Morgunblaðið - 09.11.1968, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968
JNrtgiiitMftfrffr
Útgeíandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstj ómarfu'lltrúi
Fréttastjóri
Auglýstnggstjóri
Ritstjórn og afgréi'ðslg
Auglýsingar
Askriftargjald kr. 130.00
í lausasölu
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjamason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kr. 8.00 eintakið.
BLÓMLEGT ATVINNU-
LÍF ER BEZTA
TR YGGINGIN
egar vel áraði, verðlag út-
flutningsafurða fór hækk-
andi og afli var góður, fannst
flestum réttlætanlegt að gera
miklar kröfur til bættra lífs-
kjara. Auðlegð þeirri, sem at-
vinnuvegirnir sköpuðu, var
dreift um allt þjóðlífið og
landsmenn bjuggu við betri
kjör en nokkru sinni áður í
sögunni. En því miður var
grundvöllur sá, sem þessi
góðu lífskjör voru byggð á,
of veikur. Þegar hvert áfallið
af öðru dundi yfir íslenzkt
efnahags- og atvinnulíf kom
brátt í ljós, að svo nærri hefði
verið gengið atvinnufyrir-
tækjunum, að þau gátu ekki
staðið undir nýjum byrðum
af eigin rammleik.
Meginvandinn, sem við fs-
lendingar nú stöndum frammi
fyrir, er sá, að atvinnurekst-
urinn til lands og sjávar er
rekinn með miklum halla. Ef
ekki verður að gert, hlýtur
þetta að leiða til samdráttar,
minnkandi framleiðslu og
atvinnuleysis. Þess vegna er
brýnasta verkefnið nú að
treysta atvinnulífið um land
allt. Menn verða að gera sér
grein fyrir því, að góð lífs-
kjör til frambúðar geta að-
eins byggst á-því, að atvinnu-
vegirnir séu reknir með full-
um þrótti; þar verði stöðug-
ar framfarir, rekstur eldri
fyrirtækja sé bættur og ný
stofnuð.
Raunar er það svo augljóst
mál, að auðlegð þjóðarinnar
kemur einungs frá íslenzkum
atvinnuvegum, að ekki ætti
að þurfa að hafa um þetta
mörg orð. Þó er það svo, að
til eru þau öfl í þjóðfélaginu,
sem reyna að rugla um fyrir
mönnum, telja þeim trú um
að hægt sé að skella skolla-
eyrunum við öllum upplýsing
um um slæman hag fyrir-
tækja og krefjast tekna, sem
hvergi hafa verið myndaðar.
Öll þjóðholl öfl þurfa nú að
snúa bökum saman til að
treysta íslenzka atvinnuvegi.
Ef það verður gert, þarf ekki
að kvíða framtíðinni. Fram-
leiðslan mun þá aukast hröð-
um skrefum og á framleiðslu
aukningu munu batnandi
íífskjör allra byggjast. Ef hins
vegar er látið irndir höfuð
leggjast að styrkja atvinnu-
vegina eða gerðar kröfur á
hendur þeim, sem þeir ekki
fá undir staðið, hljóta lífs-
kjörin að versna. Slíkt gæfu-
leysi má ekki henda okkur
íslendinga. Það skilja menn
raunar betur nú en oftast áð-
ur, og þess vegna á heldur
ekki að þurfa að óttast, að ís-
lenzk alþýða taki ekki með
skilningi nauðsynlegum ráð-
stöfunum til þess að tryggja
grundvallarhagsmuni hennar,
atvinnuöryggið og aukna
framleiðslu.
FJÁRMAGN TIL
FYRIRTÆKJA
L sama tíma sem íslenzkur
^ almenningur hefur haft
meira fé undir höndum en
nokkurn tíma áður, hefur
gengið mjög erfiðlega að fá
áhættufjármagn til íslenzkra
atvinnufyrirtækja. Fólk hef-
ur fremur viljað verja fé sínu
til íbúðakaupa, bifreiða-
kaupa og jafnvel beinnar
eyðslu en að taka þátt í at-
vinnurekstri. Þetta hefur
byggzt annars vegar á því, að
forustu hefur skort á sviði aJt-
vinnulífsins, og hins vegar
hafa menn gert sér grein fyr-
ir því, að atvinnufyrirtæki
skiluðu ekki þeim hagnaði,
sem þau eiga að gera. Þvi
væri arðvænlegra að verja
peningunum til dæmis til
fasteignakaupa.
Einn meginþröskuldurinn á
veginum til uppbyggingar al-
menningshlutafélaga er sá,
að hér hefur ekki verið starf-
rækt kauphöll, en nú mun
vera í undirbúningi að korna
henni á fót. Um stofnun fyrir-
tækja með þátttöku almenn-
ings, ræðir Gunnar J. Frið-
riksson, formaður Félags ís-
lenzkra iðnrekenda í viðtali
við Vísi, og segir hann m.a.:
„Meðan atvinnufyrirtæki
þurfa að byggjast upp á fjár-
munum einstaklinga og fjöl-
skyldna er lítil von til þess
að þau geti náð þeirri stærð
sem æskilegt er talið í nútíma
þjóðfélagi“. Og síðar segir:
„Það má segja, að vanda-
mál fjölmargra íslenzkra iðn-
fyrirtækja hafi stafað af fjár-
magnsskorti fremur en
nokkru öðru. Vegna þess hve
lítið fjármagn hefur verið til
í þjóðfélaginu til uppbygg-
ingar atvinnuveganna, hefur
féð, sem til er, dreifzt á milli
allra og útkoman hefur verið
að engir eða fáir hafa fengið
nóg. Þetta hefur leitt til þess
að fyrirtækin hafa orðið van-
fjármögnuð og hafa ekki get-
II’ r !i ií n n ri aí i
U ÍAN UR HEIMI
Myndin er frá Kreml.
KREML ER 0RÐIN
FERÐAMANNASTAÐUR
Stjómmálasaga Rússlands
hefur gert það að verkum að
nafnið Kremi vekur óhug í
brjóstum manna á vesturlönd-
um. Hinir miklu þykku múr-
veggir hafa falið marga furðu
legustu og óhugnanlegustu at-
burði sögunnar, þar sem höf-
uðpersónumar hafa verið allt
frá keisurum miðaldanna til
einræðisríki Stalins. Mestu af
því sem þar fer fram í dag er
einnig haldið leyndu, en þó
er búið að opna hluta af þessu
gríðarstóra, 15 húsa hverfi,
fyrir almenning og ferða-
menn.
Miklar endurbætur hafa ver
ið gerðar á hinum gömlu bygg
ingum, sem líklega hafa nú
endurheimt sína upphaflegu
fegurð. Ferðamenn eru hvatt-
ir til að koma í heimsókn og
flestir Rússarma, sem búa úti
á landsbyggðinni, koma þar
við ef þeir heimsækja
Maskvu.
Gullin hvolfþök Boðunar-
dómkirkjunnar og klukkuturn
Ivans mikla kasta enn ofbirtu
í augu ferðamanna, eins og
Napoleons árið 1912. Ef maður
reikar um steinlagðar stéttarn
ar og slitin þrep hallanna er
eins og sögurík fortíð Rúss-
lands blasi við.
Ómetanlegir minjagripir
eru hvarvetna. Rússar, sem
heimsækja þennan áður helga
stað, reyna oft ekkert til þess
áð dylja óttablandna virðingu
fyrir gömlu kirkjunum, sem
enn standa í hinu nýja Rúss-
landi trúleysisins. Á köldu
haustkvöldi gengu tvær gaml-
ar konur með sjöl yfir höfð-
um sér þöglar inn í kirkju
erkiengilsins og eins og ósjálf
rátt gerðu þær krossmark
fyrir sér.
„Þetta er bara safn núna“
sagði ung kona, sem var að
sýna ferðamannahóp kirkjuna.
„Það eru bara örfá gamal-
menni sem nú koma hingað
af trúarlegum ástæðum".
Svo til á hverjum degi má
sjá hópa af rússneskum bænd
um og verkamönnum heim-
sækja þessi söfn, þegar þeir
koma í stutta heimsókn til
höfuðborgarinnar. Margir
gömlu mannanna, skeggjaðir
og með óheflaða göngustafi
og klæddir einföldum kuflum,
ganga þögulir fram og aftur
og horfa með forvitni á minja
gripi frá byltingu bolsjevikka.
Þar er einnig til sýnis stór-
kostlegt safn af hestvögnum,
fötum og húsbúnaði, sem voru
í eigu keisarafjölskyldunnar á
18. og 19. öld. Gamla fólkið
vidðist hafa sérstakan áhuga
á þessum h'utum.
Munurinn á geysilegum auð
æfum og glingri gömlu aðals-
ættanna og gráum hversdags-
leika fólksins í dag sézt vel í
þessum gömlu söfnum.
Sovézku leiðtogarnir sem
hafa skrifstofur í Kreml, eru
algerlega aðskildir frá þess-
um hópum verkamanna og
ferðamanna, sem daglega
hrúgast inn í byggingarnar.
Öryggisþjónustan er svo
ströng að jafnvel leiðsögu-
mennirnir fást ekki til að
segja í hvaða átt skrifstofur
þeirra eru. Það er vitað að
skrifstofa Kosygins, forsætis-
ráðherra, er aðeins nokkur
hundruð metra frá kirkjunum
sex innan veggja Kreml. Hann
tekur á móti erlendum fyrir-
mönnum í viðarklæddri skrif-
stofu, þar sem grfðarlegt fund
arborð er á miðju gólfi og
fjöidinn a'Iur af kortum á
veggjunum. Kortin eru að
sjálfsögðu hulin sjónum. Sex
símar, enginn þeirra eins lit-
ur, gera honum kleift að kom-
ast strax í samband við undir
menn sína og að öllum líkind-
uan Leonid Brezhnev, fram-
kvæmdastjóra kommúnista-
flokksins. Einn gestanna
spurði hann nýlega hver væri
við hinn endann á rauða sím-
anum, en eina svarið sem
hann fékk var dauft bros.
að fjárfest í tækjabúnaði
nema að ganga á eigið rekstr-
arfé. Þetta hefur valdið því í
fyrsta lagi, að lengri tíma hef
ur tekið að fullgera fjárfest-
inguna og í öðru lagi, að legri
tíma hefur tekið að nýta hana.
Peningarnir ,sem fjárfestir
eru, eru lengur að skila sér,
en ef nægilegt fjármagn hefði
verið fyrir hendi.
Þessi skortur á fjármagni
hefur leitt til þeirrar öfug-
þróunar, að hið opinbera er
alltaf í síauknum mæli að
koma upp atvinnufyrirtækj-
um. Ég er þeirrar skoðunar
að mjög auðvelt hefði verið
að safna fé meðal almennings
til að reisa t.d. Sementsverk-
smiðjuna".
Æ fleiri gera sér nú grein
fyrir nauðsyn þess, að átak
sé gert til þess að beina fjár-
magni almennings inn í at-
vinnureksturinn. Erfiðleik-
arnir, sem nú er við að etja,
eiga að leiða til þess, að leng-
ur verði ekki dregið að hrinda
þessu mikla hagsmunamáli
landsmanna allra í fram-
kvæmd.