Morgunblaðið - 09.11.1968, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 09.11.1968, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968 I Bolungavík er ekki hægt að verða gamall Spjallað við Sigurgeir Sigurðsson, útgerðarmann og skipstjóra r Bolungavík „ÞÚ getur ekki hitt á svart- sýnni mann en mig til a3 tala við um fiskveiðar. Svei mér, ef mér finnst ekki, að fisk- urinn sé horfinn af þessum miðum okkar,“ sagði Sigur- geir Sigurðsson, útgerðarmað- ur og formaður í Bolungavík, þegar við hittum hann á heim ili hans við Völusteinsstræti, en þar býr hann í nýbyggðu húsi með konu sinni, Margréti Guðfinnsdóttur. Lítil barna- börn voru komin í heimsókn og príluðu upp á hné afa síns, og sögðust vilja fara með hon um inn í Vatnsnes á heyvagn- inum, en Sigurgeir hefur jafn an stundað nokkurn búskap með útgerðinni, þótt búskap- urinn hafi minnkað með ár- unum, eftir því sem börnin fóru að heiman, en þau höfðu alltaf hjálpað foreldrum sín- um við heyskapinn. Sigurgeir Sigurðsson er stundum kallaður Sigurgeir á Fæti, því að hann er fædd- ur í Folafæti, nesi sem geng- ur fram í ísafjarðardjúpið gegnt Vigur, milli Seyðis- fjarðar og Hestfjarðar. En of- ar blasir við hi’ð fallega fjall, Hesturinn. Þeir voru kallaðir Fótungar, sem þaðan voru ættaðir, og margir þeirra búa í Bolungavík nú, og halda hópinn, og hafa m.a. einskon- ar þjóðsöng. Þótt Sigurgeir hafi þannig tekið okkur með því að segj- ast vera svartsýnn, er þó varla til bjartsýnni maður í umgengni og blíðan í brosi hans vermir um hjartaræt- urnar, einlægari og hressi- Sigurgeir Sigurðsson framan við hús sitt við Völusteinsstræti. Margrét Guðfinnsdóttir kona hans við hlið hans og Erla dóttir þeirra. legri hlátur sjaldheyrður. Þ&gar við erum seztir inn í stofuna hjá Sigurgeir, innum við hann nánar eftir þessari svartsýni hans um fiskveið- arnar. „Ég er nú búinn að vera mánu’ð á línuveiðum. Það hefur oftast gefið illa, ég held ég hafi barasta aldrei fiskað eins illa. Ég er búinn að róa 17 legur og þetta er enginn fiskur. Eins og hann sé horf- inn. Rányrkjan er líka svo voðaleg. Hér eru líka 2—3 trollbátar að skrapa þennan litla fisk inni í landhelginni. Plássið hjá okkur minni bát- unum er svo lítið, við getum ekki róið langt, að það leyfir alls ekki, að 2—3 bátar stundi trollveiðar. En það þýðir ekki a'ð varðskipin komi, haldi með þá til hafnar til yfirheyrslu og dóms, ef þeir eru svo bara látnir greiða sektir. Það ætti að varða réttindamissi, a.m.k. við ítrekað brot, Þeir skilja ekkert annað, þessir kappar. Það hefur alltaf verið álit- ið, að landhelgin fyrir Vest- fjörðum væri of lítil, en sjálf- sagt er erfitt að laga hana. Báturinn minn, hann Húni, er ekki stór, hann er 9,6 smá- lestir að stærð, og ég get ekki rói'ð á djúpmið eins og stóru bátarnir, ég ræ þetta út á Eldingar, mið, sem svo eru nefnd út af Djúpinu. Annars hefur svo sem ekki gengið vel hjá stóru bátunum heldur, þeir hafa tæpast haft . fyrir tryggingu, en þeir hafa sótt vel, og afli þeirra, ásamt afla handfæra- bátanna og þess fisks, sem hefur verið keyptur af að- komubátum, hefur gert það að verkum, að fólk hefur haft vinnu í hraðfrystihúsinu við vinnslu aflans, og auk þess hefur mikið verið unnið hjá því opinbera í hreppnum, bæði við nýja sjóvarnargar’ð- inn og malbikun Hafnargötu, auk þess eru einstaklingar alltaf að byggja og við Bol- víkingar þurfum ekki að kvarta um atvinnuleysi, og það er nú fyrir öllu. En til að sanna þér um afl- ann, þá kom Hugrún inn um daginn með 1 tonn úr róðri. Það var helmingur fiskur, hitt lóskata og drasl. En eins og ég sagði áðan, þá var keyptur fiskur af öllum, sem hingað vildu selja. Það Vélbáturinn Húni, 9,6 tonn, á sig'lingu utan við brimbrjótinn í Bolungavík. Þarna er Sigurgeir að koma úr róðri. er áreiðanlega framsýni hans Einars Guðfinnssonar a@ þakka. Það er nú meiri áhug- inn og dugnaðurinn, sem þeim manni er gefinn“. „Já, það má nú segja, og væri margt fleira hægt að tína til, en máski við skipt- um nú um umræðuefni og minnumst svolítið á búskap- inn þinn inni í Vatnsnesi?" „Þetta er frægur staður, Vatnsnesið, eins og þú veizt, því að talið er, að þar hafi búið landnámskonan Þuríður sundafyllir, sú sem setti Kví- armi'ð, og sumir segja, að enn marki fyrir rústunum af feæ hennar. Við keyptum Vatns- nesið í upphafi þrír, ég, Hann es bróðir minn og Einar Guð- finnsson. Kaupverðið var 5000 krónur þá, en landið var þing lesið á mitt nafn, og svo keypti óg þeirra hluti síðar. Fyrst þegar ég hóf að rækta það, var þama mikill sandur, nokkuð slétt land, en með ávölum hólum. Ég fékk beina úrgang og slor frá bátunum, þurrkaði þetta inn á sandin- um, og reyndist það gó'ður áburður, en síðan varð ég að skila draslinu þurru í bölum, en þá hafði það gert sitt gagn. Auðvitað tók þetta ræktun- arstarf ærinn tíma og nokk- ur ár, en nú er tún þarna allt véltækt. Flutti ég síðan gamla verbúð, sem stóð þar sem íshúsið er nú. Var sú kölluð Sölubúð, eftir eiganda sínum. Þar gátum vi'ð fjöl- skyldan búið, meðan á hey- skapnum stóð. Áttum við þarna mangar ánægjustundir.“ „Mér er kunnugt um, að þú hafðir þitt eigið reykhús hér á árum áður, Sigurgeir, og magállinn þinn og þverhand- arþykku síðubitamir þínir voru vinsælir?" „Já, ég reykti allt mitt kjöt sjálfur og einnig mikið fyrir aðra, og stundum fæst ég við þetta ennþá.“ „Hvar varstu fyrst á ver- tíð, Sigurgeir?" „Ég var fyrst á vertíð í Seljadal. Það var verstöð í lít- illi dalkvos utanvert við Hnífsdal á Öshlíð. Þetta var árið 1916, þá var ég 14 ára. Ég reri með honum Salla, Salomon Rósinkarssyni. Þarna voru tvær verbúðir. Einnig reri ég síðustu vertíðina, sem stunduð var frá Kálfadal, en það var annar útgerðarstaður, utar á Óshlíðinni. Það er orð- i'ð langt síðan útgerð var stunduð frá þessum stöðum. En það var stutt að róa, að- eins beint fram, og þarna var nógur fiskur eftir 15. maí.“ „Og ætlarðu ekki að halda svolítið lengur áfram á sjón- um, Sigurgeir?“ „Ætli það ekki, ef aflinn glæðist. Sjáðu nefnilega til kunningi, hér í Bolungavík er ekki hægt að verða gam- all. Þá fær maður ekkert að gera, ekkert fyrir mann ann- a'ð að gera en fara á skýlið, ég meina elliheimilið hérna, og það á ekkert við mig, a.m. k. ekki ennþá.“ Og með það kvöddum við heiðursmanninn Sigurgeir, sem alla ævina hefur verið sí- vinnandi, en hið góða og glaða geð hans og ósvikna kátína, hefur ekki látið á sjá, þrátt fyrir einstaka mótlæti, sem komið hefur fyrir í lífi hans eins og annarra. Hann er og verður fulltrúi þess traustasta, sem til er í ís- lenzku þjóðlífi. (Samtal þetta var tekið í september. Fr. S.) OPNUM I DAG NÝJA VERZLUN AÐ LAUGAVEC 5 Höfum á boðstólum m.a.: Silfur og stálvörur frá Georg Jensen, Kaupm.höfn. Postulín frá Konunglegu postulínsverksm. Kaupm.höfn. Úr frá Alpina, Sviss. Kristalsvörur frá Orrefors, Svíþjóð. Fondus-pottar frá Spring, Sviss. ásamt fjölbreyttu úrvali af öðrum innlendum og erlendum vörum þ. á. m. skartgripi, klukkur, koparvörur, tinvörur, stálvörur o. fl. í tilefni af opnun verzlunarinnar hefur silfursmiðja Georg Jensen í Kaupm.liöfn sent ýmsa fagra silfurmuni til sýningar. VERIÐ VELKOMIN Jóhannes Norðfjörð hf. S í M I 1 20 90.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.