Morgunblaðið - 09.11.1968, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÖVEMBER 1968
13
í Rússland, því að nákvæmlega
eins hús hefur verið byggt þar
á sínum tíma. Ég vil alveg mót-
mæla því að það sé sönnun fyr-
ir því, að þetta sé eitthvað gott
að hafa það þarna, því að það
ihafi allir orðið saimmála. Það er
venjulega fyrst hætta á ferð-
um, þegar allir verða sammála.
Við sáum það t.d. að bæjar-
stjórnin var sammála um það að
byggja nýja höfn í Reykjavík
og fyrsta skrefið átti að verða
það að gera hafnargarð frá Ör-
firisey og út í Engey og loka
beztu innsiglingu, sem líklega er
til á nokkurri höfn í veröld-
inni. Sem betur fer var nú hætt
við þetta og ég býst við að
okkar góði núverandi borgar-
stjóri hafi átt þátt í því að
byggja heldur Sundahöfnina
heldur en taka okkar gömlu
höfn og lengja innsiglinguna
með því að láta sigla inn á höfn-
ina austan við Engey í staðinn
fyrir vestan við hana. Og ég
vona, að hann eigi eftir að taka
sömu vendingu eins og bæjar-
stjórn tók í hafnarmálinu í ráð-
húsmálinu.
Borgarstjóri: Um Suðurgötu er
það að segja, að umferðarleiðir
milli norðurs og suðurs á Sel-
itjarnarnesinu eru — þá á ég við
þvert á nesið, — ekki álitnar
nægilegar með Lækjargötu og
Fríkirkjuvegi, heldur þyrfti önn
ur umferðaræð að koma þarna
vestar á nesinr. þar sem Suður-
gata er núna. Ég skal taka fram,
að jafnframt því sem aðalskipu-
lagið er framkvæmt og fram-
kvæmdir hafnar á einstökum
þáttum þess, þá er auðvitað kann
að, hvort sömu forsendur eru til
staðar um nauðsyn tiltekinna
framkvæmda. Og svo verður einn
ig gert áður en lagt er í að
byggja Suðurgötu eins og aðal
skipulagið gerir ráð fyrir og
Sveinn Benediktsson gagnrýndi.
Það er nokkm inisskilningur, að
það hafi verið fyrir áhrif danskra
manna að þessi þáttur aðalskipu
lagsins var samþykktur. Þetta
er reyndar gömul uppástunga
«ða tillag í skipulagsmál-
um Reykjavíkurborgar að boga-
gata skuli ganga frá Suðurgötu
til hafnar. Hitt er annað mál,
að þetta getur orðið dýr fram-
kvæmd, vegna þess að ætlast er
itil, að þessi bogagata tengist
Geirsgötu við höfnina á brú og sá
þáttur framkvæmdarinnar verð-
ur vafalaust dýr, sem og nokk-
ur uppkaup sem verða að eiga
sér stað í Gr’ótaþorpi. En þau
uppkaup og endurskipulagning
Grjótaþorpsins er alla vega nauð
synleg og raunar er þar eina
samfellda svæðið í Reykjavík,
sem gerir kröiu til borgarinnar
um verulegan þátttöku í endur-
byggingu. Ég skal taka það fram
að það er ekki ætlunin að trufla
grafarró forfeðra okkar með þess
ari framkvæm'i. Það er um að
ræða gangstéttina við Suður-
ígötu vestan til sem flytzt e.t.v.
'inn í kirkjugarðinn en það verð-
tir ekki hrey.ft við leiðunum þar.
Ég skal svo varðandi ráðhúsið
aðeins bæta því við, að ég tel
það alls ekki svo, að ungu menn
irnir hafi verið að elta mig, held
ur hafa þeir fylgst með mér frá
einum fundi til annars með mik-
illi góðvild og velvild. Endur-
bygging Höfða og notkun hans
að hluta til sem móttökustaðar
fyrir gesti borgarinnar gegnir að
vísu leyti afmörkuðu eða tak-
mörkuðu hlutverki eins og á-
kveðnar vistarverur í ráðhúsi
mundu gera. Og á þessu stigi
málsins er þar um ágætan að-
búnað að ræða og vegna mót-
töku gesta tel ég ekki brýna
þörf á því að hefja framkvæmd-
ir við ráðhúsbyggingu í Reykja-
vík. Hins vegor hefur það ver-
ið eðlilegur draumur Reykvík-
inga um ératugaskeið að eign-
ast sitt ráðhúi eins og aðrar
borgir að ég tali nú ekki um
höfuðborgir, og sú gagnrýni hef
ur heyrzt hér jafnvel, að ís-
lenzka þjóðfélagið sýndi ekki af
sér nægilega reisn og sem dæmi
þess er tekin aðbúnaður að ýms-
um opinberum stofnunum. Ég læt
það sjónarmið liggja á milli hluta
Við í borgarstjórn Reykjavíkur
höfum. talið hingað til ýmis önn
ur verkefni brýnni og teljum það
enn, og þess vegna er ráðhús-
málið ekki brýnt nú á dagskrá
hjá okkur. Hitt er svo ágætt
að nota þann tíma, þótt ekki séu
framkvæmdir fyrirhugaðar að
skiptast á skoðunum um, hvern-
ig ráðhúsið eigi að vera og hvar
það eigi að standa. í sambandi
Við staðsetninguna vil ég aðeins
geta þess, að minnkun Tjarnar-
innar er óveruleg og aðrar ráð-
stafanir, svo sem niðurfelling á
Skothúsvegi yfir Tjörnina nema
sem göngubraut mundi vega svo
mjög upp á móti því litla svæði,
sem ráðhúsið mnndi taka af Tjörn
inni. Það er svo líka alveg ó-
hjákvæmilegt að við sættum okk
ur við það að við uppbyggingu
Reykjavíkurborgar, þess hluta,
sem er inrian Hringbrautar og
Snorrabrautar. að nýtt og gam-
allt standi þar nlið við hlið. Það
er úrlausnarefni fyrir húsameist
ara að ganga svo frá, að nýtt
og gamalt fari vel saman en bær
inn okkar er að vísu ungur að
byggingaraldri, þar sem örfá hús
eru hér standmdi frá því fyrir
aldamót, en engu að síður eru
mörg húsin í gamla bænum ekki
haganlega nýtileg fyrir nútíma
lífsvenjur og kröfur. Og hljóta
þess vegna að víkja, hvort sem
við viljum eða viljum ekki. í
þessum efnum er sjálfsagt að
vernda það sein hefur gildi frá
sögulegu sjónaimiði innanramma
þess, sem við treystum okkur til
að kosta til þess. Tveir sérfræð-
ingar, Hörður Ágústsson listmál
ari og Þorsteinn Gunnarsson ark
itekt, gefa borgarráði og borgar
við ræðum un, að ekki megi
byggja nýtt ráðriús í gamla bæn
um, þá tel ég, að það sé víðs-
fjarri rétt, því að þarna hljóta
margar nýjar byggingar að rísa
upp, en viðmiðunin hlýtur að
vera, að meðan miðbærinn er að
byggjast upp, verði hann sam-
felld heild, og vel fari saman
gamalt og nýtt.
Thor J. Brand: Er ekki hægt
fyrir borgaryfirvöldin að stemma
stigu við síaukinni fjölgun smá-
verzlana og sölufyrirtækja í bíl
'skúrum hverfisins. Það haifa ris-
ið upp seinni árm hin margvís-
legustu sölufynrtæki, t.d. við
annan enda götunnar er sauma-
stofa en við hinn endan sport-
bátasala. Og dógum saman standa
þrír og fjórir sportbátar 3itt
hvoru megin gótunnar til sýnis
og sölu. A skakk í næstu götu
er smásöluverzlun o.s.frv. Þetta
er slæm þróun fyrir gott íbúða
hverfi, sem Hlíðarnar óneitan-
lega eru. Hér er góður skóli,
samkomuhús og nægar verzlanir
og samgöngur í bezta lagi. Það
er virðingarvert, að borgaryfir-
völdin séu liðleg í viðskiptum
rvið okkur borgarana. En þau
verða einnig að kunna að segja
nei, þegar það passar.
Borgarstjóri: Ég er alveg sam
mála fyrirspyrjanda. Um langt
árabil var mjög erfitt að standa
á móti þeirri þróun, að ýmis
konar atvinnurekstur var hafinn
í bílskúrum, það var á tím-
‘um fjárfestingahhaftanna, þegar
menn fengu ekki að byggja yfir
atvinnurekstur sinn. En mú und-
fyrir þessa styrki þegar eða er
það í úndirbúningi. Ef ekki, hef
ur borgarsjóður eða borgarstjórn
þá gert einhverjar aðrar ráðstaf
anir til að koma í veg fyrir, að
þeir, sem ekki þurfa á styrk
að halda fái hann. Og þá, hvaða
ráðstafanir?
Borgarstjóri: Það er spurt um
það, hvað mikið hafi verið greitt
á þessu ári í atvinnuleysisbætur
Og svarið er, að borgarsjóður
greiðir ekki atvinnuleysisbætur
beint. Hins vegar er borgarsjóð-
ur skyldur, bæði sem sveitarfé-
lag og atvinnurekandi að taka
þátt í framlögúm í Atvinnuleys-
istryggingarsjóð Og framlag borg
arinnar á þessu ári til þessa
sjóðs eru 22 millj. Hér er um
árvisst framlag að ræða, sem
byggist á fjölda vinnustunda í
'borginni, uppgefinna vinnust.
hjá atvinnurekendum og hjá borg
inni sjálfri. Og er greitt af hendi
samkvæmt gildandi lögum án til-
lits til þess, hvort horfur eru
eða hætta á atvinnuleysi eða
ekki. Síðan er það Atvinnuleys-
istryggingasjóður, sem eftir á-
'kveðnum reglum greiðir út at-
’vinnuleysisstyrk. Spurt er, hvort
borgarsjóður hafi hafið atvinnu
bótavinnu fyrir styrkþega og svar
ið er, Borgarsjóður hefur ekki
hafið atvinnubótavinnu, en til
að mynda í sumar hygg ég að
vinnu borgarmnar hafi verið
nokkuð hagað með tilliti til þess,
að unnt yrði að veita sem flest-
um skólaunglir.gum vinnu. En að
öðru leyti má segja, að borgin
hafi ekki hafió neina sérstaka
undantekningar og þær í þess-
um tilvikum vonandi ekki marg-
ar. 1 sambandi við atvinnu-
bótavinnu, þá ei það svo, að at-
vinnuástandið hefur verið slíkt,
að bæði ríkisstjórn og borgar-
stjórn hafa séð ástæðu til þess
að skipa sérstaklega nefndir til
að fjalla um atvinnumálin, og
gera tillögur um viðeigandi ráð-
stafanir, ef þurfa þykir, til þess
að koma í veg "yrir atvinnuleysi.
Á þessu stigi málsins er of
snemmt að spá, hvaða tillögur
yrðu settar fram til að mynda
af hálfu nefndar, sem að þessu
vinnur af hálfu borgarinnar. Ég
vildi aðeins láta þá skoðun í
ljós, að það væri mjög óæskilegt
ef slíkar ráðstafanir hefðu þann
brag á sér, sem atvinnubótavinn
an hafði fyrir styrjöldina síð-
ustu á atvinnuieysisárunum þá.
Nauðsynlegt er að koma á at-
vinnu við viðcangsefni, sem eru
þjóðhagslega hagkvæm, og þá
kemur manni auðvitað fyrst í
hug framkvæmdir eins og t.d.
hitaveituframkvæmdir, sem eru
mjög þjóðhagstega hagkvæmar
'framkvæmdir, spara þjóðinni
gjaldeyrisnot og spara útlagða
peninga fyrir borgarbúa alla.
Ef Atvinnuleysistryggingasj óður
hefði til að iuynda möguleika
og bolmagn ti! þess að lána
Hitaveitu Reykjavíkur í slíkar
framkvæmdir, sem geta verið
mannaflsfrekar. þá teldi ég vel
að verið, ef unnt yrði með þeim
hætti bæði að bægja frá atvinnu
leysi og styrkja borgarbúa í
framfarasókn þeirra.
Fjölmenni var á síðasta hverfafundi borgarstjóra í Domus Medica.
yfirvöldum skvrslu stig af stigi
um alla eldri borgarhluta innan
Hringbrautar og Snorrabrautar
'og fjalla um varðveizlugildi
einstakra húsu og ef um varð-
veizlu er að ræða, þá hvort
flytja eigi þau úr stað t.d. upp
að Árbæ, eða hvort varðveita
eigi þau á staðnum. eins og t.d.
er talað um að varðveita húsin
meðfram Tjarnargötu þar sem
i þau nú standa. milli Tjarnargötu
og Suðurgötu. í þeirra tillögum
er ennfremur bent á þegar á-
stæða sé til að teikna upp þessi
hús og geyma teikningarnar, ljós
mynda þau, mynda einstaka hús-
hluta sem vitnisburð um gamla
byggingarsögu eða handbragð for
'feðranna. Það er rætt um sömu-
leiðis að varðveita einstaka muni
úr slíkum hÚ3um og þessa er
reynt að gæta nú jafnóðum og
hús eru rifin niður í borginni.
En við skulum gera okkur grein
fyrir því, að það er kostnaður
samfara því að varðveita gömul
hús, kostnaður, sem engin von
er til að him~ einstöku húseig-
endur standi undir, heldur verð
ur kröfum beint til borgarsjóðs
og borgarsjóður flytur þær kröf
ur til borgarbúa í auknum skött
um. Þess vegna býst ég við, að
fietta verði auðvitað að fara
eftir mati hverju sinni, en þegar
anfarið hefur sú ástæða ekki
verið fyrir hendi. Það eru skipu
lögð sérstök verzlunarhverfi, þar
sem starfsemi eins og fyrirspyrj
andi nefnir á að fara fram en
ekki í bílskúrum. Allar breyt-
ingar á notkun bílskúra á að
bera undir bygainganefnd og ég
hygg, að við höfum ekki heim-
ilað neinar breytingar á notkun
bílskúra til atvinnureksturs und
anfarin ár. Samt sem áður kunna
að vera brögð að áframhaldi
þeirrar þróunar, að menn tafca
þetta húsnæði til afnota fyr-
ir ýmis konar atvinnurekstur, og
þá geta borgaryfirvöld að vísu
kennt sér um, ekki að hafa leyft
þetta, heldur að þau hafi liðið
það með því að stöðva ekki slík-
an ' atvinnurekstur og í krafti
valdsins byggircgarnefndar, rif-
ið þann umbúnað, sem gerður
hefur verið fyrir verzlun eða
atvinnufyrirtæki. Við höfum beitt
í stórum stíl neitun og synjun á
sterkari rafmagnsinnlögnum í bíl
skúra og á ýmsan annan hátt
reynt að koma í veg fyrir þessa
iþróun. En velkomið er að kanna
hvað annað er hægt að gera í
þeim efnum.
Björn Finnsson: Hvað hefur
verið greitt úr borgarsjóði í at-
vinnuleysisbætur. Hefur borgar-
sjóður hafið atvinnubótavinnu
atvinnubótavinnu. Þá er spurt,
hvaða ráðstafunir borgarstjórn
geri til að koira í veg fyrir, að
þeir sem ekki þurfi á styrk að
’balda fái hann. Það er Ráðn-
ingastofan, sem heldur skrá yfir
þá, sem eru atvinnulausir. Þeir
þurfa að vera á skrá ákveðinn
tíma og vissum skilyrðum þarf
að vera fullnægt til þess, að
þeir fái atvinnuleysisstyrk. Að
þessu leyti fylgja borgaryfirvöld
þ. e. a. s. Ráðningastofan fyrir
þeirra hönd ákveðnum reglum
og fyrirmælum. mjög vel að
minni hyggju, þannig að ekki
ætti að vera hætta á því, að
aðrir en þeir sem fullnægja þeim
skilyrðum fái atvinnuleysisstyrk.
Hins vegar segir fyrirspyrjand-
inn, að hætt sé við að þeir séu
þó nokkrir og það er ekki fyrir
það að synja að heyrst hefur að
þeir sem lítið hafa viljað leggja
á sig undanfarið þegar næg vinna
hefur verið hafi látið skrá sig
og lagt á'herzlu á að sækja at-
vinnuleysisstyrki. í þeim efnum
getur Ráðningastofan út af fyr-
ir sig ekki gert neinar sérstak-
ar ráðstafanir, ef þessir menn
fullnægja skilyrðum til þess að
fá atvinnuleysi3styrk, þótt þeir
þegar atvinna var nóg hafi ekki
sinnt mikið um að fá sér vinnu.
En sem betur fer eru þetta nú
Þórarinn Þórarinsson: Þetta er
nú ekki fyrirspurn heldur ábend
ing. Eins og allir vita, þegar
breytt var um akstursfyrirkomu
lag hér í vor þá breyttist líka
afstaða biðskýlanna, biðskýli sem
áður var mikið notað, er nú
minna notað og aftur hafa kom-
ið upp stanzstaðir vagnanna, þar
sem engin biðskýli er við. Ég
nefni þetta sérstaklega vegna
þess að skammi. frá mér er bið-
staður á horni Miklubrautar og
Lönguhlíðar, sem nú er mjög
mikið notaður og þar er ekki
biðskýli en maður hefur Mikla-
tún að baki og þegar norðanátt
er þá skefur þarna yfir. Ég hef
séð börn og unglinga á morgn-
ana híma þarna hálf illa haldin
lítt sofin og leyfir ekki af klæðn
aðinum, svo ég tel það væri eðli-
legt, að þarna væri komið upp
einhverju vari við norðanáttinni
Þetta á sérstaklega við norðan
við Lönguhlíðina.
Borgarstjóri: Það er sjálfsagt
rétt hjá fyrirspyrjanda, að ekki
hefur verið sem skyldi flutt bið-
skýli eftir breylingu í hægri um
ferð, en ástæðan mun þá vera
sú, að yfir stendur endurskoðun
leiðakerfis strætisvagnanna og
þar með biðstöðva þeirra. Tillög
ur eru nú fyrir hendi hjá for-
stjóra strætisvagnanna og Ein-
Framhald á bls. 16