Morgunblaðið - 09.11.1968, Síða 12

Morgunblaðið - 09.11.1968, Síða 12
i 12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968 Fyrirspurnir og svðr borgarstjóra — á fundi með íbúum Hííða- Holta- og Norðurmýrarhverfis Fyrirspurn frá Þorkeli Sig- urðssyni: Ég var beðinn um að flytja hér fyrirspurn um atriði, sem má nú ekki teljast til stóru málanna, en þó er það einn lið- ur í þeirri viðleitni, sem gerð hefur verið til að búa í haginn fyrir borgarbúa, þannig að þeir gætu notið hinnar fögru nátt- úruútsýnar, sem hér er á mörg- um stöðum innan borgarlandsins að hafa. Til þess að fólk geti komið þessu við hefur víða ver- ið komið upp bekkjum, þannig ig að fó'lk gæti setið þar og not- ið útsýnisins, þegar það hefur aðstöðu tiL Ég vil sérstaklega nefna einn stað, sem mun vera einn fegursti útsýnisstaður í borgarlandinu, það er hér við 'hitaveitugeymana, því að hvergi er útsýni jafn glæsilegt og þar. En þar hefur verið komið upp bekkjum til þæginda fyrir fólk- ið. En svo er það nú þar eins og víða annars staðar, að það eru ýmis skemmdaröfl á ferð- inni, sem eyðileggja þetta sem búið er að gera þarna til ánægju fyrir borgarbúa og á þessum etað hefur bekkur eða bekkir verið teknir til viðgerðar eftir að hafa verið eyðilagðir að mestu en þeir hafa ekki komið enniþá aftur. Og ég var sérstak- lega beðinn um það að gera fyr- írspurn uim það hvort ekki mundi verða séð fyrir því að þetta kæmi til baka. Og eins vildi ég um leið bæta því við að það væri mjög æskilegt að komið væri upp sem flestum bekkjuim á öllum fegurstu útsýnisstöðum borgarlandsins. Borgarstjóri: f>að er velkomið að kanna það, hvort unnrt er að koma bekkjunum fljótlega fyr- ir aftur, en þessi fyrirspurn gef- ur e.t.v. tilefni til þess að geta um að eitt af þeim verkefnum, sem brýn þörf er á að leysa nú á næstunni er frágangur ýmissa opinna svæða. Bæði er það svo, að þessi opnu svæði eru ætluð til afnota fyrir íbúana í tóm- stundum yngri sem eldri borgar- búa, og þarna er um útlitsat- riði í borginni að ræða, það er ótrúlegt hvað frágangur eins slíks svæðis getur breytt útliti heilla borgarhverfa. Óneitanlega hefur gerð slíkra svæða setið á hakanum vegna þess, að gatna- gerð hefur gengið fyrir. En samt er það svo, að opin svæði í um- sjá garðyrkjustjóra borgarinnar eru nú um 113 hektarar að stærð og aukast um 6 hektara á áiri hverju. Það hefur e. t. v. minni áherzla verið lögð á skrúð garða þó að þeir séu til staðar V>g séu á milli 20—30 hektarar að stærð þar af Miklatúnið lang stærst um 11 hektara að stærð. En í þessum efnum er töluvert mikið óunnið og þar geta íbúarnir sjálfir lagt hönd á plóginn með góðri umgengni um sínar eigin lóðir og næsta nágrenni. Magnús Valdimarsson Einholti <6. Ámi Jónsson Einholti 2 og Hjalti Finnbogason, Einholti 2. Hvenær kemur hitaveita í Ein holti og Þverholt og hvers vegna eru þessar tvær götur skildar eftir eins og eyja á öllu hita- veitusvæðinu? Borgarstjóri: Mér er ekki full Ijóst, hvaða ástæða veldur því, að þarna hafa verið skilin eftir nokkur hús við Einholt og Þver- holt og skal kanna það. Ég hef staðið í þeirri meiningu, að ætl- unin væri að tengja þessi hús nú í kjölfar hitaveitufram- kvæmdanna, sem voru í Holtun- um á s.L ári og þar áður. Guðmundur S. Alfreðsson. Nóa túni 26: Uno Ore, sem er félag framfarasinnaðra ungra manna, hefur samþykkt eftirfarandi ályktun: Uno Ore mótmælir byggingu ráðhúss í Reykjavíkur tjörn. Forsendur þessarar álykt unar eru að við álítum, að ráð- húsbygging í Tjörninni hljóti að vera mun dýrari en á mörgum öðrum stöðum í borgar'landinu, 'þar sem gera má ráð fyrir langri leið niður á fastan grunn og kaupa þarf og rífa hús, sem þar eru fyrir. Við álítum það sjónar- mið ríkjandi ráðamanna, að ráð- húsið mundi fegra Tjörndna og umhverfi hennar sé rangt. Við ‘sjáum fegurðaraukann sem varð til við niðurrif Gúttó og lista- mannaskálans. Auk þess kemur ráðhúsið til með að hafa 4 höf- uðhliðar og ein þeirra á að snúa að Alþingi og dómkirkjunni. Við hlið ráðhússbáknsins yrðu þessi hágöfgu hús sem hundakofar. Ráðhúskassinn er væntanlega í nýtízku stíl og á því alls ekki heima í umhverfi Tjarnarinnar. Við álítum að samgöngukerfi mið bæjarins þoli alls ekki þá um- ferð sem fylgir ráðhúsi. Keyrir þá um þverbak, þegar fyrirhug- aðar eru byggingar Seðlabanka ■og æskulýðsmiðstöðvar í allra næsta nágr. Tjarnarinnar. Við á- lítum að böl alls skipulags sé þröngsýni. Ráðhúsinu er ofauk- ið í gamla miðbænum. Og nýja miðbænum ofaukið í Kringlumýr inni. En ráðhúsið gæti t.d. eitt saman sómt sér vel á efri parti Kringlumýrarsvæðisins. Við álít- um að bygging ráðhúss í Reykja víkurtjörn sé óverjandi, þar sem meirihluti borgarbúa sé henni mótfallinn á þeim stað. í lok máls míns vil ég spyrja borgar- stjóra hvað ráðhúsmálinu líður, hvort engra nýrra ákivarðana sé að vænta í því með tilliti til almenningsálitsins og hver þau rök séu sem mæla með bygg- 'ingu ráðhúss í Tjörninni og upp- hefja forsendur þær sém ég hef nefnt. Borgarstjóri: Ég hlýt að þakka félagsskapnum Uno Ore fyrir þá tryggð að koma á hvern hverfafundinn á fætur öðrum og bera fram sína skoðun á ein- arðan og skemmtilegan hátt og gefa mér þar með tækifæri til þess að skýra frá hvað ráðhús- málum líður. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að staðarval ráðhúss var samþykkt í borgar- stjórn með 15 samhljóða atkvæð- um þegar á árinu 1955. Það var þ>ó ekki gert óundirbúið. Á mörg um áratugum þar á undan höfðu farið fram rannsóknir á staðar- vali ráðhúss. Hver nefndin á fæt ur annarri hafði fjallað um mál- ið. Það hafði verið samkeppni um umhverfi Tjarnarinnar með- al arkitekta og margt annað því um líkt til að undirbúa þá ákvörðun, að ráðhús skyldi reist Og mér er minnisstætt, að skipu lagsnefnd ríkis og borgar gerði einu sinni 1951 eða 1952 að því er mig minnir, mjög greiinargott yfirlit um alla þá staði, sem til orða höfðu komið sem ráðhús- staður. Og í því yfirliti, sem tók á milli 20-30 staða, var hver staður metinn og veginn og að lokum komist að þeirri niður- stöðu með samhljóða áliti allra nefndarmanna, að ráðhúsinu ætti að vélja stað við norðurenda Tjarnarinnar. Nú geta menn haft um það skiptar skoðanir og það er ákaflega erfitt að rök- ræða um fegurðarmat manna, það er misjafnt. Ég hef sagt sem svo, að afstaða okkar, sem voru með staðsetningu ráðhúss og greiddu teikningum að ráðhúsi nokkrum árum seinna atkvæði miðaðist auðvitað við að hér væri um að ræða fegurðarauka fyrir Tjörnina og umhverfi henn ar. Um þetta hlýtur hver mað- ur að vera dómari og mjög hæp- ið að ætla öðrum að sannfæra nágranna um sína skoðun. En eins og horfir nú, er það svo, að aðalskipulag Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir byggingu ákveð- >ins magns húsnæðis í mið- borginni og gerir ráð fyrir því, að fyrirhugað gatnakerfi og bíla stæði geti á þann hátt annað 'þörfum þessa húsnæðis. Þetta húsnæði skiptist í höfuðþætti í verzlanir og skrifstofur. Og bygging ráðhúss á þessu svæði eða bygging Seðlabanka eða annarra stórbygginga, sem tald- ar eru of miklar fyrir gamla mið bæiinn verða að vera innan þessara marka, sem aðalskipu- lagið setur. Þannig er ég á þeirri skoðun, að bygging þessara stofn ana stofni miðbænum ekki í hættu, séu ekki of stórar fyrir miðbæinn. 1 sambandi við ráð- húsbygginguna þá býst ég ekki við því, að framkvæmdir hefjist á næstunni vegna fjárhags- ástandsins og vegna þess að ým- is verkefni eru brýnni. Og ég vildi líka ganga lengra og segja að nauðsynlegt er að skapa meiri samhug um framkvæmd sem ráðhús er, ráðhús sem á að vera sameiningartákn allra borg arbúa. Ég var spurður af einum hinna ungu manna, hvort slíkur samhugur ætti að skapast með því móti að við í borgarstjórn ætluðum að sveigja vilja borgar búa til fylgis við okkur, eða hvort við mundum breyta okkar fyrri ákvörðunum. Ég svaraði því til, að annað hvort eða hvort tveggja yrði e.t.v. úr, en hvort heldur sem væri þá væri það ekki aðalatriðið, aðalatriðið væri það að þessi samhugur væri fyr- ir hendi. Stundum er það nú svo, að það verður að taka ákvörðun og hefja framkvæmd- ir, þótt skiptar skoðanir séu og oft er það þá þannig, þegar mannvirkið er komið upp, að flestir eru ánægðir með það. Sem sagt í þessum efnum verð- ur það svo, að framkvæmdir hefj ast ekki á næstunni, bygging ráðhúss á þessum stað er núna sérstaklega til athugunar með það sjónarmið í huga hvort unnt er að koma leikhúsi og ráðhúsi lundir sama þaki. Það er til með- ferðar í ráðhúsnefnd og borgar stjórn og ég skal ekki segja neitt um hvort úr því verður eða ekki, eða hvernig fara skuli með þennan stað að öðru leyti. Ég vil þó aðeins í lokin gera grein fyrir því, að það hefur ver- ið bent á að ráðhús við norður- enda tjarnarinnar gerði alþingis hús og Dómkirkju tiltölulega litla í sniðum. Ég held að með byggingu meðfram Vonarstræti, Templarasundi og Kirkjuhvoli að hluta til megi skapa vinalegt umhverfi fyrir dómkirkju og Al- þingishús, ásamt með byggingu ráðhúss við norðurenda Tjarnar innar. En hér erum við aftur kominn að mismunandi mati hvað er fagurt og smekklegt og skal ég ekki orðlengja frekar um það að sinni. Guðmundur B. ólason. Við íbúarnir við Hamrahlíð fylgjumst með vaxandi áhyggjum með hinni gífuriega ört vaxandi um- ferð um þessa götu og við ótt- umst, að sú umferð eigi eftir að stórvaxa við opnun Kringlu- mýrarbrautar og lokun Reykja- nesbrautar Um götuna er geysi- leg umferð almennra ökutækja og svo áætlunarbíla frá Umferða miðstöðinni og slökkvi- og sjúkrabíla. Auk þess að vera al- menn íbúðargata eru staðsettir við götuna tveir mjög fjölmenn- ir skólar, þannig að umferð fót- gangandi yfir götuna er geysi- ímikil, en merki gangbrauta yf- ir götunni því miður ekki svo greinileg, sem þyrfti að vera. Með því að við álítum, að hér sé um alvarlegt umferðarvanda- mál að ræða, eru það vinsam- leg tilmæli til borgarstjóra að hann láti kanna vandamálin með umferðarkönnun eða með öðrum hætti í því augnamiði að ráða bót á hinni miklu slysahættu, sem hin mikla umferð hefur í för með sér. Borgarstjórí: Það er eðlilegt, að þessi fyrirspurn komi fram. Ég býst við því samkv. skipu- 'lagi, að þá muni Hamrahlíðin verða í 3. flokki, þ.e.a.s. tvær tegundir umferðargatna verða gerðar fyrir meiri umferð en Hamrahlíðin á að sinna í fram- tíðinni. Hún er svokölluð safn- braut milli íbúðagatna og ég vonast til þess, að þegar Hafnar fjarðarvegurinn er kominn í full og frambúðar tengsl við Kringlu mýrarbrautina minnki þessi um- ferð, sem þarna er um Hamra- hlíðina. Það hefur e.t.v. líka aukið umferðina um Hamrahlíð- ina að Kringlumýrarbrautin hef ur ekki verið tengd við Hafnar- fjarðarveginn. Það hefur að vísu verið gert um Sléttuveg í haust, en á næsta ári kemst vonandi á betri tenging. En ég mun með ánægju biðja umferðaryfirvöld að kanna hvemig unnt er að brúa þetta millibilsásta'nd sem bezt og tryggja umferðaröryggi um þessa götu, sem liggur fram hjá tveim stórum skólum. Sveinn Benediktsson: Það er eitt atriði í skipulagi gatna, nokkuð stórt atriði, sem mór lýst alls ekki á og það er teng- ingin frá höfninni bak við Morg unblaðshúsið og yfir í Suðurgötu suður á Hringbraut. Það er fyr- irtæki, sem ég held að sé algjör- lega óþarft um leið og það verð- ur ákaflega dýrt og ég vildi skora á borgarstjóra að láta fara fram gagngerða athugun á því, hvort að það sé ekki hentugra að bæta gatnagerðina við höfn- ina, þaninig að þar fáist góð hringkeyrsla, sem ekki er nógu góð eins og nú er, heldur en ætla að ráðast þarna í gegnum miðbæinn og jafnvel hrófla við leiðum okkar beztu manna í kirkjugarðinum. Ég held að þetta mundi aldrei hafa verið gert ef að þeir sem að þessu stóðu hefðu verið eingöngu fslending- ar, en ráð voru sett til manna sem útlendir voru, sem ekki voru nógu kunnugir staðháttum. Þá er annað atriði, sem ég vil láta mikla ánægju í ljósi yfir, og það er það, að í staðinn fyrir að ráðast í þessa byggingu á ráðhúsinu í Tjörninni skuli hafa verið byggður móttökusalur inn á Höfða með því að endurbæta það hús og það hús er eins og all ir kuinnugir hér í bænum vita, á fegursta stað bæjarins og einmitt þar eða á því svæði og alla leið upp að Suðurlandsbraut gæti maður hugsað sér, að væri fram- tíðarstaður fyrir Ráðhús bæjar- ins en alls ekki í Tjörninni og ég tek undir með þessum ungu mönnum, sem hafa elt borgar- stjóra á hvern fund að því er mér skilst, um það, að það er ekki framtíðarstaður fyrir ráð- húsið í Tjörninni. Og Geir Hall- grímsson hafði alveg rétt fyrir sér, þegar hann vildi hafa ráð- húsið annars staðar en gerði það til þess að hafa góða sam- vinnu að ganga til móts við aðra bæjarfulltrúa um þetta sem ég vil kalla lokaráð. Því að þetta að setja ráðhús bæjarins þarna, það skerðir Tjörnina, sem alls ekki má skerða hún er of lít- il, það ætti heldur að stækka hana. Og þar að auki, mundi það eins og bent var á í þessari ályktun koma ósamræmi á allt húsakerfið á þessum stað, þ£ir sem þarna eru um 100 ára göm- uil hús og meira, en svo koma þarna nýtísku sykurkassi og fyrirmyndin, eftir því sem Þjóð- iviljinn sýndi, var sótt aiustur Geir Hallgrímsson, borgarstjóri svarar fyrirspurnum á fUndinum. Við hlið hans sitja fundar- stjóri, Bjarni Björnsson og fund arritari Áslaug Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.