Morgunblaðið - 09.11.1968, Page 24

Morgunblaðið - 09.11.1968, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1968 Hún hlaut að hafa þá verið eitthvað um tvítugt. Hún var föl, með litlaus augu og langt, magurt andlit. Hann sá hana fyr ir sér nú, þar sem hún var að stanga úr tönnunum með eld- spýtu, og síðan hellti hún sjóð andi vatni í kaffikönnuna. — Ég sagði að þér ættuð að klæða yður. Honum var heitt, og hann fékk velgju af óþeínum, sem þarna var. Hafði hún tekið eftir því, að honum leið ílla? Hún hafði farið úr sloppn- um og undirkjólnum og buxun- um, öll hin rólegasta, og lagzt síðan allsnakin á óumbúið rúmið og kveikt sér i vindlingi. - Ég er að bíða sagði hann við hana óþolinmóðlega, og píndi sig til að líta undan. — Það er ég líka. — Ég hef handtökuskipun á yður. — Þá skuluð þér bara taka mig fasta. — Farið þér í eitthvað og komið með mér. — Það er allt í lagi eins og ég er. Þetta var allt heldur hlægi- legt. Hún var sallaróleg og lét sér hvergi bregða, en ofurlítil glettni skein út úr litlausu aug- unum. — Þér segið, að það eigi að taka mig fasta — sama er mér. En þér þurfið ekkert að vera að biðja mig að hjálpa yður. Ég er heima hjá mér. Það er heitt og ég hef fullt leyfi til að fara úr öllu Nú, ef þér heimt- ið að ég fari með yður, eins og ég stend, þá er mér sama. Hann skipaði henni að minnsta kosti tíu sinnum að fara í föt. Og kannski var það vegna lit- lausa hörundsins á henni, eða hins draslaralega umhverfis, þá fannst honum hann aldrei hafa séð nokkurn kvenmann svona nakinn. Árangurslaust hafði hann fleygt fötunum hennar á rúmið, ógnað henni og síðan talið um fyrir henni. Loksins hafði hann farið niður og kallað á tvo lögregluþjóna, og þá fór þetta fyrst að verða hlægilegt. Þeir urðu að sveipa stúlkuna með valdi í ábreiðu og bera haina síðan, eins og ein- hvern böggul, niður mjóa stíg- inn, en allair dyr opnuðust er þeir gengu framhjá þeim. Síðan þetta gerðist, hafði hann aldrei séð hana, né heyrt henn- ar getið. — Látið hana koma inn, and- varpaði hann. Hann kannaðist undir eins við hana. Þekkti aftur langa, föla andlitið, litlausu augun og stór- an, ofmálaðan munninn, sem var eins og gapandi sár. Eirmigkann aðist hann aftur við, í augnatil- liti hennar, hina rólegu hæðni, sem hefur séð svo margt og mik ið, að ekkert skipíir hann neinu máli. Hún var alvanalega klædd, með ljósgrænan stráhatt og með hanzka. — Eruð þér enn vondur við mig? Hann saug pípuna sína, án þess að svara þessu neinu. Hún tók vindling upp úr tösk unni sinni og kveikti í. — Ég vil gjarna segja yður, og það án alirar gremju, að ég sagði yður satt forðum. Ég fékk eitt ár, sem ég hafði ekki unnið til. Það var satt, að þetta var stelpa, sem hét Lúlú, en þið lögðuð það ekki á ykkur að leita hana uppi. Við vorum saman, þegar við rák- umst á þennan fituklump. Hann tók okkur báðar á löpp og sagði mér að hypja mig, og sagðist ekki vilja hafa þær margar. Ég var frammi í forstoíunni, þegar Lúlú skaut að mér veskinu, til þess að koma því undan. — Hvað varð af henni? — Fyrir fimm árum hafði hún einhverja litla krá suðurfrá. Ég vildi bai-a benda á, hvernig öll- um getu." stundum skjátlazt. — Er það erindið í dag? — Nei. Ég vildi tala við yður um hann Alfred. Ef hann vissi, að ég væri hérna, mundi hann halda mig vitliusa. Ég hefði get- að farið til hans Boissiers lið- þjálfa, því að nann þekkir hann vel. — Hver er Alfred? — Maðurinn minn. Og meira að segja heiðariega giftur hjá fó- geta og presti, því að hann sæk- 2 ir enn kirkju. Boissier liðþjálfi nappaði hann tvisvar eða þrisvar og í eitt skiptið fékk Alfred fimm ár. Röddin var næstum hörkuleg. — Þér kannizt auðvitað ekki neitt við ættarnafnið Jussiaume, en ef ég segi yður, hvað hann er kallaður, veit ég, að þér kannist undir eins við hann. Hann hefur komið það mikið í blöðin. Þetta er hann ,,Dapri Frissi“. — Innbrotsþjófur? — Já. — Hefur ykkur lent saman? — Nei, það var ekki erindi mitt. Ég er ekki þannig gerð. En þér skiljið nú, hver Frissi er? Maigret hafði aldrei litið hann augum, nema þá kannski i gang inum þegar innbrotsþjófurinn ASKUR suöurlandsbraut H sími 38550 — Ég get því miður ekki vélritað í dag, því ég meiddi mig í þeim fingri. var að bíða yfirheyrslu hjá Bo- issier. Hann minntist óljóst ves- ældarlegs lítils manns með hrædd augu, sem virtist alltof lítill í fötin, sem hann var i. — Hvar er hann? — Ég er nú að koma að^því — verið þér alveg rólegur. Ég veit ekkert, hvar hann er, en hann er í vandræðum og það er ekki hon- um að kenna, og þessvegna er ég hingað komin. En þér verðið bara að trúa rnér, þó að það sé kannski til nokkuð mikils mælzt. Hann horfði á hana með at- hygli, afþví að hún talaði svo blátt áfram og biðjandi. Hún var enganveginn að gera sér nein læti til þess að hafa áhrif á hann. Og ef hún var dálítið lengi að komast að efninu, þá stafaði það bara af því, hve efn- ið var flókið. Engu að síður var enn einhver veggur milli þeirra og þann vegg var hún nú að reyna að brjóta niður, til þess að hann fengi ekki kakka hugrnynd um það, sem um var að ræða. Maigret vissi lítið um Dapra Frissa, sem hafði aldrei neitt komið til hans kasta — annað en það, sem hann hafði heyrt í lög- reglustöðinni. Maðurinn var á sinn hátt frægur, og dagblöðin höfðu reynt að gera sitt bezta til að blása hann upp í einhverja rómantíska mannveru. Hann hafði um árabil verið í þjónustu Blanchard-fyrirtækis- ins, sem bjó til járnskápa, og var þar orðinn einn færasti verkmað ur. Hann var bá þegar, dapur og hlédrægur ungur maður, heilsu- linur og fékk öðru hverju floga- köst. Boissier mundi sennilega geta sagt Maigret hversvegna hann hefði hætt að vinna hjá Plan- chard. En hvernig sem það nú var, hafði hann hætt að smíða pen- ingaskápa og farið að brjóta þá upp í staðinn. — Þegar þér hittuð hann fyrst hafði hann þá cnn fasta atvinnu? — Nei, það var ekki ég sem af- vegaleiddi hann, ef þér eigið við það. Hann hafði bara hlaupavinnu og stundum vann hann hjá ein- hverjum lásasmið, en það leið ekki á löngu áður en ég sá, hver raunveruleg atvinna hans var. — Haldið þér ekki, að yður væri heppilegra að tala við hann Boissier? — Hanri er nú víst í innbrot- um, skilst mér. En þér í morð- um. 9. NÓVEMBER Njóttu þess að allt fellur í ljúfa löð í dag, og reyndu að vinna upp það sem niður hefur faiJið. Naudð 20. apríi — 20. maí Þér er óhætt að halda áfram með það framtak, sem hrint var í framkvæmd í gær. Leggðu nart að þér ogeinbeittu þér. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Lognmolla dagsins í dag ferir ekki ráð fyrir neinum skyndi- breytingum. Athugaðu aðs'öðu þína. Ljúktu öllu, sem eftir er. Krabbin 21. júní —2 2. júli Þú færð næði til að vir.no að heilbrigði þínu og einkamálum Sinntu fyrst undirstöðuatr;ð, m. Skemmtu þér kvöld. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Sparaðu kraftana. Sinntu minni háttar störfum, sem hafa orð- ið að víkja. Hvíldu þig um heigina. Meyjan 23. ágúst — 22. sentember Þú getur unnið heilmikið af hversdagsstörfum. Félagslíf borgar sig, ef þú ert ekki of kröfuharður á skemmtikarfta vina þinna. Vogin 23. september — 22. október Snúðu þér að alvarlegri hugsunum, meðan tækifæri gefst. Þér lætur að skipuleggja og rannsaka. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Sökktu þér niður í máLrannsókr. Allt ger.gur mjög hægt, og því gott tækifæri til að einboita sér. Stilling þín er mikilvæg. Bogmaðnrinn 22. nóvembei — 21. desember Safnaðu saman því, sem þú átt útistandandi, þar sem þvi verð- ur við komið. Farðu vel með fjármál. Steingeitin 22. desember — J9. janúar Verðu deginum i að fa>-a yfir tryggingar, fasteignaverð og viðhald, skattaáætlanir, spa-ifé. fjárfestingu, o.þ.h. Gerðu ásetlun um hvað hugsanlega geti skeð í náinni framtið. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Hvíld og smáskemmtun eru á dagskránni. Hægt er að sjá fyrir endann á gömlum má’efnum. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Þér gengur vel, pví að þú hefur unnið talsvert undanfarið. Ekki dagur til að nefja ný störf, eða fást við það, sem lítil þekking er fyrir hendi í.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.