frásögur færandi. Móðurætt Hannesar hefur búið á Núpsstað frá því fyrir Skaft- árelda. Voru í þeirri ætt bú- höldar traustir menn, fornbýlir og fastheldnir á gamlar erfða- venjur. Sömu búskaparhættirn- ir ríktu þar mann fram af manni. Svo var einnig lengi ve'l í búskap artíð þeirra Hannesar og Þór- önnu. T.d. voru þar fráfærur fram yfir 1930 þótt löngu væru niðurlagðir víðast hvar annars- staðar. Allt slíkt er nú vitanlega horfið og ólíkt því sem var í fyrri daga. En þótt flest sé nú breytt frá því sem áður var, eru sjálfsagt enn meiri byltingar í vændum ef að líkum lætur. Innan fárra ára, þegar bílveg- urinn opnast austur yfir Skeiðar ársand verður sjálfsagt nýtísku greiðasála — jafnvel gistihús — á þessum tignarlega stað, þar sem íslenzk sveitamenning hefur þró azt með blóma í þúsund ár. — Með því mun Núpsstaður fá nýtt hlutverk og taka miklum stakka skiptum, að því er handaverk manna og framkvæmdir snertir. En eitt hús mun þó vissulega um ókomin ár setja svip á bæ- inn hverju sem fram vindur. Það mun standa áfram undir Núps- staðarhlíðum sem vitnisburður um horfna öld og hvernig kyn- slóðir fyrri tíma þjónuðu Guði í trú sinni og tilbeiðslu. Það er bænahúsið á Núpsstað, traust og tilgerðarlaust hús. Og í þjóðlegu yfirlætiáleysi sínu minnir það okkur á hann, sem nú hefur lok- ið sinni löngu ferð og hlotið gröf í skjóli þess. G. Br. xxx Hannes á Núpsstað hefur nú verið lagður til hinztu hvílu í litla garðinum við bænhúsið að Núpsstað. f rúmi var því ekki langt „frá vöggu að leiði“ því á Núpsstað var hann fæddur og þar átti hann heima alla sína æfi. Varla getur stórfeng'legri ramma um æfi og störf manns en þann, sem íslenzk náttúra hefur skapgð á þeim landshluta sem varð athafnasvæði Hannes- ar. Af þessu umhverfi mótaðist hann. Frá æskuárunum er mér í minn hvað allir töluðu með mikilli virð ingu um Hannes, jafnvel þeir sem gjarnt var á að hallmæla flestum, og ekki minnist ég þess að hafa nokkurn tíma heyrt hnjóðsyrði fal'la í hans garð. Ég kynntist Hannesi fyrst er ég var aðeins ellefu ára gamall og dvaldi sumarlangt á næsta bæ Ég átti svo heima í Fljótshverfi, að meira eða minna leyti, fram yfir fermingu og kynntist því Hannesi allmikið á þeim tíma og ég held að mér hafi skilist það furðu fljótt að enda þótt Hann es væri ekki mikil'l að vallar- sýn þá var hann í flestu langt fram um meðallag. Síðar er ég flutti heim eftir margra ára dvöl erlendis hitti ég hann nokkrum sinnum heima á Núpss'tað ungan í anda og lóttan í spori. Þá gafst mér tækifæri til að spyrja hann um eitt og annað er varðaði jarðfræði þeirra svæða, sem ég vissi að hann þekkti betur en nokkur annarr. Sýndi það sig, að hann hefði veitt at- hygli ýmsu því, sem fer fram- hjá vel flestum og að hann leit- aði skýringa á einu og öðru í ríki náttúrunnar sem allur þorri manna lætur sig litlu skipta. Hannes var hæglátur í allri fram komu, hógvær og fullyrti ekki nema það, sem hann vissi og gat staðið við. Því sem hann full- yrti mátti treysta. Með Hannesi er horfinn af sjónarsviðinu einn síðasti full- trúi þeirrar kynslóðar í Skafta- fel'lssýslu, sem heyja varð harða baráttu við torfærur mestu jökul vatna landsins. Ég býst við að mörgum sé hann minnisstæðast- ur sem fylgdarmaður yfir Skeið arársand en einkum þó yfir stór árnar Skeiðará og Núpsvötn, því í viðureigninni við þær varhann óumdeilanlegur meistari. Hitt vita færri, að hann var jafn öruggur við hengiflug hamraveggjanna og þræddi þar leiðir, sem fáum mun hent að feta. Vafalaust er för Hannesar yfir þveran Skeið arárjökul þann 31. marz 1934, er Skeiðarárhlaup var í algleym- ingi og eldgos hafði byrjað í Grímsvötnum, það sem borið hef ur nafn hans__ víðast og flestir kannast við. Mér er þó nær að ha'lda að Hannesi sjálfum hafi ekki fund- ist mikið til um þetta afrek, sem að sönnu var afrek, heldur litið á það sem sjálfsagðan hlut af því að hann vildi komast leiðar sinnar. I þetta sinn sem endranær, vissi Hannes nákvæmlega hvað hann var að gera. Af eigin og annarra reynslu vissi hann, og það var almennt vitað í þessum sveitum, að Skeið arárhlaupin fara að langmestu leyti undir jöklinum a'lveg eins og jökulárnar gera. Hannes er þekkti jökulinn „sinn“ og árnar, sem frá honum falla svo vel að hann vissi að fært var yfir hann ef rétt leið var valin. Það var oftar en í þetta sinn að Hannes telfdi djarft í viðureign sinni við jökla og jökulvötn, þó veit ég ekki til að hann hafi í raun og veru nokkurutíman verið veru lega hætt kominn, en það sýnir fyrst og fremst frábæra athyglis gáfu hans og dómgreind. Margur ferðamaðurinn kom þreyttur heim að Núpsstað eftir för um eyðisandinn í misjöfnum veðrum. Úr álíkri ferð var þar gott að koma og njóta hvíldar og þeirrar aðhlynningar, sem þeir Framhald af bls. 18 bera og skráða heiti verzlunar- staðarins, pósts og síma. 16. Á bls. 196 segir, að æða- varpið á Kaldrananesi í Bjarnar firði sé einkum í litlum hólmum á firðinum. Þetta þykir mér ó- líklegt að rétt sé, því að þegar ég þekkti þar til, raunar fyrir hálfri öld, þá var aðalvarpið inni í fjarðarbotni í allstórri ey, er Hrútey nefnist. 17. Á bls. 206 segir, að Kirkju ból í Tungusveit sé fornt höfuð- ból við sunnanverðan Steingríms fjörð. Ekki hygg ég rétt að kalla Kirkjuból fornt höfuðból, þó að jörðin sé að vísu allstór eða 24 hundr. að fornu mati. Oft mun og hafa verið búið þar vel, þótt stundum væri um leiguliðaábúð að ræða. Hitt er svo allt annað mál, að núverandi eigandi og á- búandi hefur gert jörðina að sannarlegu höfuðbóli, með reisu legum byggingum og mikilli rækt un. 18. Á bls. 220 segir: „í Kúa- víkum er Jakob skáld Thorar- ensen upprUnninn“. Orka mun það tvímælis að segja Jakob skáld Thorarensen upprunninn í Kúavíkum, þótt hann muni hafa dvalið þar eitthvað á unglings- árum hjá föðurbróður sínum, Jakobi kaupmanni Thorarensen sem var sonarsonur Stefánsamt- manns Þórarinssonar, á Möðru- völlum í Hörgárdal. Jakob skáld er fæddur á Fossi í Hrútafirði sem alkunnugt er og mun hafa alizt þar upp að mestu. Móðurætt hans er og úr innri hluta Strandasýslu. 19. Á bls. 246 segir, að Mel- graseyri á Langadalsströnd sé kirkjustaður. Melgraseyri er ekki kirkjustaður í venjulegri merkingu þess orðs. Þar er hvorki bændakirkja né benefici um, en bænhús hefur verið þar frá því um 1300. Ekki var þó leyfður gröftur við bænahúsið fyrr en árið 1851. 20. Á bls. 262 segir, að Möngu foss sé á utanverðri Snæfjalla- strönd. Það er ekki rétt, því að fossinn er innan til við Strönd- ina miðja, í svonefndri Innri- Skarðsá, þar sem hún fellur fram úr Innra-Skarði, skammt fyrir ut- an Æðey. 21. Á bls. 250 er sagt, að Mjói fjörður sé næst innstur fjarða við Isafjarðardjúp að sunnan. Svo er þó ekki, því að Reykja- fjörður er þar á milli og einn- ig Vatnsfjörður ef hann er til fjarða talinn en ekki víkna. 22. Á bls. 277 segir svo um Óshlíð: „Á tveim stöðum var fjallshlíðin svo brött í sjó fram, að fólk varð áður fyrr að fikra sig áfram á handfesti. Hétu þess- ir staðir Sporhamar og Háld.“ í þessari umsögn er þess ekki getið, að þetta átti aðeins við um hlíðina að vetrarlagi í hátku einir geta veitt, sem vilja öllum gott og skilja hvers þörf. Ég þekkti konu sem hafði reiitt dóttur sína 7 vikna gamla í söðli úr Öræfum út yfir Skeiðar ársand. Viðtökurnar sem hún fékk á Núpsstað að þeirri ferð lokinni urðu henni ógleymanleg ar. Þá var Hannes ungur að ár- um, en þeir verða vissulega aldrei taldir, sem á heimili þeirra hjóna nutu h'lýrrar gestrisni og hvíld- ar eftir erfiða ferð. Ýmsir menn sögunnar hafa ver ið nefndir miklir og oftast án þess að skilgreina það hlutverk. Hvað er það þá að vera mikill? Að mínum dómi er mikill aðeins sá sem góður er og sannur. A þeim grundvelli tel ég Hannes á Núpsstað meðal mætustu manna sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Ég_ er þakklátur fyrir þau kynni. Ég veit að hann hefur æðrulaus 'lagt í sina hinztu för, og ég er þess fullviss að engin „kuldaleg rödd“ kallaði hann. Það var bara komið kvöld og þörf að hvílast. Og nú standa fjöllin miklu vörð um leiði hans og munu svo gera um ókomnar aldir, og það er heiðríkja um minningu Hann esar á Núpsstað. og harðfenni, á sumrum var neðar lega í skarðinu reiðgata, sem rudd var á hverju vori. Þá er og ekki nefndur á þessari leið þriðji farartálminn, sem fólk úti frá kallaði Seljadalsófæru, en Hnífsdælingar nefndu PalL Hann er skammt fyrir innan Seljadal og gengur þar þverhníftur hamar í sjó, svo að eigi verður fyrir framan komizt, hvorki um flóð né fjöru. Aftur á móti var hægt að fara fjöruna hjá Steinsófæru sem er rétt fyrir innan HaMið og einnig Sporhamri, þegar sæmi legt var í sjóinn. En upp og nið styrkja sig á festi eða feta kaðal stiga, þegar ekki varð gengið sökum hálku gatan fyrir ofan, þar sem Skor heitir. Pallurinn er að norðanverðu 5—7 metra hátt klettarið, en sunnan megin er han atlíðandi. Um 1890 eða litlu fyrr var hann lækkaður nokkuð með því að ryðja ofan af honum möl og jarðvegi, og einnig var þá fleygað úr efstu bergbrúninni. 23. Á bls. 298, þar sem segir frá Darra, er he'lzt svo að skitja sem hann sé á Grænuhlíð, en réttara mun að hann sé í svo- nefndum Ritaskörðum, á mótum Grænuhlíðar og Ritsins. 24. Á bls. 324 segir, að Hall- varður Hallsson hafi verið bóndi í Skjaldabjarnavík. Hann mun aldrei hafa við búskap' fengizt svo að kunnugt sé, hvorki þar né annars staðar, heldur unnið fyrir sér með smíðum, veiðiskap og sendiferðum og jafnan verið í húsmennsku. En hitt er rétt, að hann var jarðsettur í tún-inu í Skjaldarbjarnarvík, samkvæmt eigin fyrirmælum án yfirsögns eða vitundar sóknarprests, að því er síra Jón Guðnason fyrv. skjala vörður segir í riti sínu um Stranda menn. 25. Á bls. 332 segri svo um Skötufjörð: „Heitir Skötufjarðar heiði milli fjarðarins og G'lámu". Þetta er ekki rétt, það er fjall- vegurinn upp úr botni Skötu- fjarðar og yfir í Heýdal í Mjóa- firði, er svo heitir. Aftur á móti liggur Hestafjarðarheiði upp úr Hestfirði um Glámuhálendið, vest ur til Dýrafjarðar og Arnarfjarð ar. 26. Á bls. 346 segir, að upp úr Steingrímsfirði liggi ruddur og varðaður fjallvegur upp á Þorska fjarðarheiði. Þetta eru töluvert villandi ummæ'li, því að gamti vegurinn yfir Steingrimsfjarðar- heiði mætti ekki veginum um Þorskafjarðarheiði fyrr en vest ur undir brúnum Langadals, með ara á svonefndu Högnafjalli, en var og er svo sameiginlegur úr því niður Langadal. Eftir að ak- vegur var lagður yfir Þorska- fjarðarheiði, árið 1947, eru vega mótin allmiklu norðar á fjallinu og mætti þvi með nokkrum rétti Framhald á bls. 21 Jón frá Kársstöðum. - LANDIF ÞITI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.