Morgunblaðið - 27.10.1968, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 27.10.1968, Qupperneq 28
ASKUK Sudurlandsbraut 14 — Simi 38550 INNIHURÐIR i landsins mesta urvali 4A4. SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. Mótmæln ofbeldi Rússa ú þjóðhútíðordegi Tekko Á MORGUN, mánuðag, er þjóðliátíðardagur Tékka og 50 ár liðin frá stofnun Iýðveldis í landinu. f því tilefni mun Tékknesk-islenzka félagið gangast fyrir friðsamlegum mótmælum við rússneska sendiráðið vegna innrásar Rússa og fjögurra annara Var sjárbandalagsríkja í Tékkó- slóvakíu á dögunum. Munu félagar mæta fyrir utan sendiráðið kl. 3 síðdegis á mánudag og standa þar með tékkneska fána til kl. 6 síð- degis. Einnig mun safnast þar saman fólk utan Tékknesk-ís- íenzka félagsins. Forráðamenn félagsins ætl ast til þess, að ofbeldi Rússa verði mætt á friðsamlegan hátt. Mótmælin við sendiráðið eiga að vera táknræn. Þorsteinn Gíslason, þegar hann tók þátt í hnefaleikakeppni. SJÁLFSTÆÐISMENN, sem feng ið hafa senda happdrættismiða, eru hvattir til að gera skil hið fyrsta, en skrifstofa landshapp- drættisins er í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og verður opin frá kl. 2—6 í dag, sunnudag. Frá háskólahátíðinni í Háskólabíói í gær. Hóskólohótíðin fór fram í gær HÁSKÓLAHÁTÍÐIN fór fram í Háskólabíó í gærdag og hófst kl. 14 með því að fluttur var strengjakvartett op. 95 í f-moll eftir Beethoven. Háskólarektor, dr. Ármann Snævarr fluttu siðan ræðu, en því búnu söng Stúdentakórinn ndir stjórn Jóns Þórarinssonar tónskálds, nokkur lög. Undirleik annaðist Kolbrún Sæmundsdótt- ir. Þá ávarpaði rektor nýstúdenta og einn úr þeirra hópi flutti stutt ávarp. Að lokum sleit raktor at- höfninni og þjóðsöngurinn var sunginn. Lifnar yfir síldveiöinni fyrir austan Heimir SU með 400 tonn til Fœreyja af Hjaltlandsmiðum RÚMLEGA 10 skip fengu síldar- afla á miðunum fyrir austan land í fyrrinótt, samtals um 635 tonn. Veiðisvæðið var 70—90 mílur suðaustur af Gerpi, og í gærmorg un höfðu fjórir bátar tilkynnt komu sína til Neskaupstaðar og voru þeir með frá 30 upp í 90 Hnefaleikara dæmdar bætur fyrir tap kennslutækja NÝLEGA var kveðinn upp fyrir bæjarþingi Reykjavíkur dómur í máli Þorsteins Gíslasonar, málarameistara gegn fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Þorsteinn krafðist 842.275.50 króna vegna réttindamissins, er hnefaleikar voru bannaðir með |ögum 27. desember 1956, en, hann kenndi þá hnefaleika m. a. við Háskóla íslands. Úrslit máls- ins voru, að ríkissjóði var gert að greiða um 300.000 krónur með vöxtum frá gildistöku laganna. Er málinu þar með lokið. Ástæður fyrir málshöfðun Þor steins voru umrædd lög, en í 1. grein þeirra segir orðrétt: „Bönn uð er öll keppni eða sýning á hnefaleik. Ennfremur er bannað að kenna hnefaleik." Meá þessu taldi stefnandi, að löggjafarveldið íhefði brotið á sér rétt, sem lög- varinm hafi verið í stjómar- skránni. Viðvikjamdi kennsilunni hefði hann komið sér upp tals- verðu magni kenmslutækja, sem honum hafi orðið verðlaus við eetnángu laganna og einmig taldi sitefnandi, að tekjumissir vegna setnimgu laiganma, hafi valdið því, að hann varð gjaldþrota. í dóminumn, sem Valgarður Kristjánsson, borgardómari kvað upp segir: „Þó að iita megi svo á, að orðin eignarréttur og eiga í þess- ari greim stjórnaTskrárinnar merki ekki aðeins eignarrétt í þrengri merkinu orðsins, heldur einnig ýmis önnur verðmæt rétt- indi, svo sem afnotarétt, kröfu- rétt, rithfundarétt, einkarétt o. fl., verður þó hins vegar ekki liitið svo á, að atvinnuréttur sá, er hér um ræðir, falli undir ákvæði nefndrar greinar stjórn- arskrárinmar, hvoki beinlínis né per amalogiam. Ekki er heldur að fimma ákvæði um bætur í 69. gr. stjómarskrárinnar, en hún ■hljóðar svo: „Emgin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna, nema a lmenn ingshei 11 krefji, enda þarf lagaboð til.“ Að öl'lu þessu athuiguðu líta dómendur svo á, að eigi séu efni til að taka til greima þennan kröfulið stefnanda, þ. e. kröfu um bætur fyrir óbeirnt tjóm vegna tekjutaps." Bætur Þorsteims, 300.000 krón- ur með vöxtum, voru hins vegar fyrir tjón, er tæki hans urðu honum gagnslaus við gildistöku laganma. Til aðstoðar borgardómaranum við uppkvaðnimgu dóms þessa voru Vaidimar Ömólfssom, fim- leikakennari og Konráð Gisla- son, kaupmaður. Mbl. náði í gær tali af Þor- steiná Gíslasyni og épurði hann um dómsniðurstöðuna. Hann saigði:_ — Ég fæ eins litlar sárabætur og mögulegt er. Mér er aðeins greiddur sá stofnkostnaður, er ég hafði laigt í tækjakaup og því get ég ekki verið ánaegður — Framhald á bls. 27 tonn. Sildarsjómenn eystra eru nú allvongóðir um síldveiðina ef vel viðrar, þvi að dreifða sild er alls staðar að finna á svæðinu 70—150 mílur frá landi. Nokkur skip eru við Hjaltland á veiðum, og í gær bárust Morg- unblaðinu fréttir af því, að Heim ir SU 100 hefði lamdað 400 tonn- um af Hjaltlandssáld í Færeyjum. Von var á fleiri skipum til Fær- eyja með síld, en ágæt veiði var á síldarmiðunum við Hjaltland nóttina áður. Léleg veiði var í Jökuldjúpinu í fyrrinótt, að sögn fréttaritarans á Akranesi, enda bræla á mið- unum. Þó munu einhver skip hafa fengið nokkurn afla — til að mynda var von á Sólfara til Akraness með 20 tonn og Sigur- fara með 12 tonn. Síldin sem þarna veiðist er góð að sögn — feit og allstór. Tvö um- ferðarslys í fyrrinótt TVÖ umferðarslys urðu í Reykja vík í fyrrinótt, og slasaðist þrennt í þeim. Fyrra slysið varð laust fyrir kl. 3 á Grandagarði. Þar varð maður fyrir fólksbíl, og slasað- ist talsvert. Hann lenti framan á bílnum hægra megin, en lenti síðan á framrúðu bílsins og braut hana. Maðurinn var fluttur í Slysavarðstofuna en síðan í Borg arspítalann. Kom í ljós að hann er fótbrotinn, og skrámaður á andliti. Þá varð bílvelta á Bústaðavegi um kl. 3.30. Þar var_ litlum fólksbíl ekið austur Bústaðaveg, en fór skyndilega heila veltu, og er ekki Ijóst hvernig það orsak- aðist. í bílnum voru fimm manns, þrír piltar og tvær stúlkur. Stúlk urnar meiddust nokkuð, en þó ekki alvarlega, að því er talið Geir. Hilmar. Arnfinnur. Hverfafundur borgarstjóra í dag - fyrii íbúa Smáíbúða- Bústaða Háaleitis- og Fossvogshverfis ANNAR hverfafundur Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra, verður haldinn í húsakynn- um dansskóla Hermanns Ragnars í Miðbæ við Háaleit- isbraut í dag kl. 3 e.h. Fund- ur þessi er fyrir ibúa Smá- íbúða- Bústaða- Háaleitis- og Fossvogshverfis. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri mun flytja ræðu á fund inum um bórgarmál almennt og málefni ofangreindra hverf^ sérstaklega og svara munnlegum og skriflegum fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Hilmar Guðlaugsson, múrari og fundarritari Arn- finnur Jónsson, kennari. íbú- ar Smáíbúða- Bústaða- og Fossvogshverfis eru eindreg- ið hvattir til að fjölmenna á fund borgarstjóra í dag og beina til hans fyrirspurnum um þau hagsmunamál hverfa sinna, sem þeim leikur sér- staklega hugur á að forvitn- ast um, sem og borgarmál al- mennt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.